Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 22
22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009                                           Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is „ÞAÐ verður að finna lausn á þessari skekkju í gjaldeyrisójöfnuði bank- anna á næstu dögum þar sem það er alveg deginum ljósara að endurskoð- endur munu ekki skrifa upp á upp- gjör bankanna án þess,“ segir Finn- ur Sveinbjörnsson, forstjóri Nýja Kaupþings. Gjaldeyrisójöfnuðurinn felst í því að vextir bankanna af innlánum í krónum hafa verið mun hærri en vextir þeirra á útlánum í erlendri mynt. Þar sem bankarnir eru með mikið af eignum í erlendri mynt sem bera lága vexti og mikið af innlend- um innlánum sem bera of háa vexti hafa bankarnir verið að tapa pening- um. Að sögn Finns verður ekki hægt að birta stofnefnahagsreikning bankanna fyrr en gjaldeyrisójöfnuð- urinn verður leystur. Það hafi bein áhrif á samningsviðræður milli rík- isins og kröfuhafa gömlu bankanna um uppgjör þeirra á milli. „Í þessum samningaviðræðum sem nú standa yfir á milli kröfuhafa bankanna og ríkisvaldsins verður að liggja fyrir að bankarnir séu lífvænlegir til framtíðar. Það er of mikil áhætta til staðar ef gjaldeyrisójöfnuðurinn er svona stór.“ Bankarnir hafa verið að bregðast við ójöfnuðinum með því að lækka hratt vexti af innlánum, sem þýðir að sparifjáreigendur fá lægri vaxtagreiðslur. Verið að kortleggja leiðir Indriði H. Þorláksson, ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir vinnu við að leysa gjaldeyrisójöfnuð- inn í fullum gangi innan ráðuneyt- isins. Hann segist hins vegar ekki geta sagt hvað felist í þeirri vinnu. „Það er verið að kortleggja hvaða leiðir koma til álita og hvernig er hægt að leysa þessi mál. Það standa yfir athuganir og viðræður við bank- ana um hvernig þetta verður út- fært.“ Að sögn Indriða er rétt að nauðsynlegt sé að eyða gjaldeyris- ójöfnuðinum til að bankarnir geti verið talist lífvænlegir og að það hafi áhrif á uppgjörið við kröfuhafa gömlu bankanna. „Það er unnið að því á hverjum einasta degi að ljúka þessum samningum [innsk. blaðam. við kröfuhafana] og um leið endur- fjármögnun bankanna. Það er enn stefnt að því að ljúka þessu í júní.“ Íslenska ríkið ber mögulegt tap Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra sagði í Morgunblaðinu í gær að nýju bankarnir væru reknir með tapi. Indriði segir upplýsingar um taprekstur þeirra vera á reiki. Hann segir það þó skýrt að það sé eigandi bankanna, íslenska ríkið, sem beri slíkt tap. „Það voru til dæmis gerðar ráðstafanir varðandi seinkun og frystingu á lánum til bankanna. Sumir hafa verið að líta á greiðslu- flæði þeirra sem þarf þó ekki endi- lega að gefa rétta mynd af stöðunni í heild. Ég skal ekki útiloka tap, en menn ættu að hafa nægan fyrirvara á svona tölum. En það eru eigendur bankanna sem bera tapið.