Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Morgunblaðið/RAX S óknarhugur er í forystu- mönnum ferðaþjónustu á Íslandi þessa dagana. Eftir efnahagshrunið er ferða- þjónustan ein þeirra at- vinnugreina sem spjara sig hvað bezt þótt rekstrar- umhverfið sé að mörgu leyti erfitt; erlendum ferðamönnum fer áfram fjölgandi, hrun krónunnar hefur í för með sér að þeim finnst verðlag hér viðráðanlegra en áð- ur, þeir eyða meira og þeim fylgja dýrmætar gjaldeyristekjur. Þá hefur hrun gjaldmiðilsins sömuleiðis haft þau áhrif að margir Íslendingar ferðast fremur innanlands en að fara í frí til út- landa. Tekjur af tonni af ferðamönnum Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar hafa meðal annars bent á mikilvægi markaðsstarfs og landkynningar, því að fjölgun ferðamanna eigi sér ekki stað sjálfkrafa. Þannig sé hægt að skapa þjóðinni miklar gjaldeyristekjur. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, skrifaði í grein hér í blaðinu 7. ágúst síðastliðinn: „Ferðaþjónustan er í dag ein þriggja meginstoða gjaldeyris- sköpunar en við þörfnumst nú erlends gjald- eyris sem aldrei fyrr. Gjaldeyristekjur grein- arinnar voru 110 milljarðar á síðasta ári. Til samanburðar voru gjaldeyristekjur sjávar- útvegs 172 milljarðar á sama tíma. Það er hægt að auka gjaldeyristekjurnar mjög hratt með aukinni landkynningu þar sem svo öflugir inn- viðir eru nú þegar til staðar og óvíða hægt að skapa störf með jafnlitlum kostnaði. Það eru engir kvótar á erlendum ferðamönnum og tækifærin mikil.“ Fleiri ferðamálafrömuðir nefna samanburð- inn við sjávarútveginn. Í Morgunblaðsgrein 10. ágúst skrifaði Hallgrímur Lárusson: „Eitt tonn af útfluttum fiski gaf okkur 260 þúsund krónur í gjaldeyristekjur í fyrra. Eitt tonn af áli gaf 210 þúsund krónur. Eitt tonn af túristum gaf hins vegar 2,6 milljónir króna (miðað við 12 ferðamenn í hverju tonni). Vissulega er ekki venjan að bera saman tonn af fólki og tonn af vörum. En með því að gera það átta kannski fleiri sig á því hversu mikil- vægt það er fyrir okkur Íslendinga að fá sem flesta erlenda ferðamenn vegna þess hvað þeir eru mikilvæg uppspretta gjaldeyristekna. Meira en helmingur gjaldeyristeknanna verður eftir í landinu sem hreinar útflutningstekjur, sem er mun hærra hlutfall en af áliðnaðinum.“ Milljón ferðamenn eftir tíu ár? Því hefur verið spáð að á árunum 2016-2020 nái fjöldi erlendra ferðamanna hér einni milljón. Það er mikil fjölgun á skömmum tíma; í fyrra voru þeir hálf milljón. Þetta er að sjálfsögðu eftirsóknarvert út frá sjónarmiði ferðaþjónust- unnar. „Á síðasta ári kom hingað hálf milljón erlendra ferðamanna. Landið þolir þann fjölda og annað eins til viðbótar ef tekið er til hend- inni með nauðsynlegar endurbætur,“ skrifaði Einar Bollason, framkvæmdastjóri Ferðaskrif- stofu Íshesta, hér í blaðið 7. ágúst. „Og nú þurf- um við á þeim að halda, meira en nokkru sinni áður, til að skapa gjaldeyristekjur og atvinnu. Við höfum innviðina til að þjóna miklu fleiri ferðamönnum. Við höfum þekkinguna, farar- tækin, húsnæðið og starfsfólkið. Ekki má held- ur gleyma því að mikill hluti þessara ferða- manna kemur utan háannatíma og þar þarf enn að herða sóknina og þá einkum með hag lands- byggðarinnar að leiðarljósi.