Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 20
20 Tengsl MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is Jenna: Við erum fæddar á Læk í Dýrafirði í ágúst 1918. Í bernsku var okkur sagt að Áslaug systir mín hefði fæðst í litla timburhúsinu hjá ömmu við allar eðlilegar aðstæður. Ég hefði fæðst sólarhring og sjö klukkutímum á eftir henni og móðir mín hefði haft hríðir allan tímann. Þar til gamli heimilislæknirinn tók mig með töng- um og dró mig síðan líflitla upp úr vatni. Eðlilega hef ég verið lítil, þroskast seinna en Áslaug, sem varð strax áberandi falleg og áberandi dugleg, andlega og líkamlega. Það var ég ekki. Mér fannst alltaf eins og ég hefði ekki allar hennar góðu vöggugjafir. Falleg og ljúf Mínar fyrstu minningar, sem skýrast æ með aldrinum, eru af Ás- laugu Sólbjörtu systur minni, fallegri og brosandi í faðminum á mömmu. Bróðir minn, tæplega tveimur árum eldri, við hné hennar. Ég í fanginu á föðurömmu minni við hliðina á þeim. Yndislegustu bernskuminningar mínar eru frá fyrstu árunum á Læk þar sem amma mín sat með mig og fræddi mig um lífið og Ása trítlaði í kringum okkur, svo falleg og ljúf. Ég svaf fyrir ofan ömmu mína sum þessi fyrstu ár. Og tóbakstaumarnir streymdu úr nefi hennar niður í vasaklútinn og báðar þurrkuðu sér. Og aðvörunarorð ömmu: „Sjáðu, ég ræð ekki við þetta. Gerðu aldrei það sem ræður yfir þér. Þú ert lítil og veist svo lítið, en lífið er dásamlegt og gefur svo margt.“ Eitthvað á þá leið innprentaði hún mér. Ein yndislegasta bernskuminn- ingin mín er þegar við fórum niður í fjöruna. Þegar ég var fjögurra ára, sennilega nær fimm, þá fengum við að fara þar sem áin, sem skilur að Læk og höfuðbólið Núp, rennur til sjávar. Þar fékk ég að vaða í lygnu vatni við Berghyl, sem var svolítill foss. Við fengum að bretta upp og vaða, fara inn í fjöruna þar sem óend- anleiki hafsins blasti við. Og það var svo einkennileg tilfinning að sjá hvíta fjöruna; nóg af hörpuskeljum og vita að bárurnar sem þar skullu að landi höfðu komið með litla húsið, sem barst óskemmt upp í fjöru. Þetta var lítið, brúnt tréhús, um 20 sentimetra hátt, gler í gluggum og kross á þak- inu. Inni í því var trjámaður, sem var tekinn úr og gefinn okkur Ásu. Ég veit ekki hvort Ása tók ást- fóstri við Trjása, en ég mátti ekki af honum sjá. Ég var alltaf með hann og við lékum okkur að honum saman. Við lékum okkur alltaf að öllu saman. Ása var mér alltaf fremri, það fann ég alltaf, en ég var seinfær. Mamma var með þrjú börn lítil, sem færði mig meira til ömmu minnar. Rétt áður en við fluttum í torfbæ- inn í Litla-Garði, þar sem okkur systkinum fjölgaði ört, vorum við að leika okkur uppi í túninu og Trjási var aðalleikfangið. Svo vorum við kallaðar heim og Trjási gleymdist. Mín stóra sorg var svo mikil að ég get ekki gleymt henni meðan ég lifi. Ég öskraði, barðist um og lamdi og það varð að fara með mig út um nótt- ina og leita að Trjása. Ef ég, eftir 86 ár, kæmi vestur að Læk myndi ég enn finna staðinn þar sem við fund- um loks Trjása þegar fór að birta af degi. Trjási var mér vitund um að það var til haf og heimur og menn, sem trúðu á annað en Jesú Krist. „Trjási á líka Guð,“ sagði ég við ömmu mína. Hélt bernskunni Við Ása vorum einu telpurnar. Hún var alltaf svo ljúf, góð og falleg. Og ég held að það hafi enst henni alla ævi. Hún var kurteis og góð. Hún var það og er. Örlögin báru hana til ann- arra verka en mig, en ég held að hún hafi haldið sinni bernsku á annan hátt en ég. Ég heillaðist af einhverju sem ég vissi ekki hvað var, en Trjási var mér eins og leiðarljós fyrir því að við værum ekki öll að gera hið sama, en að við öll á jörðinni værum á sömu leið, bræður og systur. Það skiptir engu hvaða trú við höfum, ef við er- um góðar manneskjur og hjálpumst að. Góður maður er á Guðs vegum. Mamma gerði aldrei upp á milli okkar Ásu, heldur kom eins fram við okkur báðar. Hún dó í janúar 1936, 44 ára, frá sjö börnum. Yngsta systir mín var aðeins sjö mánaða, en við Ása vorum sautján ára. Áður en hún dó bað hún okkur að gráta