Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 9
bindingar um að koma á fót inn- stæðutryggingakerfi en stóðu allt í einu frammi fyrir því að tryggingar- sjóður landsins hafði safnað eignum sem voru í engu samræmi við skuld- bindingarnar sem skyndilegu féllu á hann. Áttu stjórnvöld að benda á næsta tóman tryggingarsjóð og láta hann nægja, sem út af fyrir sig kann að vera lögfræðilega nóg, eða áttu þau að bjóða samfélagi þjóðanna að greiða mismuninn sem lýtur þá vita- skuld að siðferðilegri skyldurækni? Það er stundum eitt að ljúka laga- legum skyldum sínum en annað að gera það svo sómi sé að. Í siðferði- legum efnum snýr spurning þessa efnis einnig að því nýja Íslandi sem margir vilja reisa eftir hrun ellegar finna af því að þeir eru búnir að týna því. Á græðgisvæðingin, sem kippti úr sambandi grunngildum sam- félagsins hjá hluta þjóðarinnar, að víkja fyrir orðheldni og trausti í samskiptum manna, hvort heldur er í viðskiptum eða öðrum daglegum verkum? Nægja lögin ein og sér eða er það svo að óskráð gildi á borð við mannasiði verða að fylgja með? Það er því ekki nema von að spurt sé hvernig stóð á því að ríkisvaldið greip inn í með þeim hætti sem gert var við hrun bankanna? Hvernig stóð á því að lönd í Evrópu og víðar gripu til sambærilegra aðgerða og íslenska ríkið þegar bankar riðuðu til falls? Hér eins og annars staðar réðu hagsmunir almennings því að ríkisvaldið tók á sig ábyrgð, jafnvel umfram lagalega skyldu, til að verja jafn nauðsynlega þætti samfélagsins og fjármálastofnanir eru. En fleira skiptir máli. Á síðasta ári, í aðdrag- anda hrunsins og í kjölfar þess, gáfu þáverandi stjórnvöld út yfirlýsingar þess efnis að Ísland mundi axla ábyrgð á innlánsreikningum ís- lenskra banka. Ísland er sjálfstæð þjóð sem verður að taka ábyrgð á gerðum sínum. Burtséð frá lagalegri ábyrgð, sem er umdeild, liggur fyrir að Íslendingar og íslensk stjórnvöld geta ekki þvegið hendur sínar af því efnahagshruni sem hér varð og eru málefni Icesave-reikninga Lands- banka Íslands hf. þar ekki undan- skilin. Íslendingar bera sjálfir ábyrgð á því að leysa úr þeim vanda sem við er að glíma. Íslendingar þurfa að endurnýja traust annarra ríkja á landinu og koma aftur á eðli- legum viðskiptum við aðrar þjóðir. Samþykkt ríkisábyrgðar þeirrar sem hér um ræðir er að mati meiri- hlutans ein af forsendum þess að slíkt takist.“ Fréttir 9VIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009  Vangaveltur hafa verið uppi um að Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi ritað þann hluta nefndarálits meirihlutans, þar sem fjallað er um siðferðileg álitaefni, enda mað- urinn vanur að kljást við texta. „Ég tók virkan þátt í ritun álits- ins. Ég sit í fjárlaganefnd og er í þessum meirihluta,“ svarar Sig- mundur Ernir að hætti pólitíkusa, spurður um þátt sinn í ritun álits- ins. Aðspurður hvort hann hafi verið hvað virkastur við ritun kaflans um siðferðileg álitamál viðurkennir Sigmundur reyndar að svo hafi ver- ið. „Þetta er tilfinningaþrungið mál og hefur borið margan manninn of- urliði í þeim efnum. Icesave-málið er hagfræðilegt og lögfræðilegt álitaefni, en ekki síður mjög tilfinn- ingalegt. Það er ekki nema eðlilegt að dvelja við siðferðilegan þátt málsins, enda leitaði fjárlaganefnd sérstaklega eftir áliti Siðfræði- stofnunar Háskóla Íslands.“ Tilfinningaþrungið mál Tilfinningar Sigmundur Ernir Rúnarsson.  Langur kafli meirihluta fjárlaganefndar um sið- ferðileg álitamál Icesave er fordæmalaus, að því er fróðir menn segja. „Ég man ekki eftir nefndaráliti, sem er sambæri- legt við þetta álit meirihluta fjárlaganefndar,“ segir maður sem fylgst hefur náið með störfum Alþingis í áratugi. „Í eina tíð kom ég gjarnan að skrifum nefndarálita, en þá kom aldrei til að skrifað væri á þennan veg.“ Ýmis viðkvæm mál og umdeild hafa komið til kasta Alþingis í gegnum tíðina. En engum verið fylgt úr hlaði með eldmessu á borð við þá sem finnst í meiri- hlutaálitinu. „Á síðustu mánuðum er allt breytt. Og líklega finnst ekkert mál, sem er sambærilegt Icesave. Svona nefndarálit á sér alla vega ekki hliðstæðu, að því er ég best man,“ segir viðmælandinn. Fordæmalaus eldmessa  Meirihluti fjárlaganefndar benti á í áliti sínu að allur arður af starfsemi Landsbankans féll til eigenda hans, „en komið hefur í ljós að eignir, þ.m.t. innstæður af Ice- save-reikningum, duga ekki fyrir heildarkröfum í þrotabú bankans. Því er ljóst, hverjar svo sem heimtur verða úr þrotabúinu, að skuldir umfram það verða born- ar af skattborgurum sem báru ekki nokkra ábyrgð á hlutafélagi Landsbanka Íslands hf. Meirihluti fjárlaganefndar telur mikilvægt að koma í veg fyrir að þessar aðstæður komi upp aftur í íslensku samfélagi. Til að svo megi verða er brýnt að viðskipta- bankar fái ekki að opna útibú erlendis sem ríkissjóður verði talinn bera ábyrgð á og að tryggt verði að hluta- félög og fyrirtæki beri sjálf óskipta ábyrgð á starfsemi sinni þegar lögbundinni innstæðutryggingu sleppir. Þá er og nauðsynlegt að gallar sem fram hafa komið á inn- stæðukerfi Evrópusambandsins verði lagfærðir.“ Laga þarf gallana Innritun fer fram á www.tskoli.is Kvöldskóli Byggingatækniskólinn Raftækniskólinn Tæknimenntaskólinn Véltækniskólinn Meistaraskólinn Fjarnám Byggingatækniskólinn Fjölmenningarskólinn Upplýsingatækniskólinn Skipstjórnarskólinn Raftækniskólinn Véltækniskólinn Meistaraskólinn Diplómanám Endurmenntunarskólinn • Rekstur og stjórnun í atvinnulífinu - Útvegsrekstrarfræði - Flugrekstrarfræði - Almenn lína í rekstri og stjórnun - Rekstrarfræði • Lýsingarfræði • Lýsingarhönnun Lækkað verð vegna nýrrar reglugerðar Innritun í kvöld- og fjarnám Það er leikur að læra Innritun lýkur 26. ágúst. Aðstoð við innritun 26. ágúst frá kl. 16 :00 – 19:00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.