Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 20
Eftir Sigurð Ægisson
TIL ferða flórgoðans sást við ónefnt vatn á Norð-
urlandi, þar sem hann lá á tveimur eggjum sínum
í hreiðri.
Íslenski flórgoðinn er trúlega að mestu leyti
farfugl. Snemma í apríl koma fyrstu einstakling-
arnir inn á varpstöðvarnar og eru þá í sínu fínasta
pússi og tilhugalífið í hámarki. Farið er að byggja
hreiður jafnóðum og ísa tekur að leysa. Eig-
inlegur varptími hér á landi er þó ekki fyrr en í
lok maí eða byrjun júní. Oft geta verið nokkur pör
á sama vatni, jafnvel mörg.
Hreiður flórgoðans er allsérkennilegt og
reyndar einsdæmi í íslenska fuglaríkinu. Um er
að ræða stóra, fljótandi dyngju úr rotnandi jurt-
um. Henni er venjulegast komið fyrir þar sem
vatnagróðurinn er hvað þéttastur, á grynningum
við bakka. Eggin eru líka óvenjuleg. Þau eru oft-
ast 4-5 en geta þó verið 1-7 að tölu. Þau eru blá-
hvít að lit, þakin mjúku, gegnsæju og óreglulegu
kalklagi yst en verða fljótlega ljósgul og síðan
brún vegna efnisins í hreiðrinu sem og járnútfell-
inga. Útungun tekur um 22-25 daga og sjá bæði
kyn um áleguna. Meðan ungarnir eru litlir synda
foreldrin venjulegast með þá á bakinu. Þeir eru
taldir verða sjálfstæðir á 45 dögum eða svo, fleyg-
ir 55-60 daga og kynþroska að tveimur árum liðn-
um.
Kann best við sig á vötnum
Á Íslandi er dreifing flórgoðans slitrótt, mis-
jafnt þó eftir landshlutum. Sáralítið er t.d. af hon-
um við Breiðafjörð, á Vestfjörðum og á Aust-
fjörðum; langmestur fjöldinn er á Mývatni og í
nágrenni þess, eða um helmingur íslenska stofns-
ins, en einnig nokkuð á öðrum stöðum í Þingeyj-
arsýslum, í Skagafirði og á Meðallandi. Ann-
arsstaðar um Norðurland, Suðurland og
Borgarfjörð er hann á strjálingi.
Á sumrin kann flórgoðinn best við sig á gróð-
ursælum vötnum og tjörnum á láglendi, með auð-
ugu dýralífi í. Þar er fæðan mikið til hornsíli en
einnig þó vatnaskordýr, s.s. brunnklukkur,
tjarnatítur, vorflugulirfur, mýlirfur og krabbadýr.
Á veturna kýs hann að dvelja með ströndum fram
og tekur þar aðallega smáfiska og krabbadýr, s.s.
agnir, marflær og rækjur. Auk fæðunnar neyta
goðar mikils af eigin fiðri; er það talið hjálpa við
meltinguna þótt ekki skilji menn hvers vegna goð-
um er þetta nauðsynlegra en öðrum fuglum.
Þótt flórgoðarnir taki að yfirgefa varpstöðv-
arnar í ágúst, sjást alltaf einhverjir áfram á vötn-
um fram eftir hausti og allt fram í nóvember.
Ekki er með öllu ljóst hvað verður um flórgoð-
ann á veturna. Lengi var talið að hann færi burt
og þá helst til V-Evrópu. Einn flórgoði, merktur á
Íslandi, hefur t.d. endurheimst í Færeyjum, ann-
ar við Írland og hinn þriðji á Biskayaflóa við
Frakkland. En nú hallast menn að því að einhver
hluti stofnsins a.m.k. sé hér allt árið því alltaf
sjást nokkrir fuglar yfir kaldasta tímann inn-
fjarða við Suðvesturland, þ.e.a.s. í Hvalfirði, Ós-
um og einnig á Skerjafirði. Á þessum árstíma er
erfitt að koma auga á þá, m.a. vegna þess hve lit-
lausir þeir eru, og því allt eins líklegt að þeir
kunni að leynast víðar með ströndum landsins.
Flórgoðinn er strjáll varpfugl á Íslandi, því
stofninn er ekki talinn vera nema 300-500 pör.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Flórgoðinn á vatnahreiðri sínu
20 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009
BÆJARRÁÐ
Gerðahrepps
hefur samþykkt
að leggja til við
bæjarstjórn að
ráða Ásmund
Friðriksson,
fyrrverandi fisk-
verkanda í Eyj-
um, bæjarstjóra
hreppsins.
52 sóttu um
starfið sem losnaði vegna þess að
Oddný Harðardóttir, fráfarandi
bæjarstjóri, var kjörin á Alþingi
fyrir Samfylkinguna í apríl.
Ásmundur ráðinn
bæjarstjóri
Ásmundur
Friðriksson
NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Ís-
lands hafa sent umhverfisráðherra
stjórnsýslukæru vegna fram-
kvæmda við Suðvesturlínu. Sam-
tökin telja að í samræmi við lög um
mat á umhverfisáhrifum verði að
meta tengdar framkvæmdir, sem
háðar eru hvor annarri, sameig-
inlega, en ekki sína í hvoru lagi.
