Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009 ✝ Einar JónatanSveinbjörnsson fæddist á Uppsölum í Seyðisfirði við Djúp 17. febrúar 1928. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Ísafirði 12. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sveinbjörn Rögn- valdsson, f. 15.9 1886, d. 28.3. 1975 og Krist- ín Hálfdánardóttir, f. 22.11. 1896, d. 2.1. 1951. Systkini Jón- atans voru Ragnar, Elísabet, Kristján, Kristín Guðrún, Rögnvaldur, Daðey, Hálfdán, Jón- atan Helgi, Halldóra Þórunn, Jón- ína Þuríður, Sigurjón, Sveinbjörn Stefán, Marta og Martha Kristín. Eftirlifandi eru Kristín Guðrún, Halldóra Þórunn, Jónína Þuríður og Martha Kristín. Jónatan kvæntist 17. apríl 1954 Margréti Rannveigu Halldórs- dóttur, f. 15.4. 1932. Foreldrar hennar voru Agnes Verónika Guðmunds- dóttir, f. 3.5. 1889, d. 21.3. 1976 og Halldór Þorgeir Jónasson, f. 22.5. 1877, d. 16.9. 1956. Sonur Jónatans og Margrétar er Hall- dór Þorgeir rafvirki, f. 25.3. 1959, kvæntur Elísabetu Hálfdán- ardóttur, f. 1.3. 1959, þau eru búsett í Garðabæ. Börn þeirra eru: 1) Margét Rannveig, þroska- þjálfi og sjúkraliði, f. 14.6. 1979, gift Þórarni Gretti Einarssyni tölv- unarfræðingi, f. 19.5. 1975. Börn þeirra eru Halldór Freyr, f. 30.4. 2002 og Elísabet Lilja, f. 8.12. 2006. 2) Daði Þór bifreiðarstjóri, f. 15.5. 1983. 3) Jónatan Þór nemi, f. 31.8. 1986. Jónatan verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag, 23. maí, og hefst athöfnin kl. 14. Elsku afi. Það voru forréttindi að fá að eiga afa eins og þig. Hjá þér og ömmu höfum við alltaf fengið stuðning í hverju því sem við höfum tekið okk- ur fyrir hendur. Þú varst afar stoltur afi og enn stoltari langafi, þér var mikið í mun að það fjölgaði nú á sviðinu okkar á Uppsala-ættarmótunum og varst því mjög stoltur þegar ég sagði þér frá því að ég og Grettir ættum von á þriðja barninu. Þú áttir alla tíð fallegt samband við systkini þín öll og það var bæði hvetjandi og gott að vera nálægt ykkur þegar þið hittust, ykkur þótti öllum alveg innilega vænt hverju um annað og sýnduð það óspart. Viðhorf ykkar gagnvart börnum og nýjum fjölskyldumeðlimum hefur alltaf verið fallegt. Það hefur aldrei skipt máli hver er hvers og hvaðan fólk kemur, ykkur þykir alltaf hver og einn yndislegur nákvæmlega eins og hann er. Æskuslóðirnar á Uppsölum voru þér dýrmætar, þangað sóttir þú orku, styrk og frið. Frá því að við vorum lítil börn voru berjaferðir í Breiðina heima fastur liður í komu haustsins, aðalbláber úr Breiðinni heima og rjómi þótti það besta. Í hvert sinn sem við keyrðum inn Seyðisfjörðinn skein sól á Uppsali, þó svo að himinninn væri skýjaður þá náði sólin alltaf að brjótast út á milli skýjanna og teygja geisla sína á æskuslóðir þínar. Þegar við höfð- um orð á þessu, brostir þú þínu breiðasta og sagðir: elskan mín, svona hefur þetta alltaf verið, á Uppsölum er alltaf sól. Ég er því sannfærð um það að á því augnabliki sem þú kvaddir þenn- an heim hefur sólin breitt geisla sína yfir Uppsali þér til heiðurs. Um leið og við flytjum þér, elsku afi, einlæga þökk fyrir dásamlegar stundir langar okkur að leyfa lang- afabörnunum þínum að kveðja þig með þessu fallega kvæði. Dvel ég í draumahöll og dagana