Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 40
40 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009 Sudoku Frumstig 5 4 2 8 1 9 7 1 6 4 9 7 7 6 1 8 5 6 9 2 3 5 1 9 2 4 6 1 5 4 8 5 7 1 3 6 9 7 2 2 6 7 9 1 4 1 5 3 6 9 4 2 3 8 4 2 7 5 6 7 5 8 7 9 1 3 6 6 1 4 7 7 4 3 2 6 5 9 1 8 2 1 8 9 3 7 6 5 4 9 5 6 8 4 1 2 7 3 5 9 1 4 2 8 7 3 6 4 8 7 6 1 3 5 9 2 6 3 2 5 7 9 4 8 1 1 2 5 3 9 6 8 4 7 3 6 9 7 8 4 1 2 5 8 7 4 1 5 2 3 6 9 6 8 3 1 4 5 9 7 2 7 5 4 2 6 9 1 3 8 9 1 2 7 3 8 5 6 4 2 3 9 4 8 1 6 5 7 5 4 1 9 7 6 2 8 3 8 7 6 3 5 2 4 1 9 4 9 7 6 1 3 8 2 5 3 6 8 5 2 4 7 9 1 1 2 5 8 9 7 3 4 6 2 9 4 5 6 7 3 1 8 8 6 1 4 3 2 9 7 5 7 5 3 8 1 9 2 6 4 6 8 9 7 2 1 4 5 3 4 2 7 3 5 6 1 8 9 3 1 5 9 4 8 7 2 6 5 7 6 2 9 3 8 4 1 1 3 8 6 7 4 5 9 2 9 4 2 1 8 5 6 3 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 23. maí, 143. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Víkverji fær áfall í hvert sinn semhann fer út að versla um þessar mundir. Verð á ýmsum nauðsynjum hefur hækkað upp úr öllu valdi og hið versta við þessa þróun er að Vík- verji hefur í meira mæli laðast að óhollustunni. Nú taka innkaupaferð- irnar líka lengri tíma en áður þar sem skoða þarf vöruúrvalið vel og vandlega. Vissara er að fara vel yfir verðmerkingarnar þar sem ótrúleg- ur munur getur verið innan sömu verðtegundar. Mesta athygli Vík- verja hefur vakið verðið á íslenskum vörum og í mörgum tilvikum hefur innflutt vara reynst jafnvel ódýrari. Mætti fyrirfram ætla að geng- ishrunið hefði haft meiri áhrif á inn- fluttar vörur en þær íslensku. Víkverji ætlar líka rétt að vona að íslenskir heildsalar og kaupmenn séu ekki að nýta sér aðstæður og smyrja óhóflega á álagninguna. Von- andi sinna eftirlitsstofnanir og verð- lagseftirlit ASÍ sínu hlutverki, ásamt árvökulu auga neytenda og samtaka þeirra. x x x Áfram með nöldrið. Víkverjasvelgdist á morgunkaffinu í vikunni er hann las einhvers staðar frétt um að kennarar harðneituðu að taka á sig 5% kjaraskerðingu. Uppi eru hótanir um að slíta viðræðum við sveitarfélögin ef þessari kröfu verð- ur haldið uppi. Kennarar mótmæla einnig styttingu skólaársins. Rétt er að minna á að fjölmargar starfs- stéttir hafa á síðustu mánuðum þurft að taka á sig launalækkanir til að bregðast við miklum vanda fyr- irtækja. Þetta hefur verið gert til að sem flestir haldi störfum sínum og koma í veg fyrir fjöldauppsagnir. Af hverju geta kennarar ekki gert slíkt hið sama? Verða ekki allir að axla ábyrgð í þeim hamförum sem yfir þjóðina dynja? Víkverji sýnir því ríkan skilning að menntun er undirstaða alls og kreppan má sem minnst bitna á börnunum. En má ekki að ósekju stytta skólaárið og hleypa börnunum út í sumarið í lok maí? Síðustu dag- arnir eru yfirleitt endasleppir og ekki að sjá að mikill sé lærdómurinn hjá ungviðinu í júní. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 durtur, 4 beiskur, 7 áleit, 8 skurð- urinn, 9 tók, 11 skelin, 13 forboð, 14 sjúkdómur, 15 málmvafning, 17 sár, 20 ókyrrð, 22 áhaldið, 23 dreng, 24 þröngi, 25 rekkjurnar. Lóðrétt | 1 úldna, 2 ösla í bleytu, 3 ástund- unarsöm, 4 brjóst, 5 kvaka, 6 glerið, 10 hagn- aður, 12 tek, 13 tjara, 15 varkár, 16 kvabbs, 18 peningum, 19 ber, 20 guði, 21 mynni. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fullhugar, 8 fagur, 9 angan, 10 kið, 11 syrgi, 13 sárni, 15 groms, 18 sterk, 21 tól, 22 labba, 23 apans, 24 aðkreppta. Lóðrétt: 2 uggur, 3 lerki, 4 unaðs, 5 angur, 6 ofns, 7 unni, 12 góm, 14 ást, 15 gölt, 16 ofboð, 17 staur, 18 slapp, 19 efast, 20 kúst. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. d4 Rxe4 4. Bd3 d5 5. Rxe5 Rd7 6. Rc3 Rxe5 7. dxe5 Rxc3 8. bxc3 Bc5 9. O-O O-O 10. Dh5 g6 11. Dh6 De7 12. Bf4 f5 13. Hab1 b6 14. Hfe1 Be6 15. Bg5 Df7 16. Dh4 c6 17. a4 Hfe8 18. Df4 Be7 19. Bh6 c5 20. h4 Hed8 21. h5 d4 22. c4 gxh5 23. a5 Hab8 24. axb6 axb6 25. Ha1 Hd7 26. Ha3 Kh8 27. Hea1 Hg8 28. Be2 h4 29. Ha7 Bd8 30. Hxd7 Dxd7 31. Ha8 b5 32. Ha6 Staðan kom upp í atskákkeppni landsliðs Asera og nokkurra af öfl- ugustu stórmeisturum heimsins sem lauk fyrir skömmu í Bakú í Aserbaíd- sjan. Heimsmeistarinn fyrrverandi, Rússinn Vladimir Kramnik (2759), hafði svart gegn Vugar Gashimov (2730). 32… Db7! og hvítur gafst upp enda hótar svartur í senn máti og hróknum á a6. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Kerfið og baráttan. Norður ♠3 ♥5 ♦D9743 ♣Á86543 Vestur Austur ♠KG107 ♠ÁD986542 ♥Á9 ♥8743 ♦G865 ♦10 ♣K109 ♣-- Suður ♠-- ♥KDG1062 ♦ÁK2 ♣DG72 (19) Sagnbaráttan. Suður opnar á 1♥ og vestur doblar. Norður á leik. Það er nú eða aldrei. Norður getur reiknað með að mótherjarnir séu á hraðferð í 4♠ og því er mikilvægt að sýna handgerðina strax. Ítalirnir Duboin og Sementa eiga sagntól fyrir þessa stöðu. Spilið er frá leik Ítala og Íra á HM í haust og Sementa sagði 2♠ við opnunardoblinu, gagngert í þeim tilgangi að sýna láglitina. Sem er at- hyglisverð sagnvenja. Austur stökk í 4♠ og Duboin sagði auðvitað 5♣. Aust- ur reyndi aftur að kaupa samninginn með 5♠, en Duboin hélt sínu striki og sagði 6♣. Vestur doblaði og slemman fór einn niður, en á hinu borðinu spiluðu Ítalir 4♠ í A-V og unnu fimm. Þegar sagnbarátta er í uppsiglingu er þýðingarmikið að kerfið bjóði upp á möguleika til skjótrar skilgreiningar. Stjörnuspá (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Gamall vinur sækist stíft eftir því að komast í samband við þig. Finndu til allt það dót sem þú notar ekki lengur og gefðu það til að styðja gott málefni. (20. apríl - 20. maí)  Naut Áætlanir sem lúta að breytingum á heimilinu eru af hinu góða. En það er nú einu sinni svo að suma hluti er okkur ekki ætlað að skilja, þótt við þörfnumst þeirra. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er orðið fullkomlega tíma- bært að þú hafir samband við vini þína þótt þeir hafi látið vera að hafa samband við þig. Reyndu að skipuleggja þig betur. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert farinn að taka vinnuna með þér heim og það bitnar á einkalífi þínu. Krabbinn á að neyta réttar síns og nýta sér aðstöðu sína á þann veg að aðrir geti tekið sér hann til fyrirmyndar. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er engu líkara en þú sért í ein- hverjum öðrum heimi þessa stundina. Þú vilt vita meira, sjá meira og upplifa meira. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Ef þið kannið eitthvað gaumgæfi- lega og spyrjið spurninganna getið þig leyst ráðgátu. Margir vilja baða þig með blessun sinni, ef þú bara leyfðir þeim það. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Sum reynsla er mjög dýrkeypt og vafasamt hvort það er þess virði að sækj- ast eftir henni. Eftirsjá? Auðvitað, en ekki í nógu miklum mæli til að nefna það. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú gætir verið plataður í neyðarstellingar þegar hlutir eru á engan máta í hættuástandi. Taktu ákvörðun um framhaldið og láttu ekkert stöðva þig í að hrinda málunum í framkvæmd. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Menn líta til þín um lausn mála, sem reynast öðrum ofviða. Hikaðu ekki við að verja peningum ef hugurinn girnist því þú munt fá peninganna virði. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Vertu á varðbergi í fjármálum svo ekkert, hvorki smátt né stórt, geti komið þér þar á óvart. Mundu bara að það er engin ástæða til að fyrirverða sig fyrir tilfinningar sínar. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú ert hugrakkur með sann- færinguna að vopni, sem þarf til að ná fram breytingum. Haltu þínu striki og vertu viss um að allt gangi að óskum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er ekkert vit í öðru en að hafa alla hluti á þurru þegar taka þarf ákvörð- un í mikilvægu máli. Auðgaðu anda þinn. 23. maí 1965 Danska þingið samþykkti að afhenda Íslendingum hand- ritin, sem lengi hafði verið deilt um. Þau fyrstu komu til landsins vorið 1971. 23. maí 1987 Hannes Hlífar Stefánsson varð heimsmeistari sveina í skák, 16 ára og yngri, en hann var þá 14 ára. 23. maí 2003 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins tók til starfa. Davíð Oddsson var forsætisráðherra fram á haust 2004, þegar Halldór Ás- grímsson tók við. Stjórnin var við völd í fjögur ár. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Ásdís Frið- bertsdóttir, Suð- ureyri, Súg- andafirði, verður níræð á morgun, sunnudaginn 24. maí. Hún og fjöl- skylda hennar ætla að gleðjast í tilefni dagsins og taka á móti frændfólki og vinum í Bjarnaborg milli kl. 17 og 20. 90 ára „ÉG held upp á daginn í faðmi fjölskyldunnar, en við konan mín og afkomendur ætlum að skreppa út að borða til Akureyrar,“ segir Hákon Gunn- arsson bóndi í Árbót í Suður-Þingeyjarsýslu þar sem rekið er meðferðarheimili fyrir unglinga, myndarlegt nautgripabú og margt fleira. „Raunar er um tvöfalt afmæli að ræða, því Snæ- fríður [Njálsdóttir] kona mín varð sextug 12. maí sl,“ bætir Hákon við. Aðspurður segir hann þau hjónin hafa haldið upp á tvöfalt afmæli sitt þegar þau urðu þrítug og fimmtug og stefni að því að halda næst upp á tvöfalt afmæli sitt eftir tíu ár þegar þau verði sjötug. Hákon og Snæfríður eiga þrjá syni og átta barnabörn. Sonur þeirra Viðar rekur nautgripabúið með þeim, en synirnir Örn Logi og Gunnar Óli reka kjötvinnsluna Viðbót á Húsavík þar sem allt kjötið af býlinu er verkað og unnið. Spurður hvort einhverjir afmælisdagar standi upp úr í minning- unni nefnir Hákon annars vegar vorið 1979 sem hafi verið einstaklega snjóþungt og erfitt, en þau hjónin hófu búskap í Árbót árið 1974. Hins vegar nefnir hann tvöfalt fimmtugsafmæli þeirra hjóna fyrir tíu árum en þá var blásið til heilmikillar veislu á bænum. silja@mbl.is Hákon Gunnarsson bóndi 60 ára Tvöfalt sextugsafmæli Nýirborgarar Akranes Þóra Guðrún fæddist 31. desember kl. 15.23. Hún vó 3.970 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Maj-Britt Hjördís Briem og Einar Þorvaldur Eyjólfsson. Reykjavík Stefán Karvel fæddist 9. febrúar kl. 6.46. Hann vó 3.490 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Ólöf Inga Stef- ánsdóttir og Kjartan Jó- hannes Karvelsson. Reykjavík Stefán Ingi fæddist 29. maí kl. 20.45. Hann vó 4.715 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Halldóra Björk Guðmundsdóttir og Sig- urður Elvar Sigurðsson. Kjartan Ás- mundsson er sex- tugur í dag, 23. maí. Hann er kvæntur Sigrúnu Ásmundsdóttur blaðamanni og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. Kjart- an er forstöðumaður tjónadeildar Samskipa og frístundabóndi í Minni- Brekku í Fljótum. Hann fagnar af- mælinu með sínum nánustu. 60 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.