Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 37
Minningar 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Barnagæsla
Barnapössun
Óska eftir barnapössun frá fimmtu-
degi til sunnudags, aðra hverja helgi,
má ekki vera yngri en 18 ára. Frekari
upplýsingar í síma 896 6919. Spádómar
! "#$
%&' ()*)
+++,-$ ,
Heilsa
Frelsi frá streitu og kvíða
hugarfarsbreyting til betra lífs
með EFT og sjálfsdáleiðslu.
Viðar Aðalsteinsson
dáleiðslufræðingur,
sérfræðingur í EFT,
sími 694 5494,
Frelsi frá streitu og kvíða
hugarfarsbreyting til betra lífs
með EFT og sjálfsdáleiðslu.
Viðar Aðalsteinsson
dáleiðslufræðingur,
sérfræðingur í EFT,
sími 694 5494,
vidar@theta.is,
www.theta.is
Heimilistæki
Þvottavél óskast
Ný eða nýleg Siemens eða AEG góð
og öflug þvottavél óskast gegn
staðgreiðslu. Einungis gott eintak.
kbo@simnet.is
Húsnæði í boði
Íbúð til leigu
80 fm 3 herb. íbúð á jarðhæð í
Bryggjuhverfinu í Grafarvoginum.
Leigist með eða án innbús. Laus
strax. Uppl. í síma 892-9846.
Húsnæði á GranCanari
Til sölu íbúðarréttur á Sol Amadores
sem er á einum besta stað við Ama-
dores ströndina á Puerto Rico á Gran-
Canari. Um er að ræða fjögurra
manna íbúð með fullbúnu eldhúsi,
svefnherb., baðherb. og góðri stofu
ásamt mjög stórum svölum með
nuddpotti. Sól er á svölunum allan
daginn og fram á kvöld. Fallegt útsýni
niður á strönd og út á sjó. Í íbúðinni
er loftkæling, flatskjár, dvd spilari og
sími. Þvottahús er á hæðinni með
þvottavél og þurrkara, sundlaug,
snakkbar og grill, minigolfvöllur,
leiksvæði fyrir börn, útitafl, poolborð
og pílukast. Að auki fylgir VIP
aðgangur að sólbekkjum og sólhlífum
á ströndinni, hjólabátum, minigolfi á
5 stöðum, tennis og skvass.
Uppl. í símum 693 2923 og 557 7160.
Herbergi til leigu við Kringluna.
Einnig herbergi við Kastrup.
Nettenging - Uppl. í síma 899 2060.
Iðnaðarmenn
Pípulagnaþjónusta - Stillingar
kerfa - Get bætt við smáverkefnum í
pípulagnaþjónustu, ásamt stillingum
stjórnb. o.fl. Vönduð vinnubrögð.
Föst verðtilboð. Lögg. pípul.meistari.
Sími 893 7124.
Námskeið
Leðurtöskugerð
Sumardagskráin tilbúin. Ekki missa af
námskeiði þetta sumarið. Kjörið fyrir
einstaklinga, saumaklúbba og
gæsahópa. Uppl. í s. 578 1808 og á
www.leduroglist.is
Byrjendanámskeið í tennis
Skemmtileg byrjendanámskeið í
tennis fyrir fullorðna í sumar. Sumar-
skráning hafin. Tíu tíma námskeið.
Upplýsingar í síma 564 4030 og á
tennishollin.is
Óska eftir
GULL-GULLSKARTGRIPIR
Kaupum til bræðslu allar tegundir
gullskartgripa, gamla, nýlega, ónýta,
gegn staðgreiðslu. demantar.is
Magnús Steinþórsson,
Pósthússtræti 13, sími: 699-8000.
Þjónusta
MÓÐUHREINSUN GLERJA
Er komin móða eða raki á milli
glerja? Móðuhreinsun ÓÞ.
sími 897-9809.
GULL-GULLSKARTGRIPIR
Kaupum til bræðslu allar tegundir
gullskartgripa, gamla, nýlega, ónýta,
gegn staðgreiðslu. demantar.is
Magnús Steinþórsson,
Pósthússtræti 13, sími: 699-8000.
Garðsláttur á betra verði
Gerum tilboð í garðslátt fyrir húsfélög
og einstaklinga, eitt skipti eða fyrir
allt sumarið. Gæði og gott verð fara
saman hjá ENGI ehf. Sími: 857-3506.
Byggingavörur
ÚTSALA Á BYGGINGAREFNI
Allt til húsasmíði. Allt á að seljast.
Uppl. í síma 845 0454.
Málarar
Málningarvinna
Þaulvanur málari getur bætt við sig
verkefnum. Inni og úti. Vönduð og
öguð vinnubrögð. Sanngjarnt verð.
