Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 ELDFJALLIÐ Vesúvíus, austur af Napolí á Ítalíu, lét á sér kræla 23. ágúst árið 79. Íbúar í nágrenninu kipptu sér reyndar ekkert upp við jarðskjálfta, enda voru þeir alltíðir. Þeir furðuðu sig hins vegar á að í byrjun mánaðarins hafði vatn tekið að þverra á svæðinu. Hver brunn- urinn á eftir öðrum þornaði upp. Daginn eftir, 24. ágúst, hófst gríð- arlegt sprengigos í fjallinu, sem lagði nálægðar byggðir í rúst. 10 til 25 þús- und manns fórust. Bærinn Pompei grófst í ösku og gjall, sem og Herculaneum. Þeir voru síðar grafnir upp og þá birtist fólki ótrúlega skýr mynd af lífi fólksins fyrir hartnær tveimur árþúsundum. 23. ágúst var dagur guðsins Vúlk- ans. Rómverjar sögðu hann guð elds- ins, þar á meðal eldfjalla. Einu sinni á ári, 23. ágúst, voru honum færðar fórnir. Stærsti helgidómur hans var í Róm og er talinn hafa verið reistur um 800 f. Krist. Engar sögur fara af þeim fórnum sem Vúlkani voru færðar 23. ágúst 79. En af einhverjum ástæðum reidd- ist guðinn og lét Vesúvíus spúa eldi og eimyrju. Á aðeins 19 klukkustund- um spúði eldfjallið fjórum rúmkíló- metrum af ösku og gjalli yfir land- svæðið suður og suðaustur af eldgígnum. Gjóskan sem lagðist yfir Pompei náði þriggja metra dýpt. Til er frásögn Plinys hins yngri á atburðunum, en hann var staddur 35 kílómetra frá gosinu. Hann lýsti gos- súlunni svo: „Ég get ekki gefið ná- kvæmari lýsingu á henni en að líkja henni við furutré, því hún reis hátt upp í loftið eins og breiður trjástofn og dreifðist efst eins og í greinar … Sums staðar var hún björt, annars staðar dekkri og flekkótt, enda upp- full af jarðvegi og glóð.“ Gosskýið ruddist svo niður hlíðar fjallsins og eitrað gas eyddi öllu lífi sem fyrir varð. Skýið var um 850 gráðu heitt þegar það ruddist upp úr gígnum og um 350 gráður þegar það náði til byggða. Eldfjallið hefur margsinnis gosið á síðustu tvö þúsund árum, síðast árið 1944. Þessi gos hafa hins vegar ekki verið jafn mikil og gosið árið 79 og fjarri því að hafa jafn skelfilegar af- leiðingar. Vesúvíus er hins vegar enn afar ógnvekjandi, enda búa um þrjár milljónir manna við rætur eldfjalls- ins. rsv@mbl.is Á þessum degi ... 23. ÁGÚST 79 VÚLKAN REIÐIST Guðinn Ævaforn stytta af Vúlkani, guði elds og eldfjalla. Dagskrá Fimmtudagur 27. ágúst 8:30–9:00 Skráning 9:00–9:20 Setning 9:20–10:20 Gordon Munro, University of British Columbia: The efficiency of rights based fisheries management schemes and the quest for resiliency: An overview Kaffihlé 10:40–11:20 Ragnar Árnason, Háskóla Íslands: Building on ITQs: A View to the Future 11:20–12:00 Gary Libecap, University of California at Santa Barbara: Efficiency advantages of first possession or grandfathering allocations instead of auctions in rbm programs Hádegisverður 13:30–14:10 Anthony Cox, OECD: Distributional issues in rights based fisheries systems: Lessons from OECD experience 14:10–14:50 Christopher Costello, University of California at Santa Barbara: Can catch shares prevent fisheries collapse? 14:50–15:30 Stan Crothers, fyrrverandi starfsmaður sjávarútvegsráðuneytis Nýja Sjálands: The strategic development of New Zealand’s successful fisheries management system Kaffihlé 16:00–16:40 Rögnvaldur Hannesson, Norges Handelshøyskole: Norway’s experience with ITQs 16:40–17:30 Håkan Eggert, Göteborgs Universitet: Sweden’s road to ITQ 17:30–17:40 Gunnar Haraldsson, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands: Samantekt Föstudagur 28. ágúst 9:00–9:40 Poul Degnbol, EU: A policy framework for efficient fisheries management – the reform of the CFP 9:40–10:20 Hjalti í Jákupsstovu, Havstovan: Faroese fisheries management. Kaffihlé 10:40–11:20 Ola Flåten, Norges Fiskerihögskole: Fisheries rent creation and distribution – the imaginary case of Codland 11:20–12:00 Niels Vestergaard, Syddansk Universitet: Development of right based