Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 31
að peppa hver aðra upp fyrir og eftir leiki. Edda hefur reyndar ansi oft gefið manni klapp á bak- ið, sem er svolítið vont, en við tökum bara á þessu allar saman,“ sagði Hólmfríður. Rakel er hins vegar alveg viss um hverjar það séu sem haldi uppi mesta fjörinu. „Edda og Katrín Ómarsdóttir eru mikið í því að peppa hópinn upp. Þær eru mjög hressar, og það er náttúrlega mikilvægt að hafa svona trúða,“ sagði Rakel létt og Edda gengst alveg við hlutverkinu sem sá aðili sem stappar stálinu í liðsfélagana. „Það er erfitt að koma öllum í gang eftir tap- leiki og svona en maður reynir sitt besta til að halda utan um grislingana. Þetta er samt það góður hópur að það hjálpast bara allir að þegar það gengur illa.“ Sigurður Ragnar grafalvarlegur Öfugt við þær Eddu og Hólmfríði þarf sú norðlenska oft að verma varamannabekkinn í leikjum og hún segir stemninguna góða þar þrátt fyrir að spennan verði oft ansi rafmögnuð. „Við reynum að halda uppi góðri stemningu. Við tökum til dæmis skemmtilega upphit- unarleiki þar sem við keppum í að halda á lofti og sú sem tapar þarf að leika eitthvert dýr og svona. Þetta er mjög hressandi,“ sagði Rakel sem þvertekur fyrir að varamennirnir séu eitt- hvað að trufla þjálfarann meðan á leik stendur, og benda honum vinalega á að það sé kannski kominn tími á skiptingu. „Nei við þorum ekkert að trufla Sigga Ragga á meðan leikur er í gangi. Hann er svo einbeitt- ur að það er alveg svakalegt,“ sagði Rakel sem var á leiðinni að sækja stundatöfluna í sínum nýja skóla, Tækniskólanum. „Já, það er gott að byrja skólann á því að biðja bara um frí. Við ætlum náttúrlega að komast sem lengst og viljum vera þarna í þrjár vikur þannig að maður gæti þurft að biðja um ansi mikið frí.“ „Fáránlega erfiðir leikir“ Leikmannahópurinn allur hefur reyndar þurft að fórna miklu fyrir þá miklu þolraun sem framundan er. Allt frá því að sigur vannst á Ír- um í undarlegum leik á klakabundnum Laug- ardalsvelli í nóvember síðastliðnum hafa leik- menn einsett sér að vera upp á sitt besta þær vikur sem framundan eru. „Þetta eru fáránlega erfiðir leikir og við verð- um að reyna eins og við getum að borða rétt og sofa, og svo eigum við alltaf að klára okkar skammt af orkudrykkjum. Svona eins og á leik- skóla,“ sagði Hólmfríður og hló. „Svo tökum við ísbað með út og ég er orðin alveg háð því,“ bætti hún við en Ísland leikur á einni viku gegn gríð- arsterkum liðum Frakklands, Noregs og Þýska- lands. Óskandi er að öll sú vinna sem nú liggur að baki þessum frábæra leikmannahópi muni skila sér í góðum árangri á mótinu þar sem stefnan hefur verið sett á að komast upp úr riðl- inum og í 8-liða úrslitin og Hólmfríður er bjart- sýn á að það takist. Allt eins og best verður á kosið „Ég efast ekki um að við séum allar búnar að æfa og undirbúa okkur eins vel fyrir þetta mót og hugsast getur. Ég er til dæmis búin að vera í einkaþjálfun og æfingum tvisvar á dag síðan ég kom frá Svíþjóð og farið í heita potta og gufu þess á milli. Siggi Raggi hefur þar að auki séð mjög vel til þess að allt sé eins og best verður á kosið fyrir okkur og ég held að við gætum ekki verið betur tilbúnar.