“ Geta ekki birt reikningana vegna gjaldeyrisójafnaðar Í HNOTSKURN »Til að nýju bankarnir þrírgeti hafið eðlilega starf- semi þarf að klára uppgjör við kröfuhafa gömlu bankanna. Það hefur ítrekað frestast. »Meðal þess sem þarf aðliggja fyrir við slíkt upp- gjör er stofnefnahagsreikn- ingur nýju bankanna. Þeir geta sem stendur ekki birt hann vegna þess að rekstur þeirra er ekki lífvænlegur. ● Fjármálaeftirlitið og VBS fjárfesting- arbanki hafa gert með sér sátt vegna brots VBS á lögum um verð- bréfaviðskipti. Brotið fólst í því að bankinn sendi ekki FME lista yfir innherja fyrr en hinn 17. sept- ember 2008, þrátt fyrir að hafa verið gert það kleift hinn 10. september 2007. Í lögunum er kveðið á um skyldu útgefenda til að senda FME, í því formi sem eftirlitið ákveður, upplýsingar um fruminnherja, tímabundna innherja og aðila fjárhagslega tengda innherjum, eigi sjaldnar en á sex mánaða fresti. Var það mat FME að fjárhæð sátt- arinnar væri hæfilega ákveðin 1,5 millj- ónir króna. thorbjorn@mbl.is Fjármálaeftirlitið sektar VBS fjárfestingarbanka Jón Þórisson ● STJÓRN Eimskipafélags Íslands hef- ur ákveðið að fresta aðalfundi félags- ins til loka júní, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Áfram er unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu fé- lagsins og er áætlað að henni verði lok- ið í lok júní. Þegar afkoma Eimskips á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs var kynnt á fundi í vor tilkynnti Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, að það væri velvild lán- ardrottna að þakka að fyrirtækið væri ennþá starfandi. Skuldir Eimskips eru 1.950 milljónir evra, eða um 312 millj- arðar króna á núvirði. Eignir nema 1.776 milljónum evra og það þýðir að- eigið fé félagsins er neikvætt um 174 milljónir evra, eða um 27,8 milljarða króna. thorbjorn@mbl.is Endurskipulagningu Eimskips lýkur í júní keyptu skuldabréf af fyrirtækjum til minnst sjö ára. Nokkur fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að fara þessa leið en minna fer fyrir áhuga er- lendra fjárfesta, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Ekki er ljóst hvernig peninga- stefnunefndin mun meta þessa þætti í næstu ákvörðun sinni um stýrivexti. Vafalaust hefur viðhorf fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að ekki séu forsendur fyrir frekari lækkun stýrivaxta, áhrif á lokanið- urstöðuna. Vextir verða vafalaust lækkaðir en spurning hvort sú lækkun verði „umtalsverð“ eins og boðað var 7. maí síðastliðinn. inmóðum“ er- lendum fjár- festum að komast með pen- ingana sína úr landi. Enn tefst upp- skipting bank- anna í gamlan banka og nýjan banka. Leysa þarf meðal annars vandamál sem snýr að mismun á erlendum eignum og innlendum skuldbindingum. Seðlabankinn kynnti fyrir skömmu að hann ætlaði að hafa milligöngu um að erlendir fjárfestar bankans setti fyrir „umtalsverðri“ lækkun stýrivaxta, verði fyrir hendi 4. júní næstkomandi. Peningastefnunefndin horfir fyrst á hvernig gengi krónunnar hefur þróast. Gengisvísitalan hefur hækkað um tæp 5% frá síðustu stýrivaxtalækkun og krónan því veikst sem því nemur. Þá hefur ríkisstjórnin ekki lagt fram áætlun um niðurskurð ríkis- útgjalda sem er önnur forsenda sem Seðlabankinn setur fyrir lækk- un stýrivaxta. Auk þessara tveggja þátta skiptir máli hvernig gengur að reisa við bankakerfið og hjálpa „óþol- FRÉTTASKÝRING Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is FÁTT bendir til þess að forsendur, sem peningastefnunefnd Seðla- „Ég þori að fullyrða að rík- isstjórnin vinnur að öllum þessum verkefnum og það sér til lands í þeim öllum. Það er hins vegar alveg rétt að eitthvað af þessu, sér- staklega uppskiptin á milli nýju og gömlu bankanna, er einhverjum vikum á eftir