Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is „KÖNNUN á vegum bandarísku stofnunarinnar US Fish and Wildlife Service sýnir að um 20 milljónir Bandaríkjamanna fara í fuglaskoð- unarferðir á hverju ári. Þarna úti er ofboðslega stór markaður,“ segir Hrafn Svavarsson, for- maður nýstofnaðra samtaka sem ætla að vinna markvisst að því að markaðssetja Ísland sem áfangastað fyrir fuglaáhugamenn. Að sögn Hrafns hefur Útflutningsráð haft veg og vanda af stofnun Samtaka um fuglatengda ferðaþjónustu ásamt ýmsum áhugamönnum um málefnið. Sameiginlegt átak Hann leggur áherslu á að þótt markaðurinn sé stór þá sé samkeppnin einnig gríðarlega mikil og þess vegna sé sameiginlegt átak nauðsynlegt. „Á undanförnum árum hafa víða verið sett af stað svæðisbundin verkefni sem miða að því að laða að og taka á móti fuglaskoðurum. Með því að stofna landssamtök er ætlunin að vinna sam- eiginlega að því að gera Ísland að eftirsóttum áfangastað erlendra fuglaáhugamanna í Norður- Ameríku og Evrópu,“ segir Hrafn og bætir því við að þótt hér séu færri tegundir en víða annars staðar séu hér margar hánorrænar tegundir sem ekki finnist á suðlægari slóðum. Nýta þarf tækifærin Hrafn kveðst viss um að með markvissri sam- vinnu allra sem hafa áhuga á uppbyggingu þjón- ustu við fuglaskoðun eigi Ísland eftir að ná langt í samkeppninni um allar þær milljónir manna sem fara árlega í fuglaskoðunarferðir. Hann segir menn sammála um að nýta þurfi tækifær- in. „Nú hefur landinu verið skipt í svæði og næstu skref eru að hefja vinnu við að þróa hvert svæði fyrir sig. Það geta allir sem vilja komið að þessu með okkur og það er hægt að skrá sig sem stofn- félaga út desember,“ bendir Hrafn á. Mikið markaðsátak í fuglaskoðun  Nýstofnuð landssamtök ætla að vinna markvisst að því að markaðssetja Ísland sem áfangastað fyrir fuglaáhugamenn  20 milljónir Bandaríkjamanna fara árlega í fuglaskoðunarferðir Í HNOTSKURN »Í Norður-Þingeyj-arsýslu hefur At- vinnuþróunarfélag Þing- eyinga gert kort af helstu fuglaskoðunarstöðunum á svæðinu, að því er Hrafn Svavarsson greinir frá. »Á Djúpavogi og Vest-fjörðum er verið að þróa svæðin sem áfanga- staði fyrir fuglaáhuga- menn. »Víðsvegar um landiðhefur verið komið upp nær 20 skýlum fyrir þá sem vilja skoða fugla. Morgunblaðið/RAX Súlur Með unga í hreiðri í eyjunni Skrúð. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SEX fyrirtæki gerðu átta tilboð í rekstur bílamiðstöðvar lögreglunnar. Þar af var eitt með þrjú tilboð. Til- boðin voru opnuð 20. maí og er reikn- að með að niðurstaða útboðsins liggi fyrir í næstu viku. Athygli vekur mikill munur á til- boðunum, en hann á sína skýringu. Vélamiðstöðin lagði inn þrjú tilboð. Heildarupphæð þess lægsta var 12.512.094 kr. en heildarupphæð hinna var 370 milljónir og 363,6 millj- ónir kr. Hæsta tilboð var frá Vara hf. og hljóðaði upp á tæpar 520 milljónir. Við opnun tilboðanna var lögð fram athugasemd við framkvæmd útboðs- ins frá framkvæmdastjóra Vélamið- stöðvarinnar. Farið var fram á að til- boðsblöðin yrðu samræmd og opnun tilboðsins frestað. Guðmundur Hannesson, for- stöðumaður ráðgjafarsviðs Rík- iskaupa, sagði að útboðsgögnin hefði mátt skilja svo að annars vegar ætti að margfalda fjölda bíla í hverjum hópi og einingaverð eða hins vegar að gefa einungis upp einingaverð. „Það var sitt á hvað að menn gáfu einungis upp einingaverðið eða margfölduðu það saman við fjöldann á bílunum,“ sagði Guðmundur. Hann sagði fjöldann á bílunum vera í útboðs- gögnum og allir tilboðsgjafar hefðu gefið upp einingaverð. Eftir er að fara yfir tilboðin, hæfi bjóðenda og gildi tilboða. Einnig að athuga hvort fjöldi bíla og einingaverð voru marg- földuð saman eða ekki. Guðmundur sagði að það yrði einfalt reiknings- dæmi að reikna út lægsta tilboð. Hann taldi að niðurstaðan myndi liggja fyrir