Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 37
Umræðan 37 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 MEÐ ÞESSU glórulausa og alger- lega innihaldslausa væntingaplaggi um betri heim og sól í haga afsalaði verka- lýðsforystan sér rétt- inum til að segja samningum upp ein- hliða og byrja upp á nýtt. Þess í stað var farið í að verja samn- inga frá árinu 2007 sem eiga ekk- ert sameiginlegt með því ástandi sem við stöndum frammi fyrir í dag. Launahækkunin sem fékkst í kjölfar samkomulagsins var skitn- ar 6.500 krónur á mánuði sem fyrirtækin hafa tæplega efni á að borga nema skera frekar niður, jafnvel með uppsögnum. Þessi hækkun var farin út um gluggann áður en blekið var þornað í formi verðbóta húsnæðislána og hækk- andi vöruverðs í bland við skatta- hækkanir og aðrar álögur frá ríki og sveitarfélögum sem hafa svo enn meiri hækkunaráhrif á neysluvísitölu. ASÍ lítur undan. Mér er enn í fersku minni þegar varaforseti ASÍ lagði mikla áherslu á að félagsmenn ættu síð- asta orðið á trúnaðarráðsfundi VR. Það voru orðin tóm því á öðr- um fundi með landssambandi verslunarfélaga kom fram að það þýddi ekkert að fara með þetta í atkvæðagreiðslu ef hin ASÍ- félögin myndu ganga að þessari vitleysu. Einn talsmaður samkomulagsins sagði félagsmenn svo vitlausa að þeim væri ekki treystandi til að kjósa um þetta mál, þeir héldu að kjósa ætti um Icesave. Hvernig er hægt að gera stöðugleikasáttmála þegar þeir valdameiri hafa hag af óstöð- ugleika? Á meðan ríkið dælir fjármagni í peningamarkaðssjóðina, svo að fjármagnseigendur tapi sem minnstu, brenna fasteignir al- mennings upp á verðbólgubálinu sem aftur lagar eignastöðu banka og lífeyrissjóða til mikilla muna eftir útrásarfylleríið. Hér er gróf mismunun á ferð. ASÍ lítur undan sem fyrr. Í stað þess að fara tafarlaust í vinnu við að bjarga heimilum þessa lands, nýta krafta okkar til afnáms verðtryggingar eða setja tafarlaust þak á verðbætur, finna raunhæfa lausn á vanda ein- staklinga og heimila vegna mynt- körfulána lítur ASÍ undan. Þetta er skammarlegt fyrir hreyfinguna, sem rakar inn fé- lagsgjöldum sem aldrei fyrr. Ég sat einn af mörgum fundum sem stjórnarmaður í VR og hlust- aði á plön og væntingar ASÍ til ársins 2013. Þar malaði hagfræð- ingur ASÍ ásamt forystumönnum sambandsins um horfur á íslensk- um vinnumarkaði og efnahagslífi ásamt leiðum út úr vandanum. Það er ekkert í þeirra plönum næstu árin sem tekur á helstu vandamálum launafólks nema inn- ganga í Evrópusambandið. Er friðurinn á vinnumarkaði og umboðssvikin til að stjórnvöld þurfi ekki að hafa verkföll eða lausa kjarasamninga hangandi yfir sér meðan okkur verður þröngvað inn í Evrópusambandið? Verður launafólk og fjölskyldur þeirra komið hálfa leið fram af kletta- brúninni þegar Evrópusamn- ingnum verður veifað framan í okkur sem töfralausn frá eymd og volæði? Verður afnám verðtryggingar notað sem skiptimynt fyrir at- kvæði inn í Evrópusambandið? Sú framtíð sem blasir við ung- um fjölskyldum þessa lands er að lífeyrissjóðir og bank- ar eru smám saman að taka eignarnámi, í gegnum verðbætur húsnæðislána, aleigu fólks. Er þjóðhagslega hagkvæmt að leggja slíkar byrðar á launa- fólk að sjá meirihluta launamanna undir fer- tugu þurfa að byrja upp á nýtt eða stefna í þrot? Hvað gerist þeg- ar stórskuldugir árgangar fara á lífeyri? Hvað kostar það sam- félagið að halda okkur uppi á líf- eyri þegar við skuldum meirihluta í fasteignum okkar? Þeir sem eru með myntkörfulán verða kannski komnir með jákvæða eiginfjár- stöðu um fimmtugt, þ.e. skulda markaðsvirði fasteigna sinna. ASÍ og SA stjórna sameiginlega lífeyrissjóðum okkar og hafa þver- tekið fyrir að skattleggja lífeyris- greiðslur fyrirfram sem gæti skil- að ríkissjóði tekjum sem jafngilda um 5% hækkun á tekjuskattsstofni frá fyrsta degi án þess að nokkur tæki eftir því. Nema lífeyrissjóð- irnir