Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009 Eftir Sigurð Boga Sævarsson ÍSLENSKUNÁMIÐ mun að mínum dómi skila því að þessir starfsmenn borgarinnar eru þess betur í stakk búnir en ella að sinna sínum verk- efnum. Ættu sömuleiðs að verða ánægðari og geta tekið virkan þátt í þjóðlífinu,“ segir Halldóra Þorláks- dóttir, verkefnisstjóri íslenskunáms hjá Alþjóðahúsi. Um hundrað nemendur braut- skráðust við hátíðlega athöfn í Ráð- húsinu í gær, úr íslenskuskóla Reykjavíkurborgar. Skólinn er ætl- aður starfsmönnum borgarinnar af erlendum uppruna, sem eru alls um 736 frá 86 þjóðlöndum. Framkvæmd skólastarfsins var sú að mannauðssvið borgarinnar leitaði til Alþjóðhúss sem annaðist kennsl- una sem hófst í febrúar og lauk í maí. Kennt var í Alþjóðahúsi, þjónustu- miðstöð borgarinnar við Síðumúla, Laugardalslaug og á Droplaugar- stöðum. Kennslustundir voru alls sextíu. Rétt eins og starfsemi Reykjavík- urborgar er fjölbreytt komu nem- endurnir víða frá. Flestir eru þó starfsmenn í öldrunarþjónustu eða starfa við sundlaugar, skóla og frí- stundaheimili. Þekkja venjur og siði Íslenskukennsla fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar hefur átt sér all- nokkurn aðdraganda. Að því er fram kom við brautskráningu í gær voru markmiðin með skólastarfinu skýr. Leitast var við að bjóða upp á kennslu sem hæfði hverjum nem- enda sem allir fóru í stöðupróf áður en námið hófst. Það aftur réð því á hvert námsstiganna fjögurra hver og einn nemandi fór. Að námskeiði loknu eiga nemendur að geta haldið uppi samræðum, þekkja venjur og siði íslensks þjóðfélags og þekkja réttindi og skyldur. „Við vitum að tungumálaerfiðleik- ar geta valdið því að starfsmenn ná ekki að blómstra í starfi með sama hætti og þeir annars gætu hefðu þeir betri tök á íslensku máli. Þessu vilj- um við breyta,“ sagði Hallur Páll Jónsson, mannauðsstjóri Reykjavík- urborgar, við brautskráninguna í gær. Þar kom einnig fram að áframhald verður á skólastarfinu í haust – en með þessu má segja að Reykjavík- urborg sé orðin öðrum sveitarfélög- um fyrirmynd í móttöku starfs- manna erlendis frá. Borgarstarfsmenn nái að blómstra  100 borgarstarfsmenn af erlendum uppuna í íslenskuskóla  Brautskráning við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu í gær Ljósmynd/Sigurður Bogi Glæsilegur hópur Einn nemendahópurinn sem útskrifaðist í gær ásamt kennara sínum, Guðlaugu Stellu Brynjólfs- dóttur, sem er lengst til vinstri á myndinni. Kennslan var á vegum Alþjóðahússins og kennara þess. Útskrift Halldóra Þorláksdóttir, verkefnisstjóri íslenskunáms Alþjóðahúss, afhendir nemendum útskriftarskírteinin í Ráðhúsinu í gær. „Íslenskunámið síðustu vikurnar hefur verið mjög skemmtilegt og ég hlakka til þess að halda áfram að afla mér frekari þekkingar á tungumálinu. Ég vil fara á fleiri námskeið. Íslenskuskóli borgarinnar er frábært framtak sem ég er þakklát fyrir,“ segir Milica Milovanovic frá Serbíu sem er skólaliði í Borgarskóla. Hún hefur búið hér sl. þrjú ár en eiginmaður hennar sem einnig er Serbi kom hingað fyrir áratug. „Ég elska Ísland og ætla mér að vera hér lengi. Vissu- lega skynja ég efnahagserfiðleika sem Íslendingar eru nú að ganga í gegnum en þeir draga ekkert úr mér. Staðan að því leyti er hin sama í flestum öðrum löndum í dag. Námskeiðið var mér mikilvægt en umhverfið í vinnunni er mér ekki síður gagnlegt. Hjálpar mér afar mikið. Ég starfa mest með krökkum í 4., 5. og 7. bekk og ég legg mig eftir að