Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Ása: „Afi og amma eiga tvær, Ása og Jenna heita þær.“ Svona orti Jenna systir mín þegar hún var bara smástelpa. Ég man eft- ir okkur litlum, alltaf eins klæddum, í samlitum kjólum. Fólk tók gjarnan feil á okkur. Einu sinni hljóp ég sjálf að manni og spurði hann: „Er þetta Jensína eða ég?“ Harðgerð og huguð Jenna var harðgerðari en ég, sem var mikið mömmubarn. Hún hikaði ekki við að sækja hestana, en ég veigraði mér við því. Þegar þurfti að smala fór Jenna allt sem þurfti að fara, en ég sat á bletti og söng á með- an hún fór fyrir féð. Einu sinni áttum við að fara í skólann að Núpi, á af- mælisdegi mömmu. Við vorum ekki komnar langt að heiman þegar ég guggnaði og sneri við. Hún reyndi að reka mig til baka, en það dugði ekk- ert og ég hljóp kjökrandi heim. Jenna arkaði ein áfram í skólann. Hún var alltaf miklu hugaðri en ég. Skólinn var aðeins í nokkrar vikur á ári, en pabbi kenndi okkur heima. Hann var kennaramenntaður frá Flensborg. Í rökkrinu á vetrar- kvöldum sat hann með okkur á bað- stofuloftinu og kenndi okkur að syngja öll ljóðin í íslenskri söngbók. Hann las framhaldssögur fyrir okkur á kvöldin, 1001 nótt og Brasilíu- farana. Á sunnudögum eftir messu las hann húslestur. Frændi okkar á Ísafirði gaf okkur grammifón. Við lærðum polka, ræl og aðra dansa í stofunni heima hjá pabba og mömmu. Við lifðum mest af sjónum og höfð- um allt til alls. Vissulega var fólk fá- tækt á þessum tíma, en við vorum alltaf bjargálna og heimilislífið var glatt. Bernskan var yndislegur tími og ég upplifði ekki stéttaskiptingu. Við vorum samrýndar sem krakk- ar, ég man eftir okkur sofa í sama rúmi og halda hvor um aðra. Blóm og bækur Ég var meira gefin fyrir pjatt og punt en Jenna. Hún var snemma gef- in fyrir bækur og ljóð, en ég vildi frekar fara upp í hlíð og skoða blóm. Í hlíðinni fyrir ofan Litla-Garð var fallegt birki. Þar fórum við á skíði og stóran sleða, sem pabbi átti. Nonni bróðir stýrði sleðanum og allur krakkaskarinn sat fyrir aftan hann. Þegar snjórinn lá yfir hlíðinni stóð einstaka hrísla upp úr. Við Jenna mændum upp í hlíðina og þegar vind- urinn hreyfði hríslurnar breyttust þær í jólasveina, sem komu arkandi niður hlíðina. Ömmu var hins vegar ekkert vel við að við værum að ólm- ast á skíðum og sleða í hlíðinni, því þar var stór steinn, sem hún sagði álfastein. Ég rengi Jennu ekki þegar hún segir að ég hafi tekið fyrir hana próf; ég man það ekki. Hún var samt alltaf miklu meira fyrir bækur en ég og dugleg að læra. Jenna byrjaði snemma að búa til sögur. Litlu systkini okkar vildu miklu frekar fara með henni en mér út í skemmu að sækja mjöl og fleira, því hún spann alltaf upp skemmti- legar sögur um allt mögulegt. Það gerði ég ekki. Ég var líklega kátari en hún, sem vildi helst vera með bókunum sínum og byrjaði snemma að skrifa. Mamma gerði óskaplega fallegan blómagarð heima við bæinn og mér fannst gaman að hjálpa henni þar. Jenna hafði minni áhuga á slíkum verkum. Hún tók bókmenntirnar fram yfir. Hrútshorn og skeljar Við lékum okkur mikið saman, krakkarnir, í alls konar leikjum, slag- bolta og yfir. Ungmennafélagsand- inn var sterkur og það var nánast skylda að skrifa í blað ungmenna- félagsins, Viljann. Við Jenna skrif- uðum báðar í blaðið. Leikföngin sem við áttum voru leggir, hrútshorn og skeljar, þótt langt væri til sjávar. Soffía afasystir okkar sendi okkur Jennu einu sinni óskaplega fallega brúðu á íslenskum búningi. Hún var svo fín að hún var sett upp í hillu og mátti ekki leika með hana. Við vorum mikið saman, sóttum til dæmis kýrnar saman. Þá vildum við tvímenna á Tuma