Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 29
Daglegt líf 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009 Hólmfríður Bjartmarsdóttirfylgdist með Evróvisjón á Sandi í Aðaldal og kom í hug lýsing forsetafrúarinnar eftir árangur handboltalandsliðsins í Peking: Í Evróvisjón eru stress og læti en okkar kona tók þetta með stæl. Til hamingju, við hrepptum stórast sæti svo héðan af við getum verið sæl. Nú þarf ég enga hlédrægni að hafa héðan af, né beygja mig að jörð. Aldrei framar velkist þjóð í vafa hún verður ætíð stórust hér á Jörð. Hreiðar Karlsson var stoltur: Okkur er trúlega ekkert um megn, úr því að Jóhanna sló í gegn. Íslenska þjóðin er upprétt á ný, undur og skelfing er gaman að því! Þá Bjarni Stefán Konráðsson: Ég roggnari er bæði og reistari, í Rússlandi ljómaði daman. Og Manchester er líka meistari, mikið er þetta nú gaman. Hjálmar Freysteinsson velti upp nýju sjónarhorni: Skilningi við meiri mættum, myndi léttast vandi hvur og betur farnast ef við ættum aðeins fleiri Jóhönnur. Sigurður Jónsson tannlæknir lét ekki sitt eftir liggja í pottunum í Sundhöll Reykjavíkur: Við frægðina gjarnan við gælum, um gengið á krónunni vælum. Til Moskvu við skruppum með skrekkinn þar sluppum, en fjandi skall hurð nærri hælum. Loks Davíð Hjálmar Haraldsson, sem fylgdist ekki með keppninni en þóttist vita „um það bil“ hvernig Íslendingum hefði vegnað: Um gengi Íslands glöggt fæ svar gangi ég um stræti. Loftar undir iljarnar á þeim sem ég mæti. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Í Evróvisjón eru stress og læti HÓPUR Íslendinga dvelur þessa dagana í Palestínu í þeim tilgangi að gefa þrjátíu gervifætur. Fyrst- ur til þess að fá nýja fætur var ungur palestínskur maður, Hosni Talal, sem verið hefur einfættur sl. fjögur ár og missti seinni fót- inn við árás skriðdreka í janúar sl. Í tölvupósti frá ritara hópsins kemur fram að Össur Kristinsson og hinir stoðtækjasmiðirnir sem í hópnum eru hafi strax hafist handa við að smíða fætur handa Hosni Talal þegar þeir hittu hann sl. fimmtudag en það tók aðeins hálfan annan klukkutíma. Hosni Talal hafi þegar í stað byrjað að þjálfa sig og æfa sig í því að ganga á ný. „Sjúkraþjálfari var kallaður á staðinn til aðstoðar og Hosni táraðist af gleði þegar verkinu var lokið. Þakklætið fyrir þetta framlag er svo mikið að okkur var hiklaust boðið að fylgja honum heim og til veislu. Öll fjöl- skyldan og nágrannar voru sam- ankomnir og furðulostnir þegar þeir sáu Hosni koma gangandi á göngugrind heim til sín,“ skrifar Kristín, sem er dóttir Sveins Rún- ars Haukssonar, læknis og for- manns Félagsins Ísland-Palestína. Auk þeirra þriggja eru með í för stoðtækjasmiðirnir Óskar Þór Lárusson og Johan Snyder, heim- ildakvikmyndagerðarmennirnir Hjálmtýr Heiðdal og Ingvar Ágúst Þórisson sem og Sigrún Þorgeirs- dóttir, verkefnisstjóri hópsins. Gleðiefni Hosni Talal, ásamt Sveini Rúnari Haukssyni og öðrum velunnurum. Hann prófaði strax nýju gervifæturna. Táraðist af gleði á Gaza Í HNOTSKURN »Íslenski hópurinn hyggstdvelja á Gaza til og með þriðjudagsins 26. maí nk. »Hópurinn komst án vand-kvæða inn á Gaza sl. mið- vikudag. Mikil eyðilegging og fátækt blasti við hópnum á leið inn í Gaza-borg. VERÐANDI feður þyngjast að með- altali um 6,35 kíló meðan á með- göngu maka þeirra stendur, sam- kvæmt nýrri könnun. Rannsóknarfyrirtækið Onepoll annaðist könnunina sem náði til 5.000 karlmanna. Um fimmtungur þeirra kvaðst hafa fengið stærri máltíðir og 41% sagði að meira hefði verið af snarli á heimilinu á meðgöngutímanum. Um 25% karl- anna sögðust hafa borðað meira til að hjálpa konunum að sætta sig við það að þyngjast. Áætlað er að mittismál verðandi feðranna hafi stækkað um a.m.k. kosti fimm sentimetra að meðaltali. Um fjórðungur karlmannanna þurfti að kaupa stærri fatnað, líkt og þegar konur kaupa „óléttuföt“. Könnunin leiddi í ljós að karl- arnir borðuðu ekki aðeins meira af snakki og skyndibitum heldur jókst einnig bjórdrykkja þeirra. Meðgönguvömb Verðandi feðrum er hætt við því að þyngjast. Verðandi feður gildna undir belti www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Hess IsMore (NYC/CPH/FREESTYLE DISCO JAZZ) TÓNLEIKAR Í NORRÆNA HÚSINU Í KVÖLD KL. 21 BARINN OPNAR KL. 20! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 9 -0 9 2 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.