Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 46
46 Minningar ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 og í landi við sitt hvað sem snerti sjómennsk- una ákveður hann að nú sé komið nóg og segir skilið við þetta starf, það mun hafa verið árið 1955. Þá tekur hann að sér mötuneyti og eldar fyr- ir þá sem að unnu að byggingu Borgarspít- alans í Reykjavík. Árið 1957 er hann svo ráð- inn til starfa hjá Hrafn- istuheimilinu í Reykja- vík til að elda mat fyrir aldraða sjómenn. Anna, kona hans vann þar einnig, en hún mun hafa séð um borðsalinn. En þau hjón gerðu fleira fyrir heimilisfólkið á Hrafnistu. Þau stóðu fyrir spilakvöldum (fé- lagsvist) og ýmsu fleira vistfólki til ánægju. Það gerðu þau einnig um tíma á Hrafnistu í Hafnarfirði eftir að þau fluttu á Boðahleinina. Maggi frændi var komin yfir sjö- tugt er hann hætti að elda fyrir aldr- aðar sjóhetjur, en hætti hann að vinna? Nei ekki aldeilis. Fisksali sem séð hafði heimilinu fyrir soðningu frétti af því að hann væri hættur í eld- húsinu á Hrafnistu, hafði samband við hann og sagði að sig vantaði mann sem kynni að flaka, og Maggi frændi skellti sér í það. Hann stoppaði ekki lengi við það, en fór að vinna við að úrbeina hjá hinum eina sanna Tomma í Tommaborgurum. Um kjötvinnsluna sá maður sem Jónas hét og hafði unnið um tíma hjá Magga frænda í eldhúsinu á Hrafn- istu. Síðasta starfið sem Maggi frændi tók að sér ásamt sinni ágætu eiginkonu var að bera út Morgun- blaðið. Þau hjón gerðu það af mikilli samviskusemi sem kom m.a. fram í því, að ef veður var slæmt t.d. mikil rigning þá vöknuðu þau um miðja nótt til að bjarga blaðapakkanum svo blöðin skemmdust ekki. Allar minningar mínar um Magga frænda eru ljúfar og góðar. Í bernsku minni var hann „stóri frændi“, sem kom stundum á sumrin í heimsókn til mömmu – og afa og ömmu, foreldra sinna- með henni Önnu konunni sinni og börnunum þeirra, Ragnari og Svönu. Ella bættist svo síðar í hóp- inn. Ég minnist margra ánægjuríkra atvika frá þessum árum. Sem tákn- rænt dæmi vil ég nefna hér eitt atvik, sem kemur í hug minn nú. Ég var tíu til tólf ára. Anna og Maggi frændi voru í heimsókn. Það var „sprungið“ á hjólinu mínu. Ég hafði víst þurft að „hjóla á gjörðinni“. Slangan var ónýt og ekki til peningar til að kaupa nýja. Ég fór því að basla við að líma. En það gekk ekki vel. Götin voru mörg og stór. Þá fóru Anna og Maggi frændi út í búð og keyptu nýja slöngu og gáfu mér. Gleði mín var mikil. Ég man hana vel enn, – eftir 70 ár. Á þennan veg eru allar minningar mínar um Magga frænda. Hann vildi alltaf hjálpa og gleðja. Við Sigrún sendum Önnu og fjöl- skyldu hennar kærar kveðju og þakkir fyrir samfylgdina í gegn um tíðina. Bjarni K. Skarphéðinsson. Ég er einn af þeim mörgu, sem skynja hraða eða framvindu tímans á breytilegan máta, eftir aðstæðum sínum á hverjum tíma. Stundum finnst mér tíminn standa í stað, en í annan tíma fljúga fram hjá mér á ör- skotsstundu. Og þannig finnst mér að hann hafi gert nú, þegar ég renni huganum til baka og minnist Magga frænda, Magnúsar Guðmundssonar. En í dag – 23. ágúst 2009, eru 100 ár liðin frá fæðingardegi hans. Þegar Maggi frændi var níu ára gamall kynntist hann starfi sjó- mannsins. Þá fékk hann að fara með föður sínum og fleirum til veiða, sennilega eitthvað út á Dýrafjörðinn og er ekki ósennilegt