Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 23
botnlangabólgu. Spítalinn á Ísafirði var búinn að loka á allar aðgerðir á Bolvíkingum, því hreppurinn skuldaði svo mikið. „Guðmunda systir var í vist hjá Gunnari Andrew, framkvæmdastjóra spítalans. Hann sagðist taka persónulega ábyrgð á sig vegna aðgerðar minnar og um miðjan desember komst ég á spít- alann. Þar sá ég rafmagnseldavél í fyrsta skipti, burstaði tennurnar í fyrsta skipti, notaði til þess gamlan margnotaðan tannbursta spítalans og saltvatn, og fór þá í fyrsta skipti í baðkar.“ Vorið 1937 keypti Óskar sér sam- festing fyrir 14 krónur, vel stóran. „Ég safnaði fyrir honum um vet- urinn með því að stokka upp úr ein- um bala fyrir Sigurð Kristjánsson, landmann á Fræg, eftir hvern róður, alls 140 lóðir eða 14.000 öngla, en ég fékk 10 aura fyrir lóðina, sama þótt skipt væri um tauma eða greitt úr flækjum. Ég átti smá afgang sem ég gat látið mömmu fá um vorið, en samfestingurinn dugði í mörg ár.“ Erfiðasta upplifunin Í ágústmánuði árið 1937, þegar Óskar var níu ára, heyjaði Hannibal á eyðijörðinni Efstadal, innst í Laug- ardal. Hann sló, rakaði og batt og Óskar fór með blautt heyið á tveim- ur hestum, yfir fjallið til Þernuvíkur, og þótti gott að geta farið með tvo hesta, þrjár ferðir á dag, gangandi aðra leiðina og á reiðingnum hina. „Hannibal svaf í klettagjótu með teppi og regnkápu yfir sér, og ég færði honum mat. Steina sem hafði eignast barn um veturinn, tók á móti heyinu og þurrkaði það. Í einni ferð- inni rak hesturinn Brúnka sátuna í stein, missti jafnvægið, steyptist fram af hamraveggnum og festi hægri afturfótinn á milli stórra og þungra hellna. Ég skar á klifbera böndin, svo hún losnaði við sáturnar, og hljóp til Hannibals. Meðan hann reið niður að Laugabóli eftir hjálp beið ég hjá Brúnku og það var erfið- asta upplifunin í sveitinni. Brúnka kvaldist mikið og það var sorglegt að sjá og heyra þegar fóturinn brotn- aði. Það tók marga klukkutíma að losa hestinn enda þurfti fyrst að fjarlægja hellurnar en að því loknu þurfti ég að fara niður í Þernuvík til þess að ná í allt sem þurfti til þess að aflífa Brúnku, byssuna, skotin, hníf- ana og ílátin. Aðalsteinn, pabbi Rögnu á Laugabóli, og Guðjón vinnumaður hans, hjálpuðu okkur í myrkrinu, alla nóttina sem ég er nú einn til frásagnar um. Það var fyrsta vökunóttin mín, og við komum í Þernuvík eftir hádegi daginn eftir.“ Sat hjá ám Síðasta sumarið í sveitinni, seinni part sumars 1940, var Óskar í Haga- koti í Laugardal og sat hjá 40 ám. „Ég var einn af þeim síðustu sem gegndu þessu starfi hérlendis. Ef veðrið var gott var þetta allt í lagi en yfirleitt var þetta leiðinlegt starf. Ég var alltaf illa klæddur og frekar svangur, en þegar búið var að mjólka á morgnana var ég sendur með rollurnar og hafði tvær rúg- brauðssneiðar með kæfu í nesti. Það var erfitt að passa þær fyrst eftir að lömbin höfðu verið skilin frá þeim. Hundurinn var hundgamall, og varð ég því að vera hundur sjálfur en það vantaði aldrei kind hjá mér.