Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 39
Umræðan 39 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Vandað 1.994 fm hús. Húsið er tvær hæðir og kjallari. Efri hæðin skiptist í tvær skrif- stofuálmur, miðálmu með móttöku svo og stóran samkomusal. Neðri hæðin skiptist í mötuneyti, líkamsræktarsal, skrifstofur og tæknirými. Kjallari skiptist m.a. í vinnusali, geymslur o.fl. Húsið býður uppá ýmiskonar nýtingarkosti. Stór lóð. Möguleiki á auknu byggingar- magni. Falleg lóð með miklum gróðri. Vararafstöð í húsinu fylgir. Húsið verður laust 1. október nk. Nánari upplýsingar veita: Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali, Kjartan Hallgeirsson lögg. fasteignasali og Geir Sigurðsson lögg. fasteignasali. Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali Guðmundur Sigurjónsson, lögfræðingur, lögg. fasteignasali Þorleifur St. Guðmundsson, lögg. fasteignasali Kjartan Hallgeirsson, lögg. fasteignasali Geir Sigurðsson, lögg. fasteignasali Hilmar Þór Hafsteinsson, lögg. leigumiðlari, lögg. fasteignasali Magnús Geir Pálsson, sölumaður Þórarinn M. Friðgeirsson, lögg. fasteignasali Jóhanna Valdimarsdóttir, gjaldkeri Elín Þorleifsdóttir, ritari Reykjavík Frá 1957 Elsta starfandi fasteignasala landsins S : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k w w w. e i g n a m i d l u n . i s BÚSTAÐAVEGUR 7 - ATVINNUHÚSNÆÐI Í MORGUN- BLAÐINU 16. ágúst sl. kallar Gunnar Örn Guðmundsson héraðs- dýralæknir eftir við- brögðum Bænda- samtaka Íslands við fyrirhuguðum breyt- ingum á dýralækna- kerfinu vegna innleið- ingar matvælalöggjafar ESB. Því er til að svara að stefna Bændasamtaka Ís- lands varðandi þetta málefni er og hefur verið mjög skýr. Bún- aðarþing hefur margsinnis ályktað um málið. Þannig skoraði Bún- aðarþing 2009 á stjórnvöld að tryggja dýralæknaþjónustu á land- inu öllu. Búnaðarþing 2008 skoraði á ríkisvaldið að leggja fram fjár- magn til að tryggja dýralækna- þjónustu á strjálbýlum svæðum svo allir dýraeigendur landsins hafi aðgang að þjónustu dýra- lækna. Búnaðarþing 2007 varaði við að gerðar yrðu breytingar á núverandi héraðsdýralæknaum- dæmum, sem gætu leitt til lakari dýralæknaþjónustu í strjálbýlli héruðum. Í umsögnum Bænda- samtakanna um matvæla- frumvarpið á fyrri stigum þess máls var einnig sérstaklega varað við umræddum breytingum og minnt á fyrrnefndar áskoranir og ályktanir Búnaðarþings. Það hefur því ekki skort varn- aðarorð frá Bændasamtökum Ís- lands sem gera sér fulla grein fyr- ir mikilvægi þjónustunnar og því hversu fráleitt það er að ætla markaðskröftum einum sér að sjá mönnum og málleysingjum fyrir heilbrigðisþjónustu. Þar þurfa að koma til viðeigandi ráðstafanir ríkisins. Hér skal þó hvergi dregið úr því að jákvætt er að sjálf- stætt starfandi dýra- læknar geti tekið sér búsetu í sveitum og starfað að sínu fagi. Því miður virðist þessi fyrirhugaða breyting á lagaum- hverfi héraðs- dýralækna vera frem- ur til þess að þjóna tilskipunargleði ESB en hags- munum búfjár og búfjáreigenda á Íslandi. Fyrst og fremst er þó kall- að eftir því að löggjafinn skýri hvernig þessar breytingar tryggja betri þjónustu í hinum dreifðu byggðum. Hér er um að ræða enn eitt dæmið um vandræðagang sem hlýst af ófullkominni innleiðingu á regluverki Mið-Evrópu, vænt- anlega eins konar formáli af því sem á eftir að verða í aðild- arviðræðunum við Evrópusam- bandið. Undanlátssemi við ESB hefur verið allt of áberandi við inn- leiðingu ýmissa gerða og það er áhyggjuefni að þeir sömu hnjáliða- mjúku embættis- og stjórn- málamenn komi nú til með að leiða aðildarviðræður Íslands við ESB. Eftir Eirík Blöndal » Þannig skoraði Bún- aðarþing 2009 á stjórnvöld að tryggja dýralæknaþjónustu á landinu öllu. Eiríkur Blöndal Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Þjónusta við dýr ÞAÐ ER sama hvað menn skipta oft um kennitölu, viðkomandi einstaklingur breytist ekkert við það. En hon- um hefur hugsanlega tekist að losa sig við ein- hverja fjötra með því að skilja þá eftir í hýði gömlu kennitölunnar. Það sama á við um flokka, eiginleikar