Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 30
30 Stelpurnar okkar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 L éttleikinn og lífsgleðin lekur hreinlega af stelpunum okk- ar, kvennalandsliðinu í knatt- spyrnu, eins og þjóðin hefur vísast tekið eftir síðustu vikur og mánuði og það sást glögg- lega á lokaæfingu liðsins hér- lendis, degi fyrir brottförina til Finnlands þar sem stóra stundin rennur loks- ins upp á morgun. Þá mætir liðið Frakklandi í fyrsta leik íslensks landsliðs í úrslitakeppni Evrópumóts í knattspyrnu. „Þetta verður örugglega mjög einstök lífs- reynsla. Maður hefur aldrei prófað mót í líkingu við þetta áður,“ sagði Edda Garðarsdóttir sem virðist gegna nokkru leiðtogahlutverki í hópn- um enda ein af reynsluboltunum. Hólmfríður Magnúsdóttir, fyrrverandi liðsfélagi Eddu hjá KR en núverandi andstæðingur hennar í sænsku úrvalsdeildinni, tekur í svipaðan streng. „Nú ætlar maður bara að fara út og blómstra á vellinum; sýna hvað maður er búinn að æfa vel og hvað maður getur gert. Við ætlum okkur stóra hluti og vitum að sama hver andstæðing- urinn er þá getum við alltaf barist og það mun- um við gera.“ Eins og Edda bendir á hefur liðið aldrei tekið þátt í jafnstóru móti áður en reynsla liðsins af sterku árlegu æfingamóti í Portúgal hjálpar til. Leikmenn hafa einnig farið í fjölda annarra keppnisferða saman og renna því ekki beint blint í sjóinn varðandi næstu daga og hvað þeir munu hafa í för með sér annað en leiki við nokkrar af sterkustu þjóðum heims. Á ég að gæta systur minnar? „Ég verð alltaf að hafa bók meðferðis því þeg- ar það kemur hvíld á daginn og litlu grisling- arnir fara að sofa þá þarf ég að hafa eitthvað að gera. Ég var að klára Karlar sem hata konur og ævisögu Baracks Obama en er í smávandræðum með að velja mér bók núna. Ég enda líklega á að taka Á ég að gæta systur minnar?“ sagði Edda og ekki annað hægt að segja en það val sé vel við hæfi. „Við spilum, förum í göngutúra, kíkjum í pott- inn ef það er hægt og svo erum við náttúrlega stelpur þannig að við getum líka bara spjallað endalaust. Þetta er aldrei leiðinlegt hjá okkur því þetta eru svo frábærar stelpur. Svo reynir maður bara að hvíla sig vel og fara í nudd því þetta mun auðvitað taka alveg rosalega á,“ bætti Edda við en yfirleitt líða aðeins tveir frídagar á milli leikja hjá liðinu. Þeir eru nýttir í margt fleira en að spila og fara í göngutúra segir Rakel Hönnudóttir sem er eina landsliðskonan sem býr „úti á landi“ en hún er frá Akureyri. Fjölskyldan fær takmarkaðan tíma „Það verður oft leiðinlegt að hanga svona inni á hótelherbergi þannig að við erum alltaf með spilastokk og reynum að finna eitthvað að gera. Maður hangir líka eitthvað á facebook og svo hlusta ég örugglega á tónlist að meðaltali þrjá tíma á dag. Ég hlusta eiginlega á allt nema óp- erur. Við stelpurnar erum allar með mjög mis- munandi skoðanir á tónlist þannig að við gerð- um saman lista yfir lög til að hlusta á fyrir leiki og völdum tvö lög hver. Ég valdi Stanslaust stuð með Páli Óskari en svo man ég ekki hvað hitt lagið var en það var eitthvað gamalt, íslenskt og skemmtilegt. Við fáum svo smá dauðan tíma daginn eftir á herbergi hjá mér og Guggu [Guðbjörgu Gunn- arsdóttur markverði]. Ég veit að hún tók góða verslunarferð í Bónus fyrir ferðina. Við söknum þess mikið að geta ekki drukkið þetta í Svíþjóð þannig að í hvert skipti sem einhver mætir þangað er hann beðinn að koma með nokkrar flöskur,“ sagði Hólmfríður sem kann því vel að hafa Guðbjörgu sem herbergisfélaga. „Við erum bestu vinkonur og erum alltaf sam- an á herbergi sem er bara mjög gott. Það er eig- inlega enginn galli við hana sem herbergisfélaga en hún leyfir mér reyndar ekki alltaf að sofa eins lengi og ég vil,“ sagði Hólmfríður létt. Makar leyfðir inni á herbergjum? Edda er í svolítið sérstakri stöðu hvað her- bergisfélaga varðar því hún deilir herbergi með unnustu sinni, bakverðinum Ólínu G. Viðars- dóttur. Stundum er það svo í svona mótum að leiki, svona tvo tíma eða svo, og þá getum við hitt