að þessi upp- lifun hafi orðið til þess, að ævistarf hans tengdist sjónum bæði beint og óbeint. Lengst af var hann matsveinn og gat sér gott orð sem slíkur. Um fé- lagsmál sinnar stéttar lét hann sig miklu varða. Hann var einn af stofn- endum félags matsveina á fiskiskip- um, þar í stjórn og formaður um tíma Eftir tæplega 30 ára starf til sjós Magnús Guðmundsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson                          ✝ Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eigin- manns, föður og afa, FRIÐRIKS PÉTURSSONAR fyrrv. kennara, Borgarholtsbraut 20, Kópavogi. Jóhanna Herdís Sveinbjörnsdóttir, Ríkharður H. Friðriksson, Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir, Kristín Helga Ríkharðsdóttir. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURGEIR JÓNSSON hagfræðingur, Laufásvegi 47, Reykjavík, sem andaðist sunnudaginn 16. ágúst, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 25. ágúst kl. 13.00. Ingibjörg Júnía Gísladóttir, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Jón Þorvarður Sigurgeirsson, Lin Wei, Gísli Sigurgeirsson, Anna Guðjónsdóttir, Ingibjörg Vala, Laufey og Júnía. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför minnar ástkæru eigin- konu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR FINNBOGADÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til allra á Hrafnistu fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Helgi Elíasson, Finnbogi Helgason, Elísabeth Snorradóttir, Guðbjörg Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Áróra Björns-dóttir Stephans fæddist í Reykjavík 17. maí 1922 og ólst þar upp. Hún lést á heimili sínu í San Diego 7. júlí sl. eftir erfið veikindi. For- eldrar hennar voru Ágústa H. Hjartar húsmóðir og Björn M. Björnsson bókbindari, þau eru bæði látin. Áróra var elst í hópi sjö systkina, hin eru Ástráður, Jónína, Birna Ágústa, Margrét (látin), Oddný Þóra (látin) og Björn Helgi. Áróra var þrígift og með fyrsta manni sínum, Daniel Champlain, eignaðist hún tvö börn, Duane Champlain, f. 1944, og Deborah, f. 1949 (lát- in). 20 ára að aldri flutti Áróra til Bandaríkj- anna og bjó þar æ síð- an. Samband hennar við móður sína meðan hún var á lífi var mjög gott og traust og sama er að segja um systkini hennar, tíðar bréfaskriftir og heim- sóknir á báða bóga treystu böndin. Áróra var jarðsett Reykjavík og fór athöfnin fram í kyrrþey. Elskuleg systir mín Áróra Björnsdóttir Stephans, sem búið hefur í Bandaríkjunum í yfir 60 ár, lést á heimili sínu í San Diego hinn 7. júlí sl. eftir erfið veikindi. Róró, eins og hún var ávallt köll- uð af vinum og vandamönnum, fæddist í Reykjavík 17. maí 1922 og ólst þar upp, elst af sjö systkina hópi. Til Bandaríkjanna flutti hún þegar hún var 20 ára gömul og bjó þar æ síðan. Mikilvægt í okkar sambandi voru bréfaskriftir og heimsóknir á báða bóga, enda var samband okkar systra ávallt mikið og gott. Að ósk hennar var hún jarðsett hér í Reykjavik og fór útför hennar fram í kyrrþey að viðstöddum syni hennar, Duane Champlain, og öðr- um nánum ættingjum. Mig langar að kveðja Róró systur mína með fallegu ljóði eftir Þórunni Sigurðardóttur: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Guð blessi minningu þína. Birna Á. Björnsdóttir. Áróra Björnsdóttir Stephans ✝ Erla Kr. Giss-urardóttir fædd- ist í