Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 51
Söngfuglar Hómer og Susan Boyle hafa nú bæði reynt að ná eyrum Cowell. Hómer í fótspor Susan Boyle ÁHRIFA skosku söngkonunnar Susan Boyle gætir víða núorðið og nú síðast mun hún vera ástæða þess að teiknimyndahetjan Hómer Simp- son tekur þátt í hæfileikakeppni í væntanlegri þáttaröð um Simpson fjölskylduna. „Ég heiti Hómer Simpson. Ég er 39 ára og ég hef aldrei verið kysstur. Mig dreymir um að verða góður söngvari eins og Susan Boyle,“ segir Hómer áður en hann hefur upp raust sína fyrir teikn- aðan Simon Cowell í komandi þáttaröð, sem er jafnframt sú tuttugasta í röðinni. Áður hefur verið minnst á Susan Boyle í teiknimyndaþáttunum South Park auk þess sem hún hefur komið fram í mörgum af helstu spjallþáttum beggja vegna Atlantshafsins, meðal annars hjá Opruh. Eins og margir muna vakti Boyle athygli fyrir fagra söngrödd í hæfileikakeppninni Britain’s Got Talent í síðasta mánuði. Menning 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009 LEIKARINN Sean Penn virðist eiga erfitt með að gera upp við sig hvort hann vilji halda áfram að vera kvæntur eiginkonu sinni til 13 ára, Robin Wright Penn. Penn sótti um skilnað frá eig- inkonunni vegna hins margnotaða „ósættanlega ágreinings“ fyrir nokkrum mánuðum en hefur nú farið fram á ógildingu beiðninnar. Hið sama var uppá teningnum ár- ið 2007 þegar þau hjú hugðust skilja vegna áðurnefnds ágrein- ings, en hættu þá snarlega við nokkrum vikum síðar. Penn hjónin eiga saman 18 ára dóttur, Dylan Francis, og soninn Hopper Jack, sem er 15 ára. Reuters Hjónakorn Robin Wright Penn og Sean Penn ætla að halda áfram að vera gift, þar til annað kemur í ljós. Hættur við að skilja BRESKI söngvarinn Morrissey fagnaði fimmtugsafmæli sínu í gær- kvöldi með tónleikum í heimabæ sínum Manchester. Þar söng fyrr- verandi Smiths-stjarnan sín uppá- haldslög af ferli sínum í bland við valin lög af nýjustu plötu sinni Ye- ars of Refusal. Aldurinn virðist kappanum ekki mikið áhyggjuefni enda hefur hann sagt opinberlega að þegar kemur að fólki skipti aldur engu máli. Annað hvort sé maður stórkostleg- ur eða leiðinlegur. Morrissey er þekktur fyrir ein- staka orðheppni sína og menntaðan hroka er beinist iðulega að koll- egum hans. Af tilefni hálfrar aldar afmælis kappans heiðraði NME hann í gær með því að setja upp sér síðu þar sem taldar voru upp „50 eftirminnilegustu tilvitnanirnar“ í gegnum tíðina. Þar sem Elton John, Bob Geldof, Oasis, Sigmund Freud, Brit-verðlaunin, Jamie Oliver, danstónlist, rapp og síðhærðir karl- menn fá á baukinn. AP Morrissey Fimmtugur og í fjöri. Morrissey fimmtugur bmvalla.is Söludeild :: Breiðhöfða 3 :: Sími: 412 5050 OPIÐ HÚS HJÁ BM VALLÁ UM LAND ALLT Fornilundur Laugardaginn 23. maí kl. 12 – 16. Opið hús hjá BM Vallá Í tilefni sumarkomu bjóðum við alla hjartanlega velkomna til okkar. Við kynnum garðvörur, byggingalausnir og vörur fyrir viðhald húsa. TILBOÐ Á BLÓMAKERJUM Í TILEFNI DAGSINS Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir, landslagsarkitekt heldur erindi um garðinn og nýtingu hans kl. 14 og 15. í Aðalskrifstofu BM Vallá, Bíldshöfða 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.