Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 45
Minningar 45 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Selhellu 3 Hafnarfirði Sími 517 4400 • www.englasteinar.is ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR TH. ÁRMANN ballettkennari, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 24. ágúst kl. 11.00. Sigbjörn Björnsson, Ragna J. Sigurðardóttir, Ásta Björnsdóttir, Guðni B. Guðnason, Pálína Björnsdóttir, Sigurður Gísli Sigbjörnsson, Sigríður Th. Sigbjörnsdóttir. ✝ Elskulegur sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, ERLAR JÓN KRISTJÁNSSON, Árnatúni 4, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju mánudaginn 24. ágúst kl. 14.00. Auður Júlíusdóttir, Auður Bergþóra Erlarsdóttir, Albert Steingrímsson, Katrín Eva Erlarsdóttir, Vignir Örn Oddgeirsson, Jónína K. Kristjánsdóttir, Bernt H. Sigurðsson, Kristján J. Kristjánsson, Svandís Einarsdóttir, Þóra M. Halldórsdóttir og barnabörn. ✝ Okkar hugljúfa eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, MARY ALBERTY SIGURJÓNSDÓTTIR hjúkrunarkona, Faxatúni 32, Garðabæ, sem lést mánudaginn 3. ágúst, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ þriðjudaginn 25. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Grensásdeild Landspítalans. Jón Fr. Sigvaldason, Ragnheiður Edda Jónsdóttir, Guðmundur Þór Kristjánsson, Líney Rut Guðmundsdóttir, Jón Grétar Guðmundsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNÍNA ÁGÚSTSDÓTTIR, áður Dalbraut 18, Reykjavík, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 25. ágúst kl. 15.00. Ragnhildur Ásmundsdóttir, Árni Arnþórsson, Óskar Már Ásmundsson, Þráinn Ásmundsson, Guðbjörg Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GEIR KRISTJÁNSSON, Brúnalandi 32, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 14. ágúst, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 26. ágúst kl. 15.00. Anna Gísladóttir, Kristján Geirsson, Droplaug Guðnadóttir, Margrét Geirsdóttir, Haukur K. Bragason, Birkir Kristjánsson, Anna Björk Kristjánsdóttir, Kristófer Geir Hauksson, Helga Margrét Hauksdóttir. Garðar Pétur Ingjaldsson ✝ Garðar PéturIngjaldsson fæddist á Landspít- alanum í Reykjavík 10. júní 1982. Hann lést í Reykjavík 23. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans eru Inga María Hansen Ásgeirsdóttir frá Bolung- arvík og Ingjaldur Kárasson frá Blöndu- ósi. Systur Garðars sammæðra eru Guðbjörg Hansen, f. 1991, og Rósa María Hansen, f. 1994 og systkini sam- feðra eru Anton, f. 1995 og Ásta Lilja, f. 2007. Dóttir Garðars og Sóleyjar Báru Bi- toni er Sigurlaug Birna, f. 8. janúar 2003. Unnusta Garðars er Freyja Ösp Burknadóttir, dóttir þeirra er Birgitta Rut, f. 22. janúar 2009. Garðar bjó fyrstu 4 æviár sín á Blönduósi en þegar foreldrar hans slitu samvistum flutti hann vestur til Bolung- arvíkur með móður sinni og bjó hann þar hjá móðurforeldrum til 9 ára aldurs er hann flutti til móður sinnar og fóst- urföður, Sigurðar Hansen, í Mos- fellsbæinn. Að loknu námi í Varm- árskóla í Mosfellsbæ lá leið hans til sjós sem varð síðan hann aðalatvinna til dauðadags. Útför Garðars Péturs fór fram frá Laugarneskirkju 5. ágúst. Meira: mbl.is/minningar Ingeborg G. Skeggjason ✝ Ingeborg Dorot-hea Günther Skeggjason fæddist í Neugersdorf í Þýska- landi 25. september 1926. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands á Selfossi 29. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Kristina og Max Günther. Yngri bræður hennar, Frithjof og Sigfrid, eru báðir á lífi. Ingeborg lærði hjúkrun á sjúkrahúsi Diakoni-systra í Hirshberg í Riesengeb- irge. Eftir stríð kom Ingeborg til Íslands og hóf starf við hjúkrun á elliheimilinu Grund 1949. Þar starfaði hún með hléum næstu áratugi, loks sem yf- irhjúkrunarfræðingur frá 1968-1982. Eiginmaður Ingeborgar var Knútur Skeggjason, tæknimaður og síðar safn- vörður við Ríkisútvarpið, f. á Ísafirði 21. apríl 1924, d. 3. desember 1996. Dóttir þeirra er Ása Kristín, f. 1959. Börn hennar eru Þuríður Annabell, f. 1983, Yvonne Dorothea, f. 1985, og Hjalti, f. 1990. Dæturnar færðu Ingeborgu þrjá langömmudrengi, Heiðar Mána, Einar Ágúst og Róbert Frey. Ingeborg og Knútur bjuggu lengi á Brávallagötu 18 og síðar á Kvisthaga 16 í Reykjavík. Þar bjó hún áfram eftir lát eiginmannsins. Fyrir nokkrum árum fór hún á elliheimilið Grund, en síðastliðið haust fluttist hún að Lækjarteigi