Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 32
32 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009
15. MAÍ 2009 ritar
Sigurjón Gunnarsson
stutta grein í Mbl.
sem heitir Afturhvarf
til fortíðar. Þar
fjallar Sigurjón um
að öldungaráðið í
Sjálfstæðisflokknum
hafi troðið rækilega
blautri tusku upp í
túlann á þeim Bjarna
Benediktssyni, Þor-
gerði Katrínu, og Ill-
uga Gunnarssyni varðandi að
ganga í ESB og taka upp evru fyr-
ir Ísland.
Því er til að svara að lands-
fundur sjálfstæðismanna sem var
haldinn 26.-29. mars 2009 undir
kjörorðinu Göngum hreint til
verks var sammála um að breyta
upphaflegum markmiðum sínum
og taka þess í stað upp mikilvæg-
ari umræðu um stöðu fyrirtækj-
anna í landinu og fólkið sjálft sem
er að blæða út. Sjálfstæðismenn
töldu þessi mál mikilvægari til að
bjarga þjóðinni, en umræða um
ESB-mál eða upptaka evru.
Sigurjón, þér til fróðleiks. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur gefið út 2
bækur sem heita Endurreisn at-
vinnulífsins sem fjallar um upp-
gjör, umfjöllun, álit, hugmyndir og
tillögur vegna stöðu og framtíðar
íslensks atvinnulífs, og síðari bókin
heitir Skýrsla Evrópunefndar sem
lögð var fram á 38. landsfundi
Sjálfstæðisflokksins 26.-29. mars
2009. Síðan er þriðja bókin eftir
Björn Bjarnason, fyrrverandi
dómsmálaráðherra, sem heitir
Hvað er Íslandi fyrir bestu og
fjallar um tengsl Íslands og Evr-
ópusambandsins.
Sigurjón, enn og aftur bendi ég
þér á rök, þú átt að kynna þér
þessar bækur áður en þú ræðst
fram á ritvöllinn með sleggjudóma
og kjafthátt um fólk og málefni
sem þú hefur ekki hugmynd um.
Sjálfstæðisflokkurinn og fyrrver-
andi dómsmálaráðherra hafa unnið
að þessum málum sem snúa að at-
vinnulífinu, þjóðinni og varðandi
ESB-mál mjög vand-
lega. Enda hafa hafa
tugir flokksfélaga
komið að málinu með
sín álitaefni á fundum
sem hafa verið haldn-
ir. Þess vegna, Sig-
urjón, getur þú ekki
talað um stefnuleysi
Sjálfstæðisflokksins.
Rök sjálfstæðismanna
eru mjög vandlega
unnin, enda hefur eng-
inn stjórnmálaflokkur
á Íslandi unnið að jafn
mikilvægu máli fyrir alla þjóðina
og Sjálfstæðisflokkurinn.
Sigurjón, þú ættir að fara til
Samfylkingarinnar og spyrja hana
hvort flokkurinn þinn hafi unnið 3
bækur sem eru rök í málefnum
þjóðarinnar sem ríður á að takast
á við. Þetta hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn gert með því að vinna sína
heimavinnu, en þú talar um hann
sem stefnulausan flokk. Þvílíkt
bull.
Síðan ert þú með hótanir og
beinir þínum tilmælum til Bjarna,
Þorgerðar og Illuga að standa
vörð um stóru orðin og hreinsa til í
flokknum. Sjálfstæðismenn eru
ekkert að flæma fólk burtu, það
umræðuefni hefur ekki komið til
tals, frekar að sjálfstæðismenn
standi allir saman. Að lokum, Sig-
urjón: ég skil ekki þessi ónot þín í
garð forystumanna Sjálfstæð-
isflokksins og kjafthátt í orðavali
sem ég held að þú ættir ekki að
nota. Þessi málatilbúnaður þinn er
þér til minnkunar.
Sendill Sam-
fylkingar treður
sér fram
Eftir Jóhann Pál
Símonarson
Jóhann Páll
Símonarson
»Rök sjálfstæð-
ismanna eru mjög
vandlega unnin, enda
hefur enginn stjórn-
málaflokkur á Íslandi
unnið að jafn mikilvægu
máli fyrir alla þjóðina og
Sjálfstæðisflokkurinn.
Höfundur er sjómaður.
ÞJÓÐIN hefur
ítrekað verið minnt á
það lán sitt að búa yfir
auðlindum sem al-
þjóðlegt efnahaghrun
fær ekki hróflað við.
