Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stöðug fundarhöld eru nú í húsnæði Ríkissáttasemjara þar sem reynt verður að ná víðfeðmu samkomulagi um launabreytingar bæði á almenn- um og opinberum vinnumarkaði fyrir allt að 150 þúsund launamenn. Og samhliða er reynt að ná sátt um að- gerðir í efnahagsmálum, ríkisfjár- málum og um þjónustu sveitarfélaga. Allt að sex tugir forystumanna koma hér við sögu. Vinnunni hefur verið skipt í þrjá hópa, um launalið kjarasamninga, ríkisfjármál og vel- ferðarmál og um efnahags- og at- vinnumál. Fundað var í öllum þessum hópum í gær. Beðið er eftir því að rík- isstjórnin leggi fram upplýsingar og tölur um ríkisfjármálin, svo hægt sé að hefja umræðu um niðurskurðinn, og hversu langt verði gengið. Þar eru ákveðnar varnarlínur sem ASÍ vill draga, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ. Allt er undir. ASÍ hefur hafnað til- lögum SA frá því fyrr í vikunni um þak á launahækkanir og vill að staðið verði við umsamdar hækkanir 1. júlí. Umræðan um endurnýjun samn- inga á almenna vinnumarkaðinum hefur nú verið sett til hliðar um stundarsakir, „til að kæla hana að- eins“. Í næstu viku munu menn m.a. einbeita sér að opinberu samningum en ólíkt almenna vinnumarkaðinum, eru samningar starfsmanna við ríki og sveitarfélög lausir í sumar. SA hafa óskað eftir upplýsingum frá ríkisstjórninni um áform varðandi lífeyrismál opinberra starfsmanna. Kallaðir eru til fulltrúar og sér- fræðingar víða að úr samfélaginu til að upplýsa stöðu mála. Rætt er við fulltrúa Seðlabankans og fjár- laganefndar og reiknað með fundi með sendinefnd Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins í næstu viku. Frekari vaxtalækkanir eru lyk- ilatriði í þessum þreifingum. „Við á vinnumarkaðinum lítum svo á að það sé forsenda þess að við náum landi að tekið verði á vaxtamálunum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Ríkisstjórnin, samtök á vinnumarkaði, Seðlabanki og AGS verði að setjast niður og meta, í ljósi áforma um að sótt verði um aðild að ESB, hvað menn geti leyft sér að gera til lengri tíma litið, ef gjaldeyrishöft verða áfram við lýði. Hefur jafnvel verið rætt um fast- gengisstefnu á meðan beðið yrði nið- urstöðu úr aðildarviðræðum við ESB. Rætt hefur verið um áformaðar framkvæmdir á vegum ríkis og sveit- arfélaga en valdið hefur vonbrigðum hversu fáar framkvæmdir eru komn- ar upp á borðið. Allt undir í Karphúsi  Reynt að ná samkomulagi um launaliði 29. maí  Sátt um aðgerðapakka liggi fyrir 9. júní  Vilja keyra niður vextina og hugmyndir eru um fastgengisstefnu Morgunblaðið/Eggert Víðtækt samráð Fjölmennt var í Karphúsinu í gær. Hér má m.a. sjá Vilhjálm Egilsson SA, Þórunni Sveinbjarnardóttur þingmann Samfylkingarinnar, Arn- ar Sigurmundsson, Samtökum fiskvinnslustöðva, Halldór Grönvold ASÍ og Magnús Pétursson ríkissáttasemjara við upphaf fundarhaldanna. Fyrirmyndin er sótt í þjóð- arsáttina árið 1990. Viðsemj- endur á vinnumarkaði, rík- isstjórn, sveitarfélög, Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn o.fl. koma að tilraun til að móta stöðugleikasátt. Stéttarfélög, ríkisstjórnin, atvinnurekendur og sveitarfélög reyna að ná samkomulagi um þjóðarsátt Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is SVEITARFÉLÖG glíma við mjög alvarlega fjárhagsstöðu og leita nú allra leiða út úr vand- anum. Halldór Halldórsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, segir ljóst að menn horfi fram á lengri kreppu en áður var talið. „Það þýðir að við þurfum að hugsa þjón- ustustigið upp á nýtt,“ segir Halldór. Ekki verði undan því vikist að draga eitthvað úr þjónustu til að lækka kostnað. Þessi mál sem önnur eru inni á sameiginlegu borði samtaka á vinnumarkaði og stjórnvalda í Karphúsinu. Umdeild tillaga um 5% lækkun launakostn- aðar gegn 10 