Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
AFLABRÖGÐIN eru bara fín og
þetta er mjög góður karfi. Þetta er
miklu betra en var í fyrra,“ sagði
Kristinn Gestsson, skipstjóri á
Þerney RE-101 í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi.
Þerney er nú við karfaveiðar á
Reykjaneshryggnum, rétt innan við
mörk íslensku fiskveiðilandhelg-
innar. Kristinn sagði að þar væru
alls ellefu togarar að veiðum. Tíu
þeirra eru íslenskir og einn græn-
lenskur sem hefur veiðileyfi í ís-
lenskri lögsögu. Frá HB Granda eru
þarna auk Þerneyjar RE togararnir
Helga María AK og Venus HF.
„Þetta kom loksins,“ sagði Krist-
inn. Hann sagði að þeir á Þerney
hefðu farið á Reykjaneshrygginn í
byrjun maí en ekkert verið að hafa
þá. Þeir komu svo aftur um síðustu
helgi og köstuðu fyrst á sunnudag-
inn var. Þá var kominn afli.
„Við höfum komið á hárréttum
tíma,“ sagði Kristinn. Vinnslan um
borð í Þerney hefur haft nægan afla
að vinna úr síðan. Karfinn er haus-
aður og heilfrystur og vinnslan
gengur allan sólarhringinn. Um
borð eru 27 skipverjar.
Rjómalogn var á miðunum en svo
kom bræla í 12 tíma. Í gærkvöldi
var aftur komin blíða svo vel horfði
með áframhaldandi veiðar.
Margir utan við landhelgina
Samkvæmt upplýsingum Vakt-
stöðvar siglinga voru í gær tæplega
20 erlendir togarar rétt utan við lög-
sögumörkin og fiskuðu meðfram
landhelgislínunni. Í þeim hópi voru
m.a. þrír portúgalskir togarar,
a.m.k. sex spænskir togarar, tveir
færeyskir og svo rússneskir tog-
arar.
Aðrir ellefu togarar, aðallega
rússneskir, voru svo að veiðum
miklu dýpra eða um 400 sjómílur
suðvestur af Reykjanesi, sem er um
170 sjómílur utan við fiskveiði-
lögsöguna.
Gott verð fyrir karfa
Karfaverð hefur verið hátt á fisk-
mörkuðum. Þess munu dæmi að
meira hafi fengist fyrir kíló af karfa
en þorski. Verð á fiskmörkuðum í
Evrópu hefur einnig verið að
hækka.
Gullkarfi og djúpkarfi verða frá
og með næsta fiskveiðiári aðskildir í
kvóta, þannig að sérstakur kvóti
verður gefinn út fyrir hvora tegund.
Lítill munur þykir á afurðum þess-
ara tegunda og í Evrópu er ekki
gerður mikill greinarmunur á vör-
unni. Japanar vilja hins vegar frek-
ar djúp- og úthafskarfa því hann er
rauðari en gullkarfinn.
Karfinn er farinn að gefa sig á Reykjaneshryggnum Ellefu togarar voru að
veiðum innan landhelgislínunnar í gær Erlendir togarar rétt utan við línuna
Fín veiði og góður karfi
Morgunblaðið/ÞÖK
Karfi Margir togarar eru nú á út-
hafskarfamiðum á Reykjaneshrygg.
GENGIÐ hefur
verið frá skipan
nýrra stjórn-
armanna í eign-
arhaldsfélaginu
Portusi, sem í
gegnum dótt-
urfélög sín To-
tus og Ago mun
sjá um fram-
kvæmdir við
Tónlistarhúsið
og ráðstefnumiðstöðina auk und-
irbúnings reksturs og starfsemi í
húsinu.
Formaður stjórnar Portusar og
dótturfélaganna, annarra en Ago,
er Pétur J. Eiríksson. Formaður
stjórnar Ago er Þórunn Sigurð-
ardóttir. Systurfélagið Situs mun
eiga aðliggjandi reiti og sjá um
umsýslu þeirra.
Skipað að
nýju í stjórn
Pétur J. Eiríksson
EINN var fluttur með sjúkrabíl á
slysadeild, skömmu fyrir hálfsjö í
gærkvöldi, eftir árekstur fólksbíls
og jeppabifreiðar í Auðbrekku í
Kópavogi.
Svo virðist sem annar bíllinn hafi
farið inn á öfugan vegarhelming og
lent framan á þeim sem kom á móti.
Bílarnir eru mikið skemmdir.
Einn var í öðrum bílnum, en þrír í
hinum. Meiðsli þess sem fluttur var
á slysadeild voru minniháttar, að því
er vakthafandi læknir á deildinni
greindi frá í gærkvöldi.
Árekstur í
Auðbrekku
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„ÉG var að koma heim eftir að hafa komið vélinni
upp úr skurðinum,“ sagði Georg Ottósson garð-
yrkjubóndi þegar Morgunblaðiði náði tali af hon-
um í gærkvöldi. Georg slapp með skrámur þegar
lítil flugvél sem hann flaug lenti á hvolfi ofan í
skurði við flugvöllinn á Flúðum í gær.