Það breytir því ekki að
áskorunin sem við
stöndum frammi fyrir
er ærin. Nú sem fyrr
ríður á að við nýtum
auðlindir okkar og
tækifæri til atvinnusköpunar með
áreiðanlegum hætti. Náum að auka
fjölbreytni atvinnulífsins með verð-
mætaskapandi verkefnum og í sátt
við umhverfið. Ef við eigum mögu-
leika á að framleiða vöru og spara
okkur samhliða fjárstreymi úr land-
inu, með minni innflutningi á sam-
bærilegri vöru, er verkefnið eft-
irsóknarvert, atvinnuskapandi og
gjaldeyrissparandi. Ef okkar vara
er einnig umhverfisvænni en sú inn-
flutta er hún enn meira virði. Ef við
bætist að við getum framleitt vör-
una gegn vægara verði er ekki
spurning hvað gera ber.
Ávinningurinn af innlendri at-
vinnustarfsemi sem skilar vöru á
markað með þessum
hætti er mikill og
margþættur – rekstr-
arlegur, þjóðhagslegur
og umhverfislegur.
Ástæða þess, að ég
nefni þá miklu hags-
muni sem felast í
brautargengi og vexti
verkefna sem uppfylla
öll þessi skilyrði, er
skýr. Við höfum tæki-
færi til að hlúa að
verkefni sem uppfyllir
öll ofangreind skilyrði,
hefur sannað gildi sitt og allt til
reiðu til að mæta stóraukinni þátt-
töku þjóðarinnar. Þjóðin getur stór-
aukið notkun á íslensku metani, um-
hverfisvænu eldsneyti og stigið
markviss skref til að auka fram-
leiðslu á metani, strax í dag, með
miklum og margþættum ávinningi
fyrir þjóðina í heild.
Framleiðsla á metan bifreiðaelds-
neyti hefur verið í þróun hjá Sorpu
bs. í yfir tíu ár og skilað frábærum
árangri. Metan hf. var stofnað fyrir
tíu árum í þeim tilgangi að efla þró-
un og notkun á umhverfisvænu bif-
reiðaeldsneyti og þá sérstaklega ís-
lensku eldsneyti, metani. Til að gera
langa sögu stutta, þetta tókst. Í dag
er íslenskt metan til sölu hjá N1 á
Bíldshöfða í Reykjavík og í sjálfsala
í Hafnarfirði. Íslenska metanið er í
hæsta gæðaflokki, allt að 98%
hreinleika og á uppruna sinn að
rekja til meðhöndlunar á lífrænum
úrgangi sem til fellur í samfélaginu
á höfuðborgarsvæðinu. Verð á 95
oktana bensíni er í dag meira en
70% hærra en verða á metani (orku-
jafngildi) og sparnaður í eldsneyt-
iskostnaði því um 40% ef metan er
valið til að knýja ökutæki í stað
bensíns.
Í dag bjóða flestir bílaframleið-
endur heims upp á bíla sem ganga
fyrir metani. Metanvélin er að öllu
upplagi sú sama og bensínvélin og
víða í boði bílar með svonefndri tví-
brennivél. Tvíbrennivélin gengur
fyrir metani en getur einnig gengið
fyrir bensíni ef á þarf að halda. Afl
og aksturseiginleikar bíla eru þeir
sömu hvort heldur þeir ganga fyrir
metani eða bensíni. Þessir bílar
henta mjög vel við íslenskar að-
stæður á meðan afgreiðslustaðir
fyrir metan eru fáir. Nýverið fram-
lengdu stjórnvöld reglugerð um nið-
urfellingu vörugjalds á bílum sem
ganga fyrir metani og kemur hún til
endurskoðunar árið 2011. Vegna
niðurfellingar vörugjalds á bílum
með tvíbrennivél eru þeir í mörgum
tilfellum ódýrari en sama tegund af
bíl sem eingöngu gengur fyrir bens-
íni.
Ástæða þess að bílaframleiðendur
bjóða í stórauknum mæli upp á bíla
sem ganga fyrir metani er augljós.
Metan ökutækjaeldsneyti nýtur sí-
vaxandi eftirspurnar um allan heim,
enda uppfyllir það kröfu samtímans
og framtíðarinnar um öruggt, hag-
fellt og umhverfisvænt eldsneyti.
