Morgunblaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009
Hnúturinn hertur Þessi ungi maður var með hnútana á hreinu þar sem hann fylgdist með kassabílaralli á Ingólfstorgi í gær. Í rallinu kepptu krakkar frá frí-
stundaheimilum Frostaskjóls á kassabílum sem þeir hafa smíðað og skreytt. Kári var í besta skapi á meðan á rallinu stóð og leyfði sólinni að gæla við börnin.
Eggert
Kári Harðarson | 22. maí
Hvenær á maður
eitthvað?
Maður á ekki börnin sín,
maður gætir þeirra.
Þetta sagði indverskur
spekingur hvers nafn ég
man ekki í svipinn. …
Af sömu ástæðu finnst
mér kvótakerfið algerlega út í hött. Það
eina góða við kerfið, er að það bjargar
fiskinum frá útrýmingu. Það býr hins
vegar til ríka stóreigendastétt úr engu.
…
Ég gæti alt eins tekið öll tré á land-
inu, girt þau inn í reit og selt fóki að-
gang, mikið rosalega yrði ég ríkur.
Sama með heitt og kalt vatn. Þetta er
röng leið til að skapa ríkidæmi því það
er enginn að skapa verðmæti, það er
bara verið að setjast á þau.
Nei, þarna á hvorki rányrkja né kapít-
alismi heima. Sumir hlutir verða að
vera sameign okkar allra. Takmörkum
veiðarnar, en ekki rugla veiðiheimild-
unum saman við eignarrétt.
Kapítalistamódelið á ekki við, menn
misnotuðu það af því það var í tísku á
sínum tíma. Maður með hamar heldur
að allt sé nagli.
Meira: kari-hardarson.blog.is
Þráinn Jökull Elísson | 22. maí
Sandkassaleikurinn
Mér þætti fróðlegt að
vita hvort nokkrum
manni kemur til hugar
að Sjálfstæðisflokkurinn
plús Framsókn-
armaddaman hefðu get-
að leitt þjóðina úr þeim
gífurlegu erfiðleikum sem við glímum
við nú.
Áttatíu daga ríkisstjórnin tók við
þrotabúi og ekki hefur staðan lagast.
Ef einhverjir "besservissar" telja sig
hafa úrlausn á þeim vandamálum sem
núverandi ríkisstjórn er að glíma við,
þá endilega komið slíku á framfæri.
Það gæti orðið fróðleg lesning.
Meira: iceberg.blog.is
Svanur Gísli Þorkelsson | 22. maí
Bob Dylan „The
words are a stolen“
Þegar Bob Dylan var 16
ára (1957) sendi hann
ljóð sem hann sagði
vera eftir sjálfan sig til
birtingar í blaði sem
gefið var út af sum-
arbúðum fyrir drengi.
(Herzl Camp in Webster,Wis).
Ljóðið heitir „Little Buddy“og hefur
oft verið tekið sem dæmi um snilli
Dylans sem skálds, jafnvel á unga
aldri.
Nú hefur komið í ljós að „ljóðið“ er
að mestu leyti sönglagatexti eftir kan-
adíska sveitalagasöngvarann Hank
Snow sem hann gaf út á plötu 11 ár-
um áður en Dylan sendi inn „ljóðið
sitt“ til Lisu Heilicher sem þá var 16
ára og ritstjóri búðablaðsins.
Meira: svanurg.blog.is
SAMKVÆMT nýjum stjórn-
arsáttmála ríkisstjórnarinnar mun
hún vinna að því markmiði að
byggja upp opið og skapandi um-
hverfi sem stenst samanburð við
það sem best gerist í nágrannalönd-
um okkar í Evrópu, bæði að því er
varðar efnahag og lífsgæði. Í þeim
efnum er sérstaklega horft til
frændþjóða okkar á Norðurlöndum
og kveðið á um að endanlegt mark-
mið sé að skapa norrænt velferð-
arsamfélag á Íslandi. Markmið sem
þetta þarf ekki að undrast enda eru lífskjör og
mannréttindi á Norðurlöndunum með því besta
sem gerist í heiminum. Að sama skapi er frekari
opnun hagkerfisins þjóðinni til mikilla hagsbóta
þar sem mikil verðmæti eru fólgin í þeirri þekk-
ingu sem slík stefna dregur inn í hið íslenska hag-
kerfi. Ólík sýn á hlutina eykur líkur á framþróun
og bættum lífskjörum enda geta þjóðir heims
miðlað kunnáttu sín á milli og nýtt það besta úr
mörgum heimum.