hlusta á þau. Ef þau tala hægt og skýrt næ ég að skilja flest sem þau segja og þá er þekking mín á íslenskunni fljót að koma. “ Ef krakkarnir tala hægt „Með þessu námi hef ég náð ágætum tökum á íslensk- unni. Get bæði skilið og talað málið og sömuleiðis fylgst með helstu fréttum, bæði í útvarpi og sjónvarpi og lesið Morgunblaðið,“ segir Lejlla Kolica sem er starfsmaður í eldhúsi þjónustumiðstöðvar aldraðra við Vitatorg. Hún hefur búið hér á landi í tvö ár. Áður hafði eiginmaður hennar verið hér í eitt ár en í kjölfar þess kom fjöl- skyldan og hefur verið hér upp frá því. „Námskeiðið hefur verið mjög skemmtilegt. Mér fannst hins vegar veruleg þraut að ná málfræðinni, sem er mjög flókin. Ég er hins vegar í engum vafa um að þetta nám mun gagnast mér vel, get núna til dæmis lesið íslenskar barnabækur með krökkunum mínum þó ég leggi ekki í til dæmis skáldsögur eftir íslenska höfunda að svo komu máli,“ sagði Lejlla við tíðindamann Morgunblaðsins. Skilur málið og les Morgunblaðið Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Mallorca frá kr. 69.990 Heimsferðir bjóða frábær tilboð á síðustu sætunum til Mallorca 10. og 24. júní í 2 vikur. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins í sumarfríinu á þessari einstöku sumarleyfisperlu á ótrú- legum kjörum. Ath. bjóðum einnig frábær sértil- boð á nokkrum af vinsælustu gististöðum okkar á Mallorca. Nánar á www.heimsferdir.is. M bl 11 13 86 2 Verð kr. 69.990 - 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð í 14 nætur. Stökktu tilboð 10. júní. Verð m.v. 2-3 í stúdíó/íbúð kr. 79.990 (enginn barnaafsláttur). Aukalega m.v. brott- för 24. júní kr. 5.000. 10. eða 24. júní í 2 vikur Stökktu til 2 vikur - allra síðustu sætin! SAMTÖK ferðaþjónustunnar fagna niðurstöðum könnunar sem Útflutn- ingsráð og Ferðamálastofa stóðu að nýlega og leitt hefur í ljós að Ísland sem áfangastaður hefur ekki skað- ast vegna bankahrunsins. Greint var frá niðurstöðum könnunarinnar í Morgunblaðinu á fimmtudag. Þar var haft eftir David Hoskin, hjá Eye-for-Image, að athygli umheims- ins beindist að Íslandi nú um stundir og þjóðinni byðist nú einstakt tæki- færi til þess að koma sér á framfæri. „Ein af áhugaverðum niður- stöðum könnunarinnar er að fólk sem hefur ferðast til Íslands hefur mun jákvæðara viðhorf til Íslands en þeir sem ekki hafa ferðast hingað. Þetta segir okkur að fjölgun ferða- manna bæti ímynd Íslands,“ segir í fréttatilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Telja samtökin fjölgun ferðamanna bestu leiðina til að örva neyslu á Íslandi og auka gjaldeyristekjur. annaei@mbl.is Hagkvæmt að fjölga ferðamönnum Besta leiðin til að auka neysluna Morgunblaðið/ÞÖK Gos Hverinn Strokkur í Haukadal hefur heillað marga ferðamenn. HRAUNAVINIR munu á morgun, sunnudag, vígja nýja vegpresta um hinar fornu þjóðleiðir í Gálga- hrauni á Álftanesi. Við vígsluna verður leikið á hljóðfæri og Stein- dór Andersen kveður rímnalög. Að henni lokinni verður boðið upp á göngu um hraunið í fylgd leiðsögu- manna. Athöfnin hefst kl. 14 en fyrr um daginn efna Hraunavinir til hreinsunar í hrauninu. Rusl, sem víða leynist í hraunbollum, verður tínt í ruslapoka og sett á kerrur. Hreinsunarstarfið stendur frá kl. 10 í fyrramálið til hálfeitt. Hvort tveggja hefst við götuna Gálga- hraun í hinu nýja Hraunahverfi við Álftanesveg. Vígsla í Gálgahrauni Gálgahraun Vegprestar verða vígðir í hrauninu á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.