lofa. Litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa. Sígur ró á djúp og dal, dýr til hvílu ganga. Einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga. (Kristján frá Djúpalæk.) Þín barnabörn og barnabarna- börn, Margrét, Grettir, Daði Þór, Jónatan Þór, Halldór Freyr og Elísabet Lilja. Í dag kveðjum við Jónatan Svein- björnsson, sem við kölluðum alltaf Tana. Tani var giftur föðursystur okkar, henni Möggu. Ljúfar minningar fljúga í gegnum hugann þegar litið er yfir liðna tíð. Í okkar uppeldi voru Magga og Tani fastur punktur í tilverunni. Agnes amma okkar bjó alla tíð heima hjá þeim á Bökkunum og samgangur á milli heimila okkar var mikill. Hann Tani okkar var alltaf til staðar, eitt- hvað að stússa, dytta að heimilinu eða nostra í bílskúrnum. Garðurinn á Bökkunum var heilt ævintýri og ófá handtökin sem Tani átti þar. Heimili þeirra Möggu og Tana prýða mörg listaverk sem hann hef- ur búið til. Tani var snillingur í að endurnýta gamla hluti og fengu þeir nýtt notagildi þegar hann var búinn að handleika þá. Alltaf var leitað til Tana þegar eitthvað þurfti að laga því hann var einstaklega laghentur, allt lék í höndunum á honum. Tani var mjög greiðvikinn maður og taldi hlutina alls ekki eftir sér og vildi allt fyrir alla gera. Hann var glaðlyndur og hafði góða nærveru. Tani var mjög músíkelskur maður og spilaði á harmoniku frá unga aldri. Harm- onikan veitti honum mikla lífsfyll- ingu og ógleymanlegar eru þær stundir þegar fjölskyldan kom sam- an og Tani spilaði og var hrókur alls fagnaðar. Hann var alltaf fasta stæðan í lífinu hennar Möggu og voru þau alltaf nefnd í sömu andrá, svo samstiga og samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Elsku Magga, Halldór og fjöl- skylda, okkar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Blessuð sé minning okkar ást- kæra Tana. Kristín og Ósk Gunnarsdætur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Það var þriðjudaginn 12. maí síð- ast liðinn að Margrét vinkona mín hringdi og sagði að dauðastríði Jón- atans manns hennar væri lokið. Hann hafði lotið í lægra haldi fyrir óhræsinu krabbameininu, eftir hetjulega baráttu. Í þeirri baráttu stóð hann svo sannarlega ekki einn. Þau tókust saman á við veikinda- stríðið, þessi samhentu og elskuríku hjón. Það var líka einkennandi fyrir líf þeirra beggja, sem alltaf stóðu saman hvort sem það var í blíðu eða stríðu. Eftir að ég flutti til Bolungarvík- ur, var ég svo heppin að kynnast þessum góðu hjónum, Margréti Halldórsdóttur og Jónatani Svein- björnssyni. Það var mér mikil gæfa. Heimili þeirra stóð mér alltaf opið, við vinkonurnar heimsóttum hvor aðra og áttum saman góðar og ógleymanlegar stundir. Á haustin fórum við Guðfinnur með þeim hjón- um í berjaferðir inn í Seyðisfjörð við Djúp á æskuslóðir Jónatans og einn- ig inn í Hestfjörð. Þetta voru skemmtilegar ferðir og „gleðin ríkti þar“ eins og segir í þekktum söng- texta sem við syngjum gjarnan fyrir vestan. Þarna varð Jónatan ungur í annað sinn. Hann fór léttfættur um fjallshlíðarnar, þekkti hverja brekku og laut og vissi hvar bestu berin voru. Heimsóknir okkar vinkvenn- anna, Guðbjargar Hermannsdóttur, Buggu, út á Bakka, þar sem heimili Jónatans og Margrétar stendur í Bolungarvík, líða mér heldur aldrei úr