okkar nánustu. Mamma fer með mér og hún hefur alltaf stutt við bakið á mér. Við erum fegn- ar að fá þennan tíma til að hitta fjölskyldu og vini, og geta aðeins farið af hótelinu og í annað umhverfi,“ sagði Rakel og Hólmfríður er sam- mála því. „Óverdósa“ af Kristal-Plús „Það er um að gera að hugsa ekki of mikið um leikina þessa daga á milli þannig að maður reyn- ir að dreifa huganum eins og hægt er. Ég sef alltaf mikið á milli leikja til að hvíla mig en svo er maður bara duglegur að spila og spjalla, og kíkja á facebook til að senda fréttir heim,“ sagði Hólmfríður. Hún er alveg með á hreinu hvað það er sem ekki má gleymast að pakka, svona fyrir utan takkaskó og legghlífar. „Það verður nóg til af Egils Kristal-Plús inni Eins vel undirbúnar og Samtaka Stelpurnar okkar voru samtaka á síðustu æfingu sinni fyrir Finnlandsferðina sem fram fór á Hofsstaðavelli í Garðabæ enda stefna þær allar að Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is LÍKT og margir íþróttamenn nýta stelpurnar okkar sér tónlist til að koma sér í rétta gírinn fyrir leiki. Tónlistarsmekkur manna er hins vegar misjafn og því var brugðið á það ráð að hver leikmaður fengi að velja tvö lög á lagalistann sem settur er í gang í bún- ingsklefanum fyrir leiki. Kennir þar ýmissa grasa og ljóst að gleðigjafinn Páll Óskar Hjálmtýsson er vin- sæll en á listanum eru einnig lög á borð við evr- óvisjónlag Jóhönnu Guðrúnar. Lagið sem þær virðast hins vegar allar elska kemur úr smiðju Helga Björns- sonar og félaga í SSSÓL og heitir Vertu þú sjálfur. „Við hlustuðum mikið á þetta fyrir leikina í und- ankeppninni og laglínan „farðu alla leið“ er í sér- stöku uppáhaldi,“ sagði Katrín Ómarsdóttir. „Það var náttúrlega það sem við ætluðum okkur að gera, að fara alla leið, og það er alltaf vel tekið undir þegar þessi lína heyrist. Það syngja allir vel með í klefanum og ég held að þetta sé akkúrat einkennislag fyrir íslenska kvennalandsliðið. Við erum við sjálf- ar og ætlum okkur að fara alla leið,“ bætti hún við ákveðin. Lagalisti stelpnanna er sem hér segir og um að gera fyrir fólk að sækja lögin til að komast í gírinn með stelpunum: Vertu þú sjálfur – SSSÓL Gaggó Vest – Eiki Hauks Is it True – Yohanna Nei eða já – Stjórnin Nostradamus – Ný dönsk Stanslaust stuð – Palli Smooth Criminal – MJ Single ladies – Beyonce Betri tíð – Stuðmenn You can do whatever you like – Ty Eitt lag enn – Stjórnin Personal Jesus – Depeche mode Simply the best – Tina Turner International – Palli Starlight – Muse Dav- id – Gus Gus Radio – Beyonce Minn hinsti dans – Palli Map of the problematique – Muse Tutti Frutti–Little Richard Flottur jakki – Raggi Bjarna Keep winning – Ray Lavender ft. Archie Party up in here – DMX Blame it on the alcohol – Jamie Foxx Get back up – Neyo ft. Keri Hilson Rap Das Armas – Cidinho & Doca La Bamba – Ritchie Valens HELGI BJÖRNSSON SÉR UM EINKENNISLAGIÐ Á EM í Finnlandi kepp andi handhafi hans. Þ síðustu skipti og sex s fyrsta keppnin fór fra Þetta er í fyrsta sin að upp í styrkleikaflok og Evrópumeisturum sem lék einmitt í riðli urinn. Riðill Íslands er B-r mörku. Í C-riðlinum er Fyrsti leikur Íslands daginn. Lokaleikurinn lega upp úr riðlinum o gæti dugað að enda í ast einnig áfram. Úrslitakeppnin í Fin leikur við Frakkland í T leikur riðilsins er svo ALLT SEM                               „Ég reyni bara alltaf að vera hress og kát en það er náttúrlega erfitt að vera alltaf kölluð „stuðboltinn“ því maður þorir varla að setja upp fýlusvip,“ sagði Katrín Ómarsdóttir en svo er að heyra að liðsfélagar hennar titli hana sem mesta stuðbolta landsliðshópsins. „Ég er bara alltaf svo glöð og kát og það eru svo sannarlega fleiri í landsliðinu en mað- ur reynir að passa sig að vera rólegur þegar það á við,“ bætti Katrín við og hún er komin með nokkrar hugmyndir að afþreyingu þessa daga sem landsliðið dvelur í Finnlandi á EM. „Maður er með sudoku-bækur og spil og svona ýmislegt til að stytta sér stundir. Ég KATRÍN ER SUDOKU-M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.