Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009 Áslaug Guðjónsdóttir Bachmann ✝ Áslaug Guðjóns-dóttir Bachmann fæddist í Borgarnesi 19. desember 1910. Hún andaðist á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi miðviku- daginn 13. maí síð- astliðinn. Foreldar hennar voru Guðrún G. Bachmann, f. 20. júlí 1879, d. 10. apríl 1961, og Guðjón J. Bachmann, f. 23. júní 1868, d. 21. september 1963. Áslaug var sjötta í röðinni af tólf systkinum. Þau eru: Sigríður, Jón, Guðlaug, Ragnheiður, Geir, Sigurður, Guðlaug, Guðmundur, Skúli, þau eru öll látin. Bjarni og Þórhildur Kristín eru þau einu sem eftir lifa. Áslaug giftist 3. des. 1932 Karli Eyj- ólfi Jónssyni, f. 20. júní 1910, í Borg- arnesi, d. 30. ágúst 1986, foreldrar hans voru Þórdís María Jónsdóttir, f. 1. mars 1879, d. 8. feb. 1961, og Jón Eyjólfsson, f. 2. okt. 1876, d. 1967. Börn þeirra: 1) Jón Þór, maki Helga Ólafsdóttir, börn: Karl Þorvaldur, Lilja, Þórdís María, Ólafur Páll og Ágúst Sturla, 2) Guðrún, maki Sigurþór B. Gunnarsson, (látinn), þau skildu, börn: Áslaug, Gunnar og Sigríður Hulda, (látin). 3) Guðjón, maki Bára Guðmundsdóttir, börn: Áslaug Bach- mann og Guðmundur Ebenezer Ás- geir. 4) Hjördís, maki Viðar Loftsson, (látinn), þau skildu, börn: Loftur og Þórdís María. 5) Sturla, maki Birna Gunnarsdóttir. Barnabörn voru 13, barnabörn voru 20 og barna- barnabörn 6. Áslaug átti alla tíð heima í Borg- arnesi. Ásamt heimilisstörfum og barnauppeldi vann hún hjá Vegagerð- inni sem matráðskona í vega- vinnuflokkum í mörg sumur. Þá tók hún að sér að hafa sængurkonur heima og aðstoða ljósmóðurina, fædd- ust alls 13 börn heima hjá þeim hjón- um. Jarðarför Áslaugar fer fram frá Borgarneskirkju í dag, laugardaginn 23. maí, og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar ✝ Gunnlaugur Þor-kell Halldórsson fæddist á Sauðárkróki 19. október 1932. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Gunnlaugsson, f. 12. október 1889, d. 18. maí 1962, og Ingibjörg Jósefsdóttir, f. 17. maí 1889, d. 9. nóvember 1979. Gunnlaugur var yngstur af 6 systk- inum. Hin voru Kristín, f. 1916, d. 2004, Jósef, f. 1917, d. 2008, Gunn- laugur, f. 1919, d. 1929, Hólmlaug, f. 1922, d. 1982 og Hildur, f. 1927, d. 2007. Gunnlaugur kvæntist 3. nóv- ember 1956 Guðrúnu Ingibjörgu Kristjánsdóttur frá Sultum í Keldu- hverfi, f. 8. mars 1933. Börn Gunn- laugs og Guðrúnar eru: 1) Ingibjörg, f. 5. júlí 1957, búsett í Borgarnesi. Hún á 4 syni. 2) Kristján Jóhann, f. 13. mars 1959, d. 4. apríl 1959. 3) Jó- hanna Elín, f. 10. júní 1960, búsett í Stíflu, V-Landeyjum. Gift Sævari Einarssyni, f. 15. júní 1956, þau eiga 4 syni og 2 barnabörn. 4) Guðný Halla, f. 10. febrúar 1962, búsett í Búlandi, A-Land- eyjum. Gift Guðmundi Ólafssyni, f. 16. maí 1959, þau eiga 4 börn. 5) Björn Jósef, f. 17. júlí 1967, d. 24. mars 1978. Gunnlaugur ólst upp á Gilsbakka í Hrafnagilshreppi. Bú- skapur þeirra hjóna hófst 1956 að Sultum í Kelduhverfi. Ári seinna flytja þau bú- ferlum að Draflastöðum í Sölvadal. Árið 1965 flytja þau að Stekkjar- flötum í sömu sveit. Árið 1979 kaupa þau jörðina Brattavelli á Árskógs- strönd. Árið 1989 komu Guðný Halla og Guðmundur inn í búið með þeim, til ársins 1996. Árið 2001 selja þau Brattavelli og flytja í Vallholt sem þau voru áður búin að kaupa, og hafa búið þar