“ Allt er þetta rétt hjá forsvarsmönnum ferða- þjónustunnar. Gífurlegir möguleikar liggja í þessari atvinnugrein og hún verðskuldar stuðn- ing stjórnvalda ekki síður en t.d. sjávarútvegur og áliðnaður. Engu að síður er nauðsynlegt að staldra við og gera einhverjar áætlanir um hvernig eigi að bregðast við þessari gífurlegu fjölgun ferðamanna á nokkrum árum. Hverjar eru hinar „nauðsynlegu endurbætur“ sem Ein- ar Bollason nefnir? Útheimtir fjárfestingar í innviðum Það sem þarf til að taka á móti fleiri ferða- mönnum er ekki bara hótelin, rúturnar, bíla- leigubílarnir og starfsfólk ferðaþjónustu- fyrirtækjanna. Fjölgun ferðamanna útheimtir fjárfestingar í innviðum samfélagsins, sem skattgreiðendur kosta. Í skýrslu, sem unnin var fyrir samgönguráðuneytið fyrir þremur ár- um, var til dæmis fjallað um stóraukið álag á vegakerfið vegna fjölgunar ferðamanna. Það álag bætist við álagið, sem stórauknir þunga- flutningar um vegina valda, svo og almenn hjól- hýsa-, fellihýsa- og tjaldvagnaeign lands- manna. Vegakerfið í kringum höfuðborgar- svæðið er sprungið og ekki þarf að spyrja að því hvað gerist að óbreyttu þegar 300-400 þús- und manns til viðbótar vilja heimsækja Geysi og Gullfoss. Fjölgun ferðamanna, ekki sízt á hálendinu, krefst uppbyggingar aðstöðu og stóraukins eft- irlits og gæzlu. Það kostar líka peninga og við slíka uppbyggingu eru ótal álitamál, sem huga þarf að. Samtök ferðaþjónustunnar ályktuðu á aðal- fundi sínum 2007 að skora á stjórnvöld að vinna landnýtingaráætlun með þarfir ferðaþjónust- unnar í huga. Nú hafa þingmenn úr öllum flokkum, með Siv Friðleifsdóttur þingmann Framsókn- arflokksins í fararbroddi, lagt fram þingsálykt- unartillögu um svipað efni, þ.e. að fela iðnaðar- ráðherra og umhverfisráðherra að „hafa forgöngu um að gerð verði landnýtingaráætlun fyrir ferðamennsku á miðhálendinu þannig að unnt sé að taka vel á móti þeim aukna fjölda ferðamanna sem ferðast um hálendið án þess að ganga of nærri því.“ Hvað þolir náttúran? Þingmennirnir segja í greinargerð með tillög- unni að slík áætlun þurfi að taka mið af rann- sóknum á þolmörkum ferðamennsku, annars vegar með hliðsjón af upplifun ferðamanna og hins vegar af umhverfinu. Á grundvelli slíkrar áætlunar sé hægt að setja raunhæf markmið um að svæðið nýtist sem bezt til útivistar og ferðamennsku án þess að ganga á auðlindina. „Hvaða áhrif hefur t.d. fjölgun ferðamanna á umhverfið, hvar þarf að byggja upp aðstöðu fyrir gesti og hvers konar uppbygging er æski- leg?“ er spurt í greinargerðinni. „Einnig er brýnt að kanna hvort vöxtur ferðamennsku á víðernunum er einhverjum takmörkunum háð- ur og hvenær fjöldi ferðamanna er slíkur að umhverfið verði fyrir óviðunandi breytingum eða ferðamenn verði fyrir vonbrigðum með heimsókn sína þar sem þolmörkum er þegar náð – og þeir hætti þannig að koma og velji að fara annað. Með öðrum orðum, hvenær hætta ferðamenn sjálfir að njóta náttúrunnar vegna þeirrar ferðamennsku sem þar hefur byggst upp og vegna of mikils fjölda annarra ferða- manna?“ Þetta eru grundvallarspurningar, sem ferða- þjónustan hefur sumum hverjum svarað fyrir sitt leyti, þannig ályktaði áðurnefndur aðal- fundur SAF gegn uppbyggðum Kjalvegi, sem samtökin töldu myndu „spilla verulega þeirri upplifun sem menn sækjast eftir.“ Í greinargerðinni með tillögu alþingismann- anna er fjallað um hin einstöku, ósnortnu víð- erni sem Ísland hefur upp á að bjóða og ferða- þjónustan gerir að miklu leyti út á í markaðs- setningu sinni. „Hér er á ferðinni ákveðin mótsögn. Hún felst í því að aðdráttarafl víðerna byggir á ímyndinni um ósnortna náttúru en á móti kemur að ferðamennirnir breyta víðern- unum með komu sinni. Á fjölsóttum ferða- mannastöðum krefst ferðamennska ákveðinna innviða, en með þeim er í raun búið að „spilla“ víðernunum. Auknir innviðir leiða síðan til auk- ins fjölda ferðamanna sem aftur kallar á frekari uppbyggingu innviða. Því getur verið erfitt að viðhalda eiginleikum víðernanna. Nauðsynlegt er að skipuleggja ferðamennsku á þann hátt að hún grafi ekki undan tilvist