fisheries management in Denmark and Greenland Hádegisverður 13:30–14:10 Rolf Willmann, FAO: Small scale fisheries in the fish rights context 14:10–14:50 Kevin Fram, DFO, Kanada: The challenges and benefits of integrating aboriginal rights into Canada’s commercial fisheries 14:50–15:00 Gunnar Haraldsson, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands: Samantekt Kaffihlé 15:30–16:30 Pallborðsumræður: Hvað höfum við lært? Þátttakendur: Stan Crothers, Poul Degnbol, Gordon Munro, Jóhann Sigurjónsson, Hafrannsóknarstofnun, Grímur Valdimarsson, FAO. Stjórnandi: Carl-Christian Schmidt, OECD Ráðstefnustjóri: Gunnar Haraldsson, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið Skilvirk fiskveiðistjórnun27.–28. ágústSal 132 í Öskju, Háskóla Íslands Skráning fer fram á vef ráðstefnunnar: www.ioes.hi.is/conference/home.html og lýkur 24. ágúst. Ráðstefnugjald 20.000 kr. • Ráðstefnan fer fram á ensku. Ráðstefna í fiskihagfræði á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2009. Skipulögð af Hagfræðistofnun Háskóla Ísland fyrir hönd sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Eastman Kodak-fyrirtækið hefur til- kynnt að framleiðslu Kodachrome- litfilmunnar verði hætt á árinu eftir 74 ára framleiðslu. Alveg einstakt litaraft „Það hefur hver filma sitt litaraft og Kodachrome hefur alveg einstakt litaraft,“ segir Guðmundur Ingólfs- son ljósmyndari. „Hún var á sínum tíma fyrsta litfilman fyrir almenning. Vandinn sneri að framkölluninni, filman var eiginlega svarthvít þangað til hún var framkölluð, þá fyrst voru litarefnin sjálf sett í filmuna. Þegar hún var hvað útbreiddust, fyrir um 30 árum, sendum við filmurnar í framköllun til Kaupmannahafnar, seinna sendu þeir þær til Parísar og á síðustu árum var Kodachrome aðeins framkölluð á tveimur stöðum í heim- inum; Genf í Sviss og Rochette í Bandaríkjunum. Tímaritaljósmynd- arar voru sérstaklega hrifnir af Kodachrome af því hún gefur svo fal- lega og kröftuga liti. National Geog- raphy birti lengi vel ekki myndir af öðrum filmum. Ég notaði þessa filmu nú ekki mik- ið, en ég veit að ljósmyndari Morg- unblaðsins, Raxi, tók talsvert á Ko- dachrome og Páll Stefánsson var æðstiprestur Kodachrome á Íslandi. Hann fór svo yfir í Fujichrome Velvia, þegar hún kom á markaðinn, enda hægt að framkalla hana hér heima.“ Þegar mikið stóð til „Já, ég notaði Kodachrome tals- vert, sérstaklega þegar mikið stóð til og við höfðum tímann fyrir okkur,“ segir Ragnar Axelsson. „Hún skilaði miklu fallegri myndum, en við þurft- um að senda hana í framköllun til Kaupmannahafnar og bíða í viku. Það var ekki alltaf hægt. En nú hefur hún farið halloka fyrir digitalinu, þar sem tölvutæknin víkur eiginlega hinum mannlega þætti ljós- myndunarinnar til hliðar. Þetta er allt orðið upp á einsleikann og tími sérstöðunnar er að líða undir lok. Einu sinni tók ég forsíðumynd af Strandarkirkju á jólablaðið og notaði auðvitað Kodachrome. Svo vildi það til að filman datt í gólfið og einhver steig ofan á hana og rispaði. Við vor- um í eina sex, sjö tíma að losna við rispuna. Nú myndum við bara kippa henni í burtu með einu handtaki.“ Yfirburðafilma fyrir alla „Já, eru þeir að kalla mig æðsta- prest Kodachrome á Íslandi,“ segir Páll Stefánsson og hlær. „Hún var yf- irburðafilma fyrir alla og ég notaði hana eingöngu fyrstu átta árin; ’82- ’91. Hún er ofsalega hæg og svo erfið í framköllun. Efnafræðin var ekki komin á stig 2009 þegar Kodachrome leit dagsins ljós. En hún gefur góðar myndir og er laus við korn þannig að það er auðveldara að stækka mynd- irnar meira en allar aðrar. Það var erfitt að þurfa að senda filmur utan til framköllunar og bíða svo einhverjar vikur. Þegar maður er Einstök filma á endastöð Súla við Langanes Páll Stefánsson notaði eingöngu Kodachrome filmur í átta ár og félagar hans kalla hann æðstaprest filmu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.