Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 33
Messur 33Á MORGUN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009
AÐVENTSÖFNUÐURINN | Sameiginleg
samkoma allra safnaðanna verður haldin í
Loftsalnum í dag, laugardag og hefst með
guðsþjónustu kl. 11. Harald Wollan prédik-
ar. Biblíufræðsla fyrir börn, unglinga og full-
orðna kl. 11.50. Einnig er boðið upp á bibl-
íufræðslu á ensku. Lukkupottur á eftir.
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sókn-
arprestur í Ólafsfjarðarsókn, prédikar. Sr.
Sólveig Halla Kristjánsdóttir þjónar fyrir alt-
ari, kirkjukór Ólafsfjarðarkirkju syngur undir
stjórn Ave Tonisson, organisti er Valmar
Väljaots. Heimsókn 60 ára ferming-
arbarna, sem aðstoða við helgihald.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur
þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti Pet-
er Matá, kirkjukórinn leiðir almennan safn-
aðarsöng. Kaffi á eftir.
ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. (Ath. að messu-
tíminn verður þessi fram á haust nema
annð sé tekið fram). Sóknarprestur prédik-
ar og þjónar fyrir altari ásamt Margréti
Svavarsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur,
organisti Bjartur Logi Guðnason.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, Nína
Björg Vilhelmsdóttir flytur prédikun og kór
Breiðholtskirkju syngur, organisti Julian
Edward Isaacs. Aðalsafnaðarfundur og
veitingar í boði.
BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11 á sum-
artíma. Kór Bústaðakirkju syngur, organisti
er Renata Ivan. Kaffi á eftir. Sr. Arna Ýrr
Sigurðardóttir. Messuþjónar taka á móti
gestum og leiðbeina.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur
sr. Gunnar Sigurjónsson, organisti Kjartan
Sigurjónsson, kór Digraneskirkju A hópur.
Veitingar á eftir. Aðalsafnaðarfundur í safn-
aðarsal kl. 12.30. Sjá digraneskirkja.is
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Einar
Sigurbjörnsson prédikar og ásamt honum
þjónar sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti
Marteinn Friðriksson.
EYRARBAKKAKIRKJA | Messa kl. 11.
Kirkjukór Eyrarbakkakirkju leiðir safn-
aðarsöng, organisti Haukur Gíslason,
prestur Sveinn Valgeirsson.
FELLA- og Hólakirkja | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11 í tengslum við Krílasálma sem
er tónlistarnámskeið kirkjunnar fyrir ung
börn og fjölskyldur þeirra. Prestur sr. Svav-
ar Stefánsson, tónlist annast Guðný Ein-
arsdóttir, kantor kirkjunnar.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Kvöldvaka kl. 20
sem ber yfirskriftina Sól í sinni. Bjargræð-
istríóið leiðir stundina en það skipa þau
Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Anna Sigríður
Helgadóttir og Örn Arnarson.
FRÍKIRKJAN Kefas | Almenn samkoma kl.
16.30. Margrét S. Björnsdóttir prédikar,
lofgjörð og brauðsbrotning. Ekki formlegt
barnastarf en aðstaða fyrir börnin í umsjá
foreldra sinna. Kaffi samvera og verslun
kirkjunnar opin á eftir.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl.
14. Bryndís Valbjarnardóttir predika og
þjóna fyrir altari, Anna Sigga og Carl Möller
ásamt kór Fríkirkjunnar leiða almennan
safnaðarsöng.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10,
bænastund 10.15. Messa kl. 11. Alt-
arisganga, samskot til Unicef. Messuhóp-
ur þjónar, kirkjukór Grensáskirkju syngur,
organisti Árni Arinbjarnarson og prestur er
sr. Ólafur Jóhannsson. Kaffi á eftir.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Hreinn S. Hákonarson
messar, söngstjóri er Kjartan Ólafsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Kjartan Jónsson, kantor Guð-
mundur Sigurðsson og Babörukórinn í
Hafnarfirði syngur. Messunni verður út-
varpað á Rás 1.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar
og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn
Óskarsdóttur, messuþjónar aðstoða. Fé-
lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða
messusönginn og gestakór frá Noregi
syngur í messunni. Organisti Björn Steinar
Sólbergsson. Umsjón barnastarfs Rósa
Árnadóttir.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti
Douglas A. Brotchie, prestur er Tómas
Sveinsson. Lagt verður af stað í vorferð
barnastarfsins á sama tíma, grill og
skemmtun. Komið til baka um tvöleytið.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11.
Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar, félagar úr kór
kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng,
organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Bæna-
og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 og ferða-
lag opna hússins á fimmtudag kl. 11. Sjá
hjallakirkja.is.
HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Lofgjörð-
arsamkoma laugardag kl. 20. Samkoma á
sunnudag kl. 11. Bernt Olav Örsnes talar.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam-
koma kl. 20. Umsjón hefur Elsabet Daní-
elsdóttir. Gídeonfélagið kynnir starfsemi
sína og fórn verður tekin til félagsins.
Ræðumaður er Ingólfur Ármannsson. Bæn
þriðjudag kl. 20. Lofgjörðarsamkoma
fimmtudag kl. 20. Umsjón hafa Salvation
Riders.
HRÍSEYJARKIRKJA | Messa og ferming kl.
14.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Al-
þjóðakirkjan í kaffisal kl. 13. Ræðumaður
er Jón Þór Eyjólfsson. Almenn samkoma kl.
16.30. Ræðumaður er Jón Þór Eyjólfsson.
Barnakirkjan fyrir börn frá 1 árs aldri.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnastarfinu á
þessu vori lýkur með vorhátíð kl. 11. Hopp-
kastali, grill, ratleikur og fleira. Samkoma
kl. 20. Lofgjörð og fyrirbænir, Kent Lang-
worth prédikar. Sjá kristur.is
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og
laugardag kl. 18.
Þorlákskapella, Reyðarfirði | Messa kl. 11
og 19.
Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30
og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga).
Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl.
8.30 og virka daga kl. 8.
Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14.
Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30
og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl.
18. Barnamessa kl. 14 að trúfræðslu lok-
inni.
Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa
kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga
er messa á ensku kl. 18.30.
Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka
daga kl. 18.30.
Ísafjörður | Messa kl. 11.
Flateyri | Messa laugardag kl. 18.
Bolungarvík | Messa kl. 16.
Suðureyri | Messa kl. 19.
Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Dagur barnsins.
Ganga um söguslóðir Keflavíkurkirkju kl.
11, þar sem börnin fá skemmtun og
fræðslu. Grillaðar pylsur í garði við kirkjuna
kl. 12. Frjáls framlög í Velferðarsjóðinn.
Kirkjumarkaður opnaður kl. 12.30 í garð-
inum. Lifandi tónlist og markaðsstemning.
Allur ágóði rennur í Velferðarsjóð á Suð-
urnesjum. Messa kl. 20. Talenturnar koma
fram í fyrsta skipti ásamt Kór Keflavík-
urkirkju við kvöldguðsþjónustu. Arnór Vil-
bergsson organisti stýrir báðum hópunum
en kórfélagar skipa hljómsveitina. Tónlistin
sem flutt verður er oft kölluð Eide-tónlist,
og kemur úr ýmsum heimshornum en lat-
ínósveifla er ráðandi. Fermingarbörn og for-
eldrar nk. vetur eru sérstaklega boðuð í
guðsþjónustuna.
KFUM og KFUK | Samkoma kl. 20. Yf-
irskrift kvöldsins er: Nýr sáttmáli, ræðu-
maður er sr. Ólafur Jóhannsson. Þetta er
síðasta samkoman á þessari önn. Þakkað
verður fyrir veturinn og sumri fagnað. Sam-
komur hefjast aftur í september.
KOLAPORTIÐ | Helgihald kl. 14 á Kaffi
Port. Prestar, djáknar og sjálfboðaliðar
leiða stundina. Þorvaldur Halldórsson
syngur og leikur undir. Fyrirbænum safnað
frá kl. 13.30.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11,
altarisganga. Prestur sr. Ægir Fr. Sig-
urgeirsson, félagar úr kór Kópavogskirkju
syngja og leiða safnaðarsöng, organisti og
kórstjóri Lenka Mátéová, kantor kirkjunnar.
