Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009
Áhugaverð deila er komin upp áAlþingi. Framsóknarflokkurinn,
með sína níu þingmenn, vill ekki
víkja úr rúmgóðu þingflokks-
herbergi sínu fyrir Vinstrihreyfing-
unni – grænu framboði, sem hefur
fjórtán þingmenn. Eins og fram kom
hér í blaðinu í gær sitja framsókn-
armenn sem fastast í herberginu.
SigmundurDavíð Gunn-
laugsson, formað-
ur Framsókn-
arflokksins, sagði
í viðtali við sjón-
varp mbl.is í síð-
ustu viku að
Framsókn kynni
vel við sig í her-
berginu, enda bú-
in að vera þar
a.m.k. frá árum síðari heimsstyrj-
aldar.
Sigmundur leggur líka djúpamerkingu í það að herbergið
skuli í upphafi hafa verið grænt, eins
og það er nú orðið aftur: „Þegar
málningarlögin voru tekin af hérna
og menn fundu upprunalegan lit
herbergisins reyndist hann vera
grænn. Menn túlkuðu það svo að
herbergið hefði alltaf verið ætlað
Framsóknarflokknum,“ sagði Sig-
mundur.
En hefur ekki VG markvisst stoliðgræna litnum af Framsókn-
arflokknum? Talar ekki sá flokkur
um græna pólitík í öllum málum?
Úrslit þingkosninganna sýnameira að segja að VG er farin að
ógna Framsókn á landsbyggðinni.
Ef græni liturinn vísar til fortíðar
Framsóknarflokksins sem bænda-
flokks, má benda á að eini bóndinn,
sem nú situr á þingi, er þingmaður
VG!
Er ekki bara ágætlega við hæfi aðgræna framboðið fái græna her-
bergið? Og að flokkurinn, sem er að
flytja á mölina, fái annað herbergi?
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Græna litnum stolið
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 12 léttskýjað Lúxemborg 19 heiðskírt Algarve 21 léttskýjað
Bolungarvík 11 heiðskírt Brussel 18 heiðskírt Madríd 30 heiðskírt
Akureyri 12 skýjað Dublin 17 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað
Egilsstaðir 11 léttskýjað Glasgow 16 heiðskírt Mallorca 25 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 10 skýjað London 19 heiðskírt Róm 27 heiðskírt
Nuuk 1 skýjað París 21 heiðskírt Aþena 29 léttskýjað
Þórshöfn 11 heiðskírt Amsterdam 16 léttskýjað Winnipeg 14 léttskýjað
Ósló 11 skýjað Hamborg 13 skýjað Montreal 17 skúrir
Kaupmannahöfn 14 skúrir Berlín 18 léttskýjað New York 26 heiðskírt
Stokkhólmur 11 skýjað Vín 24 skýjað Chicago 19 léttskýjað
Helsinki 15 heiðskírt Moskva 18 alskýjað Orlando 23 skúrir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
23. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5.11 3,5 11.23 0,4 17.34 3,9 23.53 0,4 3:47 23:03
ÍSAFJÖRÐUR 1.19 0,4 7.09 1,9 13.31 0,2 19.36 2,1 3:19 23:41
SIGLUFJÖRÐUR 3.14 0,1 9.34 1,1 15.32 0,2 21.46 1,2 3:00 23:26
DJÚPIVOGUR 2.22 1,9 8.24 0,5 14.45 2,2 21.03 0,5 3:09 22:40
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á sunnudag
Austlæg átt, 8-15 m/s og rign-
ing víða um land. Hiti 8 til 14
stig.
Á mánudag
Heldur hægari suðlæg átt, en
norðaustan strekkingur á Vest-
fjörðum. Skúrir, en úrkomulítið
norðaustanlands. Kólnar heldur
í veðri.
Á þriðjudag og miðvikudag
Norðlæg eða breytileg átt og
rigning eða jafnvel slydda með
köflum, en þurrt að kalla sunn-
anlands. Svalt í veðri.