minni. Yfir kaffibolla og fjörlegu spjalli tók Jónatan stundum upp harmonikkuna sína, enda var hann eins og hann á kyn til bæði mús- íkalskur og hafði yndi af tónlist. Þarna lék hann fallegu lögin sín, sem hann hafði samið sjálfur; sum þeirra við ljóð Möggu, sem er bæði ljóðelsk og hagmælt. Og með fylgdu síðan gömlu lögin, sem faðir hans Sveinbjörn Rögnvaldsson, hafði leikið á harmonikku á sinni tíð. Þarna var alltaf glatt á hjalla og tal- að og hlegið langt fram á kvöld. Jónatan var dverghagur og gilti þá einu hvort hann var að sýsla við handverk sitt utandyra eða innan. Glerlistaverkin og járnskúlptúrarnir hans eru hrein listasmíð og bera höfundinum fagurt vitni. Handlag- inn var hann með afbrigðum og sinnti vel um hús sitt og garð. Garð- urinn þeirra hjóna er sannkölluð bæjarprýði, enda verðlaunagarður að verðleikum. Þar vörðu þau Magga og Jónatan flestum sínum frístundum og lögðu alúð og rækt við verk sitt, samhent í þessu sem öðru. Nú er genginn mikill heiðurs- og sómamaður, sem sárt er saknað af okkur öllum sem honum kynntumst. Margréti Halldórsdóttur vinkonu minni og fjölskyldu þeirra sendi ég minar einlægustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu heiðursmanns- ins Jónatans Sveinbjörnssonar og styrki fjölskyldu hans í sorginni. María K. Haraldsdóttir. Tani Sveina var ákaflega mætur og skemmtilegur maður. Ég var í barnavagni þegar Tani fór að hafa afskipti af mér. Þá svaf ég fyrir utan verslun JFE og heiðursmennirnir Tani og Jónas Halldórsson, gjarnan kenndur við Skálavík, litu eftir mér á meðan foreldrar mínir störfuðu á skrifstofunni á hæðinni fyrir ofan. Var ég því í góðum félagsskap þó ég hefði ekki haft þroska eða vitsmuni til að átta mig á því þá. Það kom síð- ar eða þegar ég átti því láni að fagna að starfa við hlið Tana í versluninni, einhverjum þrettán árum síðar. Var bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að fylgjast með Tana sinna starfi sem hann hafði áralanga reynslu af. Tani kom strax til starfa þegar verslunin var opnuð snemma á áttunda áratug og var ávallt í mikl- um metum hjá föður mínum. Kann- aðist Tani nánast við hvern einasta mann á norðanverðum Vestfjörðum, eða svo gott sem, og kunni lagið á hverjum og einum. Hæfni í mann- legum samskiptum er jú ekkert lítið mikilvæg í afgreiðslustörfum og þá ekki síst í litlum bæjarfélögum. Al- mennt séð kom Tani fram við alla viðskiptavini á svipaðan hátt en það verður þó að viðurkennast að menn fengu sér meðferð ef þeir kunnu eitthvað fyrir sér í harmonikkuleik! Tani var allajafna léttur og skemmtilegur í viðmóti. Kunni hann margar munnmælasögur af fólki úr Víkinni eða úr Djúpinu. Sér maður óneitanlega eftir því að hafa ekki skrifað eitthvað af þeim niður eftir honum. Eins og með góðar sögur þá vissi maður svo sem ekki hvað var satt og hvað var logið í þeim og sjálf- sagt vissi Tani það ekki heldur. En samræðu- og frásagnarlistin var ekki vandamál hjá honum og ekki var óalgengt að menn gerðu sér ferð í búðina til þess eins að spjalla við Tana. Hann var auk þess handlag- inn með eindæmum og bóngóður þegar kunningjar þörfnuðust ein- hvers konar aðstoðar í þá veruna. „Þessir ungu menn, þeir kunna ekk- ert verk að vinna,“ sagði hann þá gjarnan. Í mínu tilfelli var