Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009 Engjateigi 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 • Sími 581 2141 www.hjahrafnhildi.is Stakir jakkar Íslensk verðbréf hf. I Strandgötu 3 I 600 Akureyri Sími: 460 4700 I iv@iv.is I www.iv.is Íslensk verðbréf eru sjálfstætt, sérhæft eignastýringarfyrirtæki sem hefur þjónað einstaklingum og fagfjárfestum í meira en tuttugu ár og býr að mikilli reynslu og þekkingu á verðbréfamarkaði. Leitar þú að traustum og óháðum aðila til að ávaxta fjármuni þína? Kynntu þér málið á iv.is eða talaðu við sérfræðinga okkar í síma 460 4700. Við stöndum vörð um fjármuni þína Bæjarlind 6 sími 554 7030 Opið í dag 10-16 Eddufelli 2, sími 557 1730 Opið í dag 10-14 Nýjar kvartbuxur frá Margar tegundir Str. 36-56 Traustur valkostur í húsnæðismálum Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (NEFCO) og norræni verkefna- útflutningssjóðurinn (NOPEF) efna til kynningar á starfsemi sjóðanna miðvikudaginn 27. maí kl. 08.15–10.00 á Grand Hótel Reykjavík. Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (NEFCO) er alþjóðleg fjármála- stofnun í eigu ríkisstjórna Norðurlandanna. Meginmarkmið NEFCO er að fjármagna hagkvæm verkefni á grannsvæðum Norðurlandanna í Austur- Evrópu, Rússlandi og Úkraínu. Verkefnin skulu miða að því að minnka umhverfisáhrif, t.d. við öflun og nýtingu orku, í iðnaði og við meðhöndlun úrgangs. Norræni verkefnaútflutningssjóðurinn (NOPEF) er sjóður sem starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Meginmarkmiðið með starfsemi NOPEF er að styrkja alþjóðlega samkeppnishæfni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Norðurlöndum. Dagskrá fundarins: Setning: Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri og formaður stjórnar NEFCO. Kynning á starfsemi NEFCO: Magnús Rystedt, framkvæmdastjóri NEFCO og Þórhallur Þorsteinsson, fjárfestingaráðgjafi hjá NEFCO. Lán til orkusparnaðar og samstarf við NEFCO: Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka. Kynning á starfsemi NOPEF: Brynhildur Bergþórsdóttir, formaður stjórnar NOPEF. Að fundinum loknum verða fulltrúar frá sjóðunum með viðtalstíma á Grand Hótel. Vinsamlegast skráið þátttöku í fundinum í síðasta lagi mánudaginn 25. maí á netfangið: postur@umh.stjr.is Í p o k a h o rn in u NEFCO og NOPEF – tækifæri fyrir þitt fyrirtæki? SENDINEFND frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum er komin til lands- ins. Mun nefndin, sem í eru ellefu manns, skoða endurreisn efna- hagslífsins sem m.a. byggist á samstarfi við sjóðinn. Fulltrúar í sendinefndinni eru líka búnir að skipuleggja fundi með stjórnendum stórra íslenskra fyr- irtækja. Markmiðið er að fara aðeins dýpra í greiningu á ástandinu meðal annars með því að heyra sjónarmið stjórnenda og hvaða lausnir þeir sjá fyrir sér. Heimsóknin er liður í reglubundinni úttekt Alþjóðagjald- eyrissjóðsins á stöðu þjóðarbúsins. Ákveðnar forsendur þurfa að vera fyrir hendi fyrir frekari lánveit- ingum sjóðsins til Íslands. bjorgvin@mbl.is IMF hittir fyrirtæki Tala við stjórnendur Paul M. Thomsen Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „VIÐ höfum ekki gert neina kröfu á þetta þingflokksherbergi framsókn- armanna. Enda er þetta ekki mál flokkanna heldur á stjórn þingsins að leysa þetta mál. Það eina sem við höfum farið fram á er að fá herbergi sem rúmar alla þingmenn Vinstri grænna, hvort sem það verður græna herbergið, fjólubláa her- bergið eða forsætisnefndarher- bergið,“ segir Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Einar Skúlason, varaþingmaður Framsóknarflokksins og skrif- stofustjóri þingflokks framsókn- armanna, gerir stóra þingflokks- herbergismálið að umtalsefni í grein á Pressunni.is í gær. Þar bendir hann á að þingflokksherbergi VG yrði einnig of lítið fyrir þingflokks- fundi framsóknarmanna þar sem fleiri sitji fundi þingflokksins en bara þingmenn einir. Í grein sinni deilir Einar harðlega á Árna Þór Sigurðsson, þingmann VG, fyrir að „setja herbergismálið í pólitískt samhengi“ en í Morg- unblaðinu í gær sagði Árni Þór málið tímasóun og fárálegt að menn gætu „eytt miklu púðri í að tala um eigin þingflokksherbergi á sama tíma og þeir kvörtuðu yfi því í þinginu að rík- isstjórnin kæmi ekki með nein mál sem vörðuðu fjölskyldur og atvinnu- líf í landinu“. Að mati Einars koma þessi um- mæli úr hörðustu átt þar sem „vinstri græn hafa valdið töluverðu fjaðrafoki í þinghúsinu að und- anförnu þar sem þau neituðu að flytja í nýja skrifstofuaðstöðu fyrir alþingismenn í húsi við Aðalstræti. Og hvers vegna vildu þau ekki flytja? Jú, viðkomandi hús í Að- alstræti er þekkt sem Moggahöllin og af hugmyndafræðilegum og sögu- legum ástæðum gátu þingmenn Vg ekki hugsað sér að hafa skrifstofur í húsinu,“ skrifar Einar. Þegar þetta var borið undir Guð- fríði Lilju vísaði hún því alfarið á bug og sagði að þingmenn VG mundu flytja úr Vonarstrætinu um leið og það lægi ljóst fyrir að staðið yrði við áform um að flytja húsið. „Ef það þarf að rýma Vonarstrætið förum við glaðbeitt í Moggahöllina og tök- um yfir ritstjórnarskrifstofunar gömlu. Ég held að það væri nú bara liður í byltingunni að taka Mogga- höllina yfir. Við erum ekki með neitt vesen og förum þangað sem okkur er sagt að fara hvaða nafni sem það herbergi eða hús heitir.“ „Við erum ekki með neitt vesen  Flytja glaðbeitt í Moggahöllina Einar Skúlason Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.