þeirra breytast ekkert við nafnbreyt- ingu en eftir liggja fjötrarnir í gamla hýðinu. Þessi hýði hafa tilhneigingu til að gleymast en þau rotna seint og inn- an úr þeim poppa upp gamlir þekktir taktar og tól í hita leiksins. Kennitöluf- lakk einstaklinga og fyrirtækja og nafnaflækingur stjórnmálaflokka er af nákvæmlega sama meiði og kross- viðskipti þau er peningakálfarnir stunduðu til að skilja skuldir sínar eftir í hýði gjaldþrota fyrirtækja. Hýði Ólafs æðstaprests Þó við almenningur séum ekki eins vitlaus og sumir vilja vera láta, þá verður að viðurkennast að það er margt sem við almenningur þessa lands skildum ekki, eins og til dæmis framganga útrásar- og bankakálfanna. Þar sáu þó flestir landsmenn að voru á ferðinni kerfi sem aldrei gætu gengið upp á heimilum landsins. En það var erfitt um vik, því að kálfarnir sjálfs- öruggu, sléttgreiddu, þykku og föð- urlegu, lubbalegu og vatnsþambandi höfðu öll færi til að segja okkur það sem þeim best hentaði. Ólafur æðsti- prestur útrásarkálfanna dró upp úr einhverju af hinum gömlu aflögðu hýð- um sínum lurk þann danskan sem dugði til að berja máttinn úr löglega kjörnum stjórnvöldum um ókomna tíð og tryggði þar með að fjöl- miðlar lytu áfram valdi peningakálfana. Herir þvaðurs og fúinna orða Umræðan í samfélag- inu á þeim tíma var með þvílíkum endemum að full ástæða er til að við almenningur skoðum það í rólegheitum sjálf, spyrjum spurninga og skoðum svörin aftan í okkar eigin hnakka. Til þeirra svara duga illa beit- arhólfsfjölmiðlamenn og ennþá síður reykmæltir háskólamenn í áttleysu. Höfuðóvin útrásar- og bankakálfanna ætlaði Ólafur æðstiprestur kálfa- klúbbsins vera mann að nafni Davíð. Banka- og útrásakálfarnir, með Ólaf æðstaprest sem bakhjarl, höfðu á að skipa vænum her sem skipti sköpum í þessu máli. Þar fór fremst hræringur vinstri afganga sem skipuðu þvað- urher Samfylkingar og svo Grímur áróðursmeistari hins fúna sannleika skrýddur hýði Vinstri grænna. Und- arlega mikið mark var tekið á þessari hjörð, sérstaklega þar sem Íslend- ingar hafa löngum talið sig gáfaðri en ýmsa aðra. Gissur Jarl og Fláráðarbandalagið Það fláráða þvertré sem ekki er hægt að semja við ætlar með okkur nauðug, beygð og ráðvillt inn í þetta stórríki Evrópu, en þannig hefur þótt hentugt að hafa þjóðir tilhafðar þegar á að nauðga þeim. Fláráð þetta er nú á sama stað í jarðvinnunni og Gissur Þorvaldsson var árið 1262 er hann hafði plægt akurinn fyrir Noregskon- ung og skriðið undir hans náð og sníkt jarlstign. Þvertré þessu er nákvæm- lega sama um íslenska stjórnarskrá sem hún krefst að fá að breyta að eigin vilja eða hunsa ella. Þó finna megi nokkur ágæti í Evrópusambandinu þá veit enginn hvert það er að fara, svo misvísandi eru orð þessara krómuðu guða Samfylkingarinnar. Landslýður íslenskur hefur þar ekkert um að segja frekar en 1262. Það verður kálfa- gengi í þvertrjáaskógi sem um þau mál vélar og við fáum svo stöðu við vegginn sem býður bara upp á eina leið. Það fór þannig með samband Ís- lands við Noregskonunga að Noregur lenti undir Svíakonungum og svo Svíar og Norðmenn undir Danakonungum sem olli Norðmönnum miklum búsifj- um, en það tekur því ekki að minnast á Íslands nær sjöhundruð ára hörm- ungar í þessum vendingum. Úr Íslend- ingum hafði verið dreginn allur máttur og þor til afskipta. Það lítur út fyrir að svo sé og að verða nú 66 árum eftir að við náðum þeim áfanga að öðlast fullt sjálfstæði aftur. Við þessu verður lík- lega ekkert gert þar sem Jóhanna hef- ur atkvæði Samfylkingarinnar á bak við sig og svo atkvæði þeirra sem treystu Grími til andstöðu í þessu máli. Með þennan stóltrygga og fúinorða bandamann sér við hlið, þá heldur þetta fláráðs-bandalag vopnum sínum og við fáum bara meira að borga. Það er undarlegt að sumum leyfist að brjóta allt enn við landslýður megum ekki einu sinni brjóta rúðu. Eftir Hrólf Hraundal »Úr Íslendingum hafði verið dreginn allur máttur til afskipta. Hrólfur Hraundal Höfundur rekur vélsmiðju á landsbyggðinni. Kennitölur og önnur aflögð hýði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.