Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 18
18 Viðtalið MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is É g hef oft heyrt sögur af því hversu fallegt er á Ís- landi, en aldrei komið þangað,“ segir leikstjór- inn Milos Forman, sem væntanlegur er á Alþjóðlega kvik- myndahátíð í Reykjavík 17. til 27. september. „Milan Kundera er öllum hnútum kunnugur á Íslandi og sagði mér frá fallegri náttúrunni og að þar byggi yndislegt fólk.“ – Þið voruð á svipuðum tíma í kvik- myndaskóla í Tékklandi? „Já, hann er aðeins þremur árum eldri en ég, en var engu að síður far- inn að kenna þegar ég settist á skóla- bekk!“ Forman er í fremstu röð leikstjóra í heiminum og einn fjögurra sem tvisvar hafa hlotið óskarsverðlaun, fyrir Gaukshreiðrið og Amadeus. Ævin er löng og viðburðarík. For- man fæddist árið 1932 í Tékkóslóv- akíu. Hann upplifði hernám Þjóð- verja í upphafi seinna stríðs og foreldrar hans voru handteknir og síðar líflátnir í útrýmingarbúðum nasista. Hann tók þátt í tékknesku nýbylgjunni, gróskumiklu andófi kvikmyndagerðarmanna við kommúnismann, en varð að yfirgefa ættjörðina eftir innrás Sovétmanna í Prag árið 1968. Forman átti eftir að hasla sér völl með eftirminnilegum hætti í Banda- ríkjunum. Á meðal kvikmynda sem hann hefur leikstýrt eru Ákæruvaldið gegn Larry Flynt, Ragtime og Mað- ur á tunglinu, sem fjallar um Andy Kaufman. Nú segist hann óráðinn um hvað taki við hjá sér. „Ég vann að verkefni, en það rann út í sandinn vegna skorts á fjármagni.“ Með kímnina að vopni Forman segist ekki hafa fylgst sér- staklega með íslenskri kvikmynda- gerð, en vonast til þess að fá tækifæri til að kynnast henni við komuna til landsins. Og hann reiknar með því að fáir Íslendingar þekki til kvikmynda hans frá mótunarárunum í Tékklandi. – Við hverju mega þeir búast? „Ég held að þeir geti reiknað með svipuðum myndum og þeim íslensku, enda eru þetta bæði lítil ríki, Ísland og Tékkland. Svo geta þeir búist við gömlum myndum,“ segir hann og hlær, „fjögurra áratuga gömlum!“ Rætur Formans liggja í Tékklandi, en þar fór hann fyrir tékknesku ný- bylgjunni á sjöunda áratugnum, sem ætlað var að veita kommúnismanum viðnám. Tvær mynda hans frá þeim tíma voru tilnefndar til óskars- verðlauna sem besta erlenda myndin, Ástir ljósku og Slökkviliðsveislan. – Það einkenndi kvikmyndir þínar í Tékklandi að þær voru ljúfari og meiri kímni í þeim en síðar varð … „Þannig er arfleifð tékkneskrar menningar. Þetta er lítið land í miðri Evrópu, sem á aðeins eitt vopn til að verja sig – og það er kímnin. Annars yrðum við að fremja sjálfsmorð. Þess vegna höfum við eignast rithöfunda á borð við Hasek, Kafka og Capek, sem allir skrifuðu á þessum nótum.“ – Var það eitthvert eitt augnablik umfram annað, sem varð kveikjan að tékknesku nýbylgjunni? „Þetta hófst allt með fordæmingu Krúsjeffs á Stalín. Smám saman losn- aði um þær hugmyndafræðilegu járn- greipar sem samfélagið var í. Á sama tíma útskrifuðumst við fleiri og fleiri úr kvikmyndaskólanum, biðum við hliðið, og þegar Krúsjeff talaði um að gefa ungu fólki fleiri tækifæri, þá lét- um við slag standa. Þar sem hug- myndafræðilegu tökin voru orðin veikari, gátum við gert okkar myndir. Við vissum alveg um hvað þær áttu að fjalla. Sá sem er frjáls veit ekki hver óvinurinn er, en við vissum að það væri alræðisríkið – og þar af leiðandi um hvað myndirnar áttu að fjalla.“ – Hversu þéttur hópur var þetta? „Við vorum góðir vinir. Í fyrsta lagi vegna þess að við áttum sameigin- legan óvin, sem þjappaði okkur sam- an. Og svo vorum við með ólíkan leik- stjórnarstíl, þannig að við kepptum ekki innbyrðis – þetta voru ólíkar myndir. Við hittumst oft, en ekki op- inberlega. Þetta voru ekki samtök. – Voruð þið bjartsýn á að ná að knýja fram breytingar og lituð þið á ykkur sem andófshreyfingu? „Við áttum okkur von. En nei, við litum ekki á okkur sem andófshreyf- ingu, því það hefði verið hættulegt. En við vorum meðvituð um hvað við vildum gera.