Á fimmtudag
Útlit fyrir að hlýni með suðlægri
átt og vætu, en björtu veðri
norðaustanlands.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Rigning sunnan til og þykknar
upp með vætu fyrir norðan
þegar líður á daginn. Dregur úr
vindi og úrkomu um sunn-
anvert landið síðdegis. Hiti 7 til
14 stig.
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA kynnti á fundi rík-
isstjórnar í gær tvö frumvörp að lögum um lag-
færingu á eldri lögum vegna athugasemda frá Eft-
irlitsstofnun EFTA.
Stofnunin gerði annars vegar athugasemd við
rammasamning um tímabundna ráðningu nr.
1990/70/EB sem Evrópusamband verkalýðs-
félaga, Samtök evrópskra iðn- og atvinnurekenda
og Evrópusamtök fyrirtækja með opinberrri eign-
araðild gerðu. Athugasemdin var gerð þar sem 2.
mgr. 5 gr. laganna þótti geta ýtt undir misnotkun
á tímabundnum ráðningum.
Í gögnunum sem ráðherra bar fyrir ríkisstjórn-
ina stendur að „svo virðist sem ágreiningur um
ætlaða misnotkun á tímabundnum ráðningar-
samningum hafi ekki komið oft til kasta íslenskra
dómstóla og má því ætlað að þessi breyting komi
til með að hafa lítil áhrif á tímabundnar ráðningar
á innlendum vinnumarkaði“. Því var ákveðið að
nýr samningur milli sömu aðila kæmist á sex vik-
um eftir að sá fyrri var undirritaður, í stað þriggja
vikna áður.
Þá stefnir félagsmálaráðherra á að leggja fyrir
þingið frumvarp um að fella niður tvenns konar
undanþágur svo innleiða megi með fullnægjandi
hætti tilskipun nr. 97/81/EB milli sömu aðila og
hér að ofan. Annars vegar hafi lögin ekki tekið til
starfsmanna ríkis og sveitarfélaga sem fá greitt
tímavinnukaup vegna hlutlægra ástæðna og hins
vegar hafi lögin ekki tekið til þeirra sem stundi
störf á grundvelli grunnnáms og endurmenntun-
aráætlunar sem njóti stuðnings opinberra aðila.
Breyting hafi ekki áhrif á ríki eða sveitarfélög.
Félagsmálaráðherra á eftir að kynna frumvörp-
in í þingflokkunum áður en hann fer með þau fyrir
þingið.
Laga lög að beiðni eftirlits EFTA
Félagsmálaráðherra, Árni Páll Árnason, brátt með tvö frumvörp fyrir þingið
Á AÐALFUNDI Faxaflóahafna í
vikunni var Fjörusteinninn, um-
hverfisverðlaun Faxaflóahafna, af-
hentur í fjórða sinn fyrirtækinu Eg-
ilsson hf. að Köllunarklettsvegi.
Fjörusteinninn er viðurkenning
Faxaflóahafna til fyrirtækja sem
skara fram úr í frágangi umhverf-
isins og hafa með metnaði byggt fal-
leg hús á hafnarsvæðinu, að því er
segir í fréttatilkynningu.
Fyrsta fyrirtækið sem hlaut
Fjörusteininn var Danól hf. í Skútu-
vogi, síðan fékk Eimskipafélag Ís-
lands viðurkenninguna og á síðasta
ári var það Nathan og Olsen sem
fékk þessa viðurkenningu.
Framkvæmdastjóri Egilsson, Eg-
ill Þór Sigurðsson, tók við steininum
á aðalfundi Faxaflóahafna í Sjó-
minjasafninu.
Viðurkenning Júlíus Vífill Ingvarsson stjórnarformaður afhendir Agli Þór
Sigurðssyni Fjörusteininn á aðalfundi Faxaflóahafna í vikunni.
Egilsson fékk Fjöru-
stein Faxaflóahafna
Í HNOTSKURN
»Faxaflóahafnir eiga ogreka hafnir í Reykjavík,
Borgarnesi og á Akranesi og
Grundartanga. Fyrirtækið er í
eigu Reykjavíkurborgar,
Akraness, Hvalfjarðarsveitar,
Skorradalshrepps og Borg-
arbyggðar.