Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Land eða bústaður óskast við Þingvallavatn t.d. í Nesjahrauni (Grámel) að þjóðgarði. Staðgreiðsla í evrum fyrir rétta eign. Svar sendist á thingvallavatn@gmail.com Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Þ að hrukku margir við þeg- ar Hagstofan birti upp- lýsingar um að Íslend- ingum væri tekið að fækka og að leita þyrfti 120 ár aftur í tímann til að finna for- dæmi fyrir mannfækkun á Íslandi. Fækkunina nú má að einhverju leyti skýra með efnahagshruninu, en meiri áhrif eru af því að hin gríðarlega fjölgun útlendinga hér á landi á ár- unum 2005-2008 er að ganga til baka. Framfarir í efnahags- og atvinnu- lífi landsmanna voru hægar framan af 19. öld og landsmönnum fjölgaði hægt. Á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar fækkaði fólki t.d. í 9 ár af 20. Heilbrigðisþjónustan var léleg og dánartíðni há. Sjúkdómar hjuggu stór skörð í raðir landsmanna með reglulegu millibili. Árið 1846 reið mislingafaraldur yfir og fækkaði þá þjóðinni um 2% á einu ári. Næstu ár voru þjóðinni hagstæð og fólki fjölg- aði ár frá ári. Heldur dró úr fjölgun árið 1856 þegar fjárkláði lagði annan aðalatvinnuveg landsmanna, sauð- fjárrækt, í rúst um stóran hluta landsins. Á árunum 1859-60 gengu tveir afar skæðir faraldrar yfir land- ið, taugaveiki og barnaveiki, sem leiddi til þess að 1860 fækkaði lands- mönnum um næstum þúsund manns. Stöðnun á tíma Vesturferðanna Árið 1871 fara landsmenn í fyrsta skipti yfir 70 þúsund, en nú voru hins vegar að ganga í garð erfiðir tímar. Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði, segir að 8. og 9. áratugir 19. aldar séu „dramatískustu áratug- ir í íslenskri mannfjöldasögu“. Á þessum árum standa vesturferð- irnar sem hæst en talið er að frá 1874-1905 hafi 15-20 þúsund manns flust til Ameríku. Guðmundur segir að harðindi hafi verið á Íslandi á 9. áratugnum sem hafi leitt til þess að heiðarjarðir og býli sem voru á mörk- um byggðar hafi lagst af. Þetta hafi leitt til mestu fækkunar á Norður- og Austurlandi síðan á tímum móðu- harðindanna. Til viðbótar gekk alvar- legur mislingafaraldur yfir landið 1882. Landsmönnum fjölgaði ekki neitt frá 1870 til 1890, en þá batnaði ástandið mikið. Saman fór betra tíð- arfar og framfarir í sjávarútvegi og landbúnaði. „Um miðjan 10. áratug 19. aldar hefst eitt mesta fólksfjölgunarskeið sem um getur í Íslandssögunni og það stendur alveg til 1965 þegar fer að draga úr fæðingartíðni,“ segir Guðmundur. Í fólksfjöldafræðum er oft talað um fjögur stig. Á fyrsta stiginu er fæð- ingartíðni há og dánartíðni há. Á öðru stiginu lækkar dánartíðnin en fæð- ingartíðni er áfram há. Við þessar að- stæður fjölgar fólki mikið. Á þriðja stigi dregur úr fæðingartíðni. Á fjórða stigi eru báðar tölurnar, fæð- ingartíðni og dánartíðni, lágar. Tíma- bilið frá 1945-1965 hefur verið kallað tímabil barnasprengjunnar. Þjóðinni fjölgaði þá um u.þ.b. 2% á ári. Þetta má þakka hárri fæðingartíðni og framförum í læknisfræði, bólusetn- ingu og fleira. Guðmundur Jónsson segir að þó að fæðingartíðni íslenskra kvenna hafi lækkað sé hún ennþá mun hærri en í flestum öðrum ríkjum Evrópu. Í öll- um kreppum á Íslandi hefur fæðing- artíðni lækkað, en enn eru ekki komnar fram vísbendingar um að það sama muni gerast nú. Raunar bárust fréttir af því á dögunum að fæðingum á Landspítala hefði fjölgað. Ekki jafnmikill aðflutningur síð- an á landnámsöld Það sögulega sem hefur gerst á síðustu árum er gríðarlegur aðflutn- ingur fólks frá útlöndum á árunum 2005-2008. Hann er meiri en til hinna Norðurlandanna og raunar segir Guðmundur að það þurfi að fara aftur til landnámsaldar til að finna viðlíka aðflutning fólks til landsins. Eftir að stórum verkefnum á sviði uppbygg- ingar stóriðju lauk og bankarnir hrundu hefur stór hluti þessa fólks flust frá landinu. Tölur Hagstofunnar sýna að karlmönnum fækkar mun meira en konum og að fækkun er mest á Austurlandi. Þetta bendir til þess að fækkun nú megi að stórum hluta skýra með því að útlendingar, sem komu í góðærinu til að vinna, séu að flytja frá landinu. Hafa þarf í huga að síðustu áratug- ina hafa yfirleitt fleiri Íslendingar flutt frá landinu en til þess, líka í góð- æri. Stór þáttur í þessu er að margir landsmenn sækja menntun til út- landa. Sum ár, eins og t.d. á áttunda áratugnum þegar barnasprengju- kynslóðin var að mennta sig, hefur þetta haft greinileg áhrif á tölur um fjölda landsmanna. Það á eftir að koma í ljós í hversu miklum mæli Íslendingar eiga eftir að flytja frá landinu í kjölfar hruns- ins. Ef fæðingartíðni lækkar á sama tíma og fólk flytur frá landinu mun landsmönnum fækka. Ljóst er að staða efnahagsmála ræður miklu um þróunina. Fólk tekur ekki ákvörðun um að flytja úr landi með stuttum fyrirvara og þess vegna hefst brott- flutningur ekki fyrr en líður á krepp- una og eins er þekkt að þeir halda áfram í talsverðan tíma eftir að efna- hagslífið er byrjað að lagast. Guð- mundur á þó ekki von á jafnmiklum breytingum og í lok 19. aldar. „Ég á ekki von á að við munum upplifa við- líka breytingar og þá.“ Á Íslendingum eftir að fækka?  Í fyrsta skiptið í 120 ár fækkar fólki á Íslandi, fyrst og fremst vegna þess að útlendingar eru að flytja burt  Sú þróun mun halda áfram ef fæðingartíðni lækkar og Íslendingar flytja frá landinu í meira mæli en áður Morgunblaðið/Jakob Fannar Barnalán Þótt fæðingartíðni hér á landi hafi lækkað er hún ennþá mun hærri en í flestum öðrum ríkjum Evrópu.                                                                                                         !  !           !  !          !  !              "             !     # $         &'    ! (       !             #  )    *    +,-./0  01/-0,.   * !2(     3    %   51-678  51-+,8  51-81.        0-68/       
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.