Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009 ✝ Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, GUÐMUNDAR JÓNSSONAR frá Stóru-Ávík. Benedikt Jón Guðmundsson, Laufey Þorvaldsdóttir, Ingibjörg Berglind Guðmundsdóttir, Kjartan Benediktsson, afabörn og systkini. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og vinarhug við fráfall KRISTJÁNS EYÞÓRSSONAR, Borgarbraut 65a, Borgarnesi. Fyrir hönd aðstandenda, Vigdís Auðunsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför frænda okkar og vinar, MARGEIRS PÉTURS STEINGRÍMSSONAR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Beykihlíðar fyrir kærleiksríka umönnun og góð kynni. Valborg Svavarsdóttir, Haukur Valtýsson, Agnes Tulinius Svavarsdóttir, Ottó Tulinius. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, JÓN BJÖRGVIN SVEINSSON, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 22. maí. Útför hans mun fara fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Karlsdóttir. AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag ✝ Pálmi Alfreð Júl-íusson fæddist á Á í Unadal í Skaga- firði 5. júlí 1916. Hann andaðist á Heil- brigðisstofnun Sauð- árkróks 9. maí 2009. Foreldrar hans voru Aðalbjörg Sigurjóns- dóttir, f. í Gljúf- urárkoti í Skíðadal 21. maí 1884, d. 10. apríl 1964 og Gunn- laugur Júlíus Jóns- son, f. í Hólkoti í Unadal 5. júlí 1871, d. 24. júní 1957. Síðast búandi að Fjalli í Kolbeinsdal. Alsystkini Pálma eru: 1) Sigrún, f. á Hofi í Hjaltadal 5. 6. 1907, d. 24.6. 2006. Maki Sigurjón M. Jónasson, látinn. Þau bjuggu að Syðra-Skörðugili í Átti eina dóttur. 7) Svava, f. á Fjalli í Kolbeinsdal 1.11. 1924 , d. þar 11.11. s. ár. 8) Svava Margrét, f. á Fjalli 5.3. 1927, d. 28.7. s. ár. Systkini samfeðra eru: 1) Jón, f. 18.12. 1889, d. 7.5. 1961. 2) Sólveig, f. 20.7. 1892, d. 13.10. 1985. Átti eina dóttur. 3) Sigurlína Marín, f 20.7. 1892, d. 19.3.1917. Pálmi ólst upp með foreldrum sínum til 12 ára aldurs, en þau skiptu oft um búsetu eins og sést á fæðingarstöðum barna þeirra, en þau áttu aldrei eigið jarðnæði. Foreldrar Pálma hættu búskap á Fjalli í Kolbeinsdal og fluttust til Dalvíkur 1927. Pálmi kunni ekki við sig á Dalvík og þegar hálf- systkini hans, Jón og Sólveig, buðu honum að koma til sín að Grindum í Deildardal, þáði hann það og var hjá þeim þar til Jón féll frá vorið 1961, þá flyst hann að Syðra- Skörðugili. Útför Pálma fer fram frá Glaum- bæjarkirkju í dag, 23. maí, kl. 14. Skagafirði. 2) Anna Solveig, f. í Brekku- koti í Hjaltadal 11.7. 1910, d. 22.8. 1968. Maki Jóhannes H. Jó- hannesson, látinn. Þau bjuggu að Neðri- Vindheimum á Þela- mörk. 3) Sigurjóna Jóhanna, f. á Hofi í Hjaltadal 22.12. 1912, d. 20.1. 2009. Maki Ingvar G. Jónasson, látinn. Þau bjuggu á Eskifirði. 4) Dagmar Aðalheiður, f. á Sauð- árkróki 14.9. 1914, d. 17.2. 2005. Maki Stefán J. Jóhannesson, látinn. Þau bjuggu á Akureyri. 5) Halldór Jón, f. í Hólkoti 10.8. 1918, d. 21.10. 1943. 6) Gestur, f. í Svína- vallakoti 14.1. 