það auð- vitað alveg rétt. Sem ófermdur unglingur í sum- arvinnu vissi maður varla hvað sneri upp eða niður í versluninni og fékk maður því sinn skammt af hefð- bundnu vinnustaðagríni. Fyrirtækið var jú í afar stóru húsnæði og var því hægt að senda mann langar vegalengdir til þess að ná í hluti sem aldrei hafa verið fundnir upp. Voru þeir Tani, Hólmsteinn og Ásgeir Þór alveg sérlega hugmyndaríkir þegar kom að því að finna upp trúleg nöfn á þessa hluti. Er tómlegt til þess að hugsa að allir séu þeir nú fallnir frá en maður er vissulega þakklátur fyrir kynnin. Fjölskyldu Tana sendi ég innilegar samúðarkveðjur frá okkur fjölskyldunni. Kristján Jónsson „Tani, áttu svona hlut? Þetta bil- aði hjá mér.“ „Svona áttu aldrei að spyrja, Agnar, þú átt að spyrja hvort ég eigi eitthvað, sem hægt er að nota í staðinn fyrir það, sem vant- ar.“ Þetta lýsir Tana vel, hann naut þess, sem hann átti, var aldrei að hugsa um það sem hann hafði ekki. Ef norðanvindurinn var of kaldur fyrir blómin í garðinum þeirra Möggu þá smíðaði Tani vegg og blómin brostu og blómstruðu og til varð einn fallegasti garðurinn í Bol- ungarvík. Ef húsið á jeppanum hans var lélegt smíðaði hann nýtt hús á bílinn. Ef vindur og hríð lömdu hús- ið á Bökkunum í köldu vetrarveðri, spilaði Tani bara falleg lög á nikk- una sína og þá veik hríð. Tani var alltaf glaður, vildi hvers manns vanda leysa. Ég á mynd af honum þar sem hann horfir út um stofu- gluggann sinn, horfir óræðum svip út á Djúpið og úr litlu nikkunni hans streyma undurfalleg lög, sum eftir hann sjálfan, t.d. Sveitin mín, eða önnur lög, Ball í Hannidal eða Pabb- aræll. Tani spilaði mörg lög á hljóm- disk fyrir nokkrum árum með að- stoð þess góða drengs Hrólfs Vagnssonar og er það okkur sem kveðjum hann ómetanlegt. Diskur- inn hans Tana heitir Nú lifnar vor í dalnum, enda var alltaf á einhvern hátt vorlegt að hitta Tana. Tani naut þess að veiða lax og silung og var lunkinn veiðimaður. Hann hafði gaman af öllu handverki, úti og inni og gat smíðað úr öllu og aldrei vissi ég um hluti sem hann gat ekki gert við, enda gekk hann aldrei í skóla, nema farskóla í sveitinni sinni. Tani hafði óskaplega gaman af að fara til berja og eftir að hann veiktist notaði hann samt krafta sína á liðnu hausti til að skreppa upp í Bólin og tína ber í kvöldmatinn. Eftir að ég stofnaði fjölskyldu og flutti burt, hafa þau Magga og Tani alltaf sent okkur að- albláber að hafa á jólunum. Þessum berjasendingum hefur fylgt keimur af vestfirsku sumri og elskusemi Tana og Möggu. Tani var frá Uppsölum í Seyð- isfirði, þar fannst honum fallegast og þótti vænt um fjörðinn sinn. Á hverju hausti þegar firðirnir verða svartir í logninu og spegla tignarleg fjöllin fór Tani inn í Seyðisfjörð, fór í Breiðina framan við ána, en þar voru að hans sögn fallegustu berin og þau bragðbestu. Tani kemur ekki framar í Breiðina sína að tína ber ,sem eru svört eins og vestfirska lognið. Hann er horfinn til Uppsala hinna efri. Um leið og ég kveð Tana með söknuð í huga, er ég samt þakklátur fyrir að hafa átt hann að alla mína ævi. Mér þótti afskaplega vænt um hann. Agnar á Miklabæ. Þú þiggur það eitt sem þú þakkar. Svo mælti djúpvitur Íslandssonur og þau orð eiga vel við er við kveðj- um og