Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 60
SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 235. DAGUR ÁRSINS 2009 Heitast 14 °C | Kaldast 7 °C  Austan 5-13 en hvassari við S- strönd- ina. Rigning með köfl- um, bjartviðri norðan- lands. Hiti 7 til 14 stig. » 10 JAZZ» Jim Black kann að leika af fingrum fram. »56 Fram á sjónarsviðið er stiginn karlmaður sem heldur því fram að hann hafi verið elskhugi Michaels Jackson. »59 FÓLK» Elskhugi Jacksons TÓNLIST» Hjálmar spiluðu fyrir fullu húsi. »54 KVIKMYNDIR» Michael Moore er með nýja mynd. »59 Birgir Örn Stein- arsson rannsakar feril The Tallest Man on Earth í pistli um Kristian Matt- son. »53 Sænskur sveitablús TÓNLIST Á SUNNUDEGI» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Hagar í gjörgæslu Kaupþings 2. Kveikt var í Range Rovernum 3. Bandaríkjamenn dæmdir úr leik 4. Í hópi skuldugustu heimila fyrir... Innblástur Margrét H. Blöndal er krökkunum innan handar, og þau mála með vatnslitum í guðsgrænni náttúrunni. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is „GEFIÐ ykkur tíma til að horfa á útlínur fjallanna,“ segir Margrét H. Blöndal og 26 forvitin augu krakka- hópsins staðnæmast við Strútsfjall. „Þið þurfið ekkert að vera nákvæm. Allar myndir eru fallegar sem mál- aðar eru í náttúrunni.“ Margrét og Ósk Vilhjálmsdóttir standa fyrir þriggja daga fjölskyldu- ferðum á hálendið, sem farnar eru á forsendum krakkanna. Lagt er upp með að njóta augnabliksins og nátt- úrunnar, til dæmis með því að mála vatnslitamyndir undir leiðsögn Mar- grétar. „Góð leið til þess að dýpka skoð- unina á umhverfinu er að setjast nið- ur með blýant og vatnsliti og horfa í kringum sig – þá verður eirðin meiri hjá krökkunum,“ segir Margrét. „Aðalatriðið er að skynja umhverfið, taka eftir mismunandi lögun fjalla og sjúga í sig litina. Svo má alltaf finna eitthvað til að lita með í sínu nánasta umhverfi. Lítil börn hafa ekki eirð í sér til að vera með pensil. Þess vegna bendi ég þeim á jurtir, plöntur eða blöð. Það skiptir engu máli hvort teikningin lítur út eins og fjall. En smám saman byrja krakk- arnir að taka eftir plöntunum, mis- munandi hárum á stráum. Og tíminn stöðvast stundarkorn, sem síðar verður akkeri í minningunni.“ „Þá koma líka skyndilega tuttugu litir í ljós í mosanum, sem áður var aðeins grænn,“ skýtur Ósk inn í. „Áðan sáum við græna litinn loga eins og það væri lampi ofan í jörð- inni. Þetta skerpir sjónskynjunina og breytir viðhorfinu til náttúrunn- ar.“ „Veðrið hefur líka áhrif á litina,“ segir Margrét. „Fólk blessar alltaf sól og blíðu, en glampandi sól fletur út litina. Jarðvegurinn verður svo miklu safaríkari og blæbrigðin meiri ef það er skýjað og raki.“ „Sérðu hvað ég er búinn að mála?“ spyr fjögurra ára drengur hróðugur. „Málaðirðu með stráum,“ spyr Margrét. „Já, já,“ svarar hann. Hún beygir sig eftir geldinga- hnappi og réttir honum: „En þetta blóm? Viltu prófa það?“ „Já, já.“ Eftir stundarkorn hvíslar hann í eyrað á pabba sínum: „Veistu, má ég setja þetta út í gluggann?