Aðalsafnaðarfundur Kársnessóknar í safn-
aðarheimilinu á eftir, um kl. 12.30.
LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á Landakoti
kl. 14 á stigapalli á 2. hæð. Sr. Vigfús
Bjarni Albertsson og Ingunn Hildur Hauks-
dóttir organisti.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Vala
Sigríður Guðmundsdóttir Yates syngur ein-
söng, prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson,
organisti Jón Stefánsson. Kaffi á eftir. Að-
alsafnaðarfundur mánudaginn 25. maí kl.
20. Venjuleg aðalfundarstörf. Veitingar.
LAUGARNESKIRKJA | Vorhátíð Laugarnes-
hverfis verður haldin í og við Laugalækj-
arskóla kl. 14-16 þar sem félög og stofn-
anir hverfisins taka höndum saman. Fyrsta
kvöldmessa sumarsins er kl. 20. Sr. Hildur
Eir Bolladóttir prédikar, sr. Bjarni Karlsson
þjónar fyrir altari og Þorvaldur Halldórsson
annast tónlistarflutning. Sigurbjörn Þor-
kelsson er meðhjálpari. Við messuna
verða nýútskrifaðir ungleiðtogar kynntir til
sögunnar. Kaffispjall í safnaðarheimilinu á
eftir.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Kór Lágafellskirkju syngur og leiðir söng,
organisti Jónas Þórir, prestur sr. Ragnheið-
ur Jónsdóttir. Meðhjálpari er Arndís B.
Linn.
LINDAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjónusta
og sunnudagaskóli kl. 11. Þorvaldur Hall-
dórsson tónlistarmaður leiðir safn-
aðarsönginn, sr. Guðmundur Karl Brynj-
arsson þjónar og Hjörleifur Valsson leikur á
fiðlu. Barn verður borið til skírnar.
NESKIRKJA | Messa og vorferð barna-
starfsins kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju
syngja, organisti Steingrímur Þórhallsson,
sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar
fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Veitingar
og samfélag á Torginu á eftir. Börnin byrja í
kirkjunni en fara svo í vorferð að Bjarteyj-
arsandi í Hvalfirði. Dýr, fjara og nesti og
Hallgrímskirkja í Saurbæ skoðuð. Ferðin
og matur er í boði Neskirkju. Guðsþjónusta
á vegum Ísfirðinga og Súðvíkinga kl. 14.
Prestur sr. Örn Bárður Jónsson.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjónusta kl.
14 og barnastarf á sama tíma. Kór kirkj-
unnar leiðir söng undir stjórn Kára Allans-
sonar. Allir eru velkomnir en sérstaklega
eru nýir safnaðarfélaga velkomnir. Veit-
ingar í lokin. Sjá ohadisofnudurinn.is.
SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 á
Háaleitisbraut 58-60. ,,Kærleiksríkt sam-
félag.“ Ræðumaður er Colby Garman, lof-
gjörð og fyrirbæn. Barnastarf.
SELFOSSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Eygló J. Gunnarsdóttir djákni þjónar, kirkju-
kór Selfosskirkju leiðir söng, organisti er
Jörg Sondermann. Veitingar í safn-
aðarheimilinu á eftir. Morguntíð sungin
þriðjudaga til föstudaga kl. 10.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Valgeir Ástráðsson prédikar, kór Seljakirkju
syngur undir stjórn Jóns Bjarnasonar org-
anista.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar
leiða safnaðarsöng undir stjórn Friðriks
Vignis Stefánssonar organista, prestur er
Sigurður Grétar Helgason.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Frið-
rik J. Hjartar prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt Nönnu Guðrúnu Zoëga djákna. Fé-
lagar úr kór kirkjunnar leiða sönginn, org-
anisti er Jóhann Baldvinsson. Dagur barns-
ins – fjölskylduvæn samvera. Barnagæsla
á meðan í safnaðarheimilinu.
VÍFILSSTAÐIR | Guðsþjónusta kl. 14 í sam-
komusalnum. Organisti Jóhann Baldvins-
son, félagar úr kirkjukór Vídalínskirkju
syngja, ritningarlestra les Sigríður Ingólfs-
dóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og
þjónar fyrir altari.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Laugarneskirkja.