Líkt og flestum er ljóst lentu Íslendingar í
miklum hremmingum á nýliðnum vetri og glímir
þjóðin nú við áskoranir af áður óþekktri stærð.
Vandræðin má rekja til fjölmargra þátta, t.a.m.
alþjóðlegs fjármálaumhverfis, ofvaxins banka-
kerfis, viðkvæmrar örmyntar, útgjaldastefnu hins
opinbera, áhættusækni í fyrirtækjarekstri og
neyslugleði landsmanna. Við úrlausn vandans er
mikilvægt að leita í smiðju annarra þjóða (líkt og
ný ríkisstjórn stefnir að) og nýta sér þekkingu og
reynslu þeirra til góðra verka. Ef vel tekst til
geta Íslendingar skapað jákvætt fordæmi sem
aðrir geta dregið lærdóm af, enda ljóst að um-
fangsmikil efnahagsvandamál hrjá fleiri þjóðir
um þessar mundir.
Nú þegar á móti blæs er engu að síður mik-
ilvægt fyrir Íslendinga að hafa hugfast að lífskjör
hérlendis hafa verið með því besta sem gerist í
heiminum í seinni tíð. Þannig hefur góður árang-
ur náðst á fjölda sviða sem mikilvægt er að
standa vörð um. Íslendingar hafa búið við sterkt
velferðarkerfi þar sem framlög til mennta- og
heilbrigðismála hafa verið með þeim hæstu í
heimi, lífslíkur eru hér hæstar, barnadauði í lág-
marki, atvinnuþátttaka kvenna mikil, samgöngur
til fyrirmyndar, lífeyrissjóðakerfið er sterkt, hér
er stunduð sjálfbær nýting á verðmætum nátt-
úruauðlindum, skattkerfið er einfalt,
skilvirkt og hvetjandi. Þannig mætti
lengi telja. Það eru því margir styrk-
leikar sem byggja má á til framtíðar
og því ber að fagna. Af þessari upp-
talningu má sjá að erlendar þjóðir
geta lært ýmislegt af Íslendingum
rétt eins og Íslendingar geta fært
sér reynslu og þekkingu annarra
þjóða í nyt.
Íslendingar eru vinnusöm þjóð.
Atvinnuþátttaka hefur í gegnum tíð-
ina verið með því hæsta sem gerist í
heiminum, sveigjanleiki vinnumark-
aðar mikill og atvinnuleysi í lág-
marki. Þetta er mikill styrkleiki og því afar brýnt
að ráða sem fyrst bug á vaxandi atvinnuleysi með
ríflegri lækkun vaxta og sveigjanleika gagnvart
atvinnulífinu. Ein af meginástæðum þess að Ís-
lendingar hafa verið viljugir til að leggja hart að
sér og vinna umfram lágmarkstímafjölda er fyr-
irkomulag skattkerfisins hérlendis. Einfalt, rétt-
látt skattkerfi með lágum jaðarsköttum á launa-
tekjur og miklum hvata til fjárfestinga og
atvinnustarfsemi er mun líklegra til að draga
þjóðina útúr vandanum en flókið, þrepaskipt
skattkerfi með háum jaðarsköttum á launatekjur
og meiri hvata til neyslu en fjárfestinga.
Viðskiptaráð Íslands hefur legið undir ámæli
fyrir setningu sem birtist í skýrslu til Við-
skiptaþings 2006 sem bar yfirskriftina Ísland
2015. Þar segir orðrétt að ráðið leggi til að „Ís-
land hætti að bera sig saman við Norðurlöndin
enda stöndum við þeim framar á öllum sviðum“.
Við nánari skoðun kemur í ljós að með setning-
unni er vísað til skattkerfa landanna sem hafa
verið mótuð með ólíkum áherslum. Engu að síður
er um óheppilegt orðalag að ræða og er það mið-
ur. Inntakið byggist á þeirri staðreynd að Norð-
urlöndin hafa grundvallað skattkerfi sín á stig-
vaxandi sköttum, miklum tekjutengingum og
tiltölulega flóknu bótakerfi. Þetta leiddi til þess
að jaðarskattar voru komnir langt umfram það
sem eðlilegt gat talist, en þegar verst lét fengu
Svíar innan við tíu krónur í eigin vasa af síðustu
hundrað krónunum sem þeir þénuðu. Til að
bregðast við þessum vanda hafa frændur okkar
reynt að einfalda skattkerfi sín á undanförnum
árum, lækka jaðarskatta og draga úr heild-
arskattheimtu, einkum í Svíþjóð og Danmörku.