Einnig vegur þungt aukin áhersla
þjóða á sjálfbærni um öflun öku-
tækjaeldsneytis, möguleiki flestra
þjóða til að framleiða metan og geta
margra til að gera það með hag-
felldum hætti. Íslensk þjóð getur
framleitt metan með hagfelldum
hætti og gæti orði sjálfbær um öfl-
un ökutækjaeldsneytis. Til að svo
megi verða þurfum við að nýta
þekkingu okkar til að framleiða
metan, afla nýrrar þekkingar við
framleiðslu á metani og velja næsta
bíl rétt. Það er ekki ýkja langt síðan
að ráðamenn gerðu sér grein fyrir
því að Íslendingar hafa raunveru-
legt tækifæri til að framleiða og
nýta íslenskt bifreiðaeldsneyti í
magni sem skipt getur verulegu
máli um orkuöryggi, efnahag og
framtíð þjóðarinnar. Ávinningurinn
er ekki einvörðungu rekstrarlegur í
formi lægri eldsneytiskostnaðar.
Hér er um að ræða sannkallað þjóð-
þrifamál, orkuöryggi þjóðarinnar,
gjaldeyrissparnað og atvinnusköp-
un, svo ekki sé talað um hinn mikla
umhverfislega ávinning. Aukin
framleiðsla og notkun á íslensku
metani lítur að sjálfstæði þjóð-
arinnar og kallar á samstillt átak til
aðgerða. „Senn mun Íslands umferð
batna, eflist rekstur, líf og getan.
Hagur vex á grundum gatna, gæfu-
sporið, íslenskt metan.“ ev. Ég mun
fjalla í síðari greinum um ýmsar
hliðar þessa þjóðþrifaverkefnis sem
við megum ekki vanrækja. Beinum
spjóti okkar rétt í eldsneytismálum
og eflum okkar megnuga sjálf.
Þjóðþrifamál að auka framleiðslu
og notkun á íslensku metani
Eftir Einar
Vilhjálmsson » Þjóðin getur stór-
aukið notkun og
framleiðslu á íslensku
metani, strax í dag, með
miklum og margþættum
ávinningi fyrir þjóðina í
heild.
Einar Vilhjálmsson
Höfundur er markaðsstjóri Metan
hf., lífeðlis- og viðskiptafræðingur.
HINN 11. desem-
ber síðastliðinn skrifar
Vilhjálmur Ari Arason
heimilislæknir grein í
Morgunblaðið um þá
ofnotkun sýklalyfja
sem á sér stað á Ís-
landi, en að hans sögn
eigum við Íslendingar
víst enn eitt metið
þegar kemur að sýkla-
lyfjagjöf til barna. Á
meðan sýklalyfjagjöf
minnkar í nágrannalöndum okkar,
eykst hún hér. Það er rétt sem
hann nefnir að ábyrgð heilbrigð-
isyfirvalda sé rík, en einnig að það
sé lykilatriði að foreldrar séu upp-
lýstir um þá kosti sem í stöðunni
eru ef takast á að hemja notkun
þessara lyfja. Alþjóða heilbrigð-
isstofnunin hefur m.a. sett saman
aðgerðaráætlun til að bregðast við
þessum vanda, og ríkisstjórnir
hvattar til að grípa þegar til að-
gerða sem stuðla að skynsamlegri
notkun sýklalyfja.
Sýklalyfjaónæmi; ofnotkun
sýklalyfja
Sýklalyfjaónæmi er orðið að
raunverulegri ógn við heilsu okkar,
en samkvæmt Alþjóða heilbrigð-
isstofnuninni er ein helsta orsök
þess ofnotkun sýklalyfja. Á einfald-
an hátt má útskýra það þannig að
ef við notum alltaf stóru bomb-
urnar til að þurrka út tiltölulega
meinlausa sýkla, lifa hinir ónæmu
af og ná að breiðast út mun hraðar
en þeir myndu ná ef ónæmiskerf-
inu væri treyst í verkefnið. Í grein
sinni nefnir Vilhjálmur að í dag
greinist sífellt fleiri sýkingar af
þessu tagi þar sem hefðbundin
sýklalyfjameðferð hefur lítil eða
engin áhrif. Það er augljóst að
staðan í þessum efnum er slæm og
nauðsynlegt að við foreldrar áttum
okkur á að ábyrgðin sem felst í því
að velja meðferð fyrir börnin okkar
liggur að stórum hluta hjá okkur.
Ef við snúum ekki við blaðinu ligg-
ur ljóst fyrir að sýkingar sem eng-
in hefðbundin lyf ráða við munu
fara að hrjá okkur í enn meira
mæli en nú er. Íslensk börn virðast
frekar veikjast af
eyrnabólgu en börn í
nágrannalöndum okk-
ar, hvort samhengi
gæti verið á milli þess
og sýklalyfjagjafa skal
ósagt látið, en er
kannski verðugt rann-
sóknarverkefni.
