Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009 Á FJÓRÐA hundrað manns safnaðist saman við sundlaugina á Laugum í Þingeyjarsveit í blíð- skaparveðri á uppstigningardag. Tilefnið var fjölskylduhátíð sem þau Elínborg B. Benedikts- dóttir og Sigurgeir Hólmgeirsson héldu til að safna fyrir rennibraut við laugina en þau halda nú samanlagt upp á 110 ára afmæli, hún fertug og hann sjötugur, auk þess sem Elínborg er að fagna stúdentsútskrift sinni frá Framhaldsskól- anum á Laugum í dag. Fjölmargir aðilar styrktu framtakið með gjöf- um og tiltækjum. Garðar Héðinsson í Aðaldal setti t.d. upp hoppukastala sem voru fullnýttir allan tímann og Stefán Þórisson í Hólkoti bauð upp ýmsan varning sem fyrirtæki höfðu gefið. Þingeyjarsveit lagði aukinheldur til allan að- gangseyri sundlaugarinnar þennan dag en gjald- skráin var hækkuð svolítið í tilefni dagsins enda rann öll innkoma beint í rennibrautarsjóðinn. Alls söfnuðust um 400 þúsund krónur á fjáröfl- unardeginum og voru þau Sigurgeir og Ellý í sjöunda himni með árangurinn. Fyrir voru á bankabókinni á annað hundrað þúsund þannig að söfnunin hefur nú þegar skilað yfir hálfri milljón. Vildu þau koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem studdu framtakið. „Við erum hvergi nærri hætt, þetta er rétt að byrja en við erum mjög bjartsýn. Þetta sýnir bara hvað fólk getur afrekað með því að standa saman og leggja í púkk,“ sagði Elínborg við Morgunblaðið. bjb@mbl.is Hálf milljón í rennibrautarsjóðinn  Þingeyingar og nærsveitamenn fjölmenntu á söfnunarhátíð á Laugum á uppstigningardag  „Þetta sýnir bara hvað fólk getur afrekað með því að standa saman og leggja í púkk“ Ljósmyndir/Ágúst Friðgeirsson Söfnunarhátíð Hoppukastalar voru við sundlaugarbakkann á Laugum og uppboð fór einnig fram. Afmælisbörn Sigurgeir ásamt El- ínborgu Benediktsdóttur. Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is LEIK- og grunnskólar nýta sér nú þjónustu strætisvagna til vettvangs- ferða í mun meira mæli en áður hef- ur tíðkast. Hefur Strætó bs. af því tilefni sent fjölda grunnskóla bréf þar sem mælst er til að skólahópar nýti vagnana ekki á háannatíma, þ.e. á milli kl. 7 og 9 á morgnana og frá kl. 15.30-18 í eftirmiðdaginn. Þá er líka varað við að vandkvæði geti komið upp er stærri hópar en 20 ein- staklingar ferðast saman. „Þegar kreppir að fjárhag, þá kreppir líka að fjárhag skólanna og kostnaður vegna vettvangsferða hef- ur hækkað eins og annað,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Ferðum skólahópa með strætisvögnum hafi í kjölfarið fjölg- að verulega. Vandamál geti hins vegar fylgt því þegar stórir hópar nemenda mæti, jafnvel á háanna- tíma, út á næstu biðstöð án þess að gera boð á undan sér. Þá komist stundum ekki allir nemendur með sama vagni og fastagestir ekki með sínum venjulega vagni til eða frá vinnu. Reynir nefnir sem dæmi að nýlega hafi 85 nemendur mætt út á biðstöð og allir ætlað á sama við- burðinn. „Þeir komust ekki allir með og það var hálftími í næsta bíl.“ Gott samband var á árum áður milli Strætisvagna Reykjavíkur og skólanna. „Þá hringdu þeir með nokkurra daga fyrirvara,“ segir hann og kveðst vilja endurvekja það samband. Þannig megi mögulega tryggja að 25 sæta vagn sé t.d. ekki í umferð á leið þar sem von sé á stórum hópi. „Við getum hins vegar ekki verið að flytja fólk í stórum stíl, þar sem af samkeppnisástæðum er ekki hægt að panta eða leigja strætó.“ Nýta strætó meira í kreppunni Morgunblaðið/Ómar Allir með strætó Skólar nýta sér strætisvagna í meira mæli en áður.  Strætó bs. vill endurvekja fyrri tengsl við skólana GÓÐA veðrið síðustu daga hefur óspart verið notað til útivistar á suðvesturhorninu og víðar um land. Brettakapparnir á Ingólfstorgi eru þar engin undantekning á en tilþrifin hafa jafnan hrifið gesti og gangandi á torginu. Reyndar hef- ur ekki þurft sól og blíðu til að brettin séu dregin fram. Varla hefur dottið út dagur hjá þessum fimu köppum sem hafa verið duglegir að sýna listir sínar. Morgunblaðið/Heiddi BRETTAKAPPAR Á FLUGI Á INGÓLFSTORGI „FJÁRHAGURINN hrynur alveg saman,“ segir Sigurbjörg Dan Pálmadóttir um þá ákvörðun aðal- fundar lífeyrissjóðsins Gildis að lækka lífeyrisgreiðslur um 10% frá og með næstu mánaðamótum. Sig- urbjörg hefur síðan 2004 fengið makalífeyri greiddan mánaðarlega. „Ég hef fengið tæpar 82 þúsund kr. fyrir skatt, en það lækkar nú í rúmar 73 þúsund,“ segir Sigurbjörg og tek- ur fram að þetta verði einu öruggu tekjur hennar frá og með komandi sumri. „Ég þarf heilsu minnar vegna að hætta að vinna um miðjan júní og á enn ekki rétt á fullum eftirlaunum þar sem ég er aðeins 65 ára,“ segir Sigurbjörg og segir bagalegt að heyra svo seint af þessari breytingu. Að sögn Sigurbjargar mun hún væntanlega neyðast til þess að selja húsnæði sitt þar sem afborgarnir af því verði sér ofviða, en þær eru tæp- ar 70 þúsund kr. á mánuði. „Svo veit maður ekki einu sinni hvort hægt sé að selja húsnæði nú um stundir,“ segir Sigurbjörg og tekur fram að hún verði hreinlega að bíða þess sem verða vilji. silja@mbl.is Fjárhag- urinn hrynur Gildi lækkar lífeyr- isgreiðslur um 10% Rekstrarafkoma Strætó bs. var neikvæð um 352 milljónir kr. á síðasta ári. Að sögn Reynis er það tap tilkomið vegna fjár- magnsliða, auk þess sem verið var að afskrifa mikið af eignum sem tengdust m.a. rafræna greiðslukerfinu. Hagnaður hafi hins vegar verið af reglulegri starfsemi fyrirtækisins. „Starf- semi Strætó er því ekki í slæm- um málum,“ segir hann. 2008 og 2009 munu hins vegar reyn- ast fyrirtækinu þung vegna verðlags- og gengisþróunnar. Ekki standi þó til að fækka ferð- um vagna til að mæta rekstaraf- komu, umfram þær breytingar sem gerðar voru í febrúar sl. Ekki í slæmum málum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.