launalausum frídögum hefur vak- ið hörð viðbrögð. Í gær lögðu forystumenn Kennarasambands Íslands fram yfirlýsingu við upphaf fundar í Karphúsinu. „Í ljósi til- rauna Sambands íslenskra sveitarfélaga til að fá Alþingi til að gera breytingar á grunnskóla- lögum í þeim tilgangi að skerða laun um 5% er sjálfgefið að KÍ getur ekki á sama tíma setið við sameiginlegt samningaborð með það að markmiði að leita sameiginlegra lausna,“ segir þar. Jafnframt boða kennarar að verði gerð breyting í þessa veru eftir að aðilar hafa náð saman við sameiginlegt borð telji KÍ sig óbundið af slíku samkomulagi. Halldór segir umrædda 5%-tillögu eina af mörgum sem ræddar hafa verið og ekki verði í hana ráðist nema með samkomulagi. „Við höf- um sett hana inn í umræðuna, höfum ekki ein- angrað hana við skóla, heldur erum að tala um allar stéttir sem starfa hjá sveitarfélögum. Þetta hefur bara verið á umræðustigi og stétt- arfélögin hafa ekki tekið undir þetta. Ef það gerist ekki, þá er þetta auðvitað ekki fær leið.“ Líti stéttarfélögin svo á að 5% leiðin komi ekki til greina þá sé þýðingarlaust að ræða hana frekar. „Þetta eru bara hugmyndir og við höf- um engan áhuga á að fara í stríð við einn eða neinn.“ Á samráðsfundi sveitarfélaganna á dögun- um var kynnt könnun meðal sveitarfélaga, þar sem fram koma fjölmargar sparnaðaraðgerðir sem einstök sveitarfélög hafa ákveðið að grípa til eða eru með til umræðu. Mörg þeirra hafa ákveðið hagræðingaraðgerðir í grunn- og leik- skólum. (Sjá ramma „Hagræðing sveitarfé- laga“) „Engan áhuga á að fara í stríð“  KÍ boðar útgöngu úr sameiginlegu viðræðunum í Karphúsinu ef sveitarfélög hverfi ekki frá tilraunum til að skerða laun um 5%  Ekki verður reynt að fara þessa leið nema í sátt segir Halldór Halldórsson Morgunblaðið/Eggert Hætta viðræðum? Fulltrúar KÍ lögðu fram yfirlýsingu í Karphúsinu í gær og segjast ekki ætla að sitja við sameiginlegt samningaborð á sama tíma og gerð sé tilraun til að skerða laun um 5%. Í HNOTSKURN »Könnun meðal sveitarfélaga sýnirað 8% þeirra hafa ákveðið að hækka leikskólagjöld. 37% hafa ákveðið að draga úr kostnaði við fé- lagsstarf nemenda. 15% sveitarfélaga hafa ákveðið að hækka verð skólamöt- uneyta og 10% sveitarfélaga eru með það til umræðu. »KÍ segir að breyting á grunn-skólalögum til að ná fram 5% lækkun launa þýði að dögum sem for- eldrar þurfa að greiða fyrir gæslu yngri nemenda fjölgi um 10 á ári. 69% hafa ákveðið að draga úr yfirvinnu. 58% hafa ákveðið að draga úr aksturskostnaði. 10% hafa ákveðið að fækka stuðningsfulltrúum. 5% hafa ákveðið að skerða vikulegan kennslutíma nemenda. 30% hafa ákveðið að hagræða í skipulagi sérkennslu. 13% hafa ákveðið að hagræða í skólaakstri og fækka ferðum. 37% hafa ákveðið að draga úr kostnaði við félagsstarf nemenda. 69% hafa ákveðið að draga úr forfallakennslu. 68% hafa ákveðið að draga úr yfirvinnu í leikskólum. Hagræðing sveitarfélaga Sú ákvörðun Samtaka atvinnulífs- ins að setja fram opinberlega út- færða tillögu um breytingar á kjarasamningum milli aðild- arfélaga ASÍ og SA, kom mörgum forystumönnum í verkalýðshreyf- ingunni í opna skjöldu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins olli þetta nokkrum pirringi í röðum verkalýðsforingja. Stefnt er að því að föstudaginn 29. maí verði komin nokkuð skýr mynd af launabreytingum, þó fæstir treysti sér þó til að spá fyrir um hvort það tekst. Aðgerðapakk- inn í heild sinni verði svo frágeng- inn 9. júní. Verði efnislegar breyt- ingar gerðar á kjarasamningum verða þær væntanlega lagðar fyrir í allsherjaratkvæðagreiðslu aðild- arfélaga í ASÍ. Þá eiga aðgerðir rík- isstjórnarinnar að liggja fyrir, hafðar til hliðsjónar og í reynd kosið um stöðugleikasáttmálann. Launatillögur SA ollu pirringi innan ASÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.