Einföld skattkerfi með lágum jaðarsköttum hafa
reynst ríkjum heims vel í gegnum tíðina og því
ættu Íslendingar ekki að gleyma nú þegar sverf-
ur að í ríkisfjármálum.
Íslendingar geta margt lært af nágrannaríkj-
um sínum, ekki síst Norðurlöndunum. Hófsemi,
áhættufælni, langtímaáætlanagerð, góðir stjórn-
arhættir fyrirtækja, samkvæmni í ákvarðanatöku
hins opinbera, gagnsæi og heiðarleiki í stjórn-
sýslu, stöðugleiki í peningamálum og öflug eft-
irfylgni regluverks eru allt þættir sem ber að
horfa til. Íslendingar ættu þó að gæta þess að
glata ekki verðmætum þjóðareinkunnum þrátt
fyrir tímabundinn mótbyr. Hér ríkir frum-
kvöðlaandi, dugnaður, kraftur og almennur metn-
aður til að gera vel. Virðing er borin fyrir ein-
staklingsframtaki og Íslendingar trúa því flestir
að ávinningur eigi að vera í samræmi við framlag.
Á sama tíma ríkir mikill vilji til að standa vörð um
þá sem minna mega sín og þurfa á aðstoð að
halda. Þessir þættir fara vel saman enda er verð-
mætasköpun einstaklinga grundvöllur þess að
hægt sé að bjóða upp á sterka velferðarþjónustu.
Íslendingar ættu alltaf að setja markið hátt.
Þrátt fyrir að margir vilji rekja núverandi vanda
til einhverskonar mikilmennskuæðis er þetta
þjóðareinkenni mikilvægur drifkraftur okkar fá-
menna samfélags. Það er því fagnaðarefni að rík-
isstjórnin stefni á að koma Íslandi á lista meðal
tíu samkeppnishæfustu ríkja heims árið 2020 líkt
og tilkynnt var nýverið. Til að svo megi vera ættu
stjórnvöld að horfa til þeirra ríkja sem standa
fremst á hverju sviði, en ekki einskorða sig við
eina fyrirmynd. Margt má læra af Norðurlönd-
unum, en ekki síður af öðrum löndum sem státa
af stöðugum og afar góðum lífskjörum, t.a.m.
Sviss, Ástralíu, Kanada, ýmsum ríkjum Evrópu-
sambandsins og iðnríkjum Asíu. Með þeim hætti
hámarka stjórnvöld líkur þess að þjóðin nái sér
fljótt úr núverandi öldudal og Íslendingar búi
áfram við lífskjör eins og þau gerast best í heim-
inum.
Eftir Finn Oddsson »Markmið sem þetta þarf ekki
að undrast enda eru lífskjör
og mannréttindi á Norðurlönd-
unum með því besta sem gerist í
heiminum.
Finnur Oddsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs.
Lítum til allra átta
BLOG.IS
Elín Helga Egilsdóttir | 22. maí
Hafra- og
heilhveitipönnsur
Hvað er betra en að
starta deginum á klipp-
ingu og pönnsum? Þó
aðallega pönnsunum!
Mínar uppáhalds eru
að sjálfsögðu mömmu-
pönnsur. Þunnar með
götum, smá gúmmíkenndar og
bragðið af þeim, - maður minn. Ís,
súkkulaðisósa, jarðarber, rjómi og
mömmupönnsur = gleði! Ekkert sem
stenst þær!
Annars bjó ég til hafra- og heil-
hveitipönnsur í hádegismat í dag og
CAL-A-ZON-AY úr afgangsdeiginu
síðan á miðvikudaginn! Pönnsurnar
eru eitthvað sem ég er að prófa í
fyrsta skipti og herre gud hvað þær
voru fullkomlega æðislegar! Þykkar,
mjúkar að innan, stökkar að utan -
eins og ekta amerískar ef þið fílið
svoleiðis.
Meira: ellahelga.blog.is