Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 43
Menning 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009
FYRSTA úthlutun úr Hönn-
unarsjóði Auroru til íslenskra
hönnuða fór fram á miðvikudag.
Veittir voru níu styrkir til hönnuða
og tveggja samstarfsverkefna
sjóðsins, samtals 11 milljónir
króna. Sjóðurinn var stofnaður fyrr
á árinu af velgjörðasjóðnum Au-
roru.
Sjóðnum er ætlað að styðja við
framúrskarandi hönnuði, efla gras-
rótarstarf í hönnun og vera vett-
vangur hugmynda og skapandi
hugsunar í íslenskri hönnun. Með
þessu leggur sjóðurinn sitt af
mörkum til eflingar nýsköpun og
sprotastarfsemi á Íslandi.
Styrki hlutu Hugrún Árnadóttir
og Magni Þorsteinsson fyrir skó-
línu Kronkron; Jón Björnsson fyrir
vasa steypta úr íslenskum sandi;
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir fyrir
líkkistur og duftker úr pappa-
massa; Katrín Ólína fékk styrk til
að byggja upp hönnunarfyrirtæki
sitt; Linda Björg Árnadóttir fyrir
heimilistextíl sem hún kallar Scin-
tilla; Sara María Júlíusdóttir fyrir
fatahönnun Nakta apans; Vík
Prjónsdóttir fékk styrk til vöruþró-
unar. Samstarfsverkefnin sem
styrkt voru, voru Leturgerð og
merki Hönnunarsjóðs Auroru í
samvinnu við Gunnar Þór Vil-
hjálmsson, og Hönnunarsýningin á
Kjarvalsstöðum, Hönnun 2009.
Um þessar mundir stendur yfir
sýningin „Hönnun 2009“ á Kjar-
valsstöðum sem er á vegum Hönn-
unarmiðstöðvar Íslands og Lista-
safns Reykjavík. Hönnunarsjóður
Auroru kynnir þar til leiks „Vaxt-
arsprota“ íslenskrar hönnunar, 5
upprennandi og efnilega hönnuði
sem sýna þar verk sín, en sá hluti
sýningarinnar er fyrsta opinbera
verkefni sjóðsins. Sýningin er hluti
af Listahátíð í Reykjavík.
Næsta úthlutun úr sjóðnum
verður á haustmánuðum.
Aurora
styrkir
nýja
hönnun
Ellefu milljónir
til níu styrkþega
Jón Björnsson
Sandvasana kallar
hann Flower
Eruption, en hann
sýndi þá á Hönn-
unarmarsi fyrr í
vor við góðan
orðstír.
Hugrún og Magni
í Kronkron Í úr-
skurði dómnefnd-
ar sagði að ein-
stök fagmennska
og framúrskar-
andi hönnun ein-
kenndi allt þeirra
starf.
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir Verkefni hennar snýst um
vöruþróun á umhverfisvænum líkkistum og duftkerum fram-
leiddum úr pappamassa á Íslandi til útflutnings.
Sara María Júlíusdóttir Sara María er
stofnandi, eigandi og hönnuður fata-
merkisins Forynju og verslunarinnar
Nakta apans frá 2005. Hún segir Nakta
apann verslun, vinnustofu og opið hús,
viðkomustað földa efnilegra ungmenna,
hönnuða, tónlistarmanna og hugsuða.
Katrín Ólína Katrín er einn okkar
þekktustu hönnuða. Nýjasta verkefni
hennar, „Cristal Bar“ í Hong Kong
hefur vakið athygli um allan heim.