Reykjavík 7. maí 1927. Hún andaðist í Danmörk 9. ágúst 2009. Foreldrar hennar voru Gissur Baldursson vélstjóri, f. í Reykjavík 14. maí 1901, d. 1. sept- ember 1965 og Ísfold Véfreyja Jóhann- esdóttir, húsmóðir, f. í Vík í Staðarhr. í Skagafirði 18. febr- úar 1900, d. 9. ágúst 1962. Systkini Erlu voru Baldur, f. 3. desember 1925, d. 2. maí 2003, Gissur Jóel, f. 7. júní 1931, María Björk, f. 11. nóvember 1971, Kristrún Auður, f. 18. sept- ember 1974, Erla Huld, f. 11. mars 1978, Jóhann Marel, f. 7. október 1979, og uppeldisdóttir Ágústa Hugrún, f. 18. júní 1967. 3) Birgir Marel, f. 20. júlí 1953. Börn hans eru Jónas Þór, f. 24. mars 1972, Pálmi Marel, f. 25. mars 1974, Nanna Elísabet, f. 17. mars 1976, og Jarþrúður, f. 4. júní 1986. 4) Björk Jóhannsdóttir, f. 7. janúar 1958. Börn hennar eru Bára, f. 1. mars 1980, Halldór, f. 15. febrúar 1982, og Jóhann, f. 4. desember 1991. 5) Manuel Gissur Carrico, f. 17. júní 1966, maki J. Hafdís Guðmundsdóttir, f. 14. september 1967. Börn þeirra eru Guðni Fannar, f. 23. febrúar 1993, og Rakel Sara, f. 6. mars 1996. Útför Erlu fór fram frá Bú- staðakirkju 21. ágúst, í kyrrþey. d. 23. apríl 2008, og uppeldissystir Svan- laug Þórsteinsdóttir, f. 17. janúar 1919, d. 29. júní 2007. Börn Erlu eru 1) Þór Karlsson Wilcox, f. 10. maí 1947. Börn hans eru Elísabet Erla, f. 4. ágúst 1964, b) Svanur, f. 12. nóvember 1969, Andres Þór, f. 18. apríl 1969, Íris Petra, f. 18. apríl 1970, Unnur Ruth, f. 20. mars 1973, og Valur, f. 3. júlí 1981. 2) Viðar Marel Jóhannsson, f. 7. júlí 1951. Börn hans eru Erla amma mín féll frá þann 9. ágúst síðastliðinn. Minningar og söknuður hlaðast upp ásamt ákveðnum létti því hún var orðin ansi veik undir það síðasta, svo að hún varð hvíldinni fegin. Amma var búinn að koma 5 glæsilegum börnum á legg og svo heilum her af barnabörnum og barnabarnabörnum. Amma trúði mér eitt sinn fyrir því að hún ótt- aðist afskaplega fátt og allra síst dauðann en það væri það eina sem væri öruggt væri í lífinu, sagði hún. En það er bara eitt, sagði hún, sem ég óska mér stundum og það er að ég vil alls ekki lifa börn- in mín og henni varð svo sann- arlega að ósk sinni. Amma var með alveg ákaflega stórt hjarta og var mikill sátta- semjari í eðli sínu og enginn fór ósáttur frá henni að mér vitandi og ávallt minnti amma okkur á að kurteisi kostar ekkert og þakklæti væri vanmetið. Amma var ákaflega sátt með líf- ið, hún átti nóg fyrir sig og sína og var alltaf boðin og búin að hjálpa til eða að ráðleggja ef maður þurfti á að halda. Einu sinni datt ég illa fyrir utan hjá henni á Hjallabrautinni og kom inn hálf- snöktandi og amma tók mig í fang- ið, þerraði tárin, kyssti á bágtið, gaf mér bingókúlu og sagði að það læknaði öll mein, sem var alveg rétt. Elsku amma, ég kveð þig hér í dag með söknuð í hjarta og tár í augum og takk fyrir að vera alltaf til staðar þegar ég þurfti. Elsku amma mín, takk fyrir allt og allt. Þinn Jóhann Marel. Erla Kr. Gissurardóttir Alda Þórðardóttir ✝ Alda Þórðardóttirfæddist í Hlíð- artúni í Miðdölum 18. september 1932 en ólst upp í Keflavík. Hún andaðist á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 26. júlí sl. og fór útför hennar fram frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ 5. ágúst. Meira: mbl.is/minningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.