Uppl. í síma 897 2318.
Málningarvinna og múrviðgerðir
Getum bætt við okkur inni- og
útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og
góð umgengni. Tilboð eða tímavinna.
Lítið Mál ehf. S. 896-5758.
Reiðhjól
Rafmagnsreiðhjól
Rafmagnsreiðhjól, verð 98.900,-
engin tryggingariðgjöld/bensín-
kostnaður. Allt að 25 km/klst. án
þess að stíga hjólið, ca. 20 km á
hleðslunni. www.el-bike.is
Húsviðhald
Tökum að okkur að leggja PVC
dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands-
byggðinni einnig. Erum líka í
viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598.
SMS
fréttir
Skráðu þig
á mbl.is
✝ Aðalbjörn Úlf-arsson fæddist á
Vattarnesi við Reyð-
arfjörð 21. október
1928. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Skjólgarði á Horna-
firði mánudaginn 18.
maí 2009. Foreldrar
hans voru Úlfar
Kjartansson, f. 26.
nóvember 1895, d. 22.
mars 1985, og María
Ingibjörg Halldórs-
dóttir, f. 16. sept-
ember 1897, d. 29.
september 1939. Systkini Að-
albjörns voru: 1) Kjartan, f. 11. maí
1917, d. 12. maí 1917. 2) Halldóra
Hansína, f. 2. október 1918, d. 20.
ágúst 2000. 3) Jón Karl, f. 8. nóv-
ember 1920. 4) Eygerður, f. 4. nóv-
ember 1922, d. 15. maí 1982. 5) Ind-
íana Björg, f. 27. apríl 1924, d. 25.
september 2008. 6) Bjarni Sig-
urður, f. 28. júlí 1926. 7) Steinunn
Sigurbjörg, f. 25. apríl 1931. 8)
Kjartan Konráð, f. 10. júní 1935. 9)
Hreinn, f. 29. september 1937. 10)
María Úlfheiður, f. 21. júní 1939.
Á unglingsárum lauk Aðalbjörn
námi frá Alþýðuskólanum á Eiðum
og seinna matsveinsnámi við Sjó-
mannaskólann en líf
hans varð síðan líf
hins íslenska far-
andverkamanns sem
flutti sig til milli ver-
stöðva eftir því sem
atvinnutækifærin
gáfust. Oftast var
hann þá við fisk-
vinnslu á Eskifirði
eða í Vestmanna-
eyjum en hann var
einnig matsveinn á
fiskiskipum og starf-
aði um tíma á strand-
ferðaskipum Skipaút-
gerðar ríkisins. Aðalbjörn flutti til
Hornafjarðar árið 1973 og þar bjó
hann eftir það og starfaði við frysti-
húsið á Höfn svo lengi sem heilsan
leyfði.
Ungur byrjaði Aðalbjörn að setja
saman ljóð og vísur og ljóðagerð
var alla tíð hans helsta tóm-
stundagaman. Á síðustu dögum ævi
sinnar sá Aðalbjörn draum sinn
verða að veruleika er hann fékk í
hendur fyrsta eintakið af ljóðabók-
inni sinni sem nú er á lokastigi
vinnslu og mun koma út í sumar.
Útför Aðalbjörns fer fram frá
Hafnarkirkju í Hornafirði í dag, 23.
maí, kl. 10.30.
Nú, þegar sumarið er að nálgast
með birtu og yl, er Alli frændi minn
lagður af stað í þá för sem við öll eig-
um fyrir höndum. Hann kvaddi
þetta líf á sama hátt og hann lifði, í
friði og ró. Ég var svo heppin að eiga
samleið með honum um langt árabil
og þar bar aldrei skugga á, hvert
sem umræðuefnið var en þau virtust
óþrjótandi, kjör verkalýðsins, trú-
mál, heimspekilegar vangaveltur
um lífið og tilveruna eða kannski
stundum bara létt spjall um daglega
amstrið og jafnvel matargerðina. Á
liðnum vetri kynntist ég svo nýrri
hlið á Alla þegar ég tók að mér að
búa til prentunar og útgáfu ljóðin
hans sem alla ævi voru hans dægra-
dvöl. Fram til þessa hafði ég aðeins
heyrt ýmsar tækifærisvísur hans og
gamanmál en fleira rak á fjörurnar
þegar farið var að fletta blöðunum.
Ég er þakklát fyrir að honum auðn-
aðist að sjá að bókin hans varð að
veruleika og hann var sáttur við af-
raksturinn af þessu samstarfi okkar.
Tilveran öll er svo auð og tóm
svo einhverju höfum við tapað.
Það vantar það fegursta vorglaða
blóm
sem veröldin enn hefur skapað.