þökkum samfylgdina við föð- urbróður okkar og dýrmætan vin, Jónatan Sveinbjörnsson frá Uppsöl- um í Seyðisfirði. Við þáðum vináttu hans og fyrir hana höfum við æv- inlega þakkað og erum því í dag svo miklu ríkari en ella. Það er sól og sumar í Seyðisfirð- inum og mikil hátíð. Það er ættar- mót hjá Uppsalafólkinu. Það er sungið og spilað. Tani frændi er með harmóníkuna og við syngjum „Sveit- in mín kæra,“ texta sem Magga samdi við eitt af hans mörgu fallegu lögum, og lýsir tryggð og elsku til æskustöðvanna. Tani frændi okkar var eitt af 16 systkinum frá Uppsölum, sonur Sveinbjörns Rögnvaldssonar og Kristínar Hálfdánardóttur. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að kynnast þessum stóra systkinahópi og fá að upplifa elskusemi þeirra til foreldra sinna, hvers til annars og æskustöðvanna. Minningar frá ætt- armótum við söng, dans og harm- óníkuspil eru fallegar og dýrmætar, og myndin af Tana frænda með harmóníkuna mun alltaf verða ljós- lifandi í huga okkar. Tani frændi giftist Margréti Hall- dórsdóttur, eftirlifandi eiginkonu sinni 1954. Samband þeirra var fal- legt og einstakt. Orð eins og ást, vin- átta, virðing, umhyggja og sam- heldni koma upp í hugann þegar við hugsum til þeirra og þeirra sam- verustunda sem við áttum með þeim. Stundirnar á Bakkastígnum hjá Tana og Möggu verða okkur ógleymanlegar. Við sitjum í eldhús- inu, gæðum okkur á kaffi og nýjum vöfflum með rjóma og berjasultu, spjöllum um heima og geima og Tani segir okkur frá árunum á Upp- sölum, sögur af afa, ömmu, pabba og hinum systkinum sínum. Dýrmæt minningabrot. Magga sá líka alltaf til þess að stelpurnar kveddu ekki án þess að þær fengju að njóta þess að hlusta á frænda sinn spila nokkur lög á nikkuna, Afaræl, lagið sem hann samdi í vetur, Elfuna, lagið sem norsku hvalveiðimennirnir voru vanir að spila og svo öll hin lögin sem okkur þykir svo vænt um. Hann Tani frændi var glæsimenni, en fal- legastur var hann í okkar augum þegar hann stóð með nikkuna við stofugluggann á Bakkastígnum, horfði yfir Djúpið, og spilaði fyrir okkur. Þannig ætlum við að minnast hans. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að eiga með honum stund nú í vor, þar sem við gátum kvatt og þakkað fyrir allt. Við mun- um eiga okkar samverustundir áfram eins og við ræddum um og vitum að hann mun vísa okkur á ber- in þar sem þau eru best í Breiðinni heima. Við biðjum góðan Guð um að blessa minningu frænda okkar og vera með Möggu og Halldóri og fjöl- skyldu á erfiðri stundu. Ásdís og Svandís. Jónatan Sveinbjörnsson ✝ Elskulegi maðurinn minn, pabbi okkar, fósturpabbi, tengdapabbi, afi og langafi, PÉTUR KRISTÓFER GUÐMUNDSSON fyrrum bóndi, Hraunum í Fljótum, Hlíðarlundi 2, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri sunnudaginn 17. maí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 26. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta dvalarheimilið Hlíð njóta þess. Rósa Pálmadóttir, Guðrún Björk Pétursdóttir, Friðrik Gylfi Traustason, Elísabet Alda Pétursdóttir, Sigurður Björgúlfsson, G. Viðar Pétursson, Anna Kristinsdóttir, Pétur Sigurvin Georgsson, Jónína Halldórsdóttir, Berglind Rós Magnúsdóttir, Ásgrímur Angantýsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.