Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 42
42 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009 „...svolítið um bjór, svolítið um stelpur, svolítið um trúmál...“44 » „SPÁDÓMUR völvunnar er sýni- legur á mörgum sviðum í því sam- félagi sem við höfum búið okkur í dag, en við hlustum ekki, sjáum ekki og þykjumst ekki skilja. En við eig- um von um nýja fæðingu, nýtt upp- haf. Sú von er fólgin í þeim skila- boðum sem „Seiður völvunnar“ flytur,“ segir Sverrir Guðjónsson söngvari, en hann og sænska tón- skáldið Sten Sandell eru höfundar sýningarinnar Völuspár sem flutt verður á vegum Listahátíðar í Land- námssetrinu í Borgarnesi í dag kl. 17. Við upphaf sýningarinnar flytur Tryggvi Gíslason erindi um rætur Völuspár, Elín Edda Árnadóttir er höfundur leikmyndar og búninga, RAX, Ragnar Axelsson, er höfundur kvikra mynda í verkinu og högg- mynd eftir Pál á Húsafelli er í hlut- verki einnar völvunnar. Tónlistin er drifkraftur sýning- arinnar. Hljóðheimur radda, hryns, takta, frumkrafta, seiðs og hins ann- arlega söngs völvunnar. Völvurnar þrjár, Urður, Verðandi og Skuld, leiða áheyrendur í allan sannleikann um sköpun heimsins, ragnarök og nýtt upphaf. Flekkleysi völvunnar er túlkað af hvíslandi rödd barns. Samstarf Sverris og Stens um Völuspá hófst fyrir þremur árum, þegar Sten bauð Sverri til radd- samvinnu. „Verkið var fyrst flutt í útvarpsleikhúsum Íslands og Sví- þjóðar. Okkur langaði til að vinna verkið fyrir svið, og þegar okkur bauðst að taka þátt í hátíð í Berlín, ákváðum við að sýna það á sviði.“ Sverrir segir það lærdómsríkt að hafa þurft að kafa djúpt í texta Völu- spár. „Textinn talar alltaf til sam- tímans. Við veljum texta úr þessum þremur köflum ljóðsins, en músíkin segir söguna líka. Við reyndum að finna þann kraft þar sem textinn og tónlistin vinna saman. Við vinnum mikið með raddskúlptúra, en Sten vinnur mikið með yfirtónaröddun, sem ég hef farið æ meira inn á síð- ustu árin. Það tekur tíma að þjálfa röddina fyrir það, það er hinn póll- inn andspænis klassískum söng, því maður þarf að finna önnur hólf í rödd og líkama sem geta magnast upp í margtóna rödd.“ Erum í ragnarökum í dag Sverrir segir vonina sterkt afl í Völuspá. „Við erum í ragnarökum í dag á Íslandi, en þriðji kafli Völu- spár er um endurfæðinguna. Þar er okkar von, en völvan gefur bara eitt tækifæri. Því verðum við að vanda okkur vel við að vinna okkur út úr ragnarökum.“ begga@mbl.is Völvan gefur líka von Sverrir Guðjónsson og Sten Sandell flytja Völuspá í Landnámssetrinu Völuspá Sverrir og Sten Sandell við Söngklett á Djúpalónssandi. NÝ heimilda- mynd eftir verð- launaleikstjórann Michael Moore verður frumsýnd í haust. Moore hlaut heims- frægð fyrir myndir sínar Bowling for Col- umbine sem fjallaði um ofbeldi í bandarískum skólum og Fahrenheit 9/11, sem tók á stríði George W. Bush banda- ríkjaforseta gegn hryðjuverkum. Nýja myndin verður frumsýnd 2. október og þar skoðar Moore heimskreppuna. Í frétt frá framleiðanda mynd- arinnar segir að í heimildamynd- inni skoði Moore á kómískan hátt þá pretti og valdafíkn sem leiddu til heimskreppunnar í lok síðasta árs. Hugleiðir kreppuna Nýr Moore í haust Michael Moore EIN virtasta