Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 22
22 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ó skar Jóhannsson er léttur á fæti og vel á sig kominn. Hann hefur aldrei tekið sundpróf en á 80 ára afmæli sínu synti hann 40 metra kafsund á 1.17 mínútu. 18 ára gat hann synt 50 metra í kafi. „Nútím- inn er samt besti tíminn í mínu lífi,“ segir hann. „Ég er áhyggjulaus og alsæll með ágætis heilsu, get ekki hugsað mér betri fjölskyldu, get gert allt sem ég vil gera og það sem ég nenni ekki að gera í dag get ég gert á morgun. Ég hef sagt við menn sem hafa haft orð á góðu heilsufari mínu að það komi sér vel á efri árum að vera seinþroska. Sumir eru svo bráðþroska að þeir eru orðn- ir gamalmenni á miðjum aldri.“ Ekki þurfalingur Minnið svíkur Óskar ekki á 82. ári og hann er byrjaður að festa minn- ingar sínar á blað. Eðlilega hefur margt breyst í samfélaginu frá því hann tæplega sex ára byrjaði að vinna fyrir sér í sveit hjá ókunnugu fólki. „Það er svo mikils virði fyrir krakka að læra að vinna,“ segir hann. „Það var innprentað í vitund okkar systkinanna að vinna fyrir sér og vera ekki þurfalingar. Þegar ég var fjögurra ára í ágúst 1932, and- aðist faðir okkar, Jóhann Sigurðs- son, úr krabbameini eftir tæplega eins árs legu heima. Enginn spítali, engir peningar fyrir læknishjálp, og engin von um bata eftir að vitnaðist hver sjúkdómurinn var. Hann varð 41 árs þremur vikum áður. Þá varð mamma, Lína Dalrós Gísladóttir, tæplega 27 ára ekkja með sex börn, á aldrinum eins til tíu ára í 36 fer- metra verbúð, sem pabbi hafði breytt í húsnæði á fjörukambinum utarlega í Bolungarvík. Við sváfum öll saman í innan við 20 fermetra herbergi og allan tímann í veik- indum pabba svaf hún í rúminu hjá sjúklingnum. Um annað var ekki að ræða. Með seinni manni sínum, Jóni Ásgeir Jónssyni sjómanni, eignaðist hún fjögur börn, og sambúð þeirra varði í rúma hálfa öld.“ Heimilishaldið var þungt en Ósk- ar segir að móðir sín hafi komið í veg fyrir að börnin yrðu tekin af henni þegar hún varð ekkja með því að taka alla vinnu sem völ var á. Hreppurinn hafi stundum þurft að hlaupa undir bagga. Skrifstofu- manni hreppsins hafi samt fundist hún nægjusöm og stundum spurt hvort þau fengju örugglega nóg að borða. „Ástandið í þjóðfélaginu núna er ekkert í líkingu við það sem það var þá,“ segir Óskar og bætir við að ungt fólk geti ekki ímyndað sér baslið fyrir 60 til 80 árum. „Þeg- ar ég var þrítugur hafði ég rekið eig- ið fyrirtæki í mörg ár, verið með margt fólk í vinnu, hafði kvænst minni ágætu konu, Elsu Friðriks- dóttur frá Borgarnesi fyrir löngu og eignast fimm börn. Nú þurfa allir að fara í háskóla og það kostar sitt fyrir ríkið. Þegar ég ólst upp voru krakk- ar á fermingaraldri fullgildir með- limir í atvinnulífinu, bæði til lands og sjávar. Með allri tækninni og fram- förunum tekur mörgum sinnum meiri tíma en áður að læra svo fólk geti farið að vinna. Enginn vill borga neitt og ríkisútgjöldin vaxa og vaxa. Það þarf að innprenta í fólk að það þarf að vinna fyrir sér og sinna skyldum sínum fyrir þjóðfélagið. En sá sem legði það til, kæmist ekki langt í pólitíkinni.