(A.Ú.)
Með þessum orðum kveð ég kær-
an frænda og þakka honum sam-
fylgdina og traustið sem hann sýndi
mér þegar hann trúði mér fyrir ljóð-
unum sínum sem voru honum svo
óendanlega mikils virði.
Elísa Jónsdóttir.
Hann Alli Bjössi móðurbróðir
okkar er dáinn. Við bjuggumst ekki
við því að kallið kæmi svona fljótt.
Það eru ekki nema nokkrar vikur
síðan við heimsóttum Alla frænda á
Landsspítalann og ljóst var að hann
var kominn með krabbamein. Það
koma upp í hugann minningar frá
æsku- og ungdómsárum okkar af
samveru og frásögnum. Alli var
hluti af fjölskyldunni þegar við vor-
um að alast upp. Hann kom alltaf í
Hafnarfjörðinn um jól og í sumarfrí-
um. Við þekktum ekki jól nema með
Alla frænda. Hann var hafsjór fróð-
leiks um fortíðina, hann kunni skil á
mönnum og gat ættfært fólk á auga-
bragði. Hann naut þess að segja frá
og frásagnarhæfileikar hans voru
þannig að maður gleymdi stund og
stað; fyrir hugskotssjónum manns
kviknaði líf, persónur og staðhættir
liðu hjá líkt og í kvikmynd. Frásagn-
argáfa hans var slík að hann hafði
alla þræði í hendi sér og tengdi
menn og málefni saman með ein-
stökum hætti. Hann var hagmæltur
með afbrigðum og orti ljóð til ætt-
menna sinna á hátíðarstundum og
margir eiga í pússi sínu brúðkaups-
ljóð og tækifærisvísur sem Alli
laumaði að fólki.
Hann hafði djúpstæðan áhuga á
harmonikutónlist. Honum var lagið
að deila með sér þekkingu sinni á
tónlistinni og opnaði augu og eyru
okkar fyrir hinum ýmsu blæbrigð-
um og leikstíl hljóðfæraleikara
þannig að við búum enn að þeirri
fræðslu.
Hann átti í fórum sínum forláta
segulbandstæki sem hann notaði til
hljóðupptöku á samræðum manna
og frásögnum og jafnvel fyrstu orð-
um barna. Tækið tók hann gjarna
með suður og raddir fortíðarinnar
hljómuðu í eyrum okkar. Að mörgu
leyti voru þessar upptökur hans
langt á undan samtímanum, því fáir
ef nokkrir hirtu um að safna og
varðveita þann þjóðararf sem býr í
lífsreynslu liðinna kynslóða.
Alli Bjössi hafði einnig mikinn
áhuga á ljósmyndun og tók myndir
af samferðafólki sínu, vinum og ætt-
ingjum og hélt ævinlega skyggnu-
sýningar í heimsóknum sínum suð-
ur.
Alli Bjössi var framúrskarandi
barngóður, þolinmóður og hvers
manns hugljúfi.
Það er með þakklæti og söknuði
sem við kveðjum hann. Guð veri með
honum.
Magnús og Ingimar.
Aðalbjörn Úlfarsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minn-
ingargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en
3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á
greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar
sem er í næsta nágrenni. Mamma var
þá starfsstúlka á deildinni þar sem
hann dvaldi og þau urðu fljótt vinir.
Eins var með okkur tvö og fyrr en
varði kom Pálmi til að hitta mig ekki
síður en mömmu. Hann fékk sér heitt
mjólkurblandað vatn í stað kaffis og
síðan sátum við saman og spjölluðum.
Þegar ég fékk bílprófið mitt 17 ára
fórum við Pálmi að skreppa á rúntinn
við tækifæri, skruppum í búðina,
sveitarúnt og nokkrum sinnum
keyrði ég honum til Varmahlíðar svo
hann gæti kosið og fannst okkur báð-
um það skemmtilegar ferðir. Eftir að
ég flutti suður hittumst við í hvert
sinn sem ég kom norður og við vorum
líka dugleg að heyrast í síma. Það var
þó lítið um norðurferðir í vetur og við
hittumst þess vegna ekkert og það
hryggir mig mikið. Við spjölluðum
saman í síma en það er þó aldrei eins
og að hittast auglitis til auglitis. Ég
veit þó að Pálmi erfir það ekki við mig
enda var hann mikið ljúfmenni. Það
er skrýtið til þess að hugsa að heim-
sóknum mínum til Pálma sé lokið
enda hafa þær verið fastur liður í
mínu lífi í svo langan tíma. Ég naut
samvistanna við hann og sömu sögu
er að segja um manninn minn og
strákana okkar en þeim þótti ógur-
lega gaman að fara í heimsókn til
Pálma og hann gaukaði alltaf að þeim
góðgæti úr bauknum sínum góða og
þeir héldu sælir og súkkulaðisaddir
heim á leið.