í Ölf- usi. Ingeborg var jarðsungin frá Neskirkju í Reykjavík 7. ágúst. Meira: mbl.is/minningar Mig langar að minnast afa Þóra í ör- fáum orðum. Ég var svo heppin að fá að kynnast honum sem afa, og vinnuveitanda. Ég vann með honum frá 1998 þar til hans naut ekki lengur við vegna heilsu. Afi var góður húsbóndi og af honum hef ég lært margt. Margir hefðu gott af því að vinna með þeim sem muna tím- ana tvenna því það er góður skóli. Það var ekkert verið að bruðla í óþarfa. Afi var heiðarlegur og góður mað- ur. Hann kom oft fyrir sem hrjúfur maður en að innan var hann ein- stakt ljúfmenni og barngóður mjög. Afi þoldi illa dráttarvexti. Hann borgaði alla reikninga í tíma til að sleppa við þá. Ég mun passa upp á það fyrir hann núna. Það voru ófá símtölin sem ég varð vitni að í næsta herbergi við hann þegar hann þurfti að lesa einhverjum pistilinn um eitt- hvað sem honum fannst ekki vera rétt. Ég átti oft bágt með mig þarna hinum megin og fann til með þeim sem varð fyrir því að svara á hinum enda línunnar. Afi var ekki með yf- irgang heldur skyldi rétt bara vera rétt. Börnin mín þrjú voru öll með mér í vinnunni hjá afa í „bláu vinnunni“ eins og þau kölluðu Þrótt. Þeim fannst mjög gaman að vera í glugg- anum á skrifstofu hans og fylgjast með lyfturunum niðri í vinnslusal. Mér leið alltaf eins og afi kæmi aftur í vinnuna er hann næði heilsu á ný. Hann var samt meira og minna frá vinnu síðan um mitt ár 2007. Hann var alltaf til staðar, aðeins símtal í burtu. Það var hann sem kom mér af stað í bókhaldi sem leiddi mig svo í nám í viðskiptafræði. Þórarinn I. Ólafsson ✝ Þórarinn Ingi-bergur Ólafsson fæddist í Grindavík 24. ágúst 1926. Hann lést á dvalarheimilinu Víðihlíð 4. ágúst sl. og fór útför hans fram frá Grindavík- urkirkju 14. ágúst. Afi fylgdist vel með því sem gerðist til sjós og lands. Daglega hringdi hann í bátana og fylgdist með hvern- ig gengi og hafði á því skoðanir hvar fiskur- inn væri og væri alls ekki, enda reynslu- bolti og aflakóngur. Afladagbækur afa voru einstaklega vel skrifaðar enda hafði afi fallega og stíl- hreina rithönd. Afi skrifaði alla tíð sjóðs- bók og þótt tæknin gerði þær óþarf- ar þá hélt hann því áfram. Hann hafði einstaklega gaman af að rifja upp gamla tíma og var hrein unun að hlusta á hann, slík var innlifunin enda voru þessir tímar honum ljós- lifandi síðustu árin. Ég sakna þess að heyra ekki afa rifja upp gömlu tímana, ég vildi að ég ætti þetta allt upp tekið og gæti hlustað á það þeg- ar ég vildi. Ég sá afa síðast 1. ágúst sl. og gat með engu móti haldið að þetta væri í síðasta skipti sem ég sæi hann á lífi en sú varð raunin. Jón minn á eftir að sakna þess að koma ekki í Víði- hlíð að leika með lestina og heim- sækja afa, sem við munum öll sakna. Í sumar þegar ég heimsótti afa sát- um við hjá honum við systur ásamt ömmu og upp úr þurru sagði hann við mig „Hva færðu ekkert að borða?“ í sínum skemmtilega tón og það þótti mér fyndið. Þá sá hann að ég hafði lést og orðaði það svona skemmtilega við mig. Hann afi orð- aði hlutina oft svo skemmtilega. Ég mun varðveita minningu hans í hjarta og huga mínum um ókomna tíð. Guð, gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Þórunn H.Ólafsdóttir og börn. Elsku langafi. Okkur systkinin langar að kveðja þig með örfáum orðum. Þú varst alltaf hlýr og barngóður og gerðir ekki upp á milli, alltaf svo gott að koma í heimsókn til ykkar ömmu og ekki var nú leiðinlegt að hitta þig í vinnunni, afi, og fá að príla upp á stól á skrifstofunni þinni og kíkja úr glugganum þínum niður í vinnslu- salinn í Þrótti og skoða fiskana og fólkið í vinnunni þinni, og ekki leidd- ist þér að hafa okkur grislingana hjá þér. Það er tómlegt að hafa þig ekki lengur hjá okkur. Við söknum þín, elsku langafi, en núna vitum við að þú ert á góðum stað og hvílir þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Helga Arnberg, Guðmundur Fannar, Leonard Veigar. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að út- för hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur ver- ið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefn- um, www.mbl.is/minningar. Æviá- grip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefn- um. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsing- ar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar- greinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.