Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 44
44 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009
Kvikmyndamiðstöð Íslands er
sem fyrr með opinn kynningarbás
fyrir íslenskar kvikmyndir og kvik-
myndagerð í Cannes. Að sögn Lauf-
eyjar Guðjónsdóttur, forstöðu-
manns miðstöðvarinnar, hefur
áhugi erlendra kaupenda á íslensku
myndunum verið töluverður, og
kannski ekki síst á Reykjavík
Whale Watching Massacre.
„Svo hefur talsvert verið spurst
fyrir um A Good Heart Dags Kára,
sem og Draumalandið og Sólskins-
drenginn,“ segir Laufey en segir
ekki búið að ganga formlega frá
neinum samningum um kaup á
myndunum erlendis.
Það eru þó ekki bara bíómynd-
irnar sem starfsfólk Kvikmynda-
miðstöðvar þarf að svara fyrir því
Laufey segir þau vera talsvert
spurð út í efnahagshrunið á Íslandi.
Svara spurningum um
kvikmyndir og kreppu
Fólk
MARGLITIR fánar munu prýða nágrenni Laug-
ardalshallar þann tíma sem Dalai Lama dvelur á
landinu, en hann er væntanlegur hingað til lands
aðra helgi. Halldór Ásgeirsson myndlistamaður
er höfundur verksins, sem byggist á sömu hug-
mynd og fánaborg úr hans smiðju sem sett var
upp í Skálholti fyrir þremur árum.
„Fánarnir eru 44 talsins og hvern prýðir tákn,
mörg eru trúarlegs eðlis, úr kristni, heiðni og
búddisma, en önnur eru komin frá mér sjálfum,“
segir Halldór. „Þetta er í anda Dalai Lama, að
blanda saman ólíkum trúarbrögðum því þau eru
ekkert annað en samræður á milli manna.“
Halldór segir það skemmtilega tengingu að
hugmyndina að verkinu fékk hann á ferðalagi í
Tíbet. „Ég var einn á ferð á fjöllum og týndi slóð-
inni. Ég vissi að vegna næturkulda myndi ég ekki
hafa nóttina af ef ég kæmist ekki til byggða. Það
tókst sem betur fer og ég gleymi aldrei sýn sem
blasti við mér þegar ég komst á sporið, það var
fjöldi trúarflagga í anda Tíbetbúa og það hafði
mikil áhrif á mig.“
Halldór er ekki eini myndlistarmaðurinn sem
lætur sig komu Dalai Lama varða, en sérhannað
verk Eggerts Péturssonar verður boðið upp fyrir
heimsóknina.
„Ég var fenginn til að gera verk sem verður selt
til að hjálpa til við að fjármagna komu Dalai Lama
hingað til lands,“ segir Eggert. „Verkið er lítil ol-
íumynd af Melasól, sem er einskonar einkenn-
isblóm Vestfjarða. Blómið minnir á sól á gróð-
ursnauðum svæðum og mér fannst það minna mig
á fjalllendi bæði Íslands og Tíbet, þegar maður fer
að rýna ofan í grjótið sér maður þar líf.“
Trúartákn í anda Dalai Lama
Fánaborg Marglitir fánar Halldórs Ásgeirssonar
verða dregnir að húni við komu Dalai Lama.
Væntanlegri sólóskífu Jóns
Þórs Birgissonar, söngvara Sigur
Rósar, er lýst á tónlistarfréttavefn-
um Pitchfork.com sem berstrípaðri
kassagítarsplötu í bland við nýstár-
legar strengja- og blástursútsetn-
ingar. Þar er spjallað stuttlega við
upptökustjórann Peter Katis er
kemur til með að vinna gripinn með
Jónsa. Sá er þekktastur fyrir störf
sín með Interpol, Anthony & the
Johnsons og Grizzly Bear.
Þar kemur einnig fram að Jónsi
vinnur eitthvað af tónlist plötunnar
í samstarfi við Nico Muhly.