“ Kaflaskipti Kaflaskipti urðu í lífi Óskars þeg- ar hann flutti til föðursystur sinnar í Reykjavík haustið 1940, þá 12 ára gamall. Móðir hans hafði áhyggjur af því að senda hann í burtu svona ungan en hann kvaddi hana með þeim orðum að hann ætlaði aldrei að reykja eða drekka áfengi og segir að henni hafi létt við það. „Sjaldan hef ég tekið viturlegri ákvörðun,“ segir hann. Amma hans gaf honum tvær krónur og áður en hann fór frá Ísa- firði keypti hann sér brilliantínglas í kaupfélaginu og greiddi fyrir það 1,25 kr. Fór því til Reykjavíkur með 75 aura. „Ég gat ekki hugsað mér að láta sjá mig í Reykjavík án þess að vera með brilliantín í hárinu,“ segir hann. Í Reykjavík byrjaði hann fljótlega að selja erlendum hermönnum dag- blaðið Daily Post og var sölusvæðið hafnarsvæðið þar sem tónlistarhúsið rís, braggahverfin upp af Skúlagöt- unni (Sænska frystihúsið, Völundur, Kveldúlfshúsin og vöruskemmurnar við Barónsstíg), reiturinn milli Grettisgötu, Njálsgötu, Snorra- brautar og Rauðarárstígs þar sem Austurbæjarbíó var síðar byggt, og allt Skólavörðuholtið. „Um þetta svæði fór ég alla morgna á hverjum degi áður en ég fór í skólann,“ rifjar Óskar upp. Barnalán og heimtufrekja Óskar og Elsa Friðriksdóttir eiga fjögur börn, og eitt átti hann áður. Hann á 11 barnabörn og níu barna- barnabörn. „Í mesta basli mömmu bað hún guð um eitt og það var barnalán,“ segir hann. „Við höfum verið nokkuð samtaka í því systkinin að hjálpa Guði við að uppfylla þá ósk hennar en þegar hún andaðist hafði hún eignast 240 afkomendur. Ég held að engin kona á Íslandi hafi átt eins marga afkomendur í lifanda lífi.“ Krepputalið er Óskari hugleikið og hann áréttar að kreppan nú sé barnaleikur miðað við það sem hann hafi upplifað. „Alla tíð hef ég vanið mig á það að eyða ekki í einhverja vitleysu, nema þegar ég keypti brillí- antínið, og vinna fyrir mér á heið- arlegan hátt. Þegar ég hætti í versl- uninni var það mér mikils virði að geta horft framan í hvern einasta mann sem ég hafði átt viðskipti við því enginn tapaði á viðskiptum við mig. Þegar kreppan var og hét var það mikið lán fyrir Bolvíkinga að hafa Einar Guðfinnsson og Bjarna Eiríksson sem útgerðarmenn og kaupmenn því þeir gáfu fólki í soðið þegar á þurfti að halda en allir reyndu að bjarga sér sem mest þeir gátu. Núna snýst flest um að heimta af öðrum.“ g arljósi MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 ÓSKAR Jóhannsson segist hafa fengið verslunarbakt- eríuna, þegar hann hóf störf í efnagerð Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis (KRON) 1942. Að frátöldu einu ári starfaði hann hjá KRON þar til hann opnaði eigin verslun vorið 1951 eftir að Jón Sigurðsson, síð- ar í Straumnesi, hafði lagt til að þeir tækju að sér rekstur Stjörnubúðarinnar í Mávahlíð. „Á þessum tíma voru átta matvöruverslanir í hverf- inu og hvergi hægt að fá lán, en við þurftum að leggja út sínar 75 þúsund krónurnar hvor,“ segir Ósk- ar. „Mér tókst samt að skrapa saman fyrir mínum hlut, borgaði uppsett verð og sagði upp hjá KRON. Jón var hins vegar svikinn um lofað lán. Þetta voru erfiðir dagar. Ég var trúlofaður, við búin að eignast barn og áhyggjurnar miklar. Ég var með mjög þykkt hár og það hrundi af mér en einhvern veginn tókst mér að útvega 75 þúsund krónur til viðbótar og byrj- aði einn með reksturinn á búðinni sem ég nefndi Sunnubúðina.