sem þyrftu að losa vonlausar bréfaeignir mun fyrr til að standa undir lífeyrisskuldbindingum. Þá fyrst kæmi raunverulegt eigna- verðmæti sjóðanna í ljós enda stórlega ofmetið. Lífeyrissjóðirnir voru ekki með neinar sólarvarnir fyrir útrásarsólinni sem skilið hef- ur eftir sig rjúkandi brunarústir alls staðar sem hún skein, og hún skein glatt á sjóðina, svo mikið er víst. Ef almenningur er að bíða eftir töfralausnum frá félögum sem þiggja um 1% af launum okkar mánaðarlega í félagsgjöld þá verð- ur það löng bið. VR greiðir 28 milljónir á ári til Landssambands ísl. versl- unarfélaga, sem eru regnhlíf- arsamtök VR sem varaforseti ASÍ stýrir, en hún á sæti í yfir 20 nefndum og stjórnum víðsvegar í stjórnkerfinu. Svo greiðum við aðrar 75 millj- ónir til ASÍ fyrir yfirumsjón hagsmunagæslu launafólks en þar fer fremstur í flokki Evrópusinn- inn og samfylkingarmaurinn Gylfi Arnbjörnsson. Hvernig væri ef VR greiddi Hagsmunasamtökum heimilanna nokkrar milljónir? Þeim virðist vera meira umhugað um framtíð okkar en ASÍ, sem gerir ekkert annað en að verja helstu kosningamál Samfylkingar- innar, sem eru Evrópusambandið, lánalengingar og annað úrræða- leysi. Skrifstofu- og stjórn- unarkostnaður VR var 404 millj- ónir á síðasta ári. Við hljótum að geta gert betur en frjáls hags- munasamtök heimilanna sem starfa af hugsjóninni einni saman. Eða hvað? Stöðugleikasátt- máli fyrir hverja? Eftir Ragnar Þór Ingólfsson Ragnar Þór Ingólfsson » Stöðugleikasáttmál- inn er líklega ein mestu umboðssvik gagnvart launafólki eft- ir afnám vísitölutrygg- ingar launa árið 1983 og verðtrygging lána stóð. Höfundur er stjórnarmaður í VR. Fréttir í tölvupósti www.or.is Orkuveita Reykjavíkur auglýsir styrk til kvenna sem stunda eða hyggjast hefja nám í einni af eftirfarandi greinum: Vélfræði/vélstjórnun, rafvirkjun, vél- virkjun, múraraiðn eða pípulögnum. Styrkþegum býðst sumar- starf hjá Orkuveitu Reykjavíkur meðan á námi stendur. Umsóknum ber að skila með rafrænum hætti á vef Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is/styrkir fyrir 14. september. Nauðsynlegt er að upplýsingar um náms- og starfsferil ásamt staðfestingu á skráningu í nám fylgi með. Nánari upplýsingar um úthlutun styrksins eru á vef OR. Orkuveita Reykjavíkur er jafnréttismiðað fyrirtæki sem hefur markvisst unnið að því að fjölga konum á þeim starfssviðum þar sem þær hafa verið í minni hluta. Konur eru nú innan við þriðjungur starfsmanna og árangurinn af jafnréttisstarfi innan fyrirtækisins hefur verið góður þar sem hlutfall kvenna hefur aukist á síðustu árum. Minnst hefur þó orðið ágengt við að fjölga konum í iðn- og vélfræðistörfum innan fyrirtækisins. ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 46 96 5 08 .2 0 0 8 Styrkur til iðnnáms eða náms í vélfræði (vélstjórnun) • Jafnrétti er í hávegum haft í öllum störfum Orkuveitu Reykjavíkur. Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Borgarveisla í haust frá kr. 79.900 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is M bl 11 33 00 7 PRAG 24.-27. september frá kr. 89.900 Ótrúlegt sértilboð! 10 herbergi - glæsileg gisting! Verð kr. 89.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 3 nætur á Hotel Clarion Congress **** með morgunmat. Sértilboð 24. sept. SEVILLA 22.-26. október frá kr. 79.900 Ótrúleg sértilboð! 20 sæti & góð gisting! Verð kr. 89.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 4 nætur á Hotel Alcora **** með morgunmat. Sértilboð 22. okt. BÚDAPEST 22.-26. október frá kr. 79.900 Frábært verðlag! Ótrúleg sértilboð! Örfá herbergi - frábær gisting! Verð kr. 79.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 4 nætur á Hotel Platanus *** eða Hotel Ibis Váci út *** með morgunmat. Aukalega m.v. gistingu á Hotel Radisson SAS ****+ kr. 10.000. Sértilboð 22. okt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.