„Þetta er svipuð tilfinning og að vera í bíl á góð-
um vegi en aka svo allt í einu inn í ísingu,“ segir
Georg. „Þú getur ekkert gert. Vélin verður
stjórnlaus og það er eins og að stýrið hreinlega
detti úr sambandi,“ bætir hann við.
Snörp vindhviða feykti flugvélinni og er hún að
mati Georgs mikið skemmd, jafnvel ónýt.
Georg er athafnasamur garðyrkjubóndi og rek-
ur Flúðasveppi auk þess að vera með papriku-
ræktun og tómata. Það er því í nægu að snúast
hjá honum en hann segir að eftirspurnin eftir ís-
lensku grænmeti hafi aukist verulega upp á síð-
kastið.
Eftirsjá að svo gamalli vél
Georg segir það mikla synd að flugvélin hafi
skemmst svo mikið. Ekki síst þar sem hún sé
gamalt módel og því mikil eftirsjá að henni sem
slíkri. „Þetta er gömul vél en hún var í fullkomnu
standi,“ segir Georg en vélin er af tegundinni
Cessna 170 og er ’54 módel.
„Þetta er svona karaktervél og fyrir dellukarla
eins og mig er þetta eins og að aka á fornbíl,“ seg-
ir Georg. Hann segir það sárt ef ekki reynist
hægt að gera við hana þar sem svona vélum fækki
stöðugt en það sé nokkuð sem verði að meta.
Vélin er í eigu Flugklúbbs Mosfellsbæjar og
Georg hafði ætlað að æfa sig á henni eins og van-
inn væri hjá flugmönnum á vorin. „Þetta er eins
og með mótorhjólin, maður þarf að gæta sín
fyrstu vikurnar á sumrin,“segir Georg.
Hann segir vindinn á flugvellinum við Flúðir
hafa valdið sér vandræðum. „Það var einkennilegt
veður en svona vélar eru viðkvæmar fyrir vindi
sem kemur þvert á flugbrautina,“ segir Georg.
Gerist á broti úr sekúndu
Hann segist hafa verið að æfa sig í hliðarvindi
og óhappið hafi ekki orðið í fyrstu atrennu. Hann
sé alvanur flugmaður og því sé reynsluleysi ekki
um að kenna hvernig fór. Ég hef flogið svo ára-
tugum skiptir en svona lagað gerist á broti úr sek-
úndu,“ segir Georg sem segist hafa hugsað mikið
um hvort hann hefði getað brugðist öðruvísi við.
„En það er svo að þegar vélin er hvorki lent né
á flugi þá fer annar vængurinn að fljúga en ekki
hinn sem gerir að vélin lyftist upp og stjórnin
minnkar,“ segir Georg.
Eins og að aka inn í ísingu og
stýrið detti úr sambandi
Garðyrkjubóndi á Flúðum slapp ómeiddur eftir að flugvél hans feyktist út í skurð
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Á hvolfi Flugvélin er gömul Cessna 170 en var í mjög góðu standi. Flugmaðurinn segir að mikil eftirsjá verði að henni þar sem slíkum vélum fækki óðum.
FANGAVARÐAFÉLAG Íslands
skorar á stjórnvöld að standa bæði
við áætlanir um byggingu nýs fang-
elsis á höfuðborgarsvæðinu og upp-
byggingu fangelsisins að Litla-
Hrauni. Í ályktun stjórnar félagsins
kemur fram að fangelsi landsins hafi
verið yfirfull lengi og biðlistar eftir
afplánun lengist í hlutfalli við fjölgun
fangelsisdóma.
„Stefna fangelsisyfirvalda byggir
á hugmyndum um fangelsun sem
betrun og hefur starf fangavarða
færst í átt að þessum hugmyndum
síðustu ár og áratugi. Á sama tíma
eru tvö af fimm fangelsum á Íslandi
nú úrelt samkvæmt evrópskum
reglugerðum, annað bíður niðurrifs
og hitt er rekið á síendurnýjaðri
undanþágu frá íslenskum heilbrigð-
isyfirvöldum.
Frestun stjórnvalda á fram-
kvæmdum bitnar fyrst og fremst á
þeim sem dæmast til fangelsisvistar,
en einnig því hæfa fólki sem myndar
stétt fangavarða. Á meðan húsakost-
ur og aðbúnaður helst óbreyttur er
störfum þeirra hins vegar mjög
þröngur stakkur skorinn og þekking
þeirra og hæfni illa nýtt. Líklega
kristallast þessi vandi best í nafni
Hegningarhússins á Skólavörðustíg
9 sem er barn síns tíma og end-
urspeglar gömul og úrelt gildi sem
löngu er orðið tímabært að leggja,“
segir í ályktuninni.
Morgunblaðið/Ómar
Fangaverðir
vilja nýtt
fangelsi
Segja tvö af fimm
fangelsum úrelt