og stærsta tónlistar- og listahátíð heims, Salzborg- arhátíðin í Aust- urríki, hefur ráð- ið sér nýjan listrænan stjórn- anda. Fyrir val- inu varð Alex- ander Pereira, sem nú gegnir stöðu óperustjóra við óperuhúsið í Zürich í Sviss. Pereira liggur ekkert á að koma sér á staðinn, því ráðn- ingarsamningurinn, sem er til fimm ára, tekur ekki gildi fyrr en í októ- ber 2011. Þangað til situr Jürgen Flimm sem fastast við stjórnvölinn í Salzburg, en nokkru áður en að far- dögum Pereiras kemur, tekur Flimm við engu minna verkefni, sem óperustjóri Þýsku ríkisóper- unnar, Unter den Linden í Berlín. Staðfest er að hann hafi ekki un- að sér í Salzburg, vegna átaka við Thomas Oberender, sem stýrir leik- listarþætti hátíðarinnar. Margir voru til kallaðir í sæti stjórnanda Salzborgarhátíðarinnar, þar á meðal óperustjóri Hollensku óperunnar og óperustjóri Scala- óperunnar í Mílanó. Salzborgarhátíðin er haldin síð- sumars ár hvert og stendur í ár frá 25. júlí og út ágúst. Hún laðar að sér þúsundir ferðamanna ár hvert, enda skartar hún öllum helstu stjörnum tónlistarinnar hverju sinni. Hrókerað í Salzburg Nýr í Salzburg Alexander Pereira. SÝNINGIN Dúett - Sonnettu- sveigur verður opnuð á Vest- urvegg Skaftfells, miðstöðvar myndlistar á Austurlandi í dag kl. 17. Bókin Dúett kom út fyr- ir tæpu ári og er samstarfs- verkefni Lóu og Sigga, Ólafar Bjarkar Bragadóttur og Sig- urðar Ingólfssonar. Hún málar myndirnar og hann yrkir ljóð- in. Myndirnar eru unnar með blandaðri tækni og flestar mál- aðar á árunum 2007-2008. Sonnettusveigurinn var fimmtán ár í smíðum, með hléum. Sigurður les upp úr bókinni við opnunina og hljómsveitin Dæt- ur Satans leikur nokkur frumsamin lög. Léttar veitingar í boði og allir velkomnir. Ljóðlist – myndlist Dúett og sonnettur í Skaftfelli Listamennirnir Siggi og Lóa. RÁÐSTEFNAN „Til móts við safnafræði“ verður haldin í dag í tilefni af nýstofnaðri fjar- náms-framhaldsnámsbraut til MA-prófs í safnafræði við Há- skóla Íslands. Dagskráin hefst kl. 9.30 í fyrirlestrasal Þjóð- minjasafns, en meðal frum- mælenda eru Helga Lára Þor- steinsdóttir, Guðbrandur Benediktsson, Rakel Halldórs- dóttir, Alma Dís Kristinsdóttir, Rakel Péturs- dóttir, Ólöf Ósk Kjartansdóttir og Sigurjón Bald- ur Hafsteinsson. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Þjóðminjasafns Íslands og Fé- lags íslenskra safna- og safnamanna. Ágústa Kristófersdóttir er fundarstjóri. Hugvísindi Söfn og minjar á safnafræðaþingi Frá Þjóðminjasafni. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna heldur tónleika kl. 17 á morgun í Seltjarnar- neskirkju. Á efnisskránni eru Hornkonsert nr. 3 eftir Moz- art, Sinfónía nr. 6 eftir Hovha- ness og Hljómsveitarsvíta nr. 3 eftir Bach. Einleikari í konsert Mozarts er Sturlaugur Jón Björnsson. Alan Hovhaness var bandarískt tónskáld af ar- menskum uppruna. Hann samdi um 60 sinfóníur og er flutningur Sinfóníu nr. 6 á sunnudaginn frumflutningur á Íslandi. Hljómsveitarsvítur Bachs eru flestum kunnar, sérstaklega er þó annar kaflinn í þeirri þriðju, Air, oft leikinn. Stjórnandi er Oliver Kentish. Tónlist Sturlaugur spilar Mozartkonsert Sturlaugur Jón Björnsson Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is