ORÐ DAGSINS:
Þegar huggarinn kemur.
(Jóh. 15)
Það er gulupressukeimur af um-
fjöllun Morgunblaðsins um Fornleifa-
stofnun Íslands í gær, 20. maí. Mér
virðist augljóst að
grein blaðsins sé
til þess samin að
skaða stofnunina.
Ekki veit ég hvers
vegna. Málið
snýst um íslensk-
an nemanda í
fornleifafræði
sem var vikið frá
námi í bandarísk-
um háskóla eftir að hafa gerst brot-
legur við reglur skólans. Nemandinn
telur að brottvísunin sé runnin undan
rifjum Fornleifastofnunar Íslands
vegna samkeppni um uppgröft á bíla-
stæði í Reykjavík!
Í háskólasamfélagi er fólki ekki
vísað frá námi nema eftir ítarlega
umfjöllun í nefndum og ráðum þar
sem samúðin liggur ævinlega nem-
andans megin og hann látinn njóta
vafans ef einhver er. Af grein Morg-
unblaðsins er torráðið hvað réð brott-
rekstrinum og hefði verið nær að
leita álits háskóla New York borgar í
stað þess að enduróma dylgjur nem-
ans sem grípur samhengislausar
setningar úr bréfum sem hljóta að
vera mörg og ítarleg í svona máli.
Ég er gjörkunnugur vinnu um-
rædds háskóla á sviði fornleifa- og
fornvistfræði og hef tekið þátt í
henni, bæði hér á landi og í Kar-
íbahafinu. Þar er fagmennskan al-
gjör, farsæld nemenda höfð í fyr-
irrúmi og örvandi velvilji á öllum
sviðum. Hefur háskóli New York
borgar unnið Íslandi meira gagn með
rannsóknastarfi sínu hér en gengur
og gerist.
Ég hef átt farsælt samstarf við
Fornleifastofnun Íslands áratugum
saman. Stofnunin hefur brotið blað í
íslenskri fornleifafræði með viðamikl-
um uppgröftum, alþjóðlegum skóla í
fornleifafræði, uppbyggingu háskóla-
náms í fræðigreininni og líflegri út-
gáfustarfsemi. Stofnunin og sam-
starfsaðilar hennar hafa hlotið
fjölmarga vísindastyrki, ekki síst er-
lendis frá, til verkefna hér á landi.
Slíkt gerist ekki nema á góðum rann-
sóknastofnunum. Fornleifar Íslands
eru komnar rækilega á dagskrá um
veröld víða.
Umfjöllun Morgunblaðsins er ekki
í þeim anda sem hingað til hefur ríkt
þar og minnir sterklega á þá tegund
blaðamennsku sem lakari miðlar
stunda.
Árni Einarsson,
forstöðumaður Náttúrurann-
sóknastöðvarinnar við Mývatn.
Stjórnar Fornleifa-
stofnun Íslands banda-
rískum háskólum?
Frá Árna Einarssyni
Árni Einarsson
EKKI átti ég von á því að nú tæpum
18 árum eftir stofnun „Hagsmuna-
samtaka knattspyrnukvenna“ væri
enn brotið svo
gróflega gegn ís-
lenskri kvenna-
knattspyrnu sem
raun ber vitni hjá
Ríkisútvarpinu
Sjónvarpi! Nú
þegar ég er búin
að horfa á tvo
fyrstu þætti
íþróttadeildar
Ríkisútvarpsins
Sjónvarps, þætti sem nefnast „Ís-
lenski boltinn“ get ég ekki orða
bundist! Þessir fyrstu þættir lofa
ekki góðu fyrir íslenska kvenna-
knattspyrnu. Það hefur ekki verið
sýnt frá einum einasta leik úrvals-
deildar kvenna, og þó er lokið þrem
umferðum! Úrslitum þeirra leikja
kvennaboltans sem leiknir höfðu ver-
ið þegar fyrsti þáttur fór í loftið, var
brugðið upp á nokkrum sekúndum,
sagt frá samtals mörgum mörkum
skoruðum, það var allt og sumt. Hins
vegar, þrátt fyrir að búið væri að
sýna frá öllum leikjum fyrstu um-
ferðar karla, tíunda úrslitin svo þar
að auki með aðstoðarmanni þátt-
arins, sá þáttarstjórnandi ástæðu til
þess, að eyða dýrmætum tíma í að
lesa upp öll úrslit karlaleikjanna í
lokin.
