Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009 Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is RÍKIÐ stendur frammi fyrir þeim vanda, nú þeg- ar matsfyrirtæki hafa metið virði innlánanna sem færð voru úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju, að lánardrottnarnir sætti sig ekki við matið. „Hvað verður þá um nýju bankana?“ spyr Hákon Stef- ánsson, stjórnarformaður Creditinfo, fyrirtækis sem miðlar fjárhags- og viðskiptaupplýsingum. Hann telur að ríkið geti ekki tekið innlánin úr gömlu bönkunum og sett einhliða yfir í þá nýju nema með því að greiða það verð sem lán- ardrottnar krefjast, en náist ekki samkomulag um verðið þurfi að beita eignarnámi. „Sem þýðir að hafni kröfuhafarnir því verði sem ríkið er tilbúið að greiða er það á byrjunarreit í þessu ferli.“ Símafundir með kröfuhöfum Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir að nú eftir að Deloitte og Oliver Wyman hafi metið virði lánasafnsins sé reglulega fundað með kröfuhöfum bankans, síðast hinn 13. maí og síma- fundur haldinn í fyrradag. Símafundirnir séu vikulega en skilanefndin og ráðgjafar hennar hitti kröfuhafana einnig mánaðarlega. „Við erum að reyna að vinna að úrlausnum í þessum efnum og engin niðurstaða komin ennþá.“ Enn hilli ekki undir hana. Hákon bendir á að þrátt fyrir að ríkið hafi feng- ið óháða aðila til þess að meta virði lánasafnsins hljóti einhverjir kröfuhafar að hafa áhyggjur af því að sá sem ætli sér að hirða eignir þeirra sé einnig sá sem láti meta virði þeirra. „Gefum okkur að kröfuhafarnir vilji fá meira fyrir eign sína en matið segir til um. Þá er staða ríkisins afar slæm. Það hefur þá eytt átta mán- uðum í matið án niðurstöðu sem orsakar að enn verður bið á því að efnhaghagsreikningar bank- anna verði til og þeir viti mátt sinn.“ Hákon líkir þessu til mikillar einföldunar við að einstaklingur gangi inn í matvöruverslun, grípi óverðmerkta kók og drekki. Hann sé þá ekki í stöðu til að semja um verðið við kassann. „Þetta er staða ríkisins í dag. Það gaf ekki kröfuhöfum kost á að koma að matinu með beinum hætti.“ Enginn kröfuhafanna hafi gefið samþykki sitt fyrir því að veita afslátt, þeim hafi einungis verið tilkynnt að það yrðu þeir að gera. Þeir séu ekki skyldugir til að gefa eign sína eftir. Verði þeir hins vegar þvingaðir til þess með eignarnámi muni menn ekki taka áhættu á að eiga í viðskiptum á Íslandi. „Það hjálpar okkur ekki til að byggja upp viðskiptavildina á ný.“ Árni staðfestir að ágreiningur standi um matið sem ríkið hafi látið vinna. „Kröfuhafarnir hafa verið óhressir með það að teknar séu ákveðnar eignir og skuldir yfir og þær metnar þegar illa ár- ar – eins og nú.“ Ágreiningurinn snúist því um að nú sé ekki góður tími til að meta verðgildi eigna. „Þeir vilja því meina að þeir séu hugsanlega hlunnfarnir.“ Hann segir einnig, eins og þekkt er, deilt um það hvernig kröfuhafarnir fái greitt. „Sjónarmið kröfuhafa eru mörg mismunandi. Að mörgu er að hyggja, til dæmis því hvernig viðskiptaáætlanir nýju bank- anna líta út og hvort þeir vilja eignast hlut í bönk- unum.“ Það vilji sumir en aðrir ekki. Hins vegar þurfi að afgreiða alla eins. Ekki sé hægt að hleypa einhverjum að sem eig- endum en gera upp við aðra á annan hátt. Hákon líkir stöðu gömlu bankanna við almennt þrotabú. Skiptastjóri í slíku geti ekki selt eignir úr því án án sam- ráðs við kröfuhafa og veð- hafa. „Samþykki veðhafar ekki söluna er þeim gert að leysa eignirnar til sín á sama verði. Það er lítið mál fyrir þá því þeir eiga þessi veð og þurfa ekki að borga fyrir eignirnar heldur lækkar krafa þeirra í þrotabúið sem nemur matsvirði eignanna.“ Skuldabréf með afföllum Hákon bendir einnig á enn eina hindrunina komist kröfuhafarnir og skilanefndinar að sam- komulagi um virði lánasafnsins. Hann spyr hvern- ig bankarnir ætli að greiða kröfuhöfunum fyrir innlánin. Þeir muni krefjast greiðslu í stöðugri mynt sem þeir geti flutt úr landi. Ríkið hafi að öll- um líkindum ekki bolmagn til þess. Bankarnir þurfi því að gefa út skuldabréf sem ríkið ábyrgist. „Hvers virði er slíkur pappír?