Skyndilausnir og
langir leikskóla-
dagar
Það er vitað mál að
óþörf sýklalyfjagjöf
viðgengst á Íslandi,
spurningin sem við þurfum að
spyrja okkur sjálf er hvers vegna?
Ég leyfi mér að setja það fram hér
að til greina komi að hluti vanda-
málsins felist í of-vistun barna á
leikskólum og hjá dagmömmum.
Við sem eigum börn könnumst al-
veg við það að þegar barn er sett
til umönnunaraðila eins og t.d. á
leikskóla eða til dagmömmu, tekur
við tímabil síendurtekinna sýkinga,
sem oft þróast yfir í hinar hvim-
leiðu eyrnabólgur. Við vinnum
langan vinnudag, oftast foreldr-
arnir báðir, og þetta kallar á að við
„megum ekki við því“ að börnin
okkar séu veik dögum og jafnvel
vikum saman. Þess vegna erum við
kannski of fljót á okkur að grípa til
sýklalyfjagjafar svo börnin nái sér
nægilega vel til að hægt sé að
koma þeim aftur í gæslu. Það má
líka álykta sem svo að það sé í raun
komin sterk hefð fyrir sýkla-
lyfjanotkun á Íslandi, þannig að við
hugsum ekkert um aðra kosti þeg-
ar börnin okkar veikjast. Þetta
leiðir svo til þess að börnin eru
saman með kokið fullt af þeim sýkl-
um sem sýklalyfin ná ekki til og
dreifa þeim til hinna. Það sér hver í
hendi sér að þetta er ekki skyn-
samleg pæling. Langir dagar á
leikskólanum eru líka þreytandi og
valda jafnvel streitu hjá börnum,
sem t.d. veldur slakari meltingu og
veikir ónæmiskerfið. Leikskólarnir
okkar eru frábærir, en þeir ættu
ekki að vera meginíverustaður
barna.
Til að viðhalda hreysti barns
þarf það næringu sem felst ekki
einungis í hollu mataræði og hlýj-
um vistarverum. Góð tengsl barna
við foreldra sína eru undirstaða
jafnvægis í lífi þeirra, og þessi
tengsl styrkjast í jákvæðu hlutfalli
við þann tíma sem barninu er gef-
inn. Þetta á sérstaklega við þegar
barn verður lasið, það skiptir miklu
máli að það fái að komast yfir veik-
indi sín áður en það er sett aftur í
gæslu. Hraustari börn á leikskólum
þýðir líka að þau smita síður hvert
annað, sem hlýtur að teljast kostur
hvernig sem á það er litið.
Úrræði
Vissulega má með einhverjum
rökum halda fram að við séum jú
bara að taka við þeim úrræðum
sem að okkur er rétt, en það er
ekki góð afsökun. Ábyrgðin er að
stórum hluta okkar foreldranna, ef
við ætlum ekki að eiga á hættu að
enda með börnin okkar fárveik af
sýkingum sem lítið er hægt að gera
við. Sýklalyf bjarga mannslífum, á
því leikur engin vafi, en ef við vilj-
um hafa það þannig áfram verðum
við að bera meiri virðingu fyrir
hæfni líkamans til að lækna sig
sjálfur þegar það á við, og læra að
styðja bataferli barnanna okkar.
Við verðum að taka ábyrgð á því að
meðhöndla börnin okkar þannig að
þau styrkist, en standi ekki eftir
viðkvæmari og veikari en áður.
Önnur úrræði en sýklalyfja-
meðferðir eru til staðar, og í valdi
hvers og eins að velja þær, en mik-
ilvægast er að við áttum okkur á
því að valið er okkar, við getum
lært að treysta bataferlinu, nota lyf
í hófi, og sinna börnum okkar
þannig að þau séu bæði sem ein-
staklingar og kynslóð, heilbrigð og
hamingjusöm.
Sýklalyfjagjöf – Tökum
ábyrgð á heilsu barna okkar
Eftir Ágústu
Kristínu Andersen » Börn á Íslandi fá
mun oftar sýklalyf
en börn í nágranna-
löndunum. Það er á
ábyrgð okkar foreldra
að taka upplýstar
ákvarðanir um velferð
barna okkar.
Ágústa kristín
Andersen
Höfundur er nálastungufræðingur,
hómópati og móðir.