Í þætti tvö, þegar 3 umferðir voru
búnar í kvennaboltanum, toppaði
þáttarstjórnandi svo lélegheitin frá
vikunni áður, sýndi engar myndir og
nú var ekki einu sinni brugðið upp
stöðunni eða úrslitum leikja! Hvað er
eiginlega í gangi, nær jafnréttið ekki
lengra en þetta hjá þér, Hrafnkell!?
Hér áður þegar áðurnefnd hags-
munasamtök voru að berjast fyrir
því að íslenska kvennalandsliðið í
knattspyrnu yrði endurvakið,
kvennaliðin fengju að spila leiki úr-
valsdeildar kvenna á grasi á gras-
tökkum í stað malartakka, úrslita-
leikur bikarsins spilaður á
Laugardalsvelli í stað þess að spila
hann á lélegum Valbjarnarvelli, þá
voru helstu rök manna gegn kröfum
okkar þau, að kvennafótbolti væri lé-
legur, það fylgdist enginn með hon-
um, hann gæfi ekki af sér tekjur
o.s.frv., en samt er staðreyndin sú í
dag, að kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu er á leið til Finnlands á EM
fyrst íslenskra A-landsliða, ekki
karlalandsliðið! Við vorum þá ekki lé-
legri en svo, að einungis 18 árum síð-
ar er kvennalandsliðið að ná árangri
sem karlaliðið nær kannski aldrei,
með fullri virðingu fyrir þeim.
Þessar afsakanir duga ekki í dag,
og sá árangur og þær framfarir sem
hafa átt sér stað í íslenskri kvenna-
knattspyrnu réttlæta engan veginn
að vera gersamlega hundsuð í hinu
íslenska ríkissjónvarpi, þetta er ekki
boðlegt. Það er einsýnt að ef umfjöll-
unin ætlar að verða jafnléleg og á síð-
asta sumri í sama þætti, fær Hrafn-
kell rauða spjaldið frá mér! Þetta er
hrein og bein móðgun við íslenska
kvennaknattspyrnu. Ég hvet núver-
andi menntamálaráðherra, Katrínu
Jakobsdóttur, til að kalla eftir upp-
lýsingum um það hversu margar
mínútur þáttarins í fyrra fóru í um-
fjöllun um kvennaknattspyrnuna
samanborið við karlaknattspyrnuna
og fara þess á leit að fjallað sé jafnt
um karla- og kvennaknattspyrnu!
MARGRÉT BRAGADÓTTIR,
bankastarfsmaður og er ein af
stofnendum Hagsmunasamtaka
knattspyrnukvenna.
Íslenski (karla)boltinn
Frá Margréti Bragadóttur
Margrét
Bragadóttir
BRÉF TIL BLAÐSINS
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Lokasamsæti í
Gullsmára í dag
Síðasti spiladagurinn á þessu vori
var mánudagurinn 18.maí. Spilað var
á 13 borðum.Úrslit í N/S:
Birgir Ísleifsson-Jón Stefánsson 345
Hrafnhildur Skúlad.-Þórður Jörundsson 309
Sigtryggur Ellertss.-Þorsteinn Laufdal 296
Dóra Friðleifsd.->Heiður Gestsdóttir 296
A/V
Guðrún Gestsdóttir-Lilja Kristjánsd. 333
Guðrún Hinriksd.-Haukur Hannesson 314
Eysteinn Einarsson-Björn Björnsson 294
Sigurður Björnsson-Ólafur Gunnarsson 288
Stigahæstu spilarar í spila-
mennsku eftir áramót til vors urðu:
l. sæti Páll Ólason og Elís Kristjánsson
2. sæti Lilja Kristjánsdóttir
3. sæti Þorst. Laufdal og Sigtr. Ellertsson
Starfseminni lýkur svo með sam-
sæti í dag, laugardaginn 23. maí, í
Gullsmára. Bridsdeildin þakkar sam-
starfið við Arnór Ragnarsson og Mbl.
Handsmíðaðar
útskriftargjafir