Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 1
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þorbjörn Þórðarson og Þórð Snæ Júlíusson
NOKKRIR einstaklingar hafa fengið stöðu grun-
aðra í tengslum við rannsókn embættis sérstaks
saksóknara á kaupum Q Iceland Finance, eign-
arhaldsfélags sjeiks Mohamed Bin Khalifa Al-
Thani frá Katar, á um fimm prósenta hlut í Kaup-
þingi í september síðastliðnum.
„Annars vegar erum við að skoða hvort þessi við-
skipti kunni að varða ákvæði um markaðs-
misnotkun í lögum um verðbréfaviðskipti og hins
vegar auðgunarbrotakafla almennra hegning-
arlaga,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sak-
sóknari. Að sögn Ólafs leikur grunur á að umrædd
viðskipti hafi verið til þess fallin að veita rangar og
villandi upplýsingar til markaðarins um stöðu
Kaupþings, en undir ákvæði um markaðs-
misnotkun falla m.a. sýndarviðskipti.
Ekki er búið að yfirheyra Ólaf Ólafsson, sem er
persónulegur vinur sjeiksins og var annar stærsti
eigandi Kaupþings, en hann hafði milligöngu um
viðskiptin.
Talið er líklegt að fleiri fái stöðu grunaðra en
mönnum er formlega gefin sú staða við yf-
irheyrslur. Hin meintu brot geta varðað allt að sex
ára fangelsi.
Leitað á heimili og skrifstofu Ólafs
Í tengslum við rannsókn embættis sérstaks sak-
sóknara fóru fram húsleitir á tólf stöðum í gær og
síðastliðinn þriðjudag, að undangengnum dóms-
úrskurðum. Með húsleitunum geta rannsakendur
lagt hald á gögn og muni sem kunna að skipta máli
fyrir rannsókn málsins, t.d. tölvupósta. Samkvæmt
3. mgr. 74. gr. laga um meðferð sakamála er skil-
yrði fyrir húsleit að rökstuddur grunur leiki á að
framið hafi verið brot sem sætt geti ákæru og að
sakborningur hafi verið þar að verki, enda séu aug-
ljósir rannsóknarhagsmunir í húfi. M.a. var leitað í
höfuðstöðvum Kaupþings og á heimilum fyrrver-
andi stjórnenda bankans.
Í gær var gerð húsleit á heimili Ólafs Ólafssonar
og á skrifstofu Q Iceland Finance ehf., sem er til
húsa hjá lögmannsstofunni Fulltingi á Suðurlands-
braut. Jafnframt var leitað á skrifstofum Arion
verðbréfavörslu og á skrifstofum Kjalars, sem er
eignarhaldsfélag í eigu Ólafs. Svo virðist sem rann-
sakendur hafi talið að Ólafur væri með skrifstofu í
höfuðstöðvum Samskipa því þeir sem þangað voru
sendir í gær gripu í tómt.
Kaupþing fjármagnaði viðskiptin
Tilkynnt var um kaup sjeiksins á fimm prósenta
hlut í Kaupþingi á 26 milljarða króna hinn 22. sept-
ember, réttum tveimur vikum fyrir bankahrunið og
setningu neyðarlaganna. Seljandi bréfanna var
Kaupþing, en bankinn hafði áður keypt eigin bréf
upp að lögmæltu hámarki.
Fjármögnun kaupanna var með þeim hætti að
tvö félög, sem skráð eru á Jómfrúaeyjum, lánuðu
þriðja félaginu sem fjármagnaði loks Q Iceland
Finance. Félögin frá Jómfrúaeyjum, sem voru í
eigu Ólafs Ólafssonar og Al-Thanis, fengu lán fyrir
fjármögnuninni hjá Kaupþingi. Ólafur fékk lán með
veði í bréfunum sjálfum án nokkurrar persónu-
legrar ábyrgðar.
