Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Mesta kaupmáttar- rýrnunin í 20 ár Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is S amkvæmt vefriti fjár- málaráðuneytisins voru ráðstöfunartekjur í maí 2009 14,7% lægri að raunvirði en ári fyrr og raunlækkun tekna á milli ára var 14,9%, að teknu tilliti til 11,6% hækkunar vísitölu neysluverðs. Könnunin náði til tæplega 190.000 einstaklinga. Launin höfðu lækkað um 5% á milli ára og skattgreiðslur voru 5,6% lægri í ár. Láglaunafólki blæðir mest Fram kemur að einstaklingar með tekjur undir 200.000 kr. í maí í fyrra voru ári síðar með verulega lægri tekjur að meðaltali. Þær skýringar eru gefnar að margir í neðstu tekju- bilunum hafi verið með tekjur af hlutastörfum, sem þeir hafi ekki lengur. Í hópnum séu líka væntan- lega margir sem hafi misst vinnu sína og séu á atvinnuleysisbótum eða að vinnutími þeirra sé skemmri en áður. Engin breyting hefur orðið á tekjum þeirra sem voru með frá 200 til 250 þúsun krónur á mánuði í fyrra og er það eini hópurinn sem heldur tekjum sínum. Tekjur þeirra sem voru með 250 þúsund kr. á mánuði eða meira hafa lækkað og þeim mun meira eftir því sem tekjurnar voru hærri. 4.500 manns voru með milljón eða meira á mánuði og hafa tekjur þeirra lækkað um 25%. 500 ein- staklingar voru með meira en tvær milljónir á mánuði í fyrra og hafa tekjur þeirra lækkað um 50% að meðaltali. Ráðstöfunartekjur einstaklinga með 200 þúsund kr. á mánuði upp í 450 þúsund kr. mánaðartekjur hafa ekki breyst að krónutölu á milli ára vegna mikillar hækkunar persónu- afsláttar milli ára sem vó upp hækk- að skatthlutfall. Hærri ráðstöf- unartekjur hafa lækkað meira en tekjurnar sjálfar. Frá falli bankanna í fyrrahaust hefur atvinnulausum fjölgað, dregið hefur verið úr vinnutíma ein- staklinga og laun lækkað. Þetta hef- ur dregið dilk á eftir sér. Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, segir að sjá megi tekjuþróunina hjá félags- mönnum Samiðnar á inngreiðslum þeirra, sem séu hlutfall af launum, en þær hafi lækkað um 20 til 25%. Eðlilega séu einstaklingarnir mis- jafnlega staddir. Þeir sem hafi til dæmis keypt húsnæði á nýliðnum árum og hafi fengið greiðslumat miðað við þáverandi tekjur standi frammi fyrir breyttri stöðu þegar lánin hafi hækkað og launin lækkað. 6,6% samdráttur vinnutíma Gunnar Axelsson, sérfræðingur hjá Hagstofunni, segir að tölur fjár- málaráðuneytisins komi ekki á óvart enda séu þær í takt við það sem bú- ast mætti við. Hann bendir á að sam- kvæmt vinnumarkaðskönnun Hag- stofunnar hefur vinnutími dregist saman um 6,6% á milli ára, miðað við annan ársfjórðung í ár og í fyrra. Vísitala kaupmáttar launa var 8,2% lægri í júní en á sama tíma í fyrra. Kringum aldamótin var kaup- máttarrýrnun í skamman tíma, en sambærileg, langvarandi kaupmátt- arrýrnun og nú var síðast í árs- byrjun 1990. Morgunblaðið/Jim Smart Framkvæmdir Á tímabili spruttu byggingar upp á höfuðborgarsvæðinu eins og gorkúlur en nú er vægast sagt frekar lítið að gera á þeim vettvangi. Fara þarf aftur til fyrstu mánaða ársins 1990 til að finna sambæri- lega kaupmáttarrýrnun og Ís- lendingar hafa upplifað nýliðna mánuði, en ráðstöfunartekjur hafa minnkað um 14,7% milli ára. Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, segir að félagsmenn óttist veturinn, þar sem ekkert útlit sé fyrir að byrjað verði á nýjum verklegum framkvæmdum á næstunni. Þær þarfnist undirbún- ings og ekkert bóli á honum. „Hraðinn er ótrúlega lítill á öllu,“ segir Þorbjörn. Hann bendir á að það taki nokkra mánuði að undirbúa ný verk og engin und- irbúningur í þá veru sé sjáanlegur. „Það er full ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu vegna þess að þetta er svo fjölmennur hópur,“ segir hann. Þorbjörn vekur athygli á að allur kraftur hafi farið í Icesave-málið og sumarið hafi liðið án þess að unnið hafi verið í öðrum verk- efnum. „Það er gagnrýnisverð verkstjórn, finnst mér, að það hafi ekki verið reynt að skipta betur með sér verkum,“ segir fram- kvæmdastjórinn. ÓTTAST