“ Óskar var ekki hár í loftinu þegar hann byrjaði að vinna, var í sum- arvinnu á Hanhóli skammt frá Bol- ungarvík hjá ókunnugu fólki sumarið 1934. „Launin voru hálfur mjólk- urlítri á dag í meira en ár, en sumarið eftir þegar ég varð 7 ára, lá ég í kíg- hósta í 14 vikur.“ Þrældómur Vorið 1936 réðst Óskar í sveit til Hannibals Guðmundssonar í Þernu- vík í Ögurhreppi í Ísafjarðardjúpi. „Þau Steina hófu búskap þar á smá parti og áttu von á fyrsta barni sínu. Ég var eini vinnumaðurinn á heim- ilinu. Þar voru aldrei sunnudagar, alla daga vinna og vinna, fólkið þekkti ekki annað, og ég tók fullan þátt í lífsbaráttu þess. Ég varð átta ára seint í maí, en sagði ekkert frá því þar sem ég var að setja niður kartöflur. Ég átti í raun aldrei af- mæli þegar ég var krakki því ég var alltaf nýkominn í sveitina.“ Óskar var í Þernuvík til ágústloka 1938, en varð þá að fara heim vegna Með heiðarleika o vinnusemi að leið Óskar Jóhannsson hef- ur marga fjöruna sopið og segir að kreppan nú sé ekkert í samanburði við það sem hann hef- ur áður upplifað. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Kristinn Á Skúlagötunni Óskar og Elsa búa við Skúlagötuna þar sem Óskar seldi erlendum hermönnum blöð á árum áður. HAUSTIÐ 1947 fór Óskar með Jóni Sigurðssyni, síðar í Straumnesi, á deildarstjóranámskeið hjá Konsum í Svíþjóð og fengu þeir þriggja mán- aða launalaust leyfi hjá KRON vegna þessa. Þegar til kom reyndist Óskar of ungur. Hann vann allan tímann hjá Konsum, fyrst á skrifstofunni og síðan í fyrstu kjörbúð Evrópu, og var boðin verslunarstjórastaða í nýrri verslun en varð að hafna henni vegna óuppgerðs máls á Íslandi. „Ég sagðist ekki getað hugsað mér áhugaverðara starf,“ segir Óskar að hann hafi sagt við verslunarstjóra þessarar glæsilegu sjálfsölubúðar í Stokkhólmi. „Ég lofaði að koma til hans strax og ég kæmi næst til Stokk- hólms og vonaði að það yrði sem fyrst, en stund næstu Stokkhólms- ferðar rann upp 2004, þegar ég fór þangað með fjölskyldunni. Á Óðins- götu 31 var skjöldur þar sem stóð að þarna hefði fyrsta fullkomna kjörbúð Evrópu verið opnuð 1. maí 1947, en verslunarstjórinn góði var löngu horfinn.“ Lét bíða eftir sér í nær 60 ár ÓSKAR Jóhannsson hætti verslunarrekstri 1985 og var þá atvinnulaus, 57 ára gamall með mikla reynslu. Hann fór á ráðningarskrifstofu að athuga með vinnu, en þar var honum sagt að hann væri of gamall til að fá vinnu. Davíð Oddsson var sendill hjá Óskari í Sunnu- búðinni og skömmu síðar hitti Óskar Davíð, sem þá var borg- arstjóri. „Davíð sagði einhvern tíma að hann hefði lært und- irstöðu viðskipta hjá mér í Sunnubúðinni. Nú sagði ég honum að ég væri í sömu sporum og hann forðum og spurði hvort hann vantaði ekki sendisvein. Nokkrum dögum seinna hringdi hann í mig og sagði mér að tala við borg- arverkfræðing. Hann vantaði mann og ég fékk vinnu sem fulltrúi hans þar til ég varð sjötugur.“ Davíð til hjálpar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.