Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 12
12 Flóttamaður MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Eftir Sigurð Ólafsson sigurdurolafsson@gmail.com ALI Nayef, flóttamaður í felum í Danmörku, á yfir höfði sér að verða sendur aftur til Íraks. Hann vill til Íslands á vit fjögurra ára sonar síns. Einn flóttamannanna í Brorsonskirkjunni í Kaupmannahöfn var Ali Nayef. Hann var í sömu stöðu og allmargt sambýlisfólk hans í kirkjunni að óttast mjög hina þvinguðu heim- för til Íraks. Ali óskar sér heitt og innilega að kraftaverkin gerist, ákvörðunum verði snúið við og að hann fái áframhaldandi danskt land- vistarleyfi. Það leyfi myndi hann samt ekki nota til mikið lengri dvalar í Danmörku. Hug- ur hans leitar annað. Hann vill til Íslands á vit fjögurra ára gamals sonar síns, hans Adams. Áhlaup á kirkjuna Ég var búinn að mæla mér mót við Ali í Brorsonskirkjunni í hádeginu fimmtudaginn 13. ágúst til að eiga við hann spjall. Ekkert virtist ætla að koma í veg fyrir það fyrr en ég settist niður við tölvuna að morgni þess dags til að fara netrúntinn meðan kaffið kólnaði ögn í bollanum. Þá fyrst frétti ég af örlagarík- um atburðum næturinnar þar sem lögreglan hafði gert áhlaup á kirkjuna og handtekið þar alla fullorðna karlkyns flóttamenn og síðan þurft að kljást við hundruð mótmælenda úti fyrir sem reyndu að hindra störf laganna varða. Ég hringdi í Ali og þá strax varð ljóst að af fundum okkar gat ekki orðið þennan daginn. Hann var í nokkru uppnámi og fyrst um sinn misskildi ég hann og hélt að hann væri meðal hinna handteknu. Seinni samtöl sama dag skýrðu stöðuna, hann hafði af tilviljun ekki verið inni í kirkjunni þegar handtökurnar áttu sér stað. Ali var því í felum. Eftir nokkra aflýsta fundi til viðbótar hitt- umst við loks nú í vikunni. Hann stefndi mér á Runddelen, fjölfarin gatnamót á Norðurbrú, og þaðan stikaði hann orðfár á undan mér inni í kyrrlátan bakgarð rétt hjá. Þar náðum við loks að spjalla saman um þá þröngu stöðu sem hann er í þessa dagana sem flóttamaður í fel- um. Vildi hvergi annars staðar vera Ali segist hafa komið til Danmerkur árið 2003. „Ég kom hingað frá Ítalíu vegna þess að ég taldi Danmörku vera besta land sem fyrir- fyndist og ég vildi einungis fara þangað. Ég kynntist fljótlega íslenskri stúlku, við giftum okkur og eftir að við eignuðumst son tveimur árum síðar vildi ég hvergi annars staðar vera en hér.“ Ákvarðanir danskra yfirvalda um heimsend- ingu íraskra flóttamanna vofðu þó alltaf yfir: „Árið 2005 vildu þau senda mig aftur til Ítalíu, þaðan sem ég kom. Ég var um tíma í Sand- holm-flóttamannabúðunum en málin töfðust, meðal annars þegar ég þurfti að verja hálfu ári á spítala vegna aðgerða sem gerðar voru á mér. Þar var einnig allt í óvissu enda hafði ég ekki verið tekinn inn í danska sjúkratrygg- ingakerfið.“ Komst ekki til Íslands Líf óvissunnar var orðið lýjandi fyrir Gio- vönnu Spanó, íslenska eiginkonu Alis, og fyrir tveimur árum fór það svo að þau slitu sam- vistir og Giovanna fluttist til Íslands ásamt Adam syni þeirra. Ali segir að honum hafi ver- ið ómögulegt að fylgja syni sínum eftir: „Við ætluðum einu sinni til Íslands í jólafrí, vorum búin að kaupa miða og allt virtist í eðlilegum farvegi. Allt stöðvaðist hins vegar á því að mér reyndist ómögulegt að fá útgefið íraskt vega- bréf þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til þess. Ég var því fastur hér. Í vor fékk ég síðan að vita að ég fengi ekki leyfi til að dveljast í Danmörku vegna þess að sonur minn býr hér ekki lengur. Staðan væri önnur ef hann væri hér enn. Ég vonast til að komast einhvern veg- inn til Íslands en ég veit ekki hvernig það ætti að gerast.“ Nú í sumar hefur Ali dvalist í Brorsons- kirkjunni á Norðurbrú og segir að þar hafi verið séð vel um fólk. Þeirri vist lauk hins veg- ar snarlega í síðustu viku. Ali komst undan fyr- ir tilviljun þar sem hann hafði brugðið sér frá út í næsta söluturn. Þegar hann kom aftur að kirkjunni var hún umkringd lögreglumönnum: „Ég spurði þá hvað þeir væru eiginlega að gera þarna en þeir sögðu mér að halda mig frá. Þeir áttuðu sig greinilega ekki á að ég var einn af flóttamönnunum úr kirkjunni. Ég fékk því einn starfsmann stuðningssamtaka hópsins okkar til að ná hjólinu mínu til mín. Þá nótt svaf ég síðan í almenningsgarði hér á Norð- urbrú. Snemma morguninn eftir barst mér hjálp frá stuðningshópnum og mér var útveg- að húsaskjól.“ Dauðinn vofir yfir Allt frá þeirri stund hefur líf Alis einkennst af algjörri óvissu. Hann hefur farið á milli staða, gætt þess að vera ekki undir sama þaki tvær nætur í röð til að lágmarka hættuna á því að lögreglan nái að þefa hann uppi. Hann er nú upp á aðra kominn um flestalla hluti en heldur einhverjum tengslum við hóp flóttamanna sem eru í svipaðri stöðu. Hann gæti hins vegar Ljósmynd/Scanpix Mótmæli Átök brutust út við Brorsons kirkju á Norðurbrú þegar lögreglan gerði áhlaup og handtók 17 íraska flóttamenn. Ali hafði brugðist sér út og komst því hjá handtöku. ALI NAYEF „Ég er faðir hans og ég vil ekki deyja frá honum“ Óhætt er að fullyrða að póli- tískt hitamál sumarsins í Dan- mörku hafi verið dvöl íraskra flóttamanna í Brorsonskirkj- unni á Norðurbrú í Kaup- mannahöfn. Flóttamennirnir eiga það allir sameiginlegt að hafa dvalist um árabil í Dan- mörku en hafa nú fengið skila- boð um að dvöl þeirra í land- inu sé lokið og nú beri þeim að snúa aftur til Íraks. Kirkjan ákvað hins vegar á vormán- uðum að skjóta skjólshúsi yfir þann hluta flóttamannahóps- ins sem þangað leitaði og upp frá því hélt fjöldi manns til í kirkjunni. Lögreglan réðst hins vegar til atlögu aðfara- nótt 13. ágúst og handtók alla fullorðna karlmenn. Skjól í kirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.