Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 26
26 Daglegt lífVIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Ó skar Páll Sveinsson er ásamt Chris Neil og Tinatin Japaridze höf- undur lagsins Is It True? sem hreppti ann- að sætið í Evróvisjón þetta árið. Ósk- ar Páll, sem er 42 ára, hefur starfað sem upptökustjóri árum saman, bæði hér á landi og í Bretlandi, auk þess sem hann hefur samið fjölda laga. Hann segist ætla í auknum mæli að snúa sér að lagasmíð. „Ég gerði mér enga grein fyrir því hversu gríðarlega mikill áhugi Ís- lendinga var á þessari keppni meðan ég var lokaður inni í Evróvisjónkúl- unni í Moskvu,“ segir Óskar Páll. „Mér brá við þær höfðinglegu mót- tökur sem íslenski hópurinn fékk við heimkomuna, fannst þetta allt skrýt- ið og óraunverulegt. Daginn eftir fór ég í búðina til að ná í mjólk og brauð og þá kom til mín fólk, allt frá ung- lingum upp í gamlar konur, til að óska mér til hamingju og þakka fyrir skemmtunina. Það er gaman að finna jákvæða strauma frá fólki, ég nýt þess og er mjög þakklátur. Ég er ekkert viss um að ég hefði kunnað að njóta þess fyrir nokkrum árum.“ Of ungur til að staðna Hvenær vaknaði áhugi þinn á tón- list? „Ég ólst upp á Sauðárkróki og fékk þar gott tónlistaruppeldi. Góð tónskáld eru í ættinni, Eyþór Stef- ánsson og Pétur Sigurðsson sem sömdu mörg gríðarlega falleg söng- lög. Móðir mín, Ragnhildur Ósk- arsdóttir heitin, var mikil tónlist- arkona, spilaði á gítar og söng einsöng með kórum. Ég fór í tónlist- arskóla sex ára, lærði á blokkflautu og síðar á klarinett og píanó, var í lúðrasveit og unglingahljómsveit. Sem unglingur var ég harðákveð- inn í að vinna við músík og vera í stúdíóvinnu frekar en uppi á sviði að spila. Ég fékk vinnu sem tæknimað- ur hjá RÚV 19 ára gamall og lærði þar öguð og vönduð vinnubrögð. Síð- an bauðst mér að taka upp plötu, Samferða, með Mannakornum. Eftir það stoppaði síminn ekki, ég hætti hjá útvarpinu og fór að vinna við upp- tökur. Það var meira en nóg að gera næstu ár, mikið unnið og lítið sofið. Ég vann með Bubba og Sálinni og alls kyns góðum listamönnum í mörg ár en svo kom að því að mér fannst ég alltaf vera að gera það sama. Ég var of ungur til að staðna, mig lang- aði að freista gæfunnar, fara út í heim og reyna að ná lengra. Ég fór til Bretlands árið 1993. Eftir á að hyggja var það nánast brjálæði að æða til útlanda og ætla sér að ganga inn í þennan bransa eins og ekkert væri. Auðvitað var þetta ekki auðvelt en ég naut hjálpar góðra manna. Jakob Frímann Magn- ússon hjálpaði mér manna mest enda vel þekktur í Bretlandi. Með aðstoð hans komst ég í vinnu hjá fyrirtæki sem upptökustjórinn frægi Trevor Horn á og þar var lagður grunnur að velgengni minni. Ég vann sem upp- tökumaður fyrir stórstjörnur eins og Seal og Peter Gabriel og þegar slík nöfn eru komin á ferliskrá manns þá opnast margar dyr.“ Samningur við Sony Hvenær byrjaðir þú að semja lög? „Ég hef verið að semja frá því ég man eftir mér en var ekkert að flíka þeim lögum fyrr en ég flutti til Bret- lands. Þá fór ég að semja með breskri söngkonu, T.J. Davis. Einn daginn vorum við á fundi hjá plötu- fyrirtæki og þar var lögfræðingur, sem síðar varð lögfræðingur minn í Bretlandi, sem spurði hvort ég hefði áhuga á að fá útgáfusamning sem lagahöfundur. Skömmu seinna skrif- aði ég undir samning hjá Sony sem lagahöfundur. Aðalvinna mín í Lond- on var að semja og sjá um upp- tökustjórn á eigin lögum og annarra. Mér telst til að ég hafi samið á þess- um árum á milli tvö og þrjú hundruð lög. Ég samdi lög fyrir listamenn um allan heim. Þeir frægustu voru Rob- bie Williams og mín gamla hetja frá unglingsárum, Ian McCulloch, söngvari Echo and the Bunnymen. Ég var í skýjunum þegar ég var beðinn um að semja lag með Ian. Ég átti að hitta hann í stúdíói klukkan tólf. Þangað