ekki við jarðarförina sína, en ekki hlæja held- ur. Og svo varð mér á að hlæja. Við vorum á leið frá kirkjunni þegar ég þurfti að bregða mér afsíðis og létta á mér. Ég bað Ásu að standa hjá mér, en þegar ég var komin niður á hækjur mér kom presturinn gang- andi frá kirkjunni. Þarna blasti ég við honum og þá varð mér á að skella upp úr. Við munum hlutina ekki eins. Það er ósköp eðlilegt. Við erum afskap- lega ólíkar að upplagi. Ég gat alltaf treyst Ásu. Þegar ég sendi fyrstu smásöguna mína í sam- keppni Ríkisútvarpsins sagði ég ekki nokkrum manni frá því fyrr nema henni. Og hún sagði engum. Svo fékk ég fyrstu verðlaun, 25 krónur, sem mér fannst mikið fé. Ég rakst stundum illa og var upp- reisnargjörn, en Ása ekki. Einhvern tímann vorum við krakkarnir að leita að silfurhnapp, sem piltur hafði týnt. Ég fann hnappinn og hljóp með hann til hans. Hann sagði mér að láta hnappinn á þúfu, því hann tæki ekki við hnöppum frá fátæklingum í sveit- inni. Ég vafði þá hnappinn og nokkra steina inn í grisju og kastaði í botn- lausan pytt. Ég var spurð hvers vegna ég hefði hegðað mér svona ósæmilega, en Ása væri alltaf stillt og góð. Ég átti ekkert annað svar en að ég fyndi öðruvísi til en hún Ása systir mín. Ég held að Ásu hafi ekki þótt gott að eiga svona systur þá. En þetta man hún ekki, hún lagði ekki á sig það sem vont var. Ég var meira út af fyrir mig en Ása og sat ein úti í horni á böllum. Ása var alltaf vinsæl. En ég var ham- ingjusöm með sjálfa mig og skildi ósköp vel alla athyglina sem Ása fékk. Hún hefur verið góð mann- eskja, skynjar ekkert nema gott og það eru ekki orðin tóm. Hún hefur gefið út eina bók, fyrir fjölskylduna, og hún yrkir fallegar vísur. Ég fór í vist á Þingeyri, en svo til Stykkishólms eftir að mamma dó og kom ekki aftur vestur nema sem gestur. Það slitnaði samt aldrei sam- bandið á milli okkar Ásu, þótt langt væri á milli. Við erum líklega ekki eineggja, en höfum aldrei gengið úr skugga um það. Við vorum samt ákaflega líkar í útliti og margir áttu erfitt með að þekkja okkur í sundur, enda vorum við alltaf eins klæddar og ólíkasta fólk verður líkt þegar það er gert. Ég fæddist með rauða rós á botninum og mér var mikil raun að því þegar ég þurfti að leysa niður um mig til að fólk sæi hvor telpan ég væri. Ása tók prófið tvisvar Þegar við vorum tólf ára áttum við að þreyta próf. Ása tók prófið, kom svo út og sagði að sér hefði gengið vel. Ég missti allt sjálfstraust, reif slaufuna úr hári hennar og bað hana að fara aftur inn og taka prófið fyrir mig. Það gerði hún, eins og allt sem ég bað hana að gera. Ása varð eftir heima þegar mamma dó. Hún var þá orðin ást- fangin af Valdimar, sem hún svo gift- ist. Þau giftu sig á undan okkur Hreiðari, en við eignuðumst fyrstu börnin okkar á sama ári, 1942. Ása er alltaf eins og drottning. Hún á óskaplega góðar dætur og son. Það hefur alltaf verið mjög gott á milli okkar, þótt við séum ólíkar. Við tölum saman daglega. Auðvitað kem- ur fyrir að okkur verður sundurorða. Það er nú gæfan í lífinu hvað fólk sér sömu hluti ólíkum augum. En við skiljum alltaf sáttar. Mér er sárara um hana Ásu en hin systkini mín. Morgunblaðið/Kristinn „Ása skynjar ekkert nema gott“ Tvíburasysturnar Áslaug og Jenna Jens- dætur eiga afmæli í dag og á morgun. Þær eru líklega elstu tvíburar landsins. Á 91 árs ævi hefur samband þeirra aldrei rofnað, þótt lengst af hafi verið langt á milli þeirra. Jensína Jensdóttir fæddist 24. ágúst ár- ið 1918, ein af sjö börnum hjónanna Ástu Sóllilju Krist- jánsdóttur frá Breiða- dal í Önundarfirði og Jens Guðmundar Jónssonar frá Fjalla- skaga í Dýrafirði. Jenna er kennara- menntuð og kenndi í áratugi, auk þess að rita bækur. Hún gift- ist Hreiðari Stef- ánssyni kennara og rithöfundi árið 1942. Saman rituðu þau tugi barnabóka. Hreiðar lést árið 1995. Jenna og Hreiðar eignuðust tvo syni, Ástráð Benedikt og Stefán Jóhann. Hún á 8 barnabörn og 11 langömmubörn. Tvíburar Systurnar Ása og Jenna tveggja ára. JENSÍNA JENSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.