“ mökum er meinað að hitta keppendur á meðan á því stendur en slíkt væri líklega ansi erfitt í þessu sambandi. „Ég held bara að hún sé sú eina sem gæti þol- að mig því ég er eins og gömul kona með svefn- inn og svona,“ sagði Edda kankvís. „Eftir að Siggi Raggi [Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálf- ari] tók við hafa verið settir saman í herbergi leikmenn sem passa mjög vel saman og það skiptir mjög miklu máli,“ bætti hún við, en fyrir þá sem standa utan hópsins virðist einmitt sem leikmennirnir passi allir mjög vel saman og stemningin sé frábær. Maður reynir sitt besta til að halda utan um grislingana „Það er ótrúlegt hvað hópurinn er orðinn samstilltur. Við erum allar, hver ein og einasta, einbeittar að sama takmarki og sjáum allar um hugsast getur Morgunblaðið/Eggert því sama; að sýna öllum úr hverju þær eru gerðar þegar þær mæta sterkustu þjóðum Evrópu. 31 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Ég er í eðli mínu mjög bjartsýnn maður og heffylgst með þróuninni hjá stelpunum í gegn- um tíðina sem hefur verið alveg rosalega skemmtilegt. Ég hef notið þess vel að fylgjast með þeim á vellinum og sjá hvað þær hafa tekið miklum framförum,“ sagði fjölmiðla- maðurinn Hermann Gunn- arsson um stelpurnar okkar. Hann er þó hóflega bjartsýnn fyrir keppnina í Finnlandi. „Ég er eldri en tvævetur í þessu og þekki það vel hvað væntingarnar verða alltaf miklar hjá okkur sem þjóð. Við erum búin að vinna Evró- visjon fyrirfram frá árinu 1986 og erum oft með alveg fáránlega drauma en auðvitað setja stelpurnar markið á að komast upp úr riðlinum. Leikurinn við Frakka er lykilleikur upp á það hvort við á annað borð verðum með í þessari bar- áttu. Árangurinn er góður sama hvernig þetta fer allt saman en takist okkur að leggja Frakka þá getur hið ótrúlega gerst. Ég held að Þýskaland sé of mikil maskína fyrir okkur en stelpurnar hafa staðið sig gegn Noregi og ég veit að þær geta unnið kraftaverk,“ sagði Hermann.    Það er voðalega erfitt að segja til um þetta enauðvitað vona ég bara að þær vinni sem flesta leiki og komist upp úr riðlinum. Ég held að það hljóti að vera fyrsta skrefið hjá þeim og það væri bara frábær árangur. Þær hafa sýnt og sannað að þær eru alveg svakalega góð- ar og þær standa sig bara þvílíkt vel,“ sagði stang- arstökkskonan Þórey Edda Elísdóttir sem þekkir það vel að mæta til leiks á stórmót en hennar síðasta var Ólymp- íuleikarnir í Kína á síðasta ári. Hún veit því að það þarf meira til en íþróttahæfileika. „Ég trúi ekki öðru en að þær séu búnar að vinna vel í sálfræðihlutanum og ef þeim tekst að höndla pressuna vel eru þær í góðum málum. Það var náttúrlega í fyrsta lagi frábær árangur að komast í mótið og það má auðvitað ekki setja of mikla pressu á þær en þær þurfa sjálfar að setja sér hærri markmið eftir að hafa náð því markmiði að komast á mótið. Það er alltaf hættulegt að vera búinn að ná því. Ég spái því að þær fari upp úr riðlinum og vonandi vinna þær fleiri leiki eftir það,“ sagði Þórey Edda.    Einn af silfurdrengjunum úr íslenska hand-boltalandsliðinu frá Ólympíuleikunum í Pek- ing á síðasta ári er Sigfús Sigurðsson og hann er sammála Þóreyju hér að ofan um að hugarfarið muni skipta miklu máli. „Þær eru gríðarlega sterkar allar saman og þegar kemur út í svona mót þar sem þær eru með svipaða getu og hin liðin þá er það sem skiptir máli hvernig hugurinn er. Þær hafa sýnt það síðasta eitt og hálft árið að þær standa alveg jafnfætis sterkustu liðunum,“ sagði Sigfús sem er bjartsýnn á gott gengi. „Persónulega finnst mér að þær eigi að geta náð í verðlaunasæti ef hlutirnir detta aðeins með þeim í leikjunum. Ég hef fulla trú á þeim og hef alltaf verið mikill keppnismaður fyrir þeirra hönd. Þær hafa staðið sig frábærlega og ég ætl- ast auðvitað til að þær leggi sig 100% fram eins og þær gera alltaf og þá munu þær ná langt. Það er góður karakter í þessu liði og sem hópur þá eru þær bara mjög góðar.