Af Sigur Rósar mönnum er það
einnig að frétta að Goggi bassaleik-
ari kom fram í heimildarmynd er
sænska sjónvarpið gerði um efna-
hagshrunið hér á Íslandi og afleið-
ingar þess.
Berstrípaður Jónsi
með kassagítar
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
ÞORGEIR Tryggvason er ljótur
hálfviti og spilar á fagott, óbó og
enskt horn. Ekki svo að skilja að Þor-
geir, kallaður Toggi, sé einhver vit-
leysingur. Nei, hann er ljóngáfaður
heimspekingur og fróður mjög eins
og þeir vita sem horft hafa á Útsvar í
Sjónvarpinu. Toggi tilheyrir hinni
bráðgreindu níu manna norðlensku
hljómsveit Ljótu hálfvitunum. Það er
varla tekið viðtal við hálfvitana án
þess að orðið hálfviti, í eintölu eða
fleirtölu, komi óeðlilega oft fyrir og
fellur blaðamaður að sjálfsögðu í þá
gryfju.
Í meira stuði
Ljótu hálfvitarnir voru við upp-
tökur á nýrri þrettán laga hljómplötu
í mars síðastliðnum og er stefnt að
útgáfu fyrir næstu helgi. Tónlistin
hefur á sér „þjóðlagapönkblæ“ að
sögn Togga og sveitin notar nær ein-
göngu órafmögnuð hljóðfæri. Hálf-
vitagangurinn er mikill á nýju plöt-
unni og góðir gestir koma við sögu,
m.a. Guðmundur Pétursson gítarleik-
ari og Guðrún Gunnarsdóttir söng-
kona. „Þetta er svona áframhald af
því sem við höfum verið að gera, er-
um bara í meira stuði,“ útskýrir
Toggi. Sveitin sé að syngja „svolítið
um bjór, svolítið um stelpur, svolítið
um trúmál, svolítið um hvað það
getur verið gaman að dansa.“ All-
ir sveitarmeðlimir koma að
hinni mjög svo litríku
textagerð og í það minnsta
átta meðlimir af níu eiga
lög á plötunni.
Er ekkert óþægilegt
að vera í svona fjölmennri
sveit? „Það hefur sína kosti og
galla,“ svarar Toggi og hlær.
„Það er auðvitað ekki alltaf
mikið til skiptanna en á móti
kemur að margar hendur
vinna létt verk.“ Menn þurfa
að vera sveigjanlegir og nógu fastir á
sínu í Ljótu hálfvitunum. „Þetta er
óttalegt lýðræði,“ svarar Toggi hálf-
spældur.
Ekki fyrir linmælta
Ljótu hálfvitarnir ætla að túra um
landið í sumar, halda tónleika hér og
þar, „í flestum landsfjórðungum“,
eins og Toggi orðar það. Hálfvitarnir
eiga uppruna í Þingeyjarsýslum og
hjartað slær því örast þar. Sveitin
heldur útgáfutónleika í Íslensku óp-
erunni 30. maí og 5. júní í Ýdölum í
Aðaldal. Í hjarta heimavallarins.
Nú eruð þið hin mestu gáfumenni
þrátt fyrir nafngiftina …
„Jú, jú, við erum þokkalega að okk-
ur og svona. Þegar menn segja þetta
upphátt, það er nú einn aðalkosturinn
við nafnið hvað er gaman að segja
þetta, þá finnur maður að þetta þýðir
ekki ,,ofsalega eruð þið heimskir“
heldur „hvað skyldi ykkur nú detta í
hug næst?““ segir Toggi og hlær.
Þetta er dálítið norðlenskt …
„Jú, þetta er svolítið norðlenskt og
nýtur sín best ef menn ná að bera
þetta fram með norðlenskum t-um,“
svarar Toggi og segir það ekki eins
sannfærandi að hlýða á linmælta
Sunnlendinga fara með frasann.