þumal, hestinum hans pabba. En Tumi lagðist alltaf niður ef við fórum tvær á bak. Við urðum að skiptast á, önnur að teyma hann og hin að sitja á baki. Við fórum ekki oft af bæ. Ég man þó eftir því að einu sinni, þegar við vorum orðnar nokkuð stálpaðar, fór- um við með pabba yfir fjörðinn til Þingeyrar og fórum í Sigmundarbúð. Þar gaf búðarmaðurinn okkur kand- ísmola og það fannst okkur gott. Í annað skipti fórum við með ömmu til Flateyrar. Við fórum hins vegar ríð- andi norður í Breiðadal til afa og ömmu á hverju sumri. Fyrir ferminguna okkar fengum við hvíta kjóla og kápur. Ég man nú ekki eftir neinni fermingargjöf, nema hvað gamall maður gaf okkur fimm krónur. Og svo var kaffi og kökur heima. Við fengum alltaf spil í jólagjöf, pabbi og mamma héldu í þann sið. Við höfum alltaf verið nánar. Við vorum auðvitað tvíburarnir. En við erum ekki líkar. Ég var til dæmis lík- ari Sigríði systur okkar, sem var næst okkur í aldri. Hún varð líka húsfreyja í sveit eins og ég, en Jenna var menntakona. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir lærdómi hennar og menntun. Þegar mamma dó varð ég eftir heima og annaðist litlu systkini mín. Ég var þá orðin ástfangin af Valdi- mar Kristinssyni, sem síðar varð eiginmaður minn og það breiðir æv- intýri yfir allt lífið. Valdimar var 15 árum eldri en ég, formaður á bát og pabbi reri með honum. Ég var vart komin yfir fermingu þegar ég sá hann í hillingum, á bláu peysunni sinni. Það hjálpaði mér þegar mamma dó að vera ástfangin, en við vorum leynilega trúlofuð fyrstu tvö árin. Mig langaði að læra, en ég varð eftir heima. Ósammála um pólitík Þótt Jenna væri farin héldum við alltaf sambandi. Fólk lá nú ekkert í símanum á þessum árum. En við skrifuðumst á. Einu sinni sendi hún mér fallegt, rautt efni í kjóla á elstu stelpurnar mínar. Það hefur lengst af verið langt á milli okkar. Hún bjó lengi á Ak- ureyri, en ég kom ekki þangað fyrr en eftir að hún var farin til Reykja- víkur. En hún og Hreiðar komu tvisvar í heimsókn og Ástráður sonur þeirra var hjá mér eitt sumar. Börnin mín hafa líka átt skjól hjá henni, til dæmis Jensína, sem bjó hjá henni og Hreiðari á meðan hún var í skóla. Núna tölum við saman daglega. Vissulega greinir okkur oft á, en það er engin ástæða til að tíunda það því við erum alltaf sammála á endanum. Við höfum þó aldrei getað verið sam- mála um stjórnmál. Núpur var mikið framsóknarheimili og ég hef alltaf fylgt Framsóknarflokknum. Jenna vissi hins vegar fátt prýða Sam- bandið. Slíkt skiptir engu. Þetta er eins og þegar konan sagði við séra Árna Þórarinsson að hún og maður hennar hefðu aldrei orðið ósammála í 25 ár. Þá svaraði hann: „Þetta hefur ekkert hjónaband verið!“ Einstaka smádeilur segja ekkert um hversu traust sambandið er. Hið sama gildir um okkur Jennu. Við getum verið ósammála, en samt fellur ekki blett- ur á vináttuna. „Hún var alltaf miklu hugaðri en ég“ Áslaug Sólbjört Jensdóttir fæddist 23. ágúst árið 1918, ein af sjö börn- um hjónanna Ástu Sóllilju Krist- jánsdóttur frá Breiðadal í Önundar- firði og Jens Guðmundar Jónssonar frá Fjallaskaga í Dýra- firði. Ása giftist Valdimar Kristinssyni frá Núpi í Dýrafirði árið 1942. Þau bjuggu að Núpi í áratugi. Ása stýrði kvenfélagi sveitarinnar um árabil og var varaformaður Kvenfélaga- sambands Vestfjarða um tíma. Valdimar lést árið 2003. Þau eignuðust 9 börn, Ástu, Gunnhildi, Rakel, Hólmfríði, Kristin, Jensínu, Ólöfu Guðnýju, Sigríði Jónínu og Viktoríu. Barnabörnin eru 25 og langömmubörn Ásu 26. Unglingar Ása og Jenna heima við Litla-Garð á fermingardaginn. ÁSLAUG SÓLBJÖRT JENSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.