“    Þóra Tómasdóttir úr Kastjósinu kynntist stelp-unum vel við gerð heimildamyndarinnar Stelpurnar okkar. „Ég hef trú á að þær noti alla spennuna og væntingarnar varðandi þetta mót til góðs. Þær vita alveg hvað þetta skiptir rosalega miklu máli og eru ekkert saddar þótt þær séu komnar í þessa úrslitakeppni. Án þess að ég viti nokkuð um fótbolta þá veit ég hvernig þær tala. Þær eru búnar að vera í markvissri vinnu að því að vera ekki bara „litla“ liðið í leikjum sem leggst í vörn, og það er alveg ljóst að þær eru ekki þjakaðar af neinni minnimáttarkennd,“ sagði Þóra og henni líst vel á mótið. „Ég býst bara við að þær komist í 8-liða úrslit- in. Ég held að það sé alveg raunhæft að búast við að þær nái einum sigri í þessum riðli.“ VIÐ HVERJU MÁ BÚ- AST AF STELPUNUM? Hermann Gunnarsson Þóra Tómasdóttir Þórey Edda Elísdóttir Sigfús Sigurðsson pa tólf bestu þjóðir Evrópu um Evrópumeistaratitilinn en Þýskaland er núver- Þýskaland, sem leikur í riðli með Íslandi, hefur reyndar unnið keppnina fjögur sinnum í þeim níu keppnum sem haldnar hafa verið frá árinu 1984 þegar am í Svíþjóð. nn sem tólf lið leika í keppninni en áður voru þau átta talsins. Liðunum var rað- kka og síðan var dregið í þrjá fjögurra liða riðla og er Ísland í riðli með heims- Þýskalands, silfurliðinu frá síðasta Evrópumóti; Noregi, og loks Frakklandi með Íslandi í undankeppni mótsins þar sem þjóðirnar unnu hvor sinn sig- riðill en í A-riðli eru heimamenn í Finnlandi ásamt Úkraínu, Hollandi og Dan- ru svo lið Englands, Ítalíu, Svíþjóðar og Rússlands. s er gegn Frakklandi á morgun, mánudag, og sá næsti gegn Noregi á fimmtu- n í riðlinum er svo við Þýskaland á sunnudaginn eftir viku. Til að komast örugg- og í 8-liða útsláttarkeppni þarf Ísland að enda í 1. eða 2. sæti riðilsins en einnig þriðja sætinu því tvö stigahæstu liðin sem enda í þriðja sæti síns riðils kom- nnlandi fer fram á fjórum stöðum, Helsinki, Lahti, Turku og Tampere. Ísland Tampere en heldur svo í suðausturátt til Lahti og leikur við Norðmenn. Loka- í Tampere. Úrslitaleikur keppninnar fer fram á ólympíuleikvanginum í Helsinki. ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM EM MARGIR íþróttamenn eiga sér uppáhaldsklæðnað sem þeir mega helst ekki vera án á leikdegi ef ekki á illa að fara. Það virðist þó lítið um slíka hjátrú hjá stelpunum okkar en fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir spilar þó í eldgömlum legghlífum sem maður hennar Þorvaldur Makan Sigbjörnsson hefur notað sem og KR-ingurinn Guðmundur Bene- diktsson. Klæðnaður stelpnanna er enda að mestu í boði Knattspyrnusambands Íslands en þær nota þó að sjálfsögðu eigin undirföt og afar óformleg könnun leiddi í ljós að þar hafa hjólabuxur vinninginn fram yfir g-strengi og blúndunærföt. „Mér fannst alltaf betra að spila í g-streng en svo þrosk- aðist maður upp úr því og núna spila ég bara í hjólabuxum,“ sagði einn leikmaður og annar bætti við: „Það er mun þægilegra að vera bara í hjólabuxunum. Þá þarf maður ekki alltaf að vera að laga nærbuxurnar til.“ HJÓLABUXUR FRAM YFIR ÞVENGI myndi segja að ég væri sudoku-meistari landsliðsins en ég held að Katrín Jónsdóttir yrði ekki ánægð með það,“ sagði Katrín létt og áréttar að þó að landsliðsfyrirliðinn sé vissulega læknismenntaður þá sé það ekki lykilatriði í Sudoku-þrautum. Athygli vekur að Katrín deilir jafnan her- bergi með Dóru Stefánsdóttur en þær eru í harðri baráttu um byrjunarliðssæti. „Það er svolítið spes en við erum góðar vin- konur og látum samkeppnina ekki hafa nein áhrif á okkur. Þetta er líka ekki hennar val þannig að það þýðir lítið að gefa henni illt auga. Ég stari bara á Sigga Ragga í staðinn.“ MEISTARI HÓPSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.