Ég sendi öllum aðstandendum
Pálma samúðarkveðjur og kveð hann
með lítilli og fallegri bæn sem synir
mínir, Styrmir og Hrannar, halda
mikið upp á.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum.)
Hvíl í friði, kæri vinur.
Þín vinkona
Elísabet.
Það var árið 1968 að leiðir okkar
Pálma lágu fyrst saman er ég tengd-
ist Syðra-Skörðugilsfjölskyldunni.
Pálmi hafði flutt að Syðra-Skörðugil
1961 til systur sinnar og mágs, Sig-
rúnar Júlíusdóttur og Sigurjóns M.
Jónassonar. Við Pálmi urðum strax
góðir vinir og áttum sameiginlegt
áhugamál, sauðfjárrækt og búskap,
en báðir höfðum við alist upp við
vinnu við sauðfé, eins og hirðingin á
því tíðkaðist á fyrri hluta 20. aldar,
þar sem ánum var beitt ef náðist til
jarðar og sleppt fyrir burð og gengið
til kinda tvisvar til þrisvar á dag til að
huga að sauðburði. Pálmi var síðan
31 ár heimilismaður á Syðra-Skörðu-
gili hjá tengdaforeldrum mínum og
aðstoðaði þau við búskapinn til ársins
1974 er ég fluttist að Syðra-Skörðu-
gili og tók þar við búskap, en þá fór
hann að snúast í kringum búskapinn
minn. Á Skörðugili átti Pálmi 35
kindur í sér torfkofa sem byggður
hafði verið við gamla bæinn. Hann
var mjög stoltur af þessari séreign
sinni, en það var ekki fyrr en hann
kom í Skörðugil að hann eignaðist
sitt eigið fé og fékk að hirða það sjálf-
ur.
Mér er mjög minnisstætt er hann
fór með mér til að sýna mér ærnar,
allar kópaldar og þessir fimm geml-
ingar sem hann átti voru allir með rú-
kraga. Þessar ær voru mun betur
fóðraðar og hirtar en þær ær sem ég
sá um á fjárræktarbúinu á Hesti og
snyrtimennskan í gömlu torfhúsun-
um hans sýndi hve mikla næmi hann
hafði fyrir líðan ánna. Á héraðssýn-
ingu í Skag. 1974 átti Pálmi einn af
topphrútunum og 1978 átti hann
hæst dæmda hrútinn á héraðssýning-
unni, Bóas Angason, frábæra kynbó-
takind, gersemi að allri gerð og allt til
ársins 1990 átti hann hrúta í topp-
sætum á hrútasýningum í Skagafirði.
Árið 1975 flutti hann ærnar sínar í
nýju fjárhúsin og hann ásamt tengda-
föður mínum sá um fóðrun og hirð-
ingu á fénu, en Pálmi sá alfarið um
fóðrun lambanna. Árið 1992 var
Pálmi orðinn heilsulítill og varð þá að
samkomulagi að hann flyttist á Heil-
brigðisstofnunina á Sauðárkróki. Þar
fékk hann herbergi með Jóni Halls-
syni frá Silfrastöðum sem hafði þá
verið þar í eitt ár, en þeir voru þar
síðan saman í 17 ár og tókst með þeim
óvanalega góð vinátta og tilfinninga-
samband sem aldrei bar skugga á.
Enda fór það svo, að þegar Jón lést
27. apríl sl. lagðist Pálmi banaleguna
og lést aðfaranótt jarðarfarardags
Jóns.
Pálmi var fróður um ætt sína, við
fórum nokkrum sinnum saman til
Reykjavíkur, hann til að fara til augn-
læknis og heimsækja ættingja. Pálmi
var skemmtilegur ferðafélagi, spaug-
samur og fróður um land og sögu.
Um 1970 hlaut hann Vinnuhjúaverð-
laun Búnaðarfélags Íslands fyrir
langa og dygga þjónustu við landbún-
aðarstörf. Þessi verðlaun höfðu tíðk-
ast um nokkurt árabil en Pálmi var
með þeim síðustu sem hlutu þau.
Pálmi var mjög tónelskur og naut
þess að hlusta á tónlist af hljómburð-
artækjum sem hann átti og þær einu
samkomur sem hann sótti eftir að ég
kynntist honum voru söngskemmtan-
ir Karlakórsins Heimis.
Ég og fjölskylda mín þökkum þér
samveruna og alla þá miklu vináttu
og trúmennsku sem þú sýndir
Skörðugilsheimilinu alla tíð.
Einar Eylert Gíslason,
Syðra-Skörðugili.