Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009
Ég var edrú síðustu árin í Bret-
landi, kom svo hingað heim og drakk
ekki í fimm ár en féll um síðustu ára-
mót. Ég vildi taka strax á þeim mál-
um og fór samstundis inn á Vog og
síðan á Staðarfell. Maður getur ekki
lifað með sjálfum sér í lygi og blekk-
ingu dag eftir dag. Það eina sem er
til ráða er að taka á sínum málum og
það gerði ég.
Mér finnst ekkert feimnismál að
vera með þennan sjúkdóm. Kost-
urinn við sjúkdóminn er að það er
hægt að halda honum niðri. Það er
fullt af fólki með ólæknandi sjúk-
dóma sem vildi örugglega vera í mín-
um sporum.“
Þér gekk svo vel í London, af
hverju ákvaðstu að koma heim?
„Nokkrir samverkandi þættir urðu
til þess að ég ákvað að fara heim. Áð-
ur en ég fór til London var erfiðleika-
tímabil í einkalífinu og ég skildi. Ég
átti son á Íslandi sem ég saknaði.
Hann var að komast á unglingsár og
ég vildi vera meira hjá honum en ég
hafði verið. Ég hafði alltaf komið
heim á sumrin, ekki síst til að veiða
því ég er með króníska veiðidellu, og
þegar ég sneri aftur til Bretlands í
lok hvers sumars lá við að ég yrði
veikur því ég vildi ekki fara. Maður á
hvergi annars staðar að búa í heim-
inum á sumrin en á Íslandi.
Ég hafði verið í Bretlandi í tíu ár
og í starfi mínu var ég búinn að ná
því sem ég ætlaði mér og rúmlega
það. Mér fannst ég vera búinn að
sanna mig og var sáttur. Mús-
íkumhverfið í Bretlandi var líka að
breytast, ég vann í dægurlaga- og
poppheiminum en hljómsveit-
arumhverfið var að yfirtaka sviðið og
þá var minna að gera fyrir menn eins
og mig. Þegar allt þetta var lagt sam-
an þá var ekki um annað að ræða en
fara heim til Íslands. Þangað fór ég
og hélt áfram að vinna sem upp-
tökustjóri.“
Nú ertu kominn í sviðsljósið sem
lagahöfundur. Hvað gerist núna í
þínu lífi?
„Ég hef fengið pósta og skeyti frá
fjölmörgum erlendum lagahöfundum
sem vilja semja með mér og útgáfu-
fyrirtæki eru að bjóða mér samning.
Þetta mun ég allt saman skoða vand-
lega en það er of snemmt að segja
hvað verður. Árangurinn í Moskvu er
greinilega að skila sér og lagið er
komið inn á topp 10 vinsældalista í
tólf Evrópulöndum.
Nú ætla ég að einbeita mér að
lagagerð. Það er eins og lítið krafta-
verk að semja lag, maður byrjar með
autt blað að morgni dags og um
kvöldið er lagið fætt og maður fyllist
ótrúlegri vellíðan.“
Býr á draumastaðnum
Þú ert í sambúð með Ölmu Guð-
mundsdóttur, söngkonu og blaða-
manni. Hvernig kynntust þið?
„Við kynntumst í stúdíóinu. Fljót-
lega eftir að ég flutti heim frá Lond-
on fékk Einar Bárðarson mig til að
vinna með Nylon sem upptökustjóri
og við Alma drógumst samstundis
hvort að öðru. Í dag finnst mér eins
og okkur hafi alltaf verið ætlað að
hittast.“
Það er mikill aldursmunur á ykk-
ur, er það ekki?
„Það er sautján ára aldursmunur
sem skiptir engu máli. Líkt og marg-
ir karlmenn er ég mjög seinþroska.“
Ætlið þið að gifta ykkur?
„Það er ekki búið að ákveða stað
og stund en mér kæmi ekki á óvart
að einn daginn yrði gifting.“
Þið Alma búið fyrir utan bæinn,
við Meðalfellsvatn. Hvernig fannstu
þann stað?
„Þegar ég bjó í London dreymdi
mig oft sama drauminn. Í draumnum
stóð ég við vatn og horfði til fjalla. Ég
vissi ekki hvaða staður þetta var en
mér fannst honum svipa til vatnahér-
aðanna á landamærum Englands og
Skotlands. Daginn áður en ég flutti
heim frá Bretlandi skoðaði ég Mogg-
ann á netinu og sá í fasteignaauglýs-
ingunum sumarbústað til sölu. Ég
hringdi í fasteignasalann sem sagði
að það þyrfti að keyra yfir á til að
komast að bústaðnum. Hann sagði
mér að skoða bústaðinn og ég fór
þangað. Þá áttaði ég mig á því að
þetta var staðurinn sem mig hafði
dreymt margoft. Ég varð að eignast
sumarbústaðinn og það tókst. Síðan
hef ég stækkað lóðina og byggt ein-
býlishús. Okkur líður alveg sér-
staklega vel í Kjósinni. Þar er ynd-
islegt samfélag.“
Þig dreymdi þennan stað áður en
þú fluttir á hann. Ertu forlagatrúar?
„Ég trúi því að til sé máttur okkur
æðri. Móðir mín heitin fór einu sinni
með mig til Eyþórs Stefánssonar
tónskálds, sem var gríðarlega góður
sögumaður, og lét hann segja mér
sögu af formóður ættar okkar. Hún
fór á grasafjall að hausti með fólkinu
á bænum þar sem hún bjó. Hún
týndist á fjallinu og fannst ekki þrátt
fyrir mikla leit. Næsta morgun þegar
halda átti leitinni áfram kom hún
gangandi niður fjallið. Hún sagðist
hafa verið numin brott af huldufólki
til að hjálpa huldukonu í barnsnauð.
Fæðingin gekk vel og huldukonan
sagðist mundu launa henni og sagði:
„Niðjar þínir munu bera lækna- og
listahendur.“ Það hefur gengið eftir
því í ættinni eru allmargir læknar og
tónskáld. Það getur bara verið gæfa
fá svona gjafir.“
emja lag
Morgunblaðið/RAX
» „Ég hef fengið pósta og skeyti frá fjölmörg-um erlendum lagahöfundum sem vilja semja
með mér og útgáfufyrirtæki eru að bjóða mér
samning. Þetta mun ég allt saman skoða vandlega
en það er of snemmt að segja hvað verður. Árang-
urinn í Moskvu er greinilega að skila sér og lagið er
komið inn á topp 10 vinsældalista í tólf Evrópu-
löndum.“