Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 24
Bændur í norðvesturhluta Pak- istans sjá nú fram á að megnið af uppskeru ársins eyðileggist vegna átakanna. Embætt- ismenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að sókn herins hefði ekki getað hafist á verri tíma fyrir bændur vegna þess að uppskerutíminn væri hafinn og bændurnir þyrftu nú að bíða í ár eftir næstu uppskeru. Þeir óttast að það taki nokkur ár að byggja landbúnaðinn upp að nýju á svæðinu. Norðvestur-héraðið er næst- mesta ávaxta- og grænmet- isframleiðsluhérað Pakistans og þar er einnig mikil hveiti- framleiðsla. Uppskeran ónýt 24 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is DMÍTRÍ Medvedev, forseti Rússlands, gagn- rýndi í gær áform Evrópusambandsins um aukið samstarf við fyrrverandi sovétlýðveldi eftir leið- togafund Rússlands og ESB. Fundurinn varð ekki til þess að samskipti Rússlands og Evrópusambandsins bötnuðu, að sögn fréttaskýrenda. Þeir sögðu að svo virtist sem ágreiningurinn í öryggis-, viðskipta- og orkumálum færi vaxandi og ekkert benti til þess að samkomulag næðist um helstu deilumálin. Fundurinn var haldinn í borginni Khabarovsk í Austur-Rússlandi. Vaclav Klaus, forseti Tékk- lands, sem fer fyrir Evrópusambandinu þetta misserið, sagði að leiðtogar ESB-ríkjanna hefðu reynt að fullvissa Rússa um að þeim stafaði ekki nein hætta af auknu samstarfi ESB og fyrrver- andi sovétlýðvelda. Medvedev sagði hins vegar að nokkur ríki, sem hefðu illan bifur á Rússum, litu á samstarfið sem „bandalag gegn Rúss- landi“. Sex fyrrverandi sovétlýðveldi – Armenía, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússland, Georgía, Mold- óva og Úkraína – hafa undirritað samninga um aukin pólitísk og efnahagsleg tengsl við Evrópu- sambandið gegn því að koma á lýðræðislegum umbótum. Í samningunum eru engin fyrirheit um að löndin geti fengið aðild að Evrópusam- bandinu þegar fram líða stundir. „Bandalagi gegn Rússum“ mótmælt  Leiðtogum Rússlands og landa Evrópusambandsins tókst ekki að leysa deilur sínar í öryggis-, viðskipta- og orkumálum  Ágreiningurinn virðist fara vaxandi og engin lausn í sjónmáli Í HNOTSKURN » Dmítrí Medvedev gaf tilkynna að ný deila kynni að blossa upp um gasflutn- inga til Evrópulanda um gas- leiðslur í Úkraínu. » Rússneski forsetinnkvaðst efast um að Úkra- ínumenn gætu staðið í skilum með greiðslur fyrir rússneskt gas. » Um 42% af gasinnflutn-ingi ESB-landa koma frá Rússlandi. Gasdeila Rússa og Úkraínumanna í janúar varð til þess að gasflutningar til nokkurra ESB-landa stöðv- uðust í hálfan mánuð. Reuters Deilur Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Dmítrí Medvedev, forseti Rússa. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is SAMEINUÐU þjóðirnar óskuðu í gær eftir fjárframlögum vegna hjálparstarfsins í Pakistan þar sem um 1,7 milljónir manna hafa þurft að flýja heimkynni sín síðustu vikur vegna átaka í norðvestanverðu land- inu. Sameinuðu þjóðirnar sögðu að aðstoðin þyrfti að nema alls 543 milljónum dollara, sem svarar tæp- um 69 milljörðum króna. Í yfirlýsingu frá Sameinuðu þjóð- unum var óskað eftir viðbótarfram- lögum að andvirði 454,6 milljóna dollara, en áður höfðu samtökin