Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Ali hræðist ekkert meira en að snúa aftur til Íraks. Faðir hans og eldri bróðir voru myrtir í átökum í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna árið 2003. Ali segist hafa fulla ástæðu til að óttast sömu aðila og urðu þeim að bana og segist raunar 100% viss um að hans bíði sömu örlög. Hann þráir að komast til Íslands, fá hér vinnu og geta tekið þátt í að sjá fyrir fjög- urra ára syni sínum, sem býr hér á landi hjá íslenskri móður sinni. fundist á hverri stundu og þá tekur við önnur og verri óvissa. Hann hræðist nefnilega ekkert meira en að snúa aftur til Íraks. Hann kemur frá kúrdahéruðunum í norður- hluta landsins. Faðir hans varð bitbein átaka milli Kúrda og hers Saddams Husseins í upphafi tíunda áratugarins. Fjölskyldan flúði þess vegna undan íraska stjórnarhernum til borgarinnar Mosul sem naut nokkurrar verndar Bandamanna sem flugbannssvæði. Sjálfur flúði Ali Írak 1999 en fimmtán dögum eftir fall stjórnar Saddams Husseins árið 2003 gripu örlögin í taumana fyrir fjöl- skyldu hans: „Í átökunum sem fylgdu innrás- inni voru faðir minn og eldri bróðir myrtir. Ég hef fulla ástæðu til að óttast sömu aðila og myrtu þá ef ég verð sendur til baka. Raunar er ég sannfærður um að þeir munu koma mér fyrir kattarnef ef þeir ná í skottið á mér. Hundrað prósent viss.“ Ali segist ekki hafa að neinu lífi að hverfa í Írak eftir öll þessi ár: „Eina manneskjan úr fjölskyldunni sem ég hef tengsl við er móðir mín sem nú dvelst í Sýrlandi. Ég ræði við hana reglulega í síma. Ég á engan sama- stað lengur í Írak.“ Við þessa stöðu hans bætist sá mikli óstöðugleiki sem ríkir um þessar mundir í norðurhéruðum Íraks. Þar hefur spenna aukist milli arabískra og kúrdískra íbúa. Sú spenna veldur því að Barack Obama Bandaríkjaforseti leggur nú á ráðin um að senda liðstyrk hermanna á svæðið til að koma í veg fyrir allsherjar átök. Órói Alis beinist þó ekki einungis að hætt- unni sem kann að steðja að hans eigin lífi og limum: „Ég er ekki bara hræddur við að snúa til baka heldur finnst mér það einnig hræðileg tilhugsun að þurfa jafnvel að yfirgefa son minn endanlega. Adam er ekki hjá mér, ég er faðir hans og ég vil ekki deyja frá hon- um.“ Vill vinna fyrir sér á Íslandi Samtalið reynir mjög á Ali. Hann beygir af og felur andlitið undir der- húfunni sem hann ber á höfðinu áður en hann dregur andann nokkrum sinn- um djúpt og heldur áfram: „Ég leggst ekki upp á fólk og ég er rólegur í tíðinni en ég þigg þá hjálp sem mér berst með þökkum. Ég þrái að fá að koma til Ís- lands og barnsmóðir mín og fjölskylda hennar hafa heitið því að aðstoða mig á allan hátt við íbúðar- og atvinnuleit. Ég fer ekki fram á peninga á Íslandi eða nokkuð annað. Mig langar bara að fá að umgangast son minn og fá vinnu svo ég geti lagt mitt til gagnvart honum.“ Ali segir að honum hafi ekki borist nein bein aðstoð frá íslenskum yf- irvöldum: „Ég vonast til að það séu einhverjar leiðir til þess að ég geti fengið hjálp þaðan en ég veit ekki hvernig ég á að bera mig að í þeim efnum. Ég veit ekkert hvað gerist næst, hvort ég enda í flóttamannabúðum hér eða verð sendur beint til Íraks.“ „Hvenær kemurðu, pabbi?“ Einhvern tíma í miðju samtalinu barst ís- lenskan í tal og ég spurði hann hreint út, á ást- kæra ylhýra, hvort hann skildi einhverja ís- lensku. Hann flissaði vandræðalega og kvað já við, sagðist ekki geta talað íslensku en skilja inntakið í samtölum þegar Íslendingar spjöll- uðu saman. „Stundum spjöllum við Adam saman yfir netið. Oft reynum við að tala saman á kúr- dísku. Þegar það gengur stirðlega þá segi ég eitthvað við hann á íslensku, eins og „hvað seg- irðu?“, „hvað ertu að gera?“, „er allt fínt?“. Þá renna samtölin áfram. Ég fæ líka sms frá hon- um þar sem hann segist sakna mín og spyr hvenær ég komi til Íslands.“ Þegar samtali okkar Alis lýkur verðum við samferða út á götu aftur. Við kveðjumst og skiptumst á upplýsingum en síðan verður hann allt í einu órólegur þegar hann kemur auga á lögreglubíl handan götunnar. Hann tekur snöggt í höndina á mér, dregur derið neðar á ennið og horfir inn með gangstéttinni þar sem hann arkar rösklega í aðra áttina og ég í hina. Ég hugsa til þess að framtíð Alis gæti þess vegna ráðist á næsta götuhorni, næstu nótt eða næsta morgun. Ráðstöfun lífs hans er í annarra höndum. Eina valdið sem Ali Nayef hefur undanfarna daga tekið sér yfir óum- flýjanlegum örlögum sínum er að fresta þeim um stundarkorn. Ljósmynd/Sigurður Ólafsson Einn Ali hefur ekki að neinu að hverfa í Írak. Þar á hann engan samastað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.