“ spyr Hákon. Lánshæfi nýju íslensku bankanna og ríkisins sé ekki hátt og skuldabréf þeirra því ekki heldur. Það sem ekki sé greitt með peningum þurfi að meta raunvirði greiðslunnar, þ.e. skuldabréfanna þannig að ljóst sé að virði skuldabréfanna sé það sama og eignanna: „Þá erum við farin að meta greiðsluna með möguleg afföll í huga.“ Ríkið þyrfti því á endanum að borga meira fyrir inn- lánin en matsverðið segi til um. Árni metur stöðu kröfuhafanna ekki með þess- um hætti. Kröfuhafarnir geti ekki gengið að veð- unum á grundvelli Neyðarlag- anna og verði innlánin greidd með skuldabréfum þurfi skilanefndirnar ekki endi- lega að selja þau. Þær geti innheimt þau og greitt áfram til kröfuhafanna, með vöxtum. Það gæti tekið tíu ár. Reyna að ná sáttum í síma  Ágreiningur er um lánasöfn bankanna og hvernig kröfuhafar fái þau greidd  Stjórnarformaður Creditinfo segir kröfuhafana í lykilstöðu gagnvart ríkinu Hákon Stefánsson Árni Tómasson Grundarfjörður | Fjármagnsútgjöld Grundarfjarðarbæjar námu 450 milljónum á síðasta ári. Bæj- arsjóður var gerður upp með tæplega 400 milljóna halla og var eigið fé bæjarins neikvætt um 170 milljónir. „Niðurstaða ársreikninga Grundarfjarðarbæjar er skelfi- leg,“ segir í bókun L-listans sem er í minnihluta í bæjarstjórn Grundarfjarðar en hann sakar meirihluta sjálfstæðismanna um óábyrga fjármálastjórn. Ekki sé hægt að skýra slæma stöðu ein- göngu út frá efnahagshruninu. D-listi hafnar yfirlýsingum minnihlutans um ársreikninginn. Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn hafi staðið fyrir mikilli uppbygg- ingu á undanförnum árum. Skerðing þorskkvótans hafi farið illa með bæjarfélagið. Minnt er á að allir bæjarfulltrúar hafi sam- þykkt að taka lán í erlendri mynt. Mikið tap hjá Grundarfjarðarbæ JÓHANNA Sig- urðardóttir for- sætisráðherra hefur ákveðið að setja af stað vinnu við endur- skoðun á upp- lýsingalögum í því augnamiði að auka aðgengi almennings og fjölmiðla að upplýsingum stjórnarráðsins. Á næstunni verður skipaður starfshópur til að vinna að nýrri löggjöf. Honum er ætlað að taka mið af löggjöf í nágrannalöndum og sáttmála Evrópuráðsins um aðgang að upplýsingum. Hóp- urinn á að leita eftir viðhorfum almennings og blaðamanna og ber að skila tillögum fyrir 1. jan- úar 2010. Ákvörðun um að endurskoða upplýsingalög er í samræmi við þau fyrirheit sem gefin voru í 100 daga áætlun stjórnarinnar. Upplýsingalög verða endurskoðuð Jóhanna Sigurðardóttir KENNARAR sem störfuðu við Iðn- skólann í Hafnarfirði á tímabilinu frá upphafi skólaárs 2004 til loka vorannar 2008 unnu mál sem þeir höfðuðu fyrir Félagsdómi, en í mál- inu var tekist á um breytingar sem gerðar voru á stundatöflu. Kennararnir töldu að breytingar á stundaskrá fælu í sér brot á kjara- samningi. Fyrir dómi hélt skóla- meistari Iðnskólans í Hafnarfirði því fram að hann hefði kynnt breyting- arnar fyrir tilgreindum starfs- mönnum í skólanum. Félagsdómur taldi að ekki hefði verið sýnt fram á að samkomulag hefði tekist með að- ilum í samræmi við ákvæði kjara- samningsins. Það var því mat Félagsdóms að kennararnir hefðu uppfyllt kennslu- skyldu sína að fullu samkvæmt kjarasamningnum og ættu að fá greitt samkvæmt því. egol@mbl.is Kennarar Iðnskólans unnu í Félagsdómi Unnið af Fornleifa- fræðistofunni Í frétt um fornleifarannsóknir í Vogi í Höfnum sagði að rannsóknin væri unnin af Fornleifastofnun Íslands. Þetta er rangt. Það er Fornleifa- fræðistofan sem vinnur verkið í sam- vinnu við Byggðasafn Reykjaness og Háskóla Íslands, en í rannsókninni taka 15 nemendur þátt og er það lið- ur í þeirra menntun. Dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur stjórnar rannsókninni. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.