Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates, Námufélagi og söngnemi La us n: Tó ne yr a Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is, í síma 410 4000 eða í næsta útibúi. 2 fyrir 1 í bíó fyrirNámufélaga E N N E M M / S ÍA / N M 3 8 5 6 1 N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -2 0 8 0 . * G ild ir íL au g ar ás b íó i, S m ár ab íó i, R eg nb og an um ,H ás kó la b íó io g B or g ar b íó im án .- fim .s é g re it t m eð N ám uk or ti ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA MEÐ NÁMUNNI Náman leggur námsmönnum lið með því að bjóða hagstæðari kjör, betri yfirsýn yfir fjármálin, 2 fyrir 1 í bíó*, 150 fríar færslur á ári, Námu A-kort með Aukakrónusöfnun auk fjölda annarra fríðinda. ’ Takmarkanir Íslendinga á endurgreiðslum skulda munu breiðast út. Fyrirsögn á grein banda- ríska hagfræðingsins Michaels Hudsons í Fin- ancial Times. Ég bíð eftir afsökunarbeiðni þeirra sem báru ábyrgð á Landsbankanum síðustu árin. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir ekki verra að þeir kæmu með auð sinn og legðu hann í púkkið til að bæta tjónið. Þótt einhverjir séu svartsýnir eru fjöl- margir bjartsýnir. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir forstjóri Lýðsheilsustöðvar um könnun sem sýnir að Íslendingar eru næstum jafn hamingju- samir og fyrir kreppu. Það fer ekki á milli mála að við erum í faraldri sem er í uppsiglingu. Haraldur Briem sóttvarnalæknir um svína- flensuna. Það er engin spurning að ég mæli með því að trúlofuð pör í giftingarhugleið- ingum láti verða af því að ganga til alt- aris 9. september. Hermundur Rósinkranz talnaspekingur segir dagsetninguna 9.9. ’09 góða fyrir kærleikann. Allar eru ærnar sundurtættar eftir hunda og við finnum ekki lömbin. Dýrbítar hafa gert usla hjá Hreini Ólafssyni bónda á Helgadal í Mosfellsdal. Nú tölum við í rauninni ekki um hann, heldur við hann. Margrét Dagmar Eiríksdóttir um framfarir einhverfs sonar síns, Þorkels Skúla Þor- steinssonar, sólskinsdrengs. Það stóð í bréfinu að mér væri sagt upp í hagræðingarskyni. Fríða Regína Höskuldsdóttir, skólastjóri Landakotsskóla. Það hefur verið alveg brjáluð sala á ull í sumar. Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ís- tex, um prjónaáhuga landsmanna. Miðað við allt tekur hún þessu vel en það reynir meira á núna en í upphafi og hún grætur meira. Ólafur Páll Birgisson, faðir Alexöndru Lífar, 11 ára, sem hefur greinst með krabbamein öðru sinni. Tónleikar til styrktar fjölskyld- unni verða í Háskólabíói 14. september. Blaðamenn verða að bregðast við er dómstólar eru farnir að taka á málum af slíkri hörku að það geti hindrað lýð- ræðislega umræðu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Það var rifist um berjatínurnar á laug- ardaginn og lá við slagsmálum. Brynjólfur Björnsson, eigandi Brynju á Laugaveginum, segir berjatínur aldrei hafa selst jafn vel. Það hefur ekkert verið til sparað að undirbúa liðið sem best. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er bjart- sýnn á gengi íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á EM í Finnlandi. Við viljum að leikhúsið sé heitt og kalt, en ekki svæfandi í einhverri hálfvelgju. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins. Það er upplifun bókaútgefenda að sala á bókum hafi gengið mjög vel í sumar. Kristján B. Jónasson, formaður félags bókaútgefenda segir bóksölu hins vegar hafa dregist saman í Leifsstöð. Hann fer með okkur út þegar við viðr- um hundinn á kvöldin og gengur á eftir okkur. Guðlaugur Þorleifsson og fjölskylda tók að sér andarunga. Þetta er mikil viðurkenning og hvatning og styrkurinn kemur sér vel. Hulda Jónsdóttir, 17 ára fiðluleikari, fékk styrk úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen. Hún er á leið í hinn virta Juilliard skóla í New York. Það blasir við að þetta var komið langt út fyrir öll velsæmismörk, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra for- dæmir lánveitingar til „skúffufyrirtækja“ sem skulduðu yfir þúsund milljarða króna í árslok 2007. Þetta hefur verið gert milli eftirlitsferða hjá okkur. Björn Lárus Örvar, forstjóri Orf Líftækni hf. Tilraunareitur með erfðabreyttu byggi var eyðilagður. Héðan í frá munu erfðabreytingar ekki fara fram á Íslandi án okkar íhlutunar. Samtökin Illgresi lýstu skemmdunum á bygginu á hendur sér. Í mínum huga er þetta í sjálfu sér ósköp einfalt. Það er engin leið til nema áfram fyrir Ísland. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Við erum nú ekki alveg vissir hver skor- aði þetta mark eða hvernig það atvik- aðist, en þetta var ekki fallegt. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður HK, en lið hans náði sigri í slökum leik. Það er því gaman að íbúarnir komi sjálf- ir með hugmyndir að verkefnum þar sem íbúar og yngra fólkið er þátttak- endur og fólk bíður ekki bara eftir því að Reykjavíkurborg komi og slái grasið. Vala Ingimarsdóttir, formaður hverfaráðs Vesturbæjar, er ánægð með framtak íbúa sem fegra sjálfir og bæta leikvöll við Grímshaga. Það sem við Íslendingar höfum fram yf- ir aðrar þjóðir er að við sjáum Norður- ljósin. Örvar Atli Þorgeirsson áhugaljósmyndari telur myndefnið hafa gefið sér forskot, en hann var tilnefndur ljósmyndari ársins hjá Konunglegu bresku stjörnuskoðunarstöð- inni. Ef veðrið breytist ekki frá því sem verið hefur á Austurlandi og Suðausturlandi í mestallt sumar tel ég ekki miklar líkur á því að kvótinn náist. Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður veiði- stjórnunarsviðs UST á Egilsstöðum segir hreindýr halda sig hátt og týnast í þok- unni.Tónleikar Alexandra Líf þarf að takast aftur á við krabbamein. Styrktar- tónleikar fyrir fjölskyldu hennar verða í Háskólabíói 14. september. Ummæli vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.