Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 25
SAMSTÖÐUFUNDUR HAGSMUNASAMTAKA HEIMILANNA Í ljósi þess neyðarástands sem ríkir á Íslandi boða Hagsmunasamtök heimilanna til samstöðufundar á Austurvelli laugardaginn 23.5.2009 kl. 15.00 Við teljum að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ákveðið að grípa til séu því miður hvergi nærri fullnægjandi. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins munu 28.500 fjölskyldur á Íslandi (um 30%), skulda meira en þær eiga í árslok 2009. Árið 2007 var um að ræða 7.500 fjölskyldur. Þetta er 380% aukning. Umrædd neikvæð eiginfjárstaða er fyrst og fremst til komin vegna höfuðstólshækkana gengis- og verðtryggðra lána. Lánin hafa rokið upp úr öllu valdi í kjölfar verðbólguskotsins sem orsakaðist af gengishruni krónunnar. Við höfnum því alfarið að almenningur verði látinn sæta ábyrgð á efnahagshruninu með þessum hætti. Hagsmunasamtök heimilanna vilja: • Að gengis- og verðtryggð lán verði leiðrétt með almennum aðgerðum • Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda verði jöfnuð • Afnema verðtryggingu • Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði • Samfélagslega ábyrgð lánveitenda Ræðumenn: Bjarki Steingrímsson, varaformaður V.R. Guðrún Dadda Ásmundardóttir, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna Ólafur Garðarsson, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarstjórnarfulltrúi Hljómsveitin EGÓ kemur fram TÖKUM STÖÐU MEÐ HEIMILUNUM www.heimilin.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.