Al-Thani gerði framvirkan gjaldeyrisssamning
við bankann sem tryggði honum gengishagnað við
uppgjör. Sá hagnaður var síðan notaður til að
greiða skuld Al-Thanis við Kaupþing. Engar upp-
lýsingar lágu fyrir opinberlega á þessum tíma um
tilurð viðskiptanna. Þvert á móti sögðu stjórnendur
Kaupþings í fjölmiðlum þegar kaupin voru kunn-
gerð að um mikla traustsyfirlýsingu væri að ræða
fyrir bankann að sjeikinn sýndi honum áhuga.
Nokkrir grunaðir
um auðgunarbrot
Yfirheyrslur eru þegar hafnar og nokkrir með stöðu grunaðra
Brotin sem um ræðir geta varðað allt að sex ára fangelsi
Ólafur Ólafsson hefur ekki verið yfirheyrður
Lögreglumenn gripu í tómt á skrifstofum Samskipa í gær
Kaup sjeiksins á hlut í
Kaupþingi til rannsóknar
Tólf húsleitir fóru fram
vegna málsins í vikunni
Mohamed Bin Khalifa Al-Thani Ólafur Ólafsson Ólafur Þór Hauksson
L A U G A R D A G U R 2 3. M A Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
138. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«MENNING
H́ÁLFVITALEG PLATA
VÆNTANLEG BRÁÐUM
«DAGLEGT LÍF
GOTT AÐ VERA
BARN Á ÍSLANDI
Túskildingsóperan eftir Brecht
varð Martyn Jacques slíkur inn-
blástur, að hann stofnaði Tígrislilj-
urnar, en þar höfðu Tom Waits, ör-
birgð og kröm líka áhrif.
LESBÓK
Tígrisliljurnar
opinbera eðli sitt
Ekki einu sinni byltingarástand,
stjórnarslit, kosningar og vinstri-
stjórn slær á útbreitt og djúpstætt
vantraust á stjórnvöldum. Jón
Ólafsson skrifar.
Ímyndaður veru-
leiki sáttarinnar
Í mér er loftnet sem nemur ástand-
ið gegnum fingur, fætur og höfuð
sem mætist í hjarta- og magastað.
Sum listaverk hafa þann eiginleika
að fylla rými af nærveru...
Ransu skrifar um
sýningu Kristjáns
„ÞETTA er ekki skemmtilegasta
reynsla sem ég hef lent í,“ segir
upptökustjórinn og lagahöfund-
urinn Óskar Páll Sveinsson um
samstarfið við poppsöngvarann
Robbie Williams.
Þegar Óskar Páll starfaði í Bret-
landi var hann beðinn að koma með
hugmynd að rapplagi fyrir Willi-
ams. Stjarnan var hæstánægð með
lagið, sem varð afar vinsælt. Willi-
ams og félagar hans neituðu hins-
vegar að Óskar Páll væri meðhöf-
undur og varð ekki þokað. »26
Segir Robbie Williams hafa
haft af sér höfundarlaun
Óskar Páll
Sveinsson
Robbie Williams
FÁTT bendir
til þess að for-
sendur, sem pen-
ingastefnunefnd
Seðlabankans
setti fyrir „um-
talsverðri“ lækk-
un stýrivaxta,
verði til staðar
við næstu stýrivaxtaákvörðun, 4.
júní nk. Gengi krónunnar hafi veikst
um 5% frá síðustu lækkun og þá hafi
ríkisstjórnin ekki lagt fram áætlun
um niðurskurð ríkisútgjalda. Þá hafi
skipting eigna milli gömlu og nýju
bankanna tafist. »22
Ekki forsendur fyrir
umtalsverðri vaxtalækkun
ÍSLENSKA
landsliðskonan í
fótbolta, Margrét
Lára Viðars-
dóttir, var
markahæsti leik-
maður í Evr-
ópukeppninni en
úrslit í keppninni
réðust í gær.
Margrét Lára
skoraði alls 14
mörk fyrir Val og er þetta í annað
sinn sem hún nær þessum árangri.
»Íþróttir
Margrét markadrottning
Margrét Lára
Viðarsdóttir
Leitað heima hjá
fyrrverandi stjórnendum