Annars er það einnig af hljómsveit-
inni að frétta að Dagur Gunnarsson
vinnur að gerð heimildarmyndar um
hana, hefur myndað sveitina við tón-
leikahald og æfingar og ætlar form-
lega að ljúka tökum á tónleikunum í
Ýdölum.
Er myndin um kynlíf, rokk og ról?
„Það er talsvert um rokk og ról en ég
ætla að vona að hálfvitakynlíf verði
sem allra minnst.“
Stelpur, bjór og trúmál
Ljótu hálfvitarnir senda frá sér plötu í næstu viku sem ku vera hálfvitalegri
en sú fyrsta Útgáfutónleikar í Íslensku óperunni og Ýdölum í Aðaldal
Hálfvitar í stúdíói Standandi frá vinstri þeir Oddur Bjarni Þorkelsson, Þorgeir Tryggvason, Snæbjörn Ragn-
arsson, Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Guðmundur Svafarsson. Sitjandi eru Arngrímur Arnarson,
Baldur Ragnarsson og Eggert Hilmarsson. Ljótu hálfvitarnir ætla að túra um landið í sumar.
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
„ÞAÐ var strax um borð í flugvél-
inni sem manneskja kom upp að
mér og sagðist hafa verið að horfa á
mig í sjónvarpinu á sunnudaginn,“
sagði leikkonan Charlotte Munck í
samtali við Morgunblaðið í gær, ný-
komin til landsins. Charlotte fer
með hlutverk Önnu Pihl í sam-
nefndum þáttum í Sjónvarpinu og
segist finna vel fyrir því að lands-
menn fylgist margir með þáttunum.
Heimsókn Charlotte hingað til
lands er þó algerlega óskyld hlut-
verki hennar sem Anna Pihl en hún
er hér stödd ásamt hljómsveit sinni
Hess Is More, sem ætlar að halda
tónleika í Norræna húsinu í kvöld.
Músíkölsk tilraunastofa
„Ég hef verið viðloðandi tónlist
allt mitt líf og lengi vel stefndi ég
að því að starfa eingöngu við hana.
Það var áður en ég komst að því að
leiklistin var líka valmöguleiki,“
segir Charlotte, sem starfað hefur
með sveitinni í fimm ár.
Aðalsprauta sveitarinnar nefnist
Mikkel Hess og lýsir hann tónlist
sveitarinnar sem blandi af popp-
tónlist, djassi og raftónlist.
„Við tökum okkur alvarlega þrátt
fyrir að stutt sé í gáskann,“ sagði
Mikkel jafnframt. Hann lýsir tón-
leikum sveitarinnar sem mús-
íkalskri tilraunastofu, þar sem engir
tvennir tónleikar þeirra séu eins.
„Stór hluti af tónlistinni okkar er
hvernig við flytjum hana á tón-
leikum. Við skiptumst á hljóðfærum
og gerum ýmislegt til að gera
tónleikana eftirminnilega,“ lofar
Mikkel.
Anna Pihl og félagar
rokka í Norræna húsinu
Morgunblaðið/Eggert
Hess is more Jens Björn Kjær, Bang Chau, Charlotte Munck og Mikkel Hess.
Á myndina vantar Nicolaj Hess, en hann er væntanlegur til landsins í dag.
Danska hljómsveitin Hess Is More með tónleika í kvöld
www.myspace.com/hessismore
Ég er orðinn sjóveikur með
svakalega drullu
Og selirnir og múkkarnir þeir
æl’á mig á fullu
Og það er bara rok og stundum
rigning og svo brotnar eitthvað
dót
Ég er í krummafót
En túrtappa úr litlu ljót og tæ-
lenskir hnokkar
Og teletöbbí fáum við í
lukkutrollið okkar
Það bjargar alltaf móralnum á
sjónum er við höfum fengið nóg
af því að ver’á sjó.
Brot úr texta við lag Ljótu hálf-
vitanna „Lukkutroll“.
Teletöbbí í troll
www.ljotuhalfvitarnir.is