1944 , d. 29.10 1961. Gamla húsið á Syðra-Skörðugili kölluðum við í daglegu tali „Öm- mubæ“. Í Ömmubæ eyddum við bræður mörgum stundum, en við vor- um svo heppnir að eiga þar ekki ein- ungis ömmu og afa heldur líka hann Pálma. Ósjaldan kom það fyrir að við borðuðum í Ömmubæ þegar matseð- illinn þar tók matseðlinum heima fram. Því fylgdi ákveðið sport, en það var að leggja sig eftir matinn. Ef við vorum tveir bræðurnir gat annar lagt sig á bekkinn hjá afa í suðurherberg- inu en hinn á bekkinn í Pálmaher- bergi. Það var alltaf gaman að koma í herbergið til Pálma. Hann átti gott plötusafn og þar vorum við ansi oft búnir að hlusta á plöturnar með Óm- ari Ragnarssyni eða Jörundi en á slíku gríni hafði Pálmi mikið dálæti. Skemmtilegast var þó að heyra hann sjálfan segja frá. En þegar hann komst í stuð sagði hann skrýtlur með miklum tilþrifum, lék sumar persón- urnar og var síðan alveg að kafna úr hlátri sjálfur, en fyrir vikið varð frá- sögnin enn skemmtilegri. Heimsókn- in endaði oftar en ekki á því að Pálmi dró fram úr skápnum sínum bauk fullan af kattartungum eða öðru got- teríi. Hann hafði gaman af því að veita og hélt hann þeim sið áfram eft- ir að hann fór á ellideildina á Sauð- árkróki að vera alltaf með fullan kassa af sælgæti og bjóða óspart. Pálmi réð ríkjum í fjósinu en við bræður vorum gjarnan sendir með honum sem aðstoðarkokkar. Yfirleitt lá betur á manni eftir fjós en fyrir, því það var notalegt að vera með Pálma í fjósinu og skemmtilegt þegar hann náði sér á strik í sögum eða einhverju spaugi. Á þeim tíma voru yfirleitt tvær til þrjár mjólkandi kýr, slatti af kálfum, hænum og einn eða tveir fjós- kettir. Pálmi hirti fjósið af natni og var skepnunum góður og hirðusamur um alla hluti. Hann spjallaði mikið við kýrnar og ef þær voru með óþekkt las hann þeim pistilinn og lét þá ýmislegt flakka. Okkur skammaði hann nánast aldrei þrátt fyrir óþekkt sem sjálf- sagt var á stundum ekki minni en í kúnum. Í þau fáu skipti sem hann byrsti sig var manni brugðið og dugði sú áminning því vel og lengi. Á föstudögum voru hinar reglu- bundnu ferðir afa og Pálma í búðina í Varmahlíð. En sá munaður sem Pálmi leyfði sér helst var að kaupa lottómiða og sælgæti. Það var allt í föstum skorðum hjá Pálma enda var hann einn af þessum föstu punktum í tilverunni á okkar uppvaxtarárum. Í sögu Halldórs Laxness af brauðinu dýra segir frá konu sem ráfaði villt og matarlaus uppi á heiðum dögum saman án þess að snerta á brauðinu sem henni var trúað fyrir. Þetta var saga um hin gömlu gildi. Þessi gildi hélt Pálmi í heiðri og hefði hann líklega brugðist eins við og kerlingin og frekar soltið en brugðist skyldum sínum. Trygg- lyndi, góðsemd og glaðværð voru hans einkenni og þannig munum við minnast hans. Hvíl í friði, frændi. Eyþór og Sigurjón Pálmi Einarssynir. Pálmi frændi lifði frekar einföldu lífi og var sérstaklega vinnusamur. Hann fæddist inn í sveitarsamfélagið á Íslandi árið 1916, og starfaði við landbúnað alla sína tíð. Lifibrauð hans var því af vinnu við landbúnað og þeim kindum sem hann átti sjálf- ur. Peningar voru ekki hans áhuga- mál eða áhyggjuefni og í raun heyrði maður hann aldrei tala um peninga. Pálmi átti eitt veski sem var álíka gamalt og hann, og í því voru þeir seðlar sem teknir höfðu verið út af bankabókinni síðast