“ – Var það erfið ákvörðun að flytja frá Prag eftir innrásina árið 1968? „Það var það og var það ekki. Ég vissi að ég gæti ekki unnið þar leng- ur. Ég kann ekkert annað, svo ég varð að finna mér nýjan vettvang til að gera kvikmyndir. Auðvitað er það erfitt að kveðja staðinn sem maður elskar. Og fólkið sem maður á að vin- En maður má aldrei m Vandfundin er betri lýs- ing á tilveru mannsins en Gaukshreiðrið, þó að hún gerist á vit- lausraspítala og sé auðvitað uppspuni frá rótum. Hér ræðir leik- stjórinn Milos Forman um baráttu einstaklinga við stofnanir, sem þeir sjálfir stofnuðu til, gald- ur kvikmyndanna, von- ina og kímnina. Útlaginn „Það finnast byltingarmenn í hverju samfélagi,“ segir Milos Forman, sem hraktist frá Prag eftir innrás Sovétmanna árið 1968. Ragtime Hárið Amadeus „Það er mun auðveldara að finna um- fjöllunarefni í landi með stranga rit- skoðun, því þá vísar hún leiðina,“ sagði Forman í viðtali sem undirritaður tók við hann á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1999, en þá var hann að kynna myndina Maður á tunglinu, þar sem Jim Carrey fór með hlutverk háðfuglsins Andy Kaufman. „Ef eitthvað er bannað verður það um leið kjörið viðfangsefni. Vandamálið í Austur-Evrópu eftir að kommúnisminn gekk sér til húðar er að kvikmyndagerð- armenn hafa svo mikið frelsi að þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eiga að gera við það; þeir vita ekki lengur um hvað myndirnar eiga að fjalla. hræðilegum dauðdaga. Þau voru bara í búðum og einu búðirnar sem ég þekkti voru skátabúðir. Svo þetta var mér ekki erfitt tilfinningalega. Það varð hins vegar mun átakanlegra eftir að ég stálpaðist og gerði mér grein fyrir hvað hafði átt sér stað, t.d. þegar ég skoðaði myndir úr útrýmingarbúð- unum.“ – Ég las um að þú hefðir fengið að heimsækja móður þína í fangaklefa Gestapo. „Já,“ svarar hann. „Okkur var leyft að heimsækja hana einu sinni í fimm- tán mínútur. Það var einkennileg upp- lifun. Þegar maður sér svona atriði í bíómyndum er það jafnan djúpt og „Ef til vill veldur svarið þér von- brigðum, en það er mun auðveldara að missa foreldra sína áður en maður kemst á kynþroskaaldur en eftir það. Krakkar eru í fyrsta lagi ótrúlega ótilfinninganæmir og í öðru lagi gera þeir sér ekki grein fyrir endanleika lífsins; dauðinn fær aðra merkingu eftir því sem maður þroskast meira. Í þriðja lagi reyndust ættingjar og vinir foreldra minna mér mjög vel og hlífðu mér við sannleikanum. Ég komst ekki að því fyrr en eftir stríðið hvaða hryll- ingur hafði átt sér stað. Það sagði mér enginn að foreldrar mínir hefðu þjáðst, verið pínd og dáið ast inn í Prag. „Ég skil ekki alveg af hverju enginn í Tékklandi átti von á þessu; mér finnst það dálítið skondið. Einhvern veginn vissum við öll innst inni, sem bjuggum utan Tékklands, að þetta ætti eftir að gerast.“ Forman var spurður hvort honum hefði aldrei dottið í hug að gera kvik- mynd byggða á eigin lífi? „Í raun ekki,“ svaraði hann. „Maður þarf svo kaldhæðna hlutlægni til að geta nálgast viðfangsefni í kvikmynd- um og ég held að ég gæti ekki fjallað þannig um eigið líf.“ Í lokin var Forman spurður út í reynsluna af því að missa foreldra sína sem krakki. En þú mátt samt ekki halda að heimurinn sé svarthvítur, annars veg- ar einræðisríki og hins vegar hinn frjálsi heimur. Fólk er alls staðar eins. Það eru til dæmis fjölmargar hættu- legar tilhneigingar í Bandaríkjunum; hvarvetna er fólk sem vill troða eigin skoðunum, lífsspeki og trúarbrögðum upp á aðra og það vinnur sigra á hverjum degi. Þess vegna er það svo, að þótt maður verði aldrei algjörlega frjáls má maður aldrei hætta að berj- ast fyrir frelsinu. Þá verður maður hnepptur í fjötra.“ Talið barst um víðan völl, meðal annars að því hvort það hefði komið Forman á óvart að Rússar skyldu ráð- Mamma spurði hvort frú Prohaska hefði það gott
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.