fljótlega í næstu viku. Ríkiskaup auglýstu eftir tilboðum í að reka bílamiðstöð Ríkislög- reglustjóra. Óskað var eftir tilboðum „í að taka yfir, reka, halda við og end- urnýja bílamiðstöðina í sex ár. Um er að ræða alhliða rekstur og viðhald, viðgerðir og endurnýjun á öllum öku- tækjum ásamt sérstökum búnaði lög- reglunnar. Í bílamiðstöðinni eru nú alls um 165 ökutæki. Innifalið í útboð- inu er að væntanlegur verksali taki yfir leigusamning á núverandi hús- næði bílamiðstöðvarinnar, verkstæði o.fl. að Skógarhlíð 14“. Sex vilja reka löggubíla  Mikill munur var á tilboðum í rekstur bílamiðstöðvar lögreglunnar  Hægt var að skilja útboðsgögn á tvo vegu  Lægsta tilboð mun liggja fyrir í næstu viku Sex fyrirtæki lögðu inn átta til- boð í rekstur bílamiðstöðvar lög- reglunnar. Um er að ræða 165 ökutæki samkvæmt auglýsingu. Reiknað er með að niðurstaða út- boðsins liggi fyrir í næstu viku. MAÐURINN sem lést í vélhjólaslysi á Hringbraut í fyrrakvöld hét Árni Ragnar Árnason. Hann var til heimilis að Þrastargötu 8 í Reykja- vík. Árni Ragnar var fæddur árið 1972 og lætur eftir sig ellefu ára gamlan son. Hjólið var á leið austur Hring- brautina þegar slysið varð. Á sömu stundu var fólksbíll ekið vestur Hringbraut og beygt áleiðis suður Birkimel. Unnið er að rannsókn á slysinu. Þetta er sjötta banaslysið í umferðinni á þessu ári. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu biður þá sem geta veitt upplýs- ingar um aðdraganda þess að hafa samband í síma 444 1100. Lést í vélhjóla- slysi á Hring- brautinni BÆJARRÁÐ Akraness beinir þeim tilmælum til stjórnar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga að það beiti sér fyr- ir lækkun vaxta á lánum hjá Lánasjóði sveit- arfélaga. Bæj- arráðið krefst þess að ríkisstjórnin beiti sér fyrir verulegri lækkun stýrivaxta og að vaxtamunur í samanburði við helstu við- skiptalönd Íslands lækki verulega. Þessi bókun var gerð á fundi ráðs- ins í gær. ingibjorg@mbl.is Bæjarráð Akraness vill vaxtalækkun Frá Akranesi. ALLS höfðu 3.100 skráð sig í Vinnuskóla Reykjavíkur í gær eða 70 pró- sent nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla höf- uðborgarinnar. Síðasti dag- urinn til að skrá sig í Vinnuskól- ann er á morgun, sunnudaginn 24. maí. Þeir sem skrá sig eftir þann tíma mega búast við því að þurfa að bíða lengur en aðrir eftir starfi. Í fyrra voru 2.700 nemendur í Vinnuskól- anum. ingibjorg@mbl.is 3.100 hafa skráð sig í Vinnuskólann Sumar Í unglinga- vinnunni. Höfn | Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson komu með fyrstu farma sumarsins af norsk- íslenskri síld til Hornafjarðar í gær. Fleiri skip eru byrjuð veiðar, þeirra á meðal Álsey frá Vest- mannaeyjum og Aðalsteinn Jónsson frá Eskifirði og Grandaskipin Lundey og Faxi eru að byrja. FYRSTU SÍLDINNI LANDAÐ Á HÖFN Ljósmynd/Sigurður Mar Ríkiskaup auglýsa nú sameiginlegt útboð vegna skotfærakaupa fyrir lögregluembættin á Norðurlönd- unum. Þar kemur fram að inn- kaupastofnanir á Íslandi, í Finn- landi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi fyrirhugi að bjóða út í rammasamningi kaup á skotfær- um fyrir lögregluembætti land- anna. Um er að ræða 9x19 mm lög- regluskotfæri og æfingaskotfæri. Innkaupasvið norsku lögreglunnar stendur fyrir útboðinu fyrir hönd þátttökulandanna. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Rík- iskaupa, sagði þetta vera óvenju- legt og í fyrsta skipti sem útboð af þessu tagi væri auglýst hér. Til- boðin verða opnuð í Noregi 15. júní nk. En er von á tilboðum héðan? „Við vitum það ekki, en það er þá tækifæri fyrir þá sem vilja,“ sagði Júlíus. Í undirbúningi er einnig sameiginlegt útboð vegna þyrlukaupa með Norðmönnum. Júlíus sagði að ætlunin væri að framkvæma það með svipuðum hætti. Samnorrænt skotfæraútboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.