áætlun,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Vextir á millibankamarkaði á Ís- landi hafa lækkað mikið und- anfarnar vikur og mun meira en stýrivextirnir. Vextir á lánum til sex mánaða voru til að mynda 7,5% plús álag. Það eru kjörin sem bjóð- ast fyrirtækjum í dag. Stýrivextir Seðlabankans eru 13%. Varla umtalsverð stýrivaxtalækkun  Forsendur peningastefnunefndar Seðlabankans fyrir umtalsverðri stýrivaxtalækkun ekki fyrir hendi  Lánakjör fyrirtækja hafa batnað mikið undanfarið vegna lægri vaxta á innlendum millibankamarkaði Sé horft kalt á þær forsendur sem peningastefnunefndin setti fyrir umtalsverðri stýrivaxta- lækkun í júní sést að þær eru ekki fyrir hendi. Gylfi Magnússon Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is LÁGIR stýrivextir gera breska bankanum HSBC mjög erfitt að halda háu lausafjárhlutfalli. Á aðalfundi bankans í gær sagði Michael Geoghegan forstjóri að markmiðið væri ennþá að hafa nægt laust fé á hendi en þar sem vextir væru nú í sögulegu lágmarki væri það erfitt. Þá sagði hann að af sömu ástæðu væri erfitt að viðhalda útibúaneti bankans. Vaxtamunur á inn- og út- lánum væri nær enginn og því væri hagnaður af rekstri útibúanna lítill. Mun bankinn segja upp 1.500 starfsmönnum, en alls starfa um 58.000 manns hjá bankanum. Sagði Geoghegan að starfsumhverfi HSBC yrði erfitt út árið 2010. Gengi bréfa HSBC lækkaði um 3% í kauphöllinni í London í gær en almennt lækkaði gengi bréfa fjár- málafyrirtækja í viðskiptum gær- dagsins. bjarni@mbl.is Lágir vextir erfiðir HSBC Vaxtamunur inn- og útlána er nær enginn og segir forstjóri bankans að rekstur útibúanets sé bankanum þung byrði Reuters Arður Stjórnarformaður HSBC, Stephen Green, sagði að bankinn myndi áfram greiða hluthöfum arð þrátt fyrir erfiðar aðstæður næstu misseri. Þetta helst ... ● GENERAL Motors, sem eitt sinn var eitt stærsta fyrirtæki heims, er nú upp á náð og miskunn kröfuhafa komið til að forðast gjaldþrot. Fyrirtækið, sem eitt sinn var flagg- skip bandarísks bílaiðnaðar, þarf að sannfæra eigendur skuldabréfa um að breyta kröfum sínum í eignarhluti eða horfast í augu við gjaldþrot. Um er að ræða kröfur upp á 27 milljarða doll- ara, eða ríflega 3.400 milljarða króna. General Motors hefur fengið frest fram á þriðjudag til þess að sannfæra eigendur skuldabréfanna. Um er að ræða skilyrði sem ríkisstjórn Baracks Obama setti fyrirtækinu og er það liður í fjárhagslegri endurskipulagningu þess. thorbjorn@mbl.is GM á síðustu metrunum UM 10 þúsund aðilar, sem áttu inneignir hjá Kaupþingi Sin- ger & Friedl- ander-bankanum á Mön, höfnuðu útborgunar- áætlun sem lögð var fram af skila- nefnd Kaupþings. Kemur þetta fram í frétt á vef breska blaðsins Telegraph. Áætlunin um endurgreiðslu inn- stæðna, sem kynnt var fyrir skemmstu, byggðist á því að 54 pró- sent af innstæðueigendum myndu fá allt sitt innan þriggja mánaða en 76 prósent væru búin að fá inn- stæður sínar greiddar að tveimur árum liðnum. Hópur sem berst fyrir því að fá allt sitt greitt út úr bankanum hafði sett sig upp á móti endurgreiðslu- áætluninni og barðist fyrir því, meðal annars á netinu, að inn- stæðueigendur greiddu atkvæði gegn áætluninni. niðurstaðan varð sú að 2⁄3voru á móti áætluninni. magnush@mbl.is Höfnuðu áætluninni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.