mætti ég á réttum tíma ásamt skoskum lagahöfundi, John McLaughlin sem átti að vinna með okkur. Klukkan varð eitt, tvö og þrjú og ekki sást til Iana. Klukkan fjögur fréttum við af honum á krá og fund- um hann þar afar hressan þrátt fyrir að hann hefði ekki sofið í tvo daga. Hann var til í að semja og við röltum inn í stúdíó og unnum allt kvöldið og alla nóttina og um morguninn lukum við við lagið sem fór á sólóplötu hans. Þetta var með skemmtilegri nóttum sem ég hef lifað enda er Ian svipmik- ill karakter, talandi skáld og mikill gleðimaður. Og lagið okkar, Playgro- unds and City Parks, finnst mér þrælgott.“ Svik Robbie Williams Hvernig var vinnan með Robbie Williams? „Ég reið ekki feitum hesti frá því samstarfi. Eitt síðdegið í september hringdi umboðsmaður minn og spurði hvort ég gæti verið tilbúinn klukkan átta næsta morgun með grunnhugmynd að jólarapplagi fyrir Robbie Williams. Í laginu átti að vera bútur úr gömlu jólalagi og ég lá allt kvöldið yfir gömlum jólaplötum og fann bút úr jólalagi með hinum ást- sæla söngvara Perry Como. Þetta var bráðfyndinn lítill bútur sem ég notaði í viðlaginu og spann síðan í kringum það. Ég mætti á nálum morguninn eft- ir, óviss hvernig lagi mínu yrði tekið, en stórstjarnan var hæstánægð og byrjaði samstundis að rappa við lagið mitt. Lagið Walk This Sleigh varð gríðarlega vinsælt jólalag í Bretlandi og er enn spilað. Síðan kom að því að skipta höfund- arlaununum en þá sögðu Robbie og félagar að ég væri ekki meðhöfundur lagsins, hefði einungis veitt aðstoð sem tónlistarmaður. Ég sagði að þetta væri ekki rétt en þeim varð ekki þokað og ég fékk ekki minn hluta af laununum. Ég átti þann kost að fara í gríðarlega flókin og dýr málaferli við EMI en var ráðlagt að láta málið niður falla, sem ég gerði. Þetta er ekki skemmtilegasta reynsla sem ég hef lent í.“ Auðgaðistu af vinnu þinni í Lond- on? „Ég varð ekki ríkur en þénaði vel á köflum. Tvö lög sem ég stjórnaði upptöku á komust á topp breska vin- sældalistann og þar var ég með pró- sentur af sölu og það skilaði pen- ingum. Annað lagið var með fyrsta popp-Idoli heimsins, Will Young, og hitt, Never Had a Dream Come True, með hljómsveitinni S-Club 7. Það eru miklar öfgar í þessum bransa. Það er ekki nóg að selja vel til að sjá peninga heldur þarf að selja gríðarlega vel. Ég las einhvers staðar að af þeim sem næðu að gefa út eina smáskífu næðu 3 prósent velgengni. 97 prósent ná ekki að pluma sig.“ Myndirðu telja þig í hópi þessara þriggja prósenta? „Já, algjörlega. Ég hef náð miklu lengra en mig dreymdi nokkru sinni um að ná.“ Ekki hægt að lifa í lygi Það er oft talað um að mikil óregla sé í poppbransanum, hefur óregla truflað líf þitt? „Um tvítugt áttaði ég mig á því að ég væri einn af þeim fjölmörgu Ís- lendingum sem þyldu ekki að drekka áfengi. Ég hætti í átta ár en byrjaði svo aftur að drekka en þá einungis í skamman tíma. Alkóhólistar halda svo oft að ef þeir taki pásu frá drykkju geti þeir byrjað að drekka aftur af því þeir séu læknaðir af sjúk- dómnum. Þeir gleyma að þetta er ólæknandi sjúkdómur og þegar þeir byrja aftur eftir eitthvert hlé þá fara þeir ekki aftur á sama stað og þeir hættu á heldur falla neðar. Í Bretlandi komu tímabil þar sem ég drakk og önnur þar sem ég drakk ekki. Ég náði að stjórna drykkjunni að einhverju leyti þannig að hún kom ekki mikið niður á vinnunni. En svo kom að því að drykkjan var farin að trufla líf mitt það illa að ég gekk í AA-samtökin í Bretlandi og fór að vinna af krafti í sjálfum mér. Það má segja að mér hafi aldrei liði betur á ævinni en þá, og svo núna. Óskar Páll Sveinsson lagahöfundur Lítið kraftaverk að s Draumastaðurinn „Þegar ég bjó í London dreymdi mig oft sama drauminn. Í draumnum stóð ég við vatn og horfði til fjalla.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.