safnað um 88,5 milljónum dollara vegna hjálparstarfsins í Pakistan. Vestræn ríki hafa þegar lofað um 224 milljónum dollara (28 milljörðum króna) í neyðaraðstoð í Pakistan og þar af lofuðu Bandaríkin 100 millj- ónum dollara (12,7 milljörðum kr.). Talið er að um 200.000 manns séu enn innlyksa á átakasvæðinu í Swat- dal. Sameinuðu þjóðirnar sögðu að um 1,7 milljónir manna hefðu flúið heim- kynni sín í Swat-dal frá byrjun mán- aðarins eftir að stjórnarher Pakist- ans hóf mikla sókn gegn talibönum. Áður höfðu um 550.000 manns flúið af átakasvæðum í norðvestanverðu landinu frá ágúst síðastliðnum. Ástandinu þar er lýst sem mesta flóttamannavanda í landinu frá blóðsúthellingunum árið 1947 þegar Indland og Pakistan fengu sjálfstæði og skiptust í tvö ríki. „Hefur valdið ótrúlegum þjáningum“ „Umfang flóttamannavandans er gríðarlegt og hefur valdið ótrúlegum þjáningum,“ sagði Martin Mogw- anja, sem gegnir því hlutverki að samhæfa hjálparstarf stofnana Sam- einuðu þjóðanna í Pakistan. Her Pakistans segir að allt að 15.000 hermenn berjist við um 4.000 vopnaða talibana í Swat-dal. Hermt er að yfir 1.000 talibanar og 50 her- menn liggi í valnum eftir hörð átök sem blossuðu upp í Swat og nálæg- um héruðum eftir að vopnahlé fór út um þúfur og talibanar tóku að stækka yfirráðasvæði sín. Ekki er vitað hversu margir óbreyttir borg- arar hafa beðið bana. Ákall um fé til neyðarhjálpar AP Á flótta Börn í flóttamannabúðum í norðvesturhluta Pakistans. VERKFALL starfsmanna í Ssangyong- bílaverksmiðjunum í Suður-Kóreu veldur nú miklum vanda, hér sjást þeir á útifundi með sam- ræmd kröfuspjöld sín. „Uppsagnir eru morð“ stendur á þeim og beindist slagorðið gegn fyr- irhugaðri endurskipulagningu í verksmiðju fyr- irtækisins í borginni Pyeongaek og miklum fækkunum starfa í kjölfarið. Bílaframleiðendur heimsins eru nú, með nokkrum undantekningum, illa staddir. Sagt hefur verið frá hruni Chrysler og General Mot- ors í Bandaríkjunum og rótgróin japönsk fyr- irtæki eiga í erfiðleikum vegna minni sölu. Framleiðslan minnkaði í Bretlandi um 55% í apr- íl borið saman við sama mánuð í fyrra. AP „UPPSAGNIR ERU MORГ DÆMI eru um að hælisleitendur í Noregi frá Afganistan skrökvi upp á sig pyntingum og jafnvel þátttöku í hryðjuverkum í heimalöndum sín- um í von um að auka þannig lík- urnar á að þeir fái landvist, segir á vefsíðu Aftenposten í gær. Þeir geta þannig kallað yfir sig refsingu í Noregi en vilja öllu fórna til að fá að vera áfram í landinu. Reynt er að ganga úr skugga um trúverðugleika þessara játninga áður en málsókn er hafin. Gunnar M. Ekeløve-Slydal, fram- kvæmdastjóri norsku Helsinki- nefndarinnar, segir að góðar ástæður geti verið fyrir því að senda mennina ekki aftur heim. „Annars vegar ber Norðmönnum skylda til að láta rannsaka mál þeirra og ákæra þá fyrir pyntingar ef svo ber undir. Það er alls ekki öruggt að réttað yrði yfir þeim í Afganistan. En hins vegar mega Norðmenn ekki brjóta gegn lögum um mannréttindi og taka þá áhættu að mennirnir verði pyntaðir eða líf- látnir. Það gæti gerst í Afganist- an.“ kjon@mbl.is Játa afbrot í von um að fá hæli Flóttamenn í Noregi skrökva á sig sök

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.