sinni,“ skrifa þing- mennirnir. Fjölgun ferðamanna á hálendinu mun þýða einhverja uppbyggingu á aðstöðu og – rétt eins og á fjölsóttari ferðamannastöðum – fram- kvæmdir vegna afmörkunar gönguleiða og ekki síður ökuleiða. Þá þarf klárlega að stórefla eft- irlit með því að hvort tveggja sé virt. Ein af stóru hættunum gagnvart náttúru Íslands eru snarvitlausir mótorhjóla-, fjórhjóla- og jeppa- menn, sem tæta upp göngu- og reiðleiðir og fara langt út fyrir alla merkta slóða, eins og grein Kolbrúnar Halldórsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, í Morgunblaðinu í dag, laugardag, er til vitnis um. Hver á að borga? Siv Friðleifsdóttir og meðflutningsmenn henn- ar víkja stuttlega að hugmyndum um gjaldtöku af ferðamönnum til að standa undir auknum framkvæmdum og eftirliti. Ferðaþjónustan má sjaldnast heyra á slíkar hugmyndir minnzt. Sumar þeirra eru líka slæmar, til dæmis þær sem gera ráð fyrir að sérstakur skattur sé lagð- ur á ferðaþjónustufyrirtæki og að skattur sé lagður á alla erlenda ferðamenn, óháð tilgangi ferðar þeirra hingað til lands. Sú hugmynd, sem er einföldust og réttlátust, er að þeir ferða- menn, sem skoða náttúruperlur Íslands eða nýta sér þjónustu þjóðgarða landsins greiði fyrir það hóflegt gjald, rétt eins og tíðkast á ferðamannastöðum í langflestum nágranna- löndum okkar. Á Akrópólis-hæð í Aþenu er til að mynda innheimt tólf evra gjald af hverjum einstak- lingi, eða um 2.200 krónur, enda kostar mikið að viðhalda minjunum þar og aðstöðunni fyrir ferðamenn. Í þjóðgörðum í Bandaríkjunum, t.d. í Yellowstone og Yosemite, er algengt gjald fyrir fótgangandi ferðamann 10-12 dollarar (1.200-1.500 krónur), en ef komið er með bíl er gjald fyrir fólksbíl og farþega hans 20-25 doll- arar (2.500-3.200 krónur). Þegar rætt hefur verið um gjaldtöku á ferða- mannastöðum hér á landi er yfirleitt talað um mun lægri upphæðir, sem þó geta skipt miklu. Undanfarin ár hefur til dæmis skort fé til að gera göngustíga og merkingar á hverasvæðinu í Haukadal og við Gullfoss. Í fyrra kom fram að Umhverfisstofnun ætlaði að ráða einn landvörð til að sinna eftirliti á báðum stöðum. Samtals átti stofnunin þá 25 milljónir króna til að ráða 15 landverði um allt land. Samkvæmt könnunum heimsækja um 68% erlendra ferðamanna Gullfoss og Geysi. Af milljón ferðamönnum væru það 680.000 manns. Gefum okkur að tekið yrði af þeim 500 króna gjald fyrir að skoða báða staðina. Það eru 340 milljónir í tekjur, sem nota mætti ekki aðeins til að ráða landverði til eftirlits og bæta aðstöðu á þessum tveimur stöðum, heldur hugsanlega víðar, þar sem erfiðara er að koma við gjald- töku. Og hér er líka eingöngu talað um tekj- urnar sem gætu komið í kassann á þessum eina stað; miklu víðar er hægt að innheimta að- gangseyri til að standa undir betri þjónustu og eftirliti. Ferðamenn sýna slíkri gjaldtöku skiln- ing, sérstaklega ef þeir finna að þeir fá þjón- ustu í staðinn. Gjaldtaka af ferðamönnum hefur alltof lengi verið eitthvert feimnismál. Í öðrum ríkjum þykir slíkt sjálfsagt; af hverju ættu ferðamenn frá þeim ríkjum að setja lág aðgangs- og þjón- ustugjöld fyrir sig hér á landi? Hún er ein af þeim leiðum, sem fara þarf til að standa undir stórhuga áformum ferðaþjónustunnar um upp- byggingu á næstu árum. Hvernig tökum við á móti milljón ferðamönnum? Reykjavíkurbréf 220809 232.219 Erlendir ferðamenn 1998 502.000 Erlendir ferðamenn 2008 1.000.000 Erlendir ferðamenn 2020 skv. spá ferðamálayfirvalda 1.500 Aðgangseyrir fyrir ein- stakling í Yellowstone- þjóðgarðinum 2.200 Aðgangseyrir fyrir ein- stakling á Akrópólis-hæð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.