Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 28
28 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Þau voru af ýmsum togasvörin sem blöstu í gærvið gestum á opnun sýn-ingarinnar Hvernig er að
vera barn á Íslandi? Teikningar,
jafnt sem texti, prýddu veggi
Menningarmiðstöðvarinnar í
Gerðubergi, á sýningunni sem
haldin er á vegum umboðsmanns
barna og byggist á verkefni sem
hátt í 3.000 grunn- og leikskóla-
nemendur í fjörutíu skólum unnu í
vetur.
Einungis brotabrot verkefnisins
bar þó fyrir augu á sýningunni,
enda bárust alls um eitt þúsund
svör við spurningunni.
Búa við mikið frelsi
„Það er hvergi betra að vera
barn en á Íslandi,“ sagði Hjalti
Vigfússon, 15 ára nemandi í Snæ-
landsskóla, í tölu sinni við opnun
sýningarinnar og nefndi það mikla
frelsi sem íslensk börn búa við.
Hjalti átti sæti í ráðgjafarhópi
verkefnisins ásamt jafnöldru sinni,
Viktoríu Sigurðardóttur úr Aust-
urbæjarskóla, og segja þau börn
almennt vera á þeirri skoðun að
það sé gott að búa á Íslandi. Það
þýði hins vegar ekki að það megi
ekki bæta ýmislegt. Börn vilji t.d.
fá ókeypis í strætó, fleiri rampa
fyrir hjólabretti og hjól og annað í
þeim dúr. „Það var hins vegar ekk-
ert alvarlegt,“ segir Viktoría.
Bæði segja þau krakka spá í að-
stæður barna. „Þau spá í það
ómeðvitað og eru ekkert endilega
að tala um hlutina sem vandamál,“
segir Viktoría og Hjalti bætir við:
„Það spá allir í sína hagsmuni. Það
er ekkert öðruvísi með börn en
fullorðna.“
Blaðamanni leikur forvitni á að
vita hvort kreppan hafi haft ein-
hver áhrif, en Viktoría telur þessar
hugleiðingar alltaf vera í gangi.
„Umræðan hefur samt kannski
breyst,“ segir Hjalti.
Er börnum hjartans mál
Þátttaka í verkefninu var góð í
Snælandsskóla að hans mati, en
verkefnið var ýmist unnið sem ein-
staklings- eða hópverkefni. Þá var
misjafnt eftir skólum hve mikil
vinna var lögð í kynningu þess.
Börn hafa hins vegar skoðun á
aðstæðum sínum og virðast á því
að auka megi samverustundir for-
eldra og barna. Viktoría segir
þetta koma vel í ljós á sýningunni í
Gerðubergi. „Við sjáum á mynd-
unum að þetta er börnum hjartans
mál. Þau teikna myndir af vinum
sínum og fjölskyldu. Sjálfri finnst
mér líka vel mega hvetja til þess
að foreldrar eyði meiri tíma með
börnunum sínum.“
Hún bendir á að ratleikurinn
sem haldinn verður í Gerðubergi
milli kl. 13-16 nk. sunnudag snúist
einnmitt um þetta. „Með honum er
lögð áherslu á samveruna og það
má alveg gera meira af því vera
með menningarlegar sam-
verustundir.“
Hvergi betra að vera barn
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Ungir söngvarar Börn af leikskólanum Fálkaborg tóku lagið með miklum myndarskap fyrir gesti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ráðgjafar Þau Viktoría Sigurðardóttir og Hjalti Vigfússon segja börn al-
mennt ánægð með íslenskt samfélag þótt alltaf megi breyta einhverju.
Börn velta ekkert síður
fyrir sér aðstæðum sínum
en hinir fullorðnu og
auknar samverustundir
með foreldrum eru þeim
mikið hjartans mál.
Börn telja almennt að það sé gott að búa á
Íslandi. Það þýðir hins vegar ekki að það megi
ekki bæta ýmislegt. Börn vilja t.d. fá ókeypis í
strætó og fleiri rampa fyrir hjólabretti.
„Við erum sáttir við hið ís-
lenska samfélag. Við ætlum
ekki að blanda okkur í ís-
lenska pólitík því þetta er bara
sandkassaleikur þar sem að
enginn getur sæst um hver á
að fá skófluna í útitímanum.“
Nemendur í 9. og 10. bekk
„Mér líður vel hjá ömmu.“
Stelpa í 2. bekk.
„Það er fínt að vera barn á
Íslandi en það vantar fleiri
rampa fyrir hjól og hjóla-
bretti. Það vantar fleiri mót-
orkrossbrautir á Íslandi.
Fá þægilegri stóla í skóla-
stofu. Það þarf sérstakan vegg
fyrir graffara, graffiti er mis-
skilin list. Fólk skilur ekki feg-
urðina í þessari list. Ef það
væri sérstakur veggur færu
menn að hætta að gera á hús.
Þeir þurfa að koma þessu á
framfæri.“
Strákur 12 ára.
Hvað segja
börnin?
Gaman saman Samvera er eitt þeirra við-
fangsefna sem er börnunum hugleikið.