Stjórnsýslukæra
SLYSAVARNAFÉLAGIÐ
Lndsbjörg lýsir þungum áhyggjum
af þeim niðurskurði á fjármagni
sem ætlað er til stofnana sem sinna
öryggis-, löggæslu- og björg-
unarmálum á landinu og hvetja
stjórnvöld til þess að standa vörð
um það fjármagn sem í málaflokk-
inn þarf að fara. Þetta kemur fram
í ályktun landsþings Slysavarna-
félagsins Landsbjargar sem haldið
var á Akureyri.
Morgunblaðið/Júlíus
Vara við niðurskurði
STOFNUÐ hefur verið sérstök
kvennahreyfing innan Hjartaheilla.
Tilgangurinn með stofnuninni er að
til verði vettvangur þar sem konur
með hjartasjúkdóma geti leitað
þekkingar, fræðslu og stuðnings.
Konur með hjartasjúkdóma eru
hvattar til að koma á fræðslu- og
skemmtifund á þriðjudag nk. kl. 20
í SÍBS-húsinu, Síðumúla 26.
Morgunblaðið/Eggert
Kvennahreyfing
Hjartaheilla
JÓNÍNA Benediktsdóttir og Sigrún
Kjartansdóttir opna nýja DETOX-
meðferðarstöð í nýju heilsuþorpi
Ásbrúar í Reykjanesbæ í dag.
Samhliða meðferðarstöðinni á
Reykjanesi er einnig boðið upp á
detoxmeðferðir allan ársins hring í
Póllandi og yfir vetrartímann á
Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit.
Opna detox-stöð
BRYNDÍS
Snæbjörnsdóttir
myndlist-
armaður varði
hinn 27. mars sl.
doktorsverkefni
sitt við Gauta-
borgarháskóla í
Svíþjóð. Vörnin
fór fram í Valand
School of Art í Gautaborg og var
andmælandi prófessor Sarat Mah-
araj frá háskólanum í Lundi. Dóm-
nefndina skipaði prófessor Henk
Shlager, prófessor Karen Wagner
og dr. Martha Fleming myndlist-
armaður. Leiðbeinendur dokt-
orsverkefnisins voru dr. Katy
Deepwell frá Listaháskólanum í
London og dr. Karl Benediktson frá
Háskóla Íslands.
Verkefnið samanstóð af ritgerð
sem ber heitið „Spaces of Encoun-
ter: Art and Revision in Human –
Animal Relations“ og myndlist-
arsýningunni „between you and
me“. Doktorsverkefnið byggist á
þremur myndlistarverkefnum sem
með innsetningum og í gegnum
ljósmyndalinsuna rannsaka tengsl
manna og dýra.
Bryndís Snæbjörnsdóttir er fædd
í Reykjavík og er dóttir hjónanna
Guðrúnar Jónsdóttur og Snæbjörns
Ásgeirssonar, Seltjarnarnesi. Hún
er búsett í Bretlandi með myndlist-
armanninum Mark Wilson og er
prófessor í myndlist við Gautaborg-
arháskóla.
Doktor í
myndlist
„ÞESSI listi er
mjög hátt skrif-
aður bæði hjá
ferðamönnum og
í veitingageir-
anum, þannig að
þetta er nátt-
úrlega topp-
urinn,“ segir
Þórarinn Egg-
ertsson, yfirmat-
reiðslumaður og
eigandi veitingastaðarins Orange,
en staðurinn komst nýverið á
Condé Nast Hot Tables-listann fyrir
árið 2009.
Í umsögn með listanum kemur
fram að Orange sé einn mest spenn-
andi veitingastaður Evrópu þar
sem matseðillinn sé frumlegur og
þjónustan einkennist af hug-
myndaauðgi. „Markmið okkar eru
að bjóða upp á úrvalsmat við
skemmtilegar og afslappaðar að-
stæður. Þannig get ég á miðju
kvöldi fundið upp á því að bjóða
upp á bingó í salnum eða fengið
þjónana til þess að bera matinn
fram í grímubúningum.“
Aðeins er rúmt ár síðan Orange
var opnaður og að sögn Þórarins er
það sá tími sem það tekur að koma
sér á kortið. Segir hann staðinn
hafa spurst vel út og til marks um
það sé á næstunni von á heil-
síðuopnu um staðinn í tímaritinu
Food & Wine auk þess sem von sé á
umfjöllun í einu frægasta mat-
reiðslutímarit heims, Art Culinaire,
með haustinu.
Spurður hvort efnahagshrunið
hafi haft einhver áhrif á rekstur
staðarins svarar Þórarinn því ját-
andi. „Fyrst eftir hrunið var þetta
mjög erfitt, en nú er að birta til,“
segir Þórarinn og bendir í því sam-
hengi á að erlendu ferðafólki sé að
fjölga til muna. silja@mbl.is
„Toppurinn að komast
inn á lista Condé Nast“
Orange sagður
mest spennandi
staður Evrópu
Morgunblaðið/Frikki
Nýjungar Matreiðslan á Orange þykir frumleg og þjónustan hugmyndarík.
Í HNOTSKURN
»Orange er þriðji íslenskiveitingastaðurinn sem
kemst á lista hjá Condé Nast
Hot Tables.
»Hinir tveir staðirnir eruSjávarkjallarinn og Fiski-
markaðurinn.
Þórarinn
Eggertsson