VETURINN ›› Þ að er aldrei sérlega skemmtilegt að verða vitni að því þegar fólk missir stjórn á skapi sínu. Það er heldur ekki notalegt að hlusta á fólk sem venjulega er geðprútt ræða æstum rómi um það hvað gera eigi við svokallaða út- rásarvíkinga og sendisveina þeirra. Engin refs- ing virðist of væg fyrir þá menn. Vegna þessarar vanstillingar fylgir því ákveðinn léttir þegar maður heyrir í mönnum sem benda á að í mannlegum samskiptum og í lífinu sjálfu finnist siðalögmál sem séu algild. Á kaffihúsi sátu nokkrir menn og skiptust á sögum sem þeir höfðu heyrt af framgöngu „venjulegs“ fólks sem hafði á förnum vegi rekist á útrásarvíkinga, bankastjóra eða aðra þá sem áberandi voru í íslensku viðskipta- og bankalífi fyrir hrunið. Þetta fólk hafði látið svívirðingar- nar dynja á þessum fyrrum dáðu útrásarmönnum. Einn kaffihúsamanna sagði vel skiljanlegt að almenn- ingur væri þessum mönnum reiður og óskaði þeim alls ills. Þeir ættu sennilega ekki skilið að komið væri fram við þá eins og væru þeir manneskjur, svo mikil væri sök þeirra. Þá heyrðist rólynd rödd segja: „Þeir sem tala þannig lifa samkvæmt Gamla testamentinu: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. En við hljótum að vilja lifa í Nýja testament- inu.“ En viljum við það? Ekki verður horft framhjá því að stór hópur lætur sér fátt finnast um boðskap Nýja testamentis- ins og kýs fremur lögmál þess gamla. Þeir sem láta refsigleði og fordæmingu vísa sér leið og tala í fúkyrðum, eins og verstu bloggsóðar tíðka daglega, munu sennilega aldr- ei skilja hversu mikilvægt það er í lífinu að hegða sér eins og siðuð manneskja og koma fram við aðra eins og maður vill að sé komið fram við mann sjálfan. Þeir sem lifa samkvæmt því góða lögmáli Nýja testamentisins finna ekki ánægju í því að sparka margfalt í þá sem þeir telja hafa gert á hlut sinn. Dómstóll götunnar kveður nú á hverjum degi upp dóma sína og þar er engin miskunn sýnd. Þar er nóg að viðhafa nafnakall, hver sem er getur galað nafn auðmanns, bankastjóra og viðskiptajöfurs sem hann telur sekan um að hafa svindlað á þjóðinni og sá er umsvifalaust dæmdur sekur og úthrópaður á bloggsíðum sem hinn versti þjóðníðingur. Þeir sem hafa brotið af sér verða vitaskuld að sæta ábyrgð. En dómstóll götunnar, sem bendir í allar áttir og hirðir lítt um það þótt einhverjir saklausir lendi í hópi brotamanna, er ekki fær um að ákvarða sekt eða sakleysi. Til þess höfum við dómstóla sem fara að lögum. Þeir flýta sér hægt en stundum er það líka nauðsynlegt. Alltaf verða til menn sem telja að hefndin sé einhvers virði. Aðrir telja hefnd skelfilega illt fyrirbæri vegna þess að hún á ekkert skylt við réttlæti. Of margir tala nú eins og þeir vilji hefnd en ekki réttlæti. En auðvitað verða menn sjálfir að ákveða í hvaða testamenti þeir vilja lifa. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Í hvaða testamenti? 26. ágúst 1979: „Eins og Morg- unblaðið hefur skýrt frá standa nú fyrir dyrum í Tékkóslóvakíu rétt- arhöld yfir 10 andófsmönnum þar í landi. Sumt af þessu fólki er þekkt á Vesturlöndum – annað ekki. Þessum réttarhöldum hefur verið lýst sem einhverjum mestu sýnd- arréttarhöldum, sem fram hafa farið í A-Evrópu frá alræmdum réttarhöldum í Tékkóslóvakíu upp úr 1950. Sakborningar hafa ekkert til saka unnið annað en það, að hafa aðrar skoðanir en ráðamenn Tékkóslóvakíu. Sumir þeirra hafa meira að segja ekki einu sinni látið uppi aðrar skoðanir en Husak hef- ur, þeir hafa gert það eitt að dreifa upplýsingum, sem teknar eru orð- réttar upp úr dómsmálabókum víðsvegar um Tékkóslóvakíu um dóma yfir andófsmönnum í land- inu! “ . . . . . . . . . . 