Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 lega hafa margir framleiðendur farið út í framleiðslu á svokölluðum Retro-vekjaraklukkum – það eru klukkur sem eru nýjar en líta út fyrir að vera gamlar, gjarnan hlaðnar nýjustu tækni í kaupbæti. Þá er nýjasta æðið að framleiða vekjaraklukkur sem eru sérhann- aðar til að koma svefndrukknu fólki á lappir. Slíkar vekjaraklukkur geta verið ótrúlega frumlegar og eru út af fyrir sig ágætis tæki fyrir þá sem eru haldnir nettri tækja- dellu. Pirrandi vekjaraklukkur Nokkrar frumlegar vekjara- klukkur eru pottþéttar fyrir þá sem sofa þyngst. Þar má t.d. nefna Puzzle Alarm-klukkuna sem skýtur fjórum púsluspilsbútum út í loftið þegar hún hringir og fórnarlambið verður að finna þá og púsla þeim saman svo vekjaraklukkan þagni. Rocket-Launcher-vekjarinn er svipuð hugmynd. Þar er lítilli rak- ettu skotið af stað og hana þarf svo að finna. Laser Target-vekjarinn er þannig að þar þarf að grípa geisla- byssu og hitta skotmark áður en hringingin hættir og ein sú frum- legasta biður þig um að „dansa“ með fingrunum í ákveðið mynstur á vekjaraklukkunni til að þagga nið- ur í henni. Allar eru þessar klukkur fremur pirrandi fyrir þá sem eiga ekki í erfiðleikum með að vakna. Stílhrein hönnun Þeir sem ekki þurfa að beita brögðum á sjálfa sig til að drattast fram úr á morgnana geta hins veg- ar leitað í góða hönnun í staðinn. Bang & Olufsen eru þar líklega einna fremstir en ný vekjaraklukka er væntanleg frá þeim sem minnir helst á þverflautu. Það er einnig hægt að stýra B&O-hljómflutnings- tækjum með vekjaraklukkunni og hún er með innbyggðan snerti- skynjara og sitthvað fleira – enda engin furða að hún skuli kosta 375 dollara (rúmar 48 þús. kr.), nokkuð sem sennilega myndi halda vöku fyrir fólki hér á landi. Matrix Cube Clock eru þrír kubbar með klukkutíma-, mínútu- og sekúndumerkingum og hægt er að raða þeim upp á þann máta sem manni líkar best. Hönnunin er frískleg og skemmtileg en talsvert er til af vekjaraklukkum í þessum dúr. Hið sama má segja um Novel Red Led-vekjaraklukkuna. Einna best er úrvalið þó af vekjaraklukkum sem ætlað er að vekja mann með glensi og gríni. Þar er úrvalið ótrúlega mikið; Star Wars-vekjaraklukkur eins og R2D2 sem varpar tímanum með geisla á vegg, Svarthöfði sjálfur sem vekur þig með sinni föðurlegu röddu, japönsk vélmenni, sprengi- hleðsla og brunabjöllur svo eitt- hvað sé nefnt. Það er að minnsta kosti ástæðu- laust að hafa eitthvað púkalegt á náttborðinu þegar úrvalið er svona gott og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir vilja vakna við tónlist, píp, suð, bjölluhljóm, Svarthöfða eða skopp- andi púsluspil – eða jafnvel akandi vekjaraklukku sem stingur af þeg- ar hún hringir. Svo virðist því sem blundurinn sjálfur, þessi síðasti áður en maður verður að fara á lappir, sé orðinn markaðstækifæri í sjálfu sér … blundurinn er orðinn blæti. Vekjaraklukkur sem springa í nokkra hluta eða aka niður af nátt- borðinu og um gólf þegar þær hringja eru dæmi um útsjónarsemi hönnuða og svar við þörfum þeirra sem eru sérlega morgunsvæfir. Frank Michelsen úrsmiður segir að viðskiptavinir hans vilji ná-kvæmar vekjaraklukkur, með ljósi, hljóðlátu gangverki og gjarnan vekjaraklukkur sem byrja lágt og auka svo við styrkinn þangað til fólk vaknar. „Fólk vill vakna en ekki hrökkva upp,“ seg- ir Frank. „Nú eru vekjaraklukkur til alveg niður í þúsund krónur en í gamla daga voru þær mun vandaðri og vöktu menn með miklum óhljóðum. Menn sem voru pirraðir þegar trekktu klukk- urnar byrjuðu að hringja virðast hafa þeytt þeim í veggina því það var ósjaldan að menn komu hingað með vekjaraklukkur með brotnu gleri sem þurfti að laga. Menn sem áttu erfitt með að vakna tóku jafnvel upp á því að láta klukkurnar standa í emiler- uðum vaskafötum til að magna upp hávaðann. Svo get ég sagt þér eina sögu sem pabbi sagði mér af miklum veiðimanni. Hann var kvæntur þekktri konu í bænum og fór mikið á rjúpu. Hann var í vandræðum með að finna bílinn sinn á fjöll- um. Pabbi tók gamla vekjaraklukku og breytti henni þannig að hægt væri að tengja hana við ljósin í bílnum. Þegar myrkur var og rjúpnaskyttan var að reyna að finna bílinn hátt uppi í fjöllum þá kveikti klukkan ljósin á bílnum svo hann gæti fundið hann. Þetta er löngu fyrir alla tímastilla, einhvers staðar á milli 1950 og 1960, en þetta hefur mér alltaf fundist nokkuð merkileg saga.“ Frank segir reyndar mjög vandaðar klukkur enn vera til eins og Oris, sem voru með sólarhrings- eða vikuverki og kostuðu eins og vönduð úr. „Þessar klukkur fæ ég stundum inn í viðgerð og ég á mikið af varahlutum í þetta. Ef fólk rekst á gamla trekkta vekjaraklukku, áður en það hendir henni eða leyfir börnunum að leika sér með hana, þá ætti það að kanna hvort það séu einhver verðmæti í henni.“ Gamalt og gott Vilja hávaða Gilbert úrsmiður segir að fólk leiti fyrst og fremst eftirvekjaraklukkum sem hringi hátt. „Fólk kemur til mín og vantar vekjaraklukku sem hringir hátt. Ég sýni þær og þá vill fólk fá eitthvað enn háværara. Þetta eru þó klukkur með háværum bjöllum. Það hefur jafnvel komið fyrir að fólk hefur keypt tvær vekjaraklukkur fyrir sama aðila. Af þessu kemur þvílíkur bjöllu- hljómur að maður hrekkur upp og hjartað fer á fulla ferð,“ segir Gilbert. Spurður hvort hann þekki til vekjaraklukkna sem þarf að hafa fyrir að slökkva á segir Gilbert að slíkar klukkur séu þræl- sniðugar fyrir þá sem eiga erfitt með að vakna. Hann segist þó ekki vita hvar slíkar klukkur eru seldar á Íslandi og reyndar spyrji fólk hann ekki oft um slíkt. Flestir vilji fá vekjaraklukku sem hringi hátt. „Ég er aftur á móti með mjög skemmtilega vekjara- klukku sem lýsir upp í loftið. Ég nota gleraugu og ég sé því ekk- ert þegar ég vakna. Þessi klukka lýsir hins vegar á vegginn og ég get stillt fókusinn þannig að ég sjái hvað klukkan er þótt ég sé gleraugnalaus þegar ég vakna á næturnar eða á morgnana.“ Við styðjum stelpurnar okkar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.