þegar farið var í banka. Í slíkar ferðir fór afi með hann þegar minnka fór í veskinu, en tómt mátti veskið aldrei verða. Daglegt líf hjá Pálma snerist fyrst og fremst um búskapinn og þá ábyrgð sem hann bar þar. Hann sá al- veg um hirðingu í fjósi og af kindum hafði hann gaman, en á hestbak fór hann ekki og vildi lítið stússast í kringum hross. Aldrei vildi Pálmi keyra dráttarvél og hvað þá bíl. Í smalamennsku fór hann gangandi og einnig í girðingarvinnu, og þá með járnkarl og nesti með sér svo hann gæti notað daginn betur. Pálmi fór út til verka á sama tíma alla morgna og kom inn á sama tíma á kvöldin, alla daga ársins. Að kvöldmat loknum settist hann niður fyrir framan sjón- varpið og horfði á það samviskusam- lega, oftast þar til dagskrá lauk. Það var aldrei neitt svo slæmt í sjónvarp- inu að hann stæði upp og færi, en stundum sagði hann að þetta væri hálfgerð vitleysa sem hann væri að horfa á. Í raun var sjónvarpið hans tenging við umheiminn enda lifði hann sig vel inn í margan þáttinn og voru skemmti- og afþreyingarþættir í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Hann átti líka sinn eigin sjónvarpsstól og í þennan stól settist enginn annar, aldrei. Pálmi passaði heldur ekki í aðra stóla þegar hann var að horfa á sjónvarpið. Í herbergi Pálma í Ömmubæ, eins og gamla íbúðarhúsið var alltaf kall- að, voru tvær bókahillur, hilla með plötuspilara og plötunum, tvö rúm, veggklukka, borð með útvarpi og einn skápur með tveimur hurðum. Skápurinn var alltaf mjög leyndar- dómsfullur og spennandi í augum okkar strákanna. Fyrstu árin hefur spenningurinn sennilega mest verið fólginn í því að þar átti hann oft súkkulaði sem hann bauð okkur. Oft voru það kattatungur en það var al- gjör munaður að fá súkkulaði hjá Pálma. Í skápnum voru síðan spari- fötin og nokkrir persónulegir munir eins og munnharpa sem hann átti og spilaði aðeins á ef mikið stóð til. Lík- lega hafa áhorfendur þó aldrei orðið mikið fleiri en við strákarnir. Þegar Pálmi varð 60 ára var hon- um gefinn plötuspilari sem reyndar var sá fyrsti sem kom að Skörðugili. Af þessum plötuspilara hafði hann mikla ánægju og reyndar við líka því á þeim árum þóttu það forréttindi að fá að hlusta á plötu hjá Pálma. Græna og síðan rauða platan með Ómari Ragnarssyni ásamt Jörundi voru í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum. Yfir þessum plötum og mörgum fleirum gátum við allir skemmt okkur saman og áttum það sameiginlegt að geta hlegið að sömu lögunum aftur og aft- ur. Blessuð sé minning Pálma, hans verður sárt saknað. Einar Eðvald Einarsson og Elvar Eylert Einarsson. Það eru mikil forréttindi að hafa verið í sveit á Syðra-Skörðugili í Skagafirði hjá frænda okkar Sigur- jóni M. Jónassyni, Dúdda, og Sigrúnu Júlíusdóttur konu hans. Þarna lærð- um við vinnubrögð sem voru fram- andi tveimur strákum vestan frá Bol- ungarvík. Að sumri loknu voru skagfirskar lausavísur okkur orðnar tamar á tungu, við lærðum nýtt orð- færi, bæjarnöfnin á Langholtinu – og síðast en ekki síst að sitja hest sem þá var næsta fáheyrt hjá strákum á okk- ar aldri fyrir vestan. Á haustin fórum við vestur býsna forframaðir