27. ágúst 1989: „Færð hafa verið sterk rök að því, að stefnan í sjáv- arútvegsmálum hafi verið jafn vit- laus og stefnan í landbún- aðarmálum um langt árabil. Slík rök er m.a. að finna í athygl- isverðri grein eftir dr. Einar Júl- íusson eðlisfræðing sem birtist í Morgunblaðinu hinn 1. júní sl., en hann átti m.a. þátt í gerð reiknilík- ana við Háskólann fyrir einum ára- tug, sem sýndu að hans mati, að tugum milljarða væri kastað á glæ á ári hverju með rangri fisk- veiðistefnu. Dr. Einar Júlíusson telur, að fiski- skipaflotinn hafi þegar á árinu 1950 verið búinn að ná hagkvæm- ustu stærð og segir um útreikn- inga þá, sem gerðir voru fyrir ára- tug: „Þeir sýndu, að með vaxandi stærð flota eykst ekki aðeins til- kostnaðurinn heldur má búast við minnkandi afla með vaxandi flota.“ Hann lýsir þróun síðustu áratuga með þessum orðum: „Hálfrar aldar saga um sístækkandi fiskiflota og minnkandi afla. Ömurlegt dæmi um hrikaleg náttúruspjöll, arðrán, úrræðaleysi og óheilindi íslenzkra ráðamanna, hvar í flokki, sem þeir standa. Aflinn minnkar en tilkostn- aðurinn vex.“ Úr gömlum l e iðurum Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Fréttir semMorgun-blaðið hefur birt úr úttekt Cre- ditinfo á starfsemi skúffufyrirtækja hafa vakið talsverða athygli. Úttektin sýnir m.a. að um helmingur tæplega 30.000 skráðra fyrirtækja á Íslandi í árslok 2007 var ekki með eigin- lega starfsemi. Þar af var um þriðjungur aðallega notaður sem eignarhalds- og fjármögnunar- félög eigenda sinna. Þessi félög skulduðu samtals um 1.000 millj- arða króna, en eignirnar voru yfir 2.000 milljarðar. Nú má hins vegar gera ráð fyrir að eignir- nar, sem að miklu leyti voru hlutabréf, hafi rýrnað stórlega eftir efnahagshrunið. Skuldirnar sitja eftir, en í mörgum tilvikum bera eigendurnir ekki á þeim neina persónulega ábyrgð. Tölurnar í þessum dæmum eru háar. 315 fyrirtæki, skráð á 265 einkaheimilum, skulduðu samtals um 264 milljarða króna, eða um milljarð á hvert þessara 265 sterkefnuðu heimila. Sú mynd, sem dregin er upp í þessari umfjöllun, bendir ekki beinlínis til að menn hafi farið á svig við lög og reglur. Hún stað- festir hins vegar það sem komið hefur fram í annarri umfjöllun um hið flókna net eignarhalds- félaga, sem gerði að verkum að harla erfitt var að hafa yfirsýn um íslenzkt viðskiptalíf á há- punkti umsvifa þess og átta sig á því hver átti hvað. Mörg skúffu- fyrirtæki með torræð nöfn og óljós eigendatengsl hafa komið við sögu í umfjöllun Morgun- blaðsins og annarra fjölmiðla um flókna og vafasama fjármála- gerninga í aðdraganda hrunsins. Embætti ríkisskattstjóra tel- ur að fjöldi eignarhaldsfélaga hér á landi hafi farið úr bönd- unum og hið flókna net félaga, sem gera í raun ekki annað en að halda utan um eignarhluti og skuldir, byrgi yfir- völdum sýn og kunni að vera skjól fyrir undanskot skatta. Sama á við gagnvart samkeppnisyfirvöldum; þau eru oft í mesta basli með að átta sig á eigna- og stjórnunartengslum fyrirtækja við mat á því hvort samkeppnislöggjöfinni sé fylgt. Tölurnar sem Creditinfo hef- ur safnað saman sýna aukin- heldur fram á hvað margir, sem tóku mikla áhættu með því að taka há lán fyrir hlutabréfa- kaupum upp á milljarða, bera litla ábyrgð nú þegar allt hefur hrunið. Fjármálastofnanir munu að líkindum þurfa að afskrifa skuldirnar. Gylfi Magnússon viðskipta- ráðherra lýsti þeirri skoðun hér í blaðinu í liðinni viku að þessi þróun hefði verið komin út fyrir velsæmismörk. „Þetta voru mjög óheilbrigðar lánveitingar sem hafa núna í mjög mörgum tilfellum valdið gríðarlegu tjóni hjá lánveitendum sem í mörgum tilvikum eru gjaldþrota. Þeir sem lánuðu láveitendunum bera [því] tjónið,“ sagði viðskiptaráð- herrann. Gylfi bendir á að flókið sé að leggja hömlur á stofnun eign- arhaldsfélaga. Það megi heldur ekki verða of erfitt að stofna fyrirtæki; það hamli samkeppn- ishæfni og skilvirkni viðskipta- lífsins. Eins og í svo mörgu öðru verður vandinn ekki eingöngu leystur með breyttum lögum, heldur þarf hér að höfða til sið- ferðiskenndar þeirra, sem stunda viðskipti á Íslandi. Telja þeir það sér í hag að búa til flók- inn frumskóg eignarhaldsfélaga, sem gerir yfirvöldum erfitt um eftirlit og torveldar almenningi að hafa yfirsýn eða vilja þeir hafa allt sitt uppi á borðinu? Höfða þarf til sið- ferðiskenndar þeirra sem stunda viðskipti} Skúffuvæðing viðskiptalífsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.