síðan. Útför Gunn- laugs fer fram frá Stærri-Árskógs- kirkju á Árskógsströnd í dag kl. 14. Jarðsett verður í Saurbæj- arkirkjugarði í Laugalands- prestakalli. Nú er kallið komið, Gunnlaugur afi hefur fengið að kveðja sína hinstu kveðju. Trúum við og treystum að þú sért kominn á betri stað. Á tímum sem þessum eru minningarnar marg- ar og kærkomnar. Ég man til dæmis á mínum yngri árum, þegar við bjuggum bara hinum megin við fjallið, að ég fann alltaf á mér þegar þið amma voruð á leiðinni. Það kom upp einhver notaleg tilfinn- ing yfir að þú værir á leiðinni. Eng- inn trúði mér auðvitað, en í flestum tilfellum þegar ég fékk þessa tilfinn- ingu birtust þið á hlaðinu, og ég varð glaður, bæði vegna þess að tilfinn- ingin var rétt og vegna þess að það var alltaf svo gaman að sjá ykkur og vera með ykkur. En þegar ég hafði fundið tilfinninguna og þið komuð ekki, var ég leiður því það leið ekki sá dagur að mig langaði ekki að hitta þig og ömmu. Þegar ég varð eldri fór égað hlakka meira til að koma til ykkar sjálfur og fá mér kaffibolla með þér og spjalla um daginn og veg- inn, bílamál, efnahaginn og allt sem okkur datt í hug að tala um. Ég kom aldrei að tómum kofunum hjá þér í málefnum dagsins, sama hver þau voru þá hafðir þú eitthvað fram að færa í umræðuna. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér um tíðina, þú varst svo sterkur og ég leit svo mikið upp til þín, þú varst mín hetja og verður alltaf þannig í minning- unni. Þú kenndir mér margt og fyrir það mun ég ávallt verða þakklátur. Mér þótti miður að þú gast ekki verið með okkur í fyrra þegar ég gift- ist Ingunni, en við viljum koma til þín þökkum fyrir móttökurnar á Ingunni og Hallgrími í fjölskylduna, þú fékkst sérstakan stað í þeirra hjarta og þau fundu að þau fengu góðan stað í þínu hjarta. Við erum svo þakklát fyrir að hafa náð að tala vel við þig á sunnu- deginum áður en þú kvaddir þennan heim. Þú sagðir okkur hvað þér þætti vænt um okkur öll og við náðum að koma því sama frá okkur til þín. Þú rifjaðir upp gamla tíma, og þú mund- ir eftir að þú kenndir mér á drátt- arvél þegar ég var einungis 8 ára gutti og náði ekki niður á petalana, en við redduðum því með að ég renndi mér fram úr sætinu til að standa á þeim. Þetta er eitthvað sem viðgengst varla í dag en sýnir hvern- ig persóna þú varst, og hvað þú treystir okkur til að gera. Við bræð- urnir vildum alltaf koma til þín og hjálpa þér í bústörfunum, það var eitthvað við þig sem okkur langaði að vera í kringum. Elsku afi, þakka þér fyrir yndisleg- ar samverustundir í gegnum árin og allt það góða sem þú komst með í okk- ar líf. Við viljum kveðja þig með þess- um vísum. Hvíldu í friði, elsku afi. Minningin um þig í mér lifir meiri tíma hefði með þér þegið. Farinn móðuna miklu yfir mikið hefur himnaföður á legið. Að fá þig í sitt ríki vildi kallinn til að styrkja og hjálpa sér. Frá okkur fórst, það er gallinn frekar vildi hafa þig hér hjá mér. Elsku amma Guðrún, megi Guð styrkja þig í sorginni, og við verðum alltaf til taks þegar þú þarft á að halda. Fjölskyldan Selfossi, Gísli Davíð, Ingunn Elfa, Hallgrímur og Jóhanna Sigríður. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Já, það er margs að minnast og margs að sakna. Við munum sakna stundanna þegar skotist var með póstinn í Vallholt á leið heim, Gunn- laugur sitjandi í sínu horni býður í kaffi og spjall. Þá var tekið tal um allt milli himins og jarðar. Gunnlaugur var alveg í essinu sínu þegar sam- ræðurnar bárust að hestum og kunni þar ófáar sögur um liðna gæðinga, enda hestamaður fram í fingurgóma. Svo við minnust ekki á bíla eða tæki, en Gunnlaugur var mikill áhugamað- ur um hvers konar farartæki. Og þegar nýr bíll kom í þeirra eigu var farið vandlega yfir allt, með hand- bókina að vopni var pælt í gegnum alla takka og eftir smátíma var allt á hreinu. Eftir að hann brá búi var keyptur tjaldvagn sem þróaðist svo í húsbíl í nokkrum stökkum, honum líkt. Hann hafði mjög gaman af að ferðast innan lands og gerði það óspart meðan heilsan leyfði. Margt er hér að þakka. Við þökk- um alla velvild og vinarþel sem Gunnlaugur auðsýndi okkur í gegn- um tíðina og allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Elsku Gunna og fjölskylda, við sendum ykkur okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Fjölskyldan Brattavöllum, Haraldur, Vaka, Jón Ingi, Bjarki Jarl og Hlynur Atli. Gunnlaugur Þ. Halldórsson Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800                          ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURVEIG SÓLMUNDSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Árskógum 2, lést þriðjudaginn 21. apríl. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Við þökkum hlýhug og samúð. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Skógarbæjar. Aðstandendur. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir mín og systir okkar, GUÐFINNA ÓSKARSDÓTTIR, Höfðavegi 28, Vestmannaeyjum, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 20. maí. Útförin fer fram frá Hvítasunnukirkjunni í Vestmannaeyjum laugardaginn 30. maí kl. 14.00. Magnús Þór Jónasson, Þórarinn Magnússon, Elín Ósk Magnúsdóttir, Sævar Þór Magnússon, Elín Jónasdóttir, Haukur Óskarsson, Guðlaug Óskarsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍANA HÓLMGEIRSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést miðvikudaginn 20. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Valgerður E. Valdemarsdóttir, Baldur Guðvinsson, Þórhildur S. Valdemarsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Hólmgeir Valdemarsson, Birna S. Björnsdóttir, Baldvin Valdemarsson, Vilborg E. Sveinbjörnsdóttir, Sigrún B. Valdemarsdóttir, Ingólfur Ingólfsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR BÁRA HALLDÓRSDÓTTIR ljósmóðir, Hrísateig 23, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hring- braut fimmtudaginn 7. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir fær starfsfólk 11-E. Bjarni Guðlaugsson. Hafrún Lára Bjarnadóttir, Brynja Bjarnadóttir, Erna Bjarnadóttir, Helgi Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir og barnabarn, GUÐLAUGUR MAGNI ÓÐINSSON, sem lést af slysförum laugardaginn 16. maí, verður jarðsunginn frá Fáskrúðsfjarðarkirkju þriðjudaginn 26. maí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á sjóð vegna forvarnarverkefna í umferðinni hjá útibúi Lands- bankans á Fáskrúðsfirði. Óðinn Magnason, Björg Hjelm, Sigurður Vignir Óðinsson, Guðbjörg Sandra Óðinsdóttir Hjelm, Guðrún Rafnkelsdóttir, Guðlaugur Magni Þórlindsson, Lára Sigurjónsdóttir, Vignir Hjelm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.