GAMANLEIKRITIÐ Fúlar á móti er sýnt þessa dagana í Íslensku óperunni en leikritið var frumsýnt á Akureyri 20. febrúar. Uppselt var á allar sýningar fyrir norðan og sagan er að endurtaka sig í Reykjavík. María Sigurð- ardóttir er leikstjóri sýningarinnar og spurð um ástæður fyrir þessum miklu vinsældum segir hún: „Leikritið fjallar um miðaldra konur og allir í samfélaginu þekkja konur sem eru að komast á fimmtugsaldur. Þetta er því leikrit fyrir alla aldurshópa og bæðið kynin.“ Íslenskar konur öðruvísi en breskar Leikritið er eftir Jenny Éclair, Richard Herring og Ju- dith Holder en Gísli Rúnar Jónsson sá um íslensku leik- gerðina og þýddi verkið. „Leikritið tók nokkrum breyt- ingum á æfingatímanum,“ segir María. „Enska útgáfan miðaði algjörlega við miðaldra konur sem áhorfendur en við löguðum hana til, ekki síst vegna þess að miðaldra ís- lenskar konur eru allt öðruvísi en miðaldra breskar kon- ur. Þær eru smartari, lífsglaðari og öruggari með sig.“ Litið niður á gamanverk „Fólk vill sjá eitthvað sem er létt og kemur því til að hlæja alveg eins og það vill líka sjá verk sem taka á alvar- legum málum,“ segir María. „Það er svo skrýtið að menn- ingarelítan hefur oft talað niður til gamanverka og farsa. Það er alltaf leiðinlegt þegar maður fær pillur eins og: Já, það er bara alltaf verið að setja upp eitthvað sem fólk get- ur hlegið að. Ég skil ekki þessa hugsun. Ég hef leikstýrt hádramatískum verkum, gam- anverkum og söngleikjum og set alltaf jafnmikla alvöru í mína leikstjórn. Í gamanleikjum og dramatík er maður með alvörufólk sem lendir í sérkennilegum aðstæðum. Þá þarf maður fyrst að velta fyrir sér persónunni og síðan snýr maður sér að því að rannsaka aðstæðurnar sem hún lendir í. Þetta er í rauninni alveg sama ferlið, hvort sem um er að ræða farsa eða þyngri verk. Það er líka ákveðin alvara í Fúlar á móti. Þarna er verið að fjalla um viðkvæma hluti í lífi miðaldra kvenna, sem ekki er talað mikið um, eins og til dæmis aukakíló og slöpp brjóst, en þetta er gert af léttleika þannig að áhorf- endum er ljóst að allt er þetta eðlilegt.“ Edda Björgvinsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Björk Jakobsdóttir fara með hlutverkin í sýningunni. „Þær eru miklar listakonur og gera þetta feikilega vel,“ segir María og bætir við: „Reyndar hefur alltaf verið mottó mitt að vinna með góðum leikurum og leyfa þeim að blómstra. Og það er óhætt að segja að leikkonurnar blómstri í þessari sýningu.“ Edda, Björk og Helga Braga „Þær eru miklar listakonur og gera þetta feikilega vel.“ Fúlar á móti í Íslensku óperunni Alltaf jafnmikil alvara Ljósmynd/Grímur Bjarnason María Sigurðardóttir lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1983 og hefur síðan þá unnið við fjölda verkefna sem leikkona og leikstjóri jafnt í kvikmyndum sem leikhúsi. Hún hefur einnig starfað við kennslu í leiktúlkun. Hún leikstýrði dans- og söngvamyndinni Regínu auk þess að gera nokkrar heimildamyndir. Hún hefur einnig unnið sem að- stoðarleikstjóri við tíu kvikmyndir. María tók við stöðu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar í mars 2008. Leikstjórinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.