“ En það var ekki andskotalaust að vera kaupmaður. „Þjóðviljinn hataðist út í okkur kaupmennina. Ef kaupmaður átti fínt hús var hann þjófur og ræningi en annað var uppi á teningnum ef aðrir áttu í hlut. Nema heildsalarnir. Þjóðviljinn sagði þá versta. Þó var það þannig að eini bletturinn á ferli mínum hjá KRON sem verslunarstjóri var sá að ég hafði lánað konu einni vörur fyrir samtals um fjögur til fimm hundruð krónur. Það var ótrúlegt basl á aumingja fólkinu og alveg bannað að skrifa hjá fólki. Maðurinn hennar var í útgerð og fékk aldrei síldarsporð upp á dekk. Þau voru með hóp af börnum og búin að steypa upp bílskúrinn þegar þau misstu húsið og fluttu því í bílskúrinn. Það endaði með því að ég borgaði skuld- ina sjálfur og gerði upp haustið 1951. En svona var þetta. Kaupmennirnir lánuðu fólkinu sem Þjóðviljinn taldi sig berjast fyrir, en verkföllin bitnuðu fyrst og fremst á þessu fólki. Kaupmennirnir voru sálusorg- arar, trúnaðarmenn. Á dögunum hitti ég mann um sextugt sem spurði hvort ég væri Óskar í Sunnubúð- inni. Já, svaraði ég. Ég vildi bara segja þér að mikið blessaði hún mamma þig fyrir að hjálpa okkur þegar illa stóð á. Þannig brást eflaust margur við aðstoð kaupmanna þó aðrir skitu þá út sem mest þeir máttu. Kaupmaðurinn á horninu var þessi mannlegi þáttur sem hefur glatast. Viðskiptavinur var orð að sönnu en það á ekki lengur við í matvörubúðum nútímans. Nú er í mesta lagi sagt góðan daginn og takk fyrir.“ Kúnnunum sinnt Óskar segir að verslunin hafi alltaf gengið vel. Stjórn viðskiptamála hafi reyndar ekki verið til þess að hrópa húrra fyrir og ástæða sé til þess að halda hlutverki kaupmannsins á horninu í þjóðfélaginu á lofti. „Þeir voru með félagsmálastofnunina í einka- rekstri, tóku það vandamál á sig sjálfa. Nú verður allt vitlaust af því að samtök, sem gefa mat, loka í ein- hverjar vikur vegna sumarfría. Hér áður fyrr voru verkföll tíð, dýrtíð, og fólk með krakkaskara að basla við að koma sér þaki yfir höfuðið. Kaupið dugði ekki og það var mikið vandamál ef kaupmaðurinn skrifaði ekki enda útvegaði kaupmaðurinn öllum sínum kúnn- um allt sem þeir þurftu, þrátt fyrir mikla skömmtun á innflutningnum. Heildsalarnir þurftu að berjast eins og ljón til þess að fá sinn skammt. Þeir þurftu að skammta kaupmönnunum og þeir að skammta sínum kúnnum. Menn hugsuðu ekki um að græða heldur tóku að sér að útvega fólkinu það sem það þurfti.“ Í þessum töluðu orðum rifjar hann upp kjötsmygl sitt frá Borgarnesi í verkfallinu 1955. „Ég fékk 50 dilkaskrokka frá kaupfélaginu í Borgarnesi, komst ak- andi framhjá verkfallsvörðum með 20 þeirra og sigldi með afganginn og 200 kg af Bragakaffi frá fjörunni við Korpúlfsstaði að Vatnagörðum með aðstoð trillu- karls. Það var allt gert til að sinna kúnnunum.“ Sálusorgari og kaupmaðurinn á horninu NÝJAR SKEMMTILEGAR GJAFAVÖRUR Lækjargata 2a 101 R. sími 511- 5001 opið 9.00 - 22.00 alla daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.