og þótt- umst kunna eitt og annað fyrir okkur, sem aðrir þekktu ekki. Á Skörðugili hafði hver sitt hlut- verk. Þarna var Pálmi, bróðir hús- freyjunnar, tryggðatröllið sjálft, sem varð vinur okkar frá fyrsta degi. Þessi hljóðláti og hæverski maður laðaði okkur til sín, eins og öll börn sem voru svo heppin að kynnast hon- um. Hann kenndi okkur vinnubrögð og vinnusemi einfaldlega með því að vera fyrirmynd. Árum saman leyfði hann okkur að deila með sér herbergi sumarlangt, ýtti við okkur þegar kominn var fótaferðatími og skyldu- verkin kölluðu; að sækja kýrnar suð- ur í Höllin. Pálmi undi hag sínum best á Skörðugili við störf sem honum líkaði vel við. Og þó hann tileinkaði sér ekki véltækni nútímans voru störf hans ómetanleg. Þeir Dúddi lögðu áherslu á að nýta túnin vel. Hrein- raka með hrífu þar sem vélarnar náðu ekki til, slá grasgefna bletti með orfi og ljá sem ekki voru véltækir og náðu jafnvel að kenna tveimur strákpjökkum vestan af fjörðum að beita slíkum gripum. Á kvöldin var haldið út í fjós þar sem þeir Pálmi og Dúddi handmjólkuðu kýrnar; oft undir söng Skörðugilsbóndans sem sagði okkur að kýrnar seldu betur þegar þær hlustuðu á tónlist. Til allra sinna verka gekk Pálmi af mikilli trú- mennsku. Því sem manni er trúað fyrir er manni trúað fyrir, hefðu allt eins getað verið einkunnarorð hans. Alla tíð átti hann gott fé og ræktaði afurðamikinn og góðan stofn. Fyrir árangur sinn hlaut hann viðurkenn- ingar sem hann mat mikils, þó aldrei reki okkur minni til að hann flíkaði þeim afrekum sínum fremur en öðr- um. Eftir að Einar hafði fengið folald í fermingargjöf frá þeim Skörðugils- hjónum beið Pálmi að sjálfsögðu ekki boðanna. Á fermingardaginn tveimur árum síðar barst Haraldi bréf frá sín- um góða vini Pálma á Skörðugili sem gaf honum tvílembda á, sem tryggði honum innlegg frá sláturhúsi KS næstu árin. Pálmi Júlíusson er einn þeirra samferðamanna sem ógleymanlegir verða. Okkur finnst að á honum sann- ist orð Halldórs Laxness að ekkert sé til rétt nema sá veruleiki sem birtist í verkum góðra manna. Prúðmennska, hógværð og trúmennska eru dyggðir sem prýða þá er slíkt hafa til að bera. Rétt eins og vinnusemi, góðvild og vinarþel, sem einkenndi líka þennan góða mann. Honum eigum við mikið upp að inna og það er gott að geta sagt með sanni: Hann var vinur okk- ar. Ástvinum hans öllum sendum við okkar einlægu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning heiðursmannsins Pálma Júlíussonar. Einar K. Guðfinnsson, Haraldur Guðfinnsson. Pálmi vinur minn er dáinn. Það er hryggilegt en þó er ljúft til þess að hugsa að hann skyldi fá að fara svona sársaukalaust án þess að vera veikur eða þess háttar. Pálmi minn var líka orðin saddur af lífinu og tilbúinn að fara í sinn hinsta leiðangur, tæplega 93 ára gamall. Kynni okkar Pálma voru svolítið óvenjuleg enda ég bara stelpuskott og hann um áttrætt þegar við hitt- umst í fyrsta sinn. Hann fékk sér reglulega göngutúr fyrir utan sjúkra- húsið á Króknum þar sem hann dvaldist sín efri ár og fór að venja komur sínar á heimili foreldra minna Pálmi Alfreð Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.