“ Svo brosir hann undurblítt. Krakkar mála með stráum Ferðast um há- lendið með krökk- um og foreldrum Listamaður Anna Benediktsdóttir með teikningu sína af Strútsfjalli. Morgunblaðið/Pétur Blöndal  Krakkar í óbyggðum | 14 HANDRITSSKRIF að sex þátta sjónvarpsseríu um ærslabelgina Jón Odd og Jón Bjarna eru á loka- stigi. Það er fyrirtækið Zik Zak sem framleiðir þættina. Um þessar mundir eru einmitt liðin 35 ár síðan Guðrún Helgadótt- ir gaf út sína fyrstu bók um þessa þekktu tvíbura. Bækurnar urðu alls þrjár. Handrit sjónvarpsseríunnar skrifa þeir Ari Eldjárn, Ottó Geir Borg og Gunnar B. Guðmundsson. Í þáttunum er ætlunin að færa sög- urnar um Jón Odd og Jón Bjarna yfir í nútímann. Óákveðið er hve- nær tökur hefjast og ekki hefur verið ráðið í nein hlutverk. Þráinn Bertelsson gerði kvik- mynd eftir bókunum árið 1981 og naut hún mikilla vinsælda. Árið 2002 setti Þjóðleikhúsið upp leikrit sem samið var eftir bókunum, og naut það sömuleiðis mikilla vin- sælda. | 51 Morgunblaðið/Ásdís Tvíburarnir Úr leiksýningu Þjóð- leikhússins sem sett var á svið 2002. Þekktir ærslabelgir verða settir í sjónvarpsbúning EIN frægasta ljósmyndafilma allra tíma, Kodachrome-litfilman, heyrir brátt sögunni til. Eastman-Kodak hefur tilkynnt að framleiðslunni verði hætt á þessu ári, en filman kom fyrst á markað fyrir 74 árum. Filman var mikið notuð af íslensk- um ljósmyndurum fyrr á árum. Hún þótti skila afar fallegum myndum en gallinn var sá, að senda þurfti film- urnar til útlanda til þess að láta framkalla þær. | 32 Fræg filma kveður brátt Skoðanir fólksins ’Það er ljóst að friðlýsing Skerja-fjarðar mun koma í veg fyrir frek-ari landfyllingar á Kársnesi í framtíð-inni sem auðvitað dregur úr tekju-möguleikum bæjarins vegna lóðasölu og fasteignaskatts, en með friðlýsingu munum við varðveita umhverfi Kárs- nessins fyrir okkur sjálf til að njóta, börn okkar og niðja alla. » 34 GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR ’Eitt af því sem læra mætti af sög-unni er um tengsl efnahags-kreppu og styrjalda. Síðari heimsstyrj-öldin kviknaði rökrétt úr pólitískum ogefnahagslegum átökum heimskrepp- unnar. Gríðarleg árásarhneigð Banda- ríkjanna undanfarið tengist efnahags- stöðu þeirra sem hefur veikst hlut- fallslega, og yfirstandandi kreppa gerir þau enn herskárri. » 38 ÞÓRARINN HJARTARSSON ’Það fláráða þvertré sem ekki erhægt að semja við ætlar meðokkur nauðug, beygð og ráðvillt inn íþetta stórríki Evrópu, en þannig hefurþótt hentugt að hafa þjóðir tilhafðar þegar á að nauðga þeim. Fláráð þetta er nú á sama stað í jarðvinnunni og Gissur Þorvaldsson var árið 1262 er hann hafði plægt akurinn fyrir Nor- egskonung og skriðið undir hans náð og sníkt jarlstign. » 39 HRÓLFUR HRAUNDAL ’Fjárstjórnarvaldið innan kirkj-unnar þarf að fá að styrkjast ogeinfalda þarf stjórnsýsluna. Starfsemiþjóðkirkjunnar þarf að fá að takabreytingum sem létta henni að ráða málum sínum til lykta innan stofnana hennar. » 40 KRISTJÁN BJÖRNSSON ’Fræðin segja að margir af mestusnillingum sögunnar hafi veriðmeð Asperger. Má þar nefna CharlesDarwin, Wolfgang Amadeus Mozart,H.C. Andersen, Albert Einstein og Thomas Jefferson. Svo er spurningin að líta aftur í tímann og spyrja sig: Hverjir af íslensku snillingunum voru hugsanlega með Asperger? » 40 HANNA LÁRA STEINSSON ’Á meðan ríkið dælir fjármagni ípeningamarkaðssjóðina, svo aðfjármagnseigendur tapi sem minnstu,brenna fasteignir almennings upp áverðbólgubálinu sem aftur lagar eignastöðu banka og lífeyrissjóða til mikilla muna eftir útrásarfylleríið. Hér er gróf mismunun á ferð. ASÍ lítur undan sem fyrr. » 41 RAGNAR ÞÓR INGÓLFSSON Staksteinar: Tökum lögin í okkar hendur Forystugrein: Skúffuvæðing við- skiptalífsins Pistill: Í hvaða testamenti? Ljósvaki: Endursýningar, það er svo ágætt SKOÐANIR»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.