Vorið er komið eftir langan og
strangan vetur, gróður er farinn að
taka við sér, fuglalífið verður sífellt
fjölskrúðugra, ekki hefur heyrst
annað en sauðburður gangi vel enda
tíðarfar frekar hagstætt það sem af
er. Ferðamenn eru aðeins farnir að
láta sjá sig og samkvæmt áreið-
anlegum heimildum er Josef Nider-
berger, 51% Íslendingur, vænt-
anlegur á tjaldstæðið innan tíðar og
vekur koma hans án efa tilhlökkun
hjá öllum sem hann þekkja.
Vorverkin eru hafin hér eins og ann-
ars staðar, í dag, laugardag, ætla
Kópaskersbúar að taka til hendinni
og laga til í þorpinu eftir veturinn.
Að hreinsunarátaki loknu býður
sveitarfélagið upp á kaffi, grillaðar
pylsur og drykki við áhaldahúsið.
Grásleppuvertíðinni er enn ekki al-
veg lokið þó tími þeirra sem lögðu
net sín strax í upphafi vertíðar, um
10. mars, sé liðinn. Veiðin hefur ver-
ið heldur dræm og eins og fram hef-
ur komið í fréttum urðu grá-
sleppusjómenn á Norður- og
Austurlandi fyrir miklu netatjóni í
mars enda veðurfar mjög óhagstætt.
Eftir að vertíðin hófst var tímabilið
lengt um sjö daga, úr 55 dögum í 62.
Nú hafa borist á land á Kópaskeri
ríflega 75 tonn af hrognum eða
„sulli“ sem er afli af þeim 13 bátum
sem stundað hafa grásleppuveiðar
hér í vor. Því má með sanni segja að
líflegt hafi verið við höfnina und-
anfarið.
Listahátíð í Reykjavík teygir að
þessu sinni anga sína til Kópaskers
þar sem vitinn við Kópasker er einn
fjögurra vita á landinu sem hýsa
myndlistarsýningar undir heitinu
„Brennið þið vitar“.
„Heiti sýningarinnar er sótt í ljóð
Davíðs Stefánssonar, ort í tilefni Al-
þingishátíðar árið 1930, þar sem vit-
um er lýst sem leiðarljósum sjófar-
enda. Nú verður dæminu snúið við,
enda síður þörf á að senda ljósmerki
á haf út í bjartri sumarnóttinni. Vit-
unum er ætlað að beina annars kon-
ar leiftri inn til lands og „lýsa hverj-
um landa“ eftir harðan vetur
upplausnar og óvissu. Fólk er hvatt
til að ferðast á milli vita í sumar,
taka þátt í sérstökum menningar-
viðburði, heimsækja þessi for-
vitnilegu mannvirki og njóta ein-
stakrar náttúrufegurðar,“ segir á
vef Listahátíðar.
Listamaður í Kópaskersvita er Ás-
dís Sif Gunnarsdóttir og var sýning
hennar „Assan yrkir“ opnuð með
formlegum hætti sunnudaginn 17.
maí sl. að viðstöddum góðum gestum
auk heimafólks. Sýningin er sam-
starfsverkefni Listahátíðar í
Reykjavík, Menningarráðs Eyþings
og Vitastígs á Norðausturlandi og
verður opin frá 1. júní til 2. ágúst,
fimmtudaga-sunnudaga, kl. 13.00-
18.00.
Ásdís, sem nam myndlist í New
York og Los Angeles, fæst við
myndbanda- og gjörningalist þar
sem hún bregður sér í ólík hlutverk
dulspárra vera. Auk sýningarinnar í
vitanum hyggst hún standa fyrir
uppákomum í sumar, t.d. um sum-
arsólstöður en um þá helgi er stefnt
að sólstöðuhátíð á Kópaskeri sem er
hugsuð sem tækifæri fyrir brott-
flutta og ættaða af svæðinu til að
hittast á gömlum slóðum, skemmta
sér og öðrum og njóta náttúru og
menningar í hinni „nóttlausu vor-
aldar veröld“.
Í sumar verður ýmislegt í boði fyrir
ferðalanga sem áhuga hafa á söfnum
og sýningum því auk vitasýning-
arinnar verður Jarðskjálftasetrið
opið frá 17. júní, í Bragganum í
Núpasveit sýnir Ingunn St. Svav-
arsdóttir, YST, verk sín frá 27. júní
undir yfirskriftinni „Sagt í lit“, auk
þess sem Byggðasafnið á Snart-
arstöðum verður opið alla daga frá 1.
júní.
Nýlega voru stofnuð samtök vel-
unnara Kópaskersskóla með það að
markmiði að standa vörð um grunn-
skólahald á Kópaskeri og hafa fjöl-
margir gerst félagar í samtökunum.
Þrátt fyrir það verður skólanum slit-
ið í síðasta sinn nk. mánudag vegna
ákvörðunar sveitarstjórnar Norð-
urþings þess efnis og þar með brotið
blað í um áttatíu ára sögu skólahalds
á Kópaskeri.
KÓPASKER
Kristbjörg Sigurðardóttir, fréttaritari